Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 29
28 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 29 STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SKIPBROT S AMEININ G AR ENN EIN tilraunin til að sanieina vinstri öflin hefur mistekizt. Er það ein athyglisverðasta niðurstaðan í þingkosningunum. ítrekaðar tilraunir hafa verið gerðar til sameiningar síðustu áratugina, en niðurstaðan hefur ætíð verið sú sanja. Nýir vinstri flokkar hafa náð árangri í skamman tíma en síðan lognast út af. Þeir hafa stund- um náð fáeinum mönnum á þing og jafnvel átt aðild að ríkisstjórn. En sameiningarhugsjón vinstri manna hefur jafnan beðið skipbrot. Raunir manna á vinstri kantinum má rekja allt til þess er kommúnistar klufu Alþýðuflokkinn (1930) og síðar klofnings Héðins Valdimarssonar (1938). Klofning- ur Héðins var afdrifaríkur því í kjölfarið var Sameiningar- flokkur alþýðu-Sósíalistaflokkurinn stofnaður. Þar er komin fyrirmyndin að klofningsstarfseminni og hug- myndinni um sameiningu vinstri manna. Á sjötta áratugnum fæddust tvær vinstri hreyfingar, Þjóðvarnarflokkurinn (1953) og Alþýðubandalagið (1956), sem var samfylking kommúnista og fylgismanna fyrrverandi formanns Alþýðuflokksins, Hannibals Valdi- marssonar. Öll þessi öfl sameinuðust síðar í Alþýðubanda- laginu. Að fáeinum árum liðnum stofnaði Hannibal Sam- tök frjálslyndra og vinstri manna, sem buðu fram í kosn- ingunum 1971 og 1974, en í síðari kosningunum höfðu Hannibal Valdimarsson og Björn Jónsson, nánasti sam- starfsmaður hans, raunar yfirgefið samtökin. Þessu til viðbótar komu fram ýmis róttæk vinstri framboð á átt- unda áratugnum, Kommúnistasamtökin - marxistarnir - lenínistarnir, Fylkingin, baráttusamtök sósíalista og Fylking byltingarsinnaðra kommúnista. Ekkert þessara flokksbrota hafði erindi sem erfiði. Enn einn flokkurinn var stofnaður til að sameina jafnaðarmenn 1983, en það var Bandalag jafnaðar- manna, og enn eina ferðina var sú leið valin til samein- ingar að kljúfa Alþýðuflokkinn. Leiðtogi hins nýja flokks var Vilmundur Gylfason, fyrrum þingmaður og ráðherra Alþýðuflokksins. Flokkur hans náði nokkrum árangri í upphafi. Samtök um kvennalista buðu fram fyrst 1983, en þótt þau skilgreini sig til vinstri voru þau stofnuð á öðrum forsendum. Sundrungin á vinstri vængnum jókst samt enn með stofnun Kvennalistans. Þessi skrautlegi ferill kom ekki í veg fyrir enn einn klofninginn í Alþýðuflokknum. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi varaformaður flokksins og félagsmálaráð- herra í sjö ár, stofnaði Þjóðvaka í nafni sameiningar jafnaðarmanna. Hún hafnaði tilboði formanns Alþýðu- bandalagsins um samfylkingu, enda býr hún að þeirri reynslu fyrri flokkssystkina sinna, að allt frá dögum Kommúnistaflokks íslands hefur samfylking verið leið sósíalista til að sölsa undir sig pólitískar lendur. Eftir hryggbrotið leitaði Alþýðubandalagið til óháðra um kosn- ingasamstarf og átti það að vera mótvægi við Þjóðvaka. Óháðir, þessir nýju bandamenn Alþýðubandalagsins, hafa ekki verið skilgreindir pólitískt að öðru leyti en því, að þeir séu sameiningarsinnaðir vinstri menn. Kjósendur hafa nú með eftirminnilegum hætti hafnað nýjustu sameiningartilrauninni. Fullyrðamá, að Þjóðvaka bíða sömu örlög og annarra klofningsframboða. Sagan sýnir hins vegar, að áfram munu koma fram vinstri fram- boð, sem hafa þann yfirlýsta tilgang að sameina vinstri menn í einum samhentum flokki. Slík framboð kunna að ná árangri um sinn í skjóli litríkra leiðtoga. Hins vegar mætti ætla skv. framansögðu að í skapgerð og lunderni pólitískra áhugamanna á vinstri kantinum sé eitthvað, sem gerir að verkum, að þeir eiga erfitt með að starfa með öðrum, einkum ef blæbrigðamunur er á pólitískri afstöðu þeirra. Þeir rekast einfaldlega illa í flokki. Málamiðlanir virðast kasta rýrð á „hugsjónina“. Ringulreiðin á vinstri kantinum mun því halda áfram. * Morgunblaðið/Þorkell SIGHVATUR Björgvinsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Davíð Oddsson og Friðrik Sophusson áttu sinn fyrsta fund um áframhaldandi stjórnarsamstarf. Bjartsýniá að hægt verði aðnásaman um málefni Bjartsýni ríkir á það hjá forystumönnum stjómar- flokkanna að þeir geti náð saman um málefni. --,-------------------31----------------- Olafur Þ. Stephensen, Omar Friðriksson og Guðmundur Sv. Hermannsson fylgdust með viðræðum um endumýjað stjómarsamstarf. AÐDRAGANDI FORSETAKOSNINGA í BANDARÍKJUNUM Þrautreynd stríðshetja gerir enn eina atlögn Reuter BOB Dole veifar til fólks á fundi í New Hampshire í fyrradag, skömmu eftir að hann lýsti yfir framboði sínu til forseta en það gerði hann í heimaríki sínu, Kansas. Vinstra megin er eiginkonan, Elizabeth Dole. FORYSTUMENN stjórnar- flokkanna hyggjast gefa sér viku til tíu daga til að láta á það reyna hvort þeim tak- ist að ná saman um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. Á fundi þeirra í gær var farið yfir þau mál, sem brýnast væri að ræða, og hefst nú undirbúningur næsta fundar, sem verður öðru hvoru megin við páska- helgina. Ríkisstjórnin hittist á sínum fyrsta fundi eftir kosningar í Ráðherrabú- staðnum í gærmorgun. Að ríkisstjórn- arfundi og hádegisverði loknum sett- ust Davíð Oddsson forsætisráðherra, og Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra niður til viðræðna ásamt þeim Friðrik Sophussyni fjármálaráð- herra og Sighvati Björgvinssyni heil- brigðis- og trygginga- og iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Ráðherrarnir ákváðu á fundi sínum, sem varð fremur stuttur, að hefja formlegar viðræður ekki fyrr en eftir nokkra daga, og nota tímann fram að því í málefnavinnu. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði eftir fundinn að farið hefði verið yfir það hvaða vandamál flokkarnir þyrftu að komast að niðurstöðu um áðúr en tekin yrði ákvörðun um framhaldið. Þetta snerti bæði málefni og tæknilega hluti og mat á þeim möguleikum sem stjórnar- flokkarnir hefðu með 32 þingsæti til að koma málum sínum fram á Alþingi. Rætt um málefnin á undan ráðherraembættum x Davíð sagði að til sögunnar hefðu verið nefnd fiskveiðistjórnunarmál, GATT og landbúnaðarmál, ríkisfjár- mál og Evrópumái, auk annarra minni þátta. c. Jafnframt munu ráðherrarnir hafa rætt um mál, þar sem áherslur flokk- anna liggja saman, en þeir þurfa að koma sér saman um útfærslu, til dæmis jöfnun kosningaréttar og að draga úr jaðarskattheimtu. Rætt var um starfsskiptingu innan ríkisstjórnar og hlutföll milli flokka, en engu slegið föstu, samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins. Ætlunin mun vera að athuga fyrst hvort flokk- arnir geta náð saman málefnalega, áður en tekist verður á um ráðuneyti og fjölda ráðherra. Möguleika á samstarfi við Kvennalista haldið opnum Ráðherrar beggja flokka létu í það skína á fundinum í gær, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, að hægt væri að tryggja stuðning allra þingmanna við stjórnina, ef málefna- samstaða næðist. í Alþýðuflokknum telja menn sig þannig hafa tryggt að Guðmundur Árni Stefánsson, sem hefur verið talinn einna andvígastur áframhaldandi stjórnarsamstarfí af ýmsum ástæðum, muni ekki leggjast gegn því. Af hálfu sjálfstæðismanna er rætt um að þeir hafí ef eitthvað er bætt við sig þingmönnum, sem stutt geta stjórnina heils hugar. Engu að síður eru ákveðnar áhyggj- ur í liði beggja af því að stjórnarmeiri- hlutinn verði of naumur, og telja báð- ir að af þeirri ástæðu sé rétt að halda opnum þeim möguleika að Kvennalist- inn kæmi inn í ríkisstjórnina. Á fundi ráðherranna í gær var hins vegar ákveðið að setja það mál í salt. Næstu skref verða væntanlega þau að ráðherrar stjórnarflokkanna, ásamt aðstoðarmönnum sínum, leggi niður áherslur í hveijum málaflokki um sig, geri lista yfir líkleg ágrein- ingsefni, sem síðan verður gengið í að reyna að ná saman um, og þau mál sem brýnast sé að taka á í upp- hafi kjörtímabils. Kosningabaráttan ætti ekki að spilla fyrir Almennt var ekki búist við að stjórnarflokkarnir héldu velli í kosn- ingunum og í kosningabaráttunni voru talsverð átök á milli þeirra. Engu að síður var ekki annað að heyra á bæði sjálfstæðismönnum og krötum í gær að fullur vilji væri til að reyna til þrautar að starfa saman áfram. Þingmenn úr báðum flokkum sögðu i samtölum við Morgunblaðið að eðli- legt væri að menn reyndu að skapa sér sérstöðu í kosningabaráttu, en það ætti ekki að þurfa að spilla samstarfs- grundvellinum nú. „Það var mjög góður andi á ríkis- stjórnarfundinum í [gær]morgun,“ sagði Davíð Oddsson í samtali við Morgunblaðið. „Reyndar lét ég bóka á síðasta fundi ríkisstjórnarinnar fyrir kosningar að ég óskaði eftir því að ráðherrar byggju sig undir að ég myndi biðjast lausnar á fundinum í dag eins og mál þá horfði. En síðan hafa mál skipast öðruvísi. Ég held að það hafí komið okkur nokkuð á óvart en menn héldu í þá von að slíkt gæti gerst. Það vilja auðvitað verða átök í kosn- ingabaráttu og því er ef til vill betra að flýta okkur hægt fyrstu dagana, meðan menn eru að jafna sig; að láta gruggið setjast í glasinu ef svo mætti taka til orða, svo menn séu ekki að láta einhver kannski tiltölulega ómerkileg særindi trufla hugsunina." Hægt að ná saman í mikilvægustu málunum Jón Baldvin Hannibalsson sagði að ágreiningur milli flokkanna í kosn- ingabaráttunni hefði verið þess eðlis, að flokkarnir hefðu verið að leggja áherslu á sín baráttumál, en það ætti ekki að koma í veg fyrir að þeir gætu nú náð saman í mikilvægustu málun- um. Þannig hefði Alþýðuflokkurinn verið með ákveðnar tillögur í landbún- aðarmálum, og ekki væri nýtt að hann greindi á við aðra í því efni. Hins vegar væri mat manna á stöðu bænda nú þannig, að það lægi fyrir að til aðgerða yrði að grípa í landbúnaðar- málunum. Jón sagði að varðandi fiskveiði- stjórnun, væri hún ekki ágreiningsefni milli stjórnarflokkanna sem slíkra. Gagnrýnin, sem beinst hefði að nokkr- um þáttum fiskveiðistjórnunarkerfís- ins væri þvert á móti víðtæk og höfð uppi í öllum flokkum. Þingmenn Sjálf- stæðisflokksins á Vestfjörðum hefðu kveðið fastast að orði. Það mál þyrfti því augljóslega að taka til heildarend- urskoðunar. Hvað Evrópumálin varðaði, sagði Jón Baldvin stöðuna þá að Alþýðu- flokkurinn hefði einn flokka þá stefnu að undirbúa bæri umsókn og sækja um aðild að Evrópusambandinu eins fljótt og unnt væri. Hins vegar hefðu alþýðuflokksmenn tekið fram í kosn- ingabarátturmi að þeir myndu ekki setja öðrum stjórnmálaflokkum úr- slitakosti í þessu efni. „Það þýðir ekki að við séum fallnir frá þessari stefnu," segir Jón Baldvin. „Við myndum ein- faldlega Ieggja áherslu á að ríkis- stjórnin féllist á að halda undirbún- ingsvinnu áfram á sínum vegum, og eins og fyrri ríkisstjórn hafði reyndar samþykkt, í samstarfi við fulltrúa at- vinnulífs og vinnumarkaðar, þannig að ef tilefni gefst til í Ijósi atburða á eða eftir ríkjaráðstefnu Evrópusam- bandsins, séum við undirbúnir til að taka afstöðu. Ég lít svo á að Sjálf- stæðisflokkurinn sé eini flokkurinn sem ekki hefur útilokað þennan kost fýrirfram.“ Bjöm Bjarnason, formaður utanrík- ismálanefndar Alþingis, hefur sagt að Jóni Baldvin beri að víkja úr utan- ríkisráðherrastól vegna þess að hann sé með stefnu í Evrópumálum, sem eigi minnihlutafylgi á Alþingi. Jón Baldvin segir um þetta að þijú þunga- vigtarráðuneyti séu í ríkisstjórninni; forsætis-, fjármála- og utanríkisráðu- neytið. I núverandi ríkisstjórn fari Sjálfstæðisflokkurinn með forsætis- og fjármálaráðuneytið og sé það skyn- samlegt, enda þurfí þeir ráðherrar, sem fara með yfirstjórn efnahags- og ríkisfjármála, að hafa fullan trúnað sín á milli. „Við höfum ekki gert neina kröfu um fjármálaráðuneytið, og að því óbreyttu segir það sig sjálft að samstarfsflokkur Sjálfstæðisflokksins geri tilkall til að fara með utanríkis- ráðuneytið," segir Jón Baldvin. Halldór reyndi að koma á fjögurra flokka viðræðum Á þingflokksfundi Sjálfstæðis- flokksins á mánudag mun hafa komið fram óánægja vegna frétta um að Halldór Ásgrímsson, formaður Fram- sóknarflokksins, hefði átt fund með Jóni Baldvin Hannibalssyni, þrátt fyr- ir yfírlýsingar um að hann ætlaði ekki að skipta sér af viðræðum um stjórnarmyndun núverandi stjórnar- flokka. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hafði Halldór rætt við bæði Alþýðubandalagið og Kvennalistann um að reyna stjórnarmyndun þessara þriggja flokka, ásamt Alþýðuflokkn- um, áður en hann fór til fundar við Jón Baldvin. Báðir hinir fiokkarnir samþykktu að hann reyndi að fá Al- þýðuflokkinn til viðræðna. Á fundinum með Halldóri mun Jón Baldvin hins vegar hafa sagt að hann hygðist láta reyna á stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokknum áður en aðr- ir kostir yrðu skoðaðir, og látið í ljósi ákveðnar efasemdir um vinstra sam- starf, ekki síst að vinna með Alþýðu- bandalaginu. Olli afstaða Jóns Bald- vins talsverðum vonbrigðum hjá hin- um flokkunum þremur, sem höfðu vonað að hægt væri að ná krötum til viðræðna, þótt stjórnin hefði haldið meirihluta, líkt og árið 1991, er flokk- ar vinstri stjórnarinnar héldu 32 þing- mönnum eftir kosningarnar, en Jón Baldvin kaus fremur viðræður við Davíð Oddsson. Fáir kostir fyrir Sjálfstæðisflokkinn? Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hefur ekkert samband verið á milli forystu Sjálfstæðisflokksins og forystumanna og Framsóknarflokks- ins eða Alþýðubandalagsins, en þetta eru þeir tveir flokkar sem sjálfstæðis- menn gætu myndað með tveggja flokka stjórn. Framsóknarmenn, sem rætt er við, telja flokk sinn í ákveðinni pattstöðu vegna þess að á meðan Alþýðuflokk- urinn sé í formlegum viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn, sé ekki hægt að ræða um annan kost, sem gæti verið tilbúinn ef slitnaði upp úr milli stjórn- arflokkanna. Hins vegar benda fram- sóknarmenn á að þeir myndu ekki stökkva til og fara í skyndiviðræður við Sjálfstæðisflokkinn, ef eftir því yrði leitað, heldur taka sér góðan tíma. Nokkuð skiptar skoðanir eru innan Framsóknarflokksins um það hvort starfa bæri með Sjálfstæðisflokki, gæfist kostur á því, eða reyna aftur að mynda fjögurra flokka vinstri stjórn. Á þingflokksfundi Alþýðubanda- lagsins í gær var samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins rætt um að reyna bæri að mynda vinstri stjórn ef slitnaði upp úr núverandi viðræðum stjórnarflokkanna. í þingflokknum eru einnig talsvert margir á því að ekki sé útilokað að Alþýðubandalagið gæti náð saman við Sjálfstæðisflokk- inn í stjórnarmyndunarviðræðum ef til þess kæmi. Hins vegar telja marg- ir þingmenn flokksins áð slíkt gæti aldrei orðið fyrr en reynt hefði verið til þrautar að mynda vinstri stjórn. Miðað við þessa afstöðu Framsókn- ar- og Alþýðubandalagsmanna er ekki víst að staða Sjálfstæðisflokksins sé mjög rúm, ef í það færi að upp úr viðræðunum við krata slitnaði. Prófkjörsbarátta repú- blikana fyrir forseta- kosningarnar á næsta ári er að hefjast og á mánu- dag lýsti Bob Dole, leið- togi repúblikana í öld- ungadeildinni, yfír fram- boði sínu, í grein Krist- jáns Jónssonar kemur fram að Dole hefur mikla reynslu en mörgum þykir hann of gamall, hann er rúmlega sjötugur ERLENDUM VETTVANGI HANN er um 188 sentimetr- ar að hæð, svipmikill og dimmraddaður, ótrúlegur vinnuþjarkur, fluggreind- ur og vel að sér, stríðshetja sem oft hefur sýnt mikið siðferðisþrek um ævina. Sumum þykir hann einfald- lega önugur, oft er hann fádæma beinskeyttur í ummælum um and- stæðingana, stundum hnyttinn en oftar eitraður. Nú vill hann verða forseti Bandaríkjanna. Bob Dole, leiðtogi repúblikana í öldungadeild- inni, á samkvæmt könnunum mikla möguleika á að verða frambjóðandi flokks síns í kosningunum á næsta ári og fella Bill Clinton forseta. Bob Dole ætlaði sér að verða lækn- ir. Sá draumur varð að engu fyrir hálfri öld er hann var 21 árs gamall liðsforingi í bandaríska hernum í Pódalnum á Norður-Ítalíu. Skot úr þýskri sprengjuvörpu reif af honum hluta hægri axlarinnar. Unga glæsi- mennið kom heim á börum, lamað upp að hálsi. Tvisvar var honum ekki hugað líf. Hægri handleggurinn, sem tekist hafði með einhveijum hætti að tjasla saman, er tveim þumlungum styttri en sá vinstri. Með því að beita sjálfan sig járn- aga og leggja á sig ægilegar þjáning- ar í meðferðinni tókst Dole á þrem árum að læra að ganga á ný. Hægri handleggurinn er visinn og hann á erfitt með beita hinum að fullu, sagt er að enn fínni hann oft fyrir sárs- auka í hægri handleggnum. Dole á dóttur með fyrri konu sinni. Hann lauk lögfræðinámi en vinnu- gleðin olli því að 24 ára hjónaband endaði með skilnaði. 1975 giftist hann aftur, í þetta sinn Elizabeth Dole, sem var ráðherra í mörg ár og er nú forseti bandaríska Rauða kross- ins. Margar tilraunir Ráðamenn repúblikana í Kansas voru fljótir að átta sig á því að Dole væri efnilegur stjórnmálamaður. Hann var kjörinn á ríkisþing Kansas 1951, á þingið í Washington 1961. Dole varð fljótt áhrifamikill þingmað- ur og var varaforsetaefni Fords árið 1976 er repúblikanar töpuðu naum- lega fyrir Carter og Mondale. Síðan hefur hann tvisvar reynt að verða forsetaframbjóðandi flokks síns en lotið í lægra haldi, fyrst 1980 fyrir Ronald Reagan, siðan 1988 er George Bush fór með sigur af hólmi. Eftir seinni ósigurinn var hann í fyrstu á því að gefa embættið upp á bátinn, taldi aldurinn útiloka að hann fengi oftar tækifæri. Hann segist hafa skipt um skoðun er hann tók þátt í hátiðarhöldum í Evrópu í fyrra í tilefni þess að 50 ár voru liðin frá innrás bandamanna í Normandie. „Mér fannst að ef til vill væri þörf á enn einni atlögu, nauðsyn- legt að gegna kallinu einu sinni enn og þjóna Bandaríkjunum." Nánir að- stoðarmenn hans viðurkenna að fleira komi til, ekki síst að Dole er nú helsti leiðtogi repúblikana sem eru sókn- djarfir eftir yfírburða sigur í þing- kosningum í fyrra - og ríkjandi for- seti er lítt sigurstranglegur. „Ósvikinn Kansasmaður“ Dole ákvað að lýsa formlega yfir framboði sínu í gresjuríkinu Kansas þar sem hann fæddist og ólst upp, þar er litið á hann sem hetju. Hann vildi minna á upprunann, þröng kjör á kreppuárunum, foreldrarnir urðu um hríð að leigja út efri hæð hússins og flytja í kjallarann til að komast af. íbúar Russell, smábæjarins þar sem hann fæddist, búa við steikjandi hita á sumrin, brunagadd á veturna og stöðugan rokrass. Þeir segja að veðurfarið herði fólk og fullyrða að andi landnemanna sé enn við lýði á þessum slóðum. Hvernig lýsa þeir Dole, hveijir eru kostir hans? „Hann er ósvikinn Kans- asmaður.“ Engum er hægt að hrósa meira, með þessu eiga þeir við að hann sé snjall, hreinn og beinn, ein- beittur, og láti hvorki auðæfi né há- leitt hugsjónaglamur hafa of mikil áhrif á sig. Og þetta segja þeir um mann sem hefur verið hálfa ævina á þingi í Washington, er sérfræðingur í öllum klækjabrögðum þingsalanna og ætti að vera einn helsti skotspónn þeirra mörgu sem kenna valdamönn- um í Washington um allar meinsemd- ir þjóðfélagsins. Maður málamiðlana Sagt er að Dole sé ávallt reiðubú- inn til málamiðlana. Hann eyðir ekki miklum tíma í að velta fyrir sér ýmsum róttækum hugmyndum manna á borð við Newt Gingrich, forseta fulltrúadeildarinnar, sem seg- ist vilja endurreisa fjölskyldugildin. Þótt Dole taki undir helstu slagorðin og heiti því nú að fækka ráðuneytum til að sporna gegn útþenslu hins opin- bera, er ekki víst að hugur fylgi ávallt máli. Dole á það til að tala hlýlega um ríkisafskipti, slíkar áherslur hljóma ekki vel í eyrum eitilharðra íhalds- manna sem tortryggja hann þess vegna. Han hélt ræðu í New Hamps- hire í janúar og minnti þá viðstadda á að hann hefði notið laga sem stjórn- völd settu eftir stríð um stuðning við uppgjafahermenn. „Hið opinbera gerir ýmislegt gott,“ sagði hann. Sumum repúblikönum fínnst að með þessu sanni Dole að hann sé pólitísk eftirlegukind og skilji ekki fijáls- hyggjuþanka Reagan-áranna. Dole fer auk þess gjarnan undan í flæmingi þegar önnur og oft tilfinn- ingaþrungnari mál ber á góma, eins og bann við fóstureyðingum. Árið 1985 beitti hann sér af alefli í öldungadeildinni til að tryggja Re- agan meirihluta fyrir niðurskurði á ríkisútgjöldum til að minnka fjár- lagahallann og fékk tillögurnar sam- þykktar með eins atkvæðis mun. „Ef þetta er ekki framtíðarsýn veit ég ekki hvað framtíðarsýn er,“ segir Dole um baráttu sína gegn hallanum sem talinn var geta grafið undan efnahag landsins. Sigurinn reyndist að visu haldlaus; þegar þingmenn í fulltrúadeildinni sýndu mótþróa gaf Reagan tillögurnar upp á bátinn. Dole vill sjá árangur, honum fínnst orðagjálfur og hugsjónafleipur einsk- is virði. Hann spyr hvað framtíðarsýn sé. „Er það að fá sem flestar hug- myndir? Eða leggja fram skynsam- lega, trúverðuga framkvæmdaáætl- un sem ekki mun skjóta bandarísku þjóðinni skelk í bringu?" Beiskur einfari? Dole minnir á þau orð Clintons að vinnubrögð í Washington hafi komið honum á óvart. Dole segist gjör- þekkja stjórnmálalífið í höfuðborg- inni. Hann hefur fylgst með störfum margra forseta gegnum tíðina og er ekki í neinum vafa um að hann sé a.m.k. jafn hæfur og þeir - ef ekki hæfari. Hann er oft talinn vera kaldlyndur og beiskur einfari. Þjáningar á yngri árum hafi markað hann, Dole hafi aldrei náð sér andlega eftir stríðið þótt hann sé líkamlega vel á sig kom- inn miðað við aðstæður. Stuðnings- menn hans segja hann núna vera orðinn „ mildari, mýkri“ en gagnrýn- endur eru fullir efasemda. Yngri keppinautur Nái Dole, sem verður 72 ára í sumar, takmarki sínu og sveiji eiðinn í janúar 1997 verður hann elsti for- seti í allri sögu Bandaríkjanna. Helsti keppinauturinn um útnefn- inguna, Phil Gramm, er hálfgert unglamb miðað við Dole, aðeins rúm- lega fimmtugur. ímyndarsérfræðing- ar Dole viðurkenna að aldursmun- urinn sé greinilegur á sjónvarpsskj- ánum þótt þeirra maður noti sér vel íbúð sem hann á í Suður-Flórída, sé ávallt sólbrúnn og tiltölulega hraust- legur. Öðru hveiju þykir röddin veik- ari en hún hefur verið, hann verður stundum að hafa sig allan við til að heyra spurningar úr sal en að öðru leyti eru ellimörkin fá. Hins ber einnig að gæta að það eru fyrst og fremst aldraðir kjósend- ur sem hafa áhyggjur af aldri fram- bjóðenda, þeir þekkja vel öll vand- kvæðin sem hrörnandi heilsa hefur í för með sér. ' Dole gekkst undir uppskurð vegna krabbameins í blöðruhálskirtli fyrir fáeinum árum en segist hafa náð sér að fullu. Hvort honum tekst að sann- færa kjósendur um að hann hafi þrek til að gegna mestu valdastöðu heim.s er svo annað mál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.