Morgunblaðið - 12.07.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.07.1994, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1994 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Fimm myrt- ir í Alsír BYSSUMENN, klæddir eins og lögreglumenn, skutu til bana fjóra Rússa og einn Rúmena, sem störfuðu fyrir alsírska ríkisolíufélagið, að sögn rússn- eska sendiráðsins í Algeirs- borg. Útlendingarnir fimm voru meðal 15 farþega í rútu sem flutti starfsmenn olíufé- lagsins, þegar fjórir eða fimm menn í einkennisbúningum lög- reglu stöðvuðu rútuna og skip- uðu Rússunum og Rúmenanum að fara út, og skutu þá síðan. Enginn hefur lýst ábyrgð á hendur sér, en í hverfinu, þar sem atburðurinn varð, eru margir herskáir bókstafstrúað- ir múslimar. Alsírmenn handteknir TVEIR Alsírmenn, grunaðir um aðild að morðunum á sjö ítölskum sjómönnum í borginni Jenjen í síðustu viku, hafa ver- ið handteknir, að sögn ítölsku fréttastofunnar ANSA. Alsír- mennirnir munu ennfremur hafa bent á samverkamenn sína í morðunum. Grænfrið- ungar í haldi NÍU Grænfriðungar eru í haldi í Noregi, og skip þeirra hefur verið fært þar til hafnar. Norskir strandgæslumenn fóru um borð í skip Grænfriðunga, Síríus, á sunnudag og tóku það í tog. Þeir komu með það til Egersund í gær. Lögreglan hafði í gær ekki tekið ákvörðun um hvað gert yrði í máli Græn- friðunganna, eða hvort þeir yrðu kærðir. A Forsetakosningar haldnar í Hvíta-Rússlandi og Ukraínu Lukashenko og Kuchma sigra Minsk, Kiev. Reuter. LÝÐSKJALLARINN Alexander Lukashenko sigraði um helgina í fyrstu forsetakosningum Hvíta- Rússlands. Þá bar Leoníd Kuchma, forsætisráðherra Úkraínu, sigurorð af forseta landsins, Leoníd Kravt- sjúk, í forsetakosningum þar í landi, samkvæmt fyrstu opinberu tölum. Eru úrslitin í samræmi við niðurstöð- ur fyrstu umferðar forsetakosning- anna í báðum löndum, en önnur umferð fór fram í gær. Eftir kosn- ingar í Hvíta-Rússlandi virtist sem jörðin hefði gleypt Lukashenko og opinberir embættismenn voru slegn- ir yfír sigri hans og neituðu að tjá sig um málð. Talið er víst að kosn- ing hans muni valda miklu umróti og erfíðleikum í stjóm landsins. Yfirburðasigur Lukashenko, 39 ára, fyrrum stjórnmálaforingi kommúnista í hernum og yfirmaður á samyrkju- búi, vann yfirburðasigur í Hvíta- Rússlandi, hlaut um 80% atkvæða. Hefur hann notið góðs af almennri óánægju með bágan efnahag og spillingu valdhafanna, en hann öðl- aðist skyndilegar vinsældir er hann stýrði þingnefnd sem rannsaka átti spillingu. Helsti keppinautur Lukashenkos var Vjatsjeslav Kebitsj, forsætisráð- herra Hvíta-Rússlands, og fyrir kosningar var Kebitsj talinn nokkuð öruggur um sigur, en hann hlaut aðeins 17% atkvæða. Lukashenko lagði áherslu á að Kebitsj væri einn af ríkjandi vald- höfum. Lofaði hann m.a. að lækka verðbólgu, koma á verðstöðvun, útrýma spillingu, banna einkavæð- ingu fleiri ríkisfyrirtækja og koma á nánari tengslum við Rússland. Hann hefur hins vegar ekki sýnt fram á hvernig hann hyggst hrinda þessum hugðarefnum sínum í fram- kvæmd. Valdamiklir andstæðingar Margir óttast að Lukashenko reynist örðugt að stýra Hvíta-Rúss- landi, þar sem hann á sér marga og valdamikla andstæðinga á þingi. Getur þingið neitað að samþykkja frambjóðendur Lukashenkos í emb- ætti forsætisráðherra og sex ráð- herra annarra, auk þess sem flestir háttsettir embættismenn fylgdu andstæðingnum, Kebitsj, að mál- um. Kjósendur í Úkraínu höfnuðu Leoníd Kravtsjúk, forseta landsins, í kosningum og greiddu Leoníd Kuchma, fýrrum forsætisráðherra, atvæði sitt. Mjótt var á mununum í kosningunum, Kuchma hlaut tæp 54% en Kravtsjúk 46%. Kuchma er fylgjandi nánari tengslum við Rússa en Kravtsjúk lofaði að tryggja sjálfstæði Úkraínu með umbótum. Með úrslitunum' er talið að kjósendur hafi viljað lýsa yfir óánægju sinni með slæman efnahag. Hann hefur versnað mjög á síðustu tveimur árum og er nú mun verri en í Rússlandi. Er talið að sigur Kuchma muni auka enn á þann klofning sem er á milli fólks í austurhluta landsins, sem er fylgj- andi nánari tengslum við Rússland, og þjóðernissinnanna í vesturhlut- anum, en Kuchma sótti langmest fylgi sitt til austurhlutans. Arafat í Mekka YASSER Arafat, leiðtogi Frelsis- samtaka Palestínu (PLO), biðst fyrir í borginni Mekka á sunnu- dag, þegar hann var í sólarhrings heimsókn í Saúdí Arabíu, þar sem hann m.a. ræddi við Fahd kon- ung. Arafat mun nú setjast að á Gaza, eftir að hafa haft aðsetur í Túnis í 12 ár. Palestínskir og ísraelskir embættismenn funduðu í Kaíró í gær um frekari sjálfs- stjórn Palestínumanna á Gaza og Vesturbakkanum. Shimon Peres, utanríkisráðherra Israels, sagði að hann myndi eiga fund með utanríkisráðherrum Bandaríkj- anna og Jórdaníu í Jórdaniu í næstu viku. Hann verður þá fyrsti ísraelski ráðamaðurinn sem ferð- ast opinberlega til Jórdaníu, en stríð hefur formlega ríkt milli landanna frá því Ísraelsríki var stofnað árið 1948. Reuter Schluter og Santer líklegastir Napólí. The Daily Telcgraph. Morgunblaðið. JOHN Major, forsætisráðherra Bret- lands, og Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, virðast hafa náð sáttum í deilunni um eftirmann Jacques Delors, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Evrópsku leið- togarnir á leiðtogafundi sjö helstu iðnríkja heims í Napólí ræddu eftir- mann Delors, en ætlunin er að til- nefna hann á föstudaginn. Efstir á blaði eru sagðir Poul Schlúter, forsætisráðherra Dana 1982-1993, og Jacques Santer, for- sætisráðherra Lúxemborgar. Er Schlúter sagður eiga meiri möguleika en Santer, ekki síst þar sem Danir felldu Maastricht-samkomulagið í þjóðaratkvæðagreiðslu 1992 og eru að mörgu leyti taldir deila áhyggjum Breta af sameiningu Evrópu. SIEMENS IMÝ ÞVOTTAVÉL Á NÝJU VERÐI! • 11 kerfisinnstillingar fyrir suðuþvott, mislitan þvott, straufrítt og ull • Vinduhraði 500 - 800 sn./mín. • Tekur mest 4,5 kg • Sparnaðarhnappur (1/2) • Hagkvæmnihnappur (e) • Skolstöðvunarhnappur • Sérstakt ullarkerfi • (slenskir leiðarvísar Og verðið er ótrúlega gott. Siemens þvottavél á aðeins kr. 59.430 stgr. SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 628300 3 cn LJJ QC < O 2 i/i O O CD 3 Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs Borgarnes: Glitnir Borgarfjöröur: Rafstofan Hvítárskála Hellissandur: Blómsturvellir Grundarfjörður: Guðni Hallgrímsson Stykkishólmur: Skipavík Búðardalur: Ásubúð ísafjörður: Póllinn Hvammstangi: Skjanni Sauðárkrókur: Rafsjá Siglufjörður: Torgio Akureyri: Ljósgjafinn Húsavík: öryggi Þórshöfn: Norðurraf Neskaupstaður: Rafalda Reyðarfjörður: Rafvélaverkst. Arna E. Egilsstaðir: Sveinn Guömundsson Breiðdalsvík: Stefán N. Stefánsson Höfn í Hornafirði: Kristall Vestmannaeyjar. Tréverk Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga Selfoss: Árvirkinn Garður: Raftækjav. Sig. Ingvarss. Keflavík: Ljósboginn Hafnarfjörður: Rafbúð Skúla, Álfaskeiöi Viljir þú endingu og gæði velur þú SIEMEIUS Samþykktir leiðtogafundarins í Napólí Segja hagvöxt framundan Napólí. Reuter. LEIÐTOGAR iðnríkjanna lýstu því yfir um helgina að loknum fundi sinum í Napólí, að horfurnar í efnahagsmálum ríkjanna hefðu ekki verið betri í langan tíma og verulegur hagvöxtur fyrir- sjáanlegur. Þeir vöruðu einnig stríðsaðila í Bosníu við að fallast ekki á nýja friðaráætlun og skoruðu á stjórnvöld í Norður-Kóreu að leyfa eftirlit með kjarnorkuiðnaðinum í landinu. Þá var einnig samþykkt efnahagsaðstoð við Úkraínu. I lokayfirlýsingu fundarins var bent á, að verðbólga væri nú sú minnsta í þrjá áratugi og skilyrði fyrir hagvexti góð en því var jafn- framt lýst yfir, að atvinnuleysi 24 milljóna manna væri „óviðunandi sóun“. Var heitið auknum fram- lögum til endurmenntunar og starfsþjálfunar auk þess sem reglugerðarskógurinn á vinnu- markaði yrði grisjaður. Aðstoð til Úkraínu Leiðtogarnir vöruðu þjóðarbrot- in í Bosníu við því að hafna nýrri áætlun um frið í landinu og sögðu, að ella væri hætta á að stríðið blossaði upp aftur enn harðara en fyrr. Hvöttu þeir til viðræðna við Norður-Kóreustjórn um kjarn- orkumálin og veittu Úkraínustjórn 200 milljónir dollara til að greiða fyrir lokun Tsjernobyl-kjarnorku- versins. Lýstu þeir verulegum áhyggjum af efnahagsástandinu í Úkraínu en landsmenn geta fengið allt að fjóra milljarða dollara í efnahagsaðstoð, verði hafist handa við raunverulegar umbæt- ur. Ekki sé allt sem sýnist Þrátt fyrir bjartsýni leiðtoganna á efnahagsmálin benda sérfræð- ingar á, að ekki sé allt sem sýnist í þeim efnum. Langtímavextir séu heldur á uppleið vegna aukinnar lánsfjárþarfar hinna nýju efna- hagsvelda í Asíu og megi búast við verulegri samkeppni um fjár- magnið þegar fram í sæki. Þá aukist stöðugt samkeppnin al- mennt milli gömlu iðnríkjanna og hinna nýju og sé það meðal ann- ars skýringin á miklu atvinnuleysi í Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.