Morgunblaðið - 31.01.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.01.1993, Blaðsíða 9
 3B 89 RÉTTUR MMHIR R RETTIIM STÍfl eftir Ragnar Garðarsson Með afsögn Poul Schluters, forsætisráðherra Danmerkur 1982-1993, er síðasti stjórnmálaleiðtoginn af þeim þremur, sem mörkuðu dýpst spor á hægri væng stjórnmálanna á síðasta áratug, fallinn. Poul Schliiter skipar sér sess með þeim Ronald Reagan, Bandaríkjaforseta 1980-1988, og Mar- gréti Thatcher, forsætisráðherra Breta 1979-1990, ekki ein- göngu vegna langsetu hans á valdastóli, heldur ekki síður vegna þess að honum tókst að breyta ýmsu í valdatíð sinni. Menn verða að líta á valdatíð Poul Schluters í ljósi þeirrar bylgju sem þá gekk yfir flest vestræn ríki og gætir enn í dag. Valdataka þremenning- anna í löndum sínum, Bretlandi, Bandaríkjun- um og Danmörku, var birtingar- mynd hægribylgjunnar sem á þess- um árum fór um Vesturlönd. Menn voru farnir að setja spurningar- merki við eyðslustefnu, skattpín- ingu og ráðaleysi í efnahagsmálum og ítök sérhagsmunahópa á starf- semi ríkisvaldsins. í staðinn var leitað leiða til þess að beita í aukn- um mæli hinum frjálsa markaði við úrlausn margvíslegra sameig- inlegra verkefna. Þessi viðleitni fékk meðal annars viðurnefnið einkavæðing, eitt af lykilorðum í þessarri stefnu, og hefur æ síðan verið eftirlætisverkefni stjómvalda víða meðal vestrænna ríkja. Spyrja má hvers vegna borgara- legu öflunum í Danmörku hefur tekist að halda völdunum svo lengi, sem raun ber vitni, við mjög erfið- ar aðstæður. Borgaraflokkarnir í Svíþjóð, sem komust til valda á þessum árum, voru sundraðir og gáfust upp eftir slæman árangur, Chirac í Frakklandi gat ekkí starf- að með Mitterand forseta og í Þýskalandi varð í rauninni ekki mikil stefnubreyting þegar Kohl leysti Smith frá völdum. í Danmörku gerðist það að fjór- ir borgaraflokkar mynduðu minni- hlutastjórn með stuðningi tveggja annarra borgaraflokka, en þeir síð- asttöldu gátu ekki einu sinni setið saman á fundum vegna ósamlynd- is. Aðalsmerki þessarar stjórnar, sem kennd var við fjögurrablaða smára, var að koma jafnaðarmönn- um frá völdum og áhrifum. Varð hún í mörgu að sigla á milli skers og báru, fyrst semja sín á milli, síðan hefja við- ræður í sitt hvoru lagi við Framf- araflokkinn og Róttæka vinstri- flokkinn. Þar sem einu áhugamál Fram- faraflokksins voru skattalækkanir og róttækir niðurskurðir á opinberum útgjöld- um og Róttæki vinstriflokkurinn leit á það sem hlutverk sitt í dönsk- um stjómmálum að tengja borg- araöfl og vinstriöfl, er ekki að undra að Fjögurrablaða-smáranum Svipmynd af Poul SchlSter, fyrrum forsætisráð herra Danmerkur skyldi spáð aðeins nokkurra mán- aða lífí. Ekki bætti úr skák að verkefnin sem fyrir lágu vora mjög aðkallandi. Aður höfðu jafnaðarmenn sjálfir úrskurðað stefnu sína gjaldþrota með hinni frægu yfirlýsingu um heljarþröm og þeir gáfust upp af sjálfsdáðum að kveldi 9. september 1982. Þá höfðu vandamálin hrann- ast upp, verðbólgan komin vel á annan tug prósenta, útlánsvextir orðnir 22 %, hallinn á ríkissjóði næstum því 10% af þjóðarfram- leiðslunni, erlendar skuldir fóra örú vaxandi, hagvöxtur var orðinn nei- kvæður og atvinnuleysi komið yfír 10% vinnufærra manna. Með öðr- um orðum hafði martröð hagfræð- inga og stjórnmálamanna um það sem þeir kalla „stagflation" orðið að veruleika, þ.e. efnahagsleg stöðnun samtímis mikilli verðbólgu og háu vaxtastigi. Alþjóðlegar fjár- málastofnanir bragðust við með því að rýra lánstraustsstuðla Dana. Jafnaðarmenn skildu því við efna- hagsmálin í ijúkandi rúst og það var sá arfur sem Poul Schlúters og samstarfsmenn hans tóku við. Til þess að halda saman minni- hlutastjóm við slíkar aðstæður og samtímis að takast á við gífurlega erfið verkefni, verður að vera óvenju útsjónasamur og klókur stjómandi í forsæti. Þegar sjónarmiðin spönnuðu jafn vítt svið og starfsgrundvöllur Fjögurrablaða-smárans bar vitni um, var nauðsynlegt að gleyma harðsoðnum hugmyndafræðileg- um kreddum og í staðinn einbeita sér að því að sætta sjónarmið og ná árangri. Fræg eru ummæli Poul Schlúters um að hugmyndafræði væri drasl og að hann væri ekki svo mikill íhaldsmaður að skaðlegt væri. Víðsýn við- horf hans til sam- starfsins og óþijótandi vilji til þess að hindra jafnaðarmenn í að komast aftur til valda, gerðu hann að óumdeil- anlegum leiðtoga og sameiningar- tákni borgara- legra afla í Dan- mörku. Skýrast verður þessi af- staða þegar litið er á sérbókanirn- ar 23 sem Danir þurftu að koma fyrir í ályktunum og samþykktum NATO vegna afstöðu Róttæka vinstriflokksins og stefnubreytingu Jafnaðarmannaflokksins til kjarn- orkuvopnauppbyggingarinnar í Schliiter gefst nú væntanlega fleiri tækifæri en áður að sinna áhugamáli sínu, golfinu. Evrópu. í þessum mikilvægu mál- um lenti ríkisstjórnin 23 sinnum í minnihluta vegna þess að Róttæki vinstriflokkurinn sveigði um stund- arsakir yfir á band stjórnarand- stöðunnar. Þetta voru meira en nægar ástæður til þess að leysa upp ríkisstjórnina og/eða efna til kosninga, sem einmitt var mark- mið stjórnarandstöðunnar, frekar en að reka ábyrga utanríkisstefnu. Poul Schlúter neitaði að láta þessa óábyrgu utanríkisstefnu trufla sig í sögulega mikilvægu hlutverki sínu við að endurreisa danskt efna- hagslíf. Hann sameinaði ekki aðeins krafta hinna sex sundraðu borg- aralegu þingflokka við þetta verk- efni. Persónulega framkoma hans og yfiriýsingar endurspegluðu augljóslega nýja bjartsýni og áræðni sem í sjálfu sér átti þátt í því að endurreisa tiltrú margra þegna hans á framtíðina og von um batnandi Iqör. Á fyrstu dögum hans sem forsætisráðherra lýsti hann því yfír að verkefni hans væri að gera það auðveldara að vera Dani. Þegar efnahagsaðgerð- irnar smám saman fóru að skila sér, sagði hann: „Það gengur alveg ótrúlega vel“. Þjóðin fylltist bjart- sýni og það átti mikinn þátt í vel- gengni hans og ruddi veginn fyrir nauðsynlegar og erfiðar efnahags- aðgerðir. Þessara sálfræðilegu þátta gæt- ir alveg frá upphafí stjórnarskipt- anna síðsumars 1982, og það eru ekki miklar ýkjur að næstum því samdægurs valdatöku Fjögurrara- blaða-smárans fór dæmið að snú- ast við. Hlutabréfamarkaðurinn tók við sér undir eins með gengis- hækkunum og á nokkrum vikum féllu vextir á skuldabréfum um helming (úr 22% í 12%), eingöngu vegna þess að menn sáu fram á bjartari tíma. Á tíu árum hefur allt nema eitt í efnahagslífí Dana snúist við: Viðskipta- og greiðslu- jöfnuður gagnvart útlöndum hefur snúist frá mínus í plús, skuldirnar gagnvart útlöndum hafa farið hríð- lækkandi, verðbólgan er milli 1% og 2%, vextir era um 10% og danska krónan orðin einn sterkasti gjaldmiðillinn í Evrópu. Það eina sem skyggir á þennan stórkostlega árangur er 300 þúsund atvinnu- leysingjar, sem eru um 10% vinnu- færra manna, en um miðbik ára- tugarins var atvinnuleysi 6-7%. Þau afdrifaríku áhrif, sem þessi áratugur hefur haft á danskt þjóð- félag, endurspeglast skýrt í stefnu- breytingum hjá stjórnarandstöðu- flokkunum tveimur, Jafnaðar- mannaflokknum og Sósíalíska þjóðarflokknum. Sá síðarnefndi, sem ætíð hefur verið stjómarand- stöðuflokkur, hefur lagt fyrir róða marxísku kreddunum í stefnuskrá sinni og í staðinn viðurkennt gagn- semi markaðsaflanna í einhverri mynd. Sá fyrmefndi, sem er orðinn nýr stjómarflokkur eftir fall ríkis- stjórnar borgaraflokkanna, er í rauninni búinn að taka upp stefnu borgaraflokkanna í efnahagsmál- um og hann hvorki getur né ætlar sér að hrófla svo að nokkra nemi við efnahagsstefnunni nema það stefni efnahagsundrinu í hættu. Á sama hátt og Fjögurrablaða-smár- inn var í byijun níunda áratugarins sakaður um að vera einvörðungu umsjónaraðili hins „sósíaldemó- kratíska" þjóðfélags, sökum þess hversu hægt miðaði í umbótaátt, virðist allt benda til þess að jafnað- armenn muni nú taka við gjör- breyttu búi, en verða sjálfír að sætta sig við að leika hlutverk umsjónarmannsins í þjóðfélagi sem er meira í anda borgaraflokkanna. Annars munu þeir fljótlega enda í sömu ógöngum og þeir gáfust upp á 1982 og leiddi af sér áratug í stjórnarandstöðu. Sagan um Poul Schlúter og fer- il hans sem forsætisráðherra sýnir svo ekki verður um villst hversu mikilvægt það er fyrir velgengni og langlífí samsteypustjóma, sér- staklega minnihlutástjóma, að til ' forystu séu kosnir menn sem valda þeirri erfíðu listgrein að laða sam- an og sætta mismunandi sjónar- mið, finna sameiginlega snertifleti og vera samt leiðandi afl. Poul Schlúter var réttur maður á réttum stað og tíma. Hann varð ótvíræður leið- togi borgara- legra afla í Dan- mörku, tókst að jafna út ágrein- ingsefni með ein- stakri lagni, vél- heppnuðu orðav- ali, óbilandi bjart- sýni og kímnigáfu. Mikilvægi hans sem leiðtoga krystallast hvað skýrast í þeirri staðreynd að með af- sögn hans sem for- sætisráðherra er ríkis- stjórn borgaraflokk- anna fallin. Honum tókst að afla sér og stjórn sinni trausts og virð- ingar langt út fyrir raðir eigin flokks og ríkisstjómar. Þegar hans nýtur ekki lengur við hafa Róttæki vinstriflokkurinn og aðrir miðju- flokkar séð sér fært að biðla til samstarfs við Jafnaðarmanna- flokkinn og þannig stuðla að stjórnarumskiptum í Danmörku. Með Poul Sehlúter er mikill og merkur stjórnmálamaður farinn fyrir lítið og mörgum verður tví- mælalaust eftirsjá að honum. Höfundur er sljórnmálafræðingur og var lengi búsettur i Danmörku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.