Morgunblaðið - 09.02.1992, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1992
FORSETAKOSNINGAR í BANDARÍKJUNUM
m íHOTBYR
eftir írisi Erlingsdóttur
ÞEGAR George Bush sóttist eftir
forsetaembættinu árið 1988 tal-
aði hann með fyrirlitningu um
kosningaloforð. „Hinn flokkur-
inn lofar,“ lýsti hann yfir þegar
hann var útnefndur frambjóð-
andi Repúblíkanaflokksins í
ágúst 1988. „Við framkvæmum."
En raunin varð önnur. Efnahags-
ástandið hefur valdið Banda-
ríkjamönnum vonbrigðum og hið
^ama má að mörgu leyti einnig
segja um Bush sjálfan. Enginn
vafi leikur á að staða forsetans
fyrir þessar kosningar er slæm.
Vinsældir hans hafa aldrei verið
minni, en samkvæmt nýrri könn-
un CNN og USA-Today eru að-
eins 44% Bandaríkjamanna
ánægðir með frammistöðu for-
setans. í könnunum sem gerðar
voru eftir stefnuræðu forsetans
nýverið kom fram, að 34% að-
spurðra töldu að efnahagsáætlun
Bush lýsti einlægum vilja hans
til að bæta efnahag þjóðarinnar,
en 58% aðspurðra töldu efna-
hagsáætlun forsetans vera
óraunhæft loforð til að lokka til
sín kjósendur og yfir 70% sögðu
að forsetinn skildi ekki hin raun-
verulegu vandamál venjulegra
Bandaríkjamanna.
Flestir stjórnmálaskýrendur
töldu að Bush gæti fram-
kvæmt stóran hluta kosn-
ingaioforða sinna en enginn
gerði ráð fyrir að efnahagur
þjóðarinnar yrði í þeim ólestri
sem hann nú er. Bush sagði kjósend-
um árið 1988 að „lesa varir“ sínar,
það yrðu engar nýjar skattahækkan-
ir en við það gat hann ekki staðið.
Hann lofaði umbótum í menntamál-
um en veski Sáms frænda var of
þunnt til að efna það loforð. Van-
efnt loforð forsetans um blómlegan
efnahag er þó það sem er efst í
huga Bandaríkjamanna þessa dag-
ana en auk betri lífsgæða lofaði
Bush þjóðinni 30 milljónum nýjum
atvinnutækifærum. Nú, þremur
árum síðar, er aukningin þrjár millj-
ónir.
Misheppnuð Japansferð
Japansferð Bush sem hann lofaði
að yrði bandarísku atvinnulífi til fjár
fór á annan veg en til var ætlast.
Útilokað er að samningurinn við
Japani muni skapa þau atvinnutæki-
færi sem Bush lofaði. Framkvæmda-
stjóri hjá Chrysler-bifreiðaverk-
smiðjunum sagði í viðtali við frétta-
mann CBS-sjónvarpsstöðvarinnar að
samningurinn við Japani væri grát-
broslegur. „Japanir ætla að kaupa
af okkur 20 þúsund bíla á ári. Það
er jafnmikið og þeir selja á viku
Jyjrna heima.“ Markaðshlutdeild
Japana á bandarískum bifreiða-
markaði er um 30% en Bandaríkja-
menn eiga aðeins um 1% af markað-
inum í Japan. Forsetinn hefur einnig
verið gagnrýndur fyrir að hafa tekið
með sér í ferðina forstjóra bifreiða-
risanna þriggja. „Hvers vegna?“
spurði Business Week. „Þessi fyrir-
1 '
tæki eru táknræn fyrir veikleika
bandaríks efnahagslífs.“
Ekki er enn ljóst hver árangurinn
af samningunum verður, er taka
verður með í reikninginn að Japanir
eiga nú þegar stóra hluta í mörgum
af þeim bandarísku fyrirtækjum sem
þeir lofuðu að eiga viðskipti við.
Stjórnmálaskýrendur eru sammála
um að leiðangurinn til Japans eigí
eftir að kosta Bush atkvæði — ekki
aðeins vegna lítils ávinnings á við-
skiptasviðinu, heldur einnig vegna
uppákomunnar í kvöldverðarboðinu
þegar milljónir um allan heim héldu
að forsetinn væri að gefa upp önd-
ina.
Kosningabarátta Bush árið 1988
var af mörgum álitin lítt ígrunduð
og einföld, byggði á slagorðum, en
skorti skipulegar áætlanir. Þann
galla má eflaust fínna á baráttu
flestra frambjóðenda en stjórnmála-
skýrendur telja að demókratar eigi
eftir að gera mikið úr mistökum
Bush. Ekki er ljóst hversu mikið slík
gagnrýni gæti skaðað hann en Ro-
bert A. Mosbacher, viðskiptaráð-
herra, segir að það sem gagnrýnend-
ur kallí svikin loforð séu einungis
takmörk sem enn eigi eftir að ná.
„Allir sem reka fyrirtæki, hvað þá
heilt land, segjast vilja auka hagnað
um 10% á ári. Það bara gengur ekki
alltaf upp.“
Vanefnd kosningaloforð
En innan Repúblíkanaflokksins
hafa margir áhyggjur af frammi-
stöðu Bush. „Hvaða ástæðu hafa
kjósendur til að treysta honum núna
ef hann stóð ekki við það sem hann
lofaði síðast?" spurði fyrrum
kosningaráðgjafi innan flokksins.,
„Bandaríkjamenn eru betur settir
Stefnuræóa Banda-
ríkjaforseta virðist
hafa fallið í grýtta
jörð og Ijóst er að
Japansferðin varð
honum ekki til fram-
dráttar í kosninga-
baráttunni, auk þess
sem vanefnd kosn-
ingaloforð eru hon-
um fjötur um fót
/jií en þeir voru fyrir átta árum og
ef þið kjósið mig sem forseta, þá
munuð þið njóta enn betri lífsgæða
eftir fjögur ár en þið gerið í dag. “
George Hush, varaforseti. Houston, 7. nóv-
ember 1988.
Ronald Reagan ávann sér þó
nokkur atkvæði þegar hann bað
Bandaríkjamenn að hafa fjárhag
sinn í huga þegar þeir gerðu upp á
milli sín og Jimmy Carters. Bush
gekk hins vegar skrefí lengra og
bauð þjóðinni að dæma hann sjálfan
eftir kjörtímabilið. Hann sagði að
hinn aukni hagvöxtur undir stjórn
Reagans væri ekki nóg. Hann lofaði
efnahagslegum vexti sem yrði „var-
anlegur og næði til allra Bandaríkja-
manna. Getum við það? Auðvitað,"
svaraði Bush baráttuglaður. „Ég
skal segja ykkur meira um ætlunar-
verk mitt,“ sagði hann og lofaði þjóð-
inni kokhraustur 30 milljónum nýrra
atvinnutækifæra, þrátt fyrir óvenju
mikið atvinnuleysi.
Þetta málskrúð hreif bandaríska
kjósendur sem treystu því að Bush
myndi fyrst og fremst færa þjóðinni
aukna hagsæld. En það hefur honum
mistekist hrapallega. Samkvæmt
skoðanakönnunum eru þrír af hveij-
um fjórum Bandaríkjamönnum
óánægðir með stjórn forsetans í
efnahagsmálum. Síðan 1988 hefur
atvinnutækifærunum fjölgað um
aðeins þijár milljónir og meðallaun
hafa lækkað um 2,8%.
„Þingið mun reyna að fá mig til að
samþykkja skattahækkanir og ég
mun segja nei. Það mun reyna aftur
og ég segi nei, og það mun reyna
aftur og aftur og ég segi nei. Það
sem ég mun segja er: Enga nýja
sk'atta, punktur!"
George Bush, GOP National Convention.
New Orleans, 18. ágúst, 1988.
„Lesið varir mínar,“ sagði Bush
við efasemdarmenn. „Engir nýir
skattar." Þetta var slagorð í kosn-
ingabaráttu hans — loforð um
breytta stefnu, nýja tíma. Aðeins
18 mánuðum síðar voru tekju- og
tekjutengdir skattar hækkaðir.
Hversu mikið skattar hafa hækkað
síðan Bush tók við embætti er um-
deilt en enginn deilir um að skatt-
byrði bandarískra borgara hefur
þyngst í forsetatíð hans.
Ljóst er að Bush átti engra ann-
arra kosta völ en að hækka skatta.
Fjárlagahalli ársins 1990 voru 220,4
milljarðar dollara og það var ekki
um neitt annað að ræða en annað-
hvort að hækka skatta eða „loka
sjoppunni," eins og einn stjórnmála-
skýrandi komst að orði. En þrátt
fyrir aukna skatta jókst fjárlagahall-
inn — í 268,7 milljarða dollara árið
1991 og gert ráð fyrir að á árinu
1992 verði hann yfir 350 milljarðar.
„ Undir minni stjórn verða Banda-
ríkin aldrei aftur gerð máttvana."
George Bush, The American Legion. Louis-
ville, Ky., 7. september 1988.
Þjóðaröryggi var eitt af því sem
George Bush lagði hvað mesta
áherslu á í kosningabaráttunni sinni.
Hann sór að stórminnka kjarnorku-
birgðir Bandaríkjanna og Sovétríkj-
anna. Og hann vonaðist til að „efla
byltingu í átt til lýðræðislegra stjórn-
arhátta" alls staðar í heiminum.
Flestir geta verið sammála um
að Bush hafi staðið sig afar vel á
alþjóðlegum vettvangi, betur en
bjartsýnustu stuðningsmenn þorðu
að láta sig dreyma. Stór þáttur í því
er hrun Sovétríkjanna sem leystust
hraðar í sundur en nokkur átti von
á. Vegna þess hefur Bush náð þeirri
50% fækkun kjarnorkuvopna sem
hann lofaði. Samskipti hans við hina
nýju ráðamenn í austri eru að mestu
leyti lofsverð, þó hann hafi stundum
verið of fljótur á sér að gefa yfirlýs-
ingar á meðan á mestu umhleyping-
unum stóð. Hann notfærði sér þíð-
una í samskiptum austurs og vest-
urs til þess að tilkynna mesta niður-
skurð kjarnorkuvopna síðan kjarn-
orkuöldin hófst. Einnig hefur hann
kallað bandarísk herlið heim hvað-
anæva að úr heiminum.
Eftirminnilegast er þó vitanlega
sigur Bandaríkjamanna í Persaflóa-
stríðinu, sem ávann Bush slíkar vin-
sældir að stjórnmálaskýrendur
spáðu að þyrftu ekki að hafa fyrir
því að útnefna frambjóðanda. En
margt hefur breyst síðan þá og
mörgum finnst til lítils hafa verið