Morgunblaðið - 24.05.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.05.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1998 27 A. BARBEDO de Magalhaes, verkfræðingur, prófessor í Oporto og Roque Rodrigues, sálfræðingur, sendiherra austurtímorísku and- spyrnunnar í Angola og form. hennar í Portúgal. Þessir tveir menn sátu saman í fræðslu- og menningarnefnd Austur Tímors 1974 - 75. Allir félagar þeirra úr nefndinni sem ekki flúðu land hafa verið drepnir, einnig fulltrúar APODETI, stuðningsflokks Indónesa, eftir að hafa gagnrýnt meðferðina á löndum sínum eftir innrásina. JOSE Ramos Horta á skrifstofu sinni í Lissabon þar með yrði þeim bjargað frá kommúnisma, sem þeir töldu FRETELIN hallast að. En þeir voru fijótir að skipta um skoðun þegar þeir sáu aðfarir björgunar- liðsins, sem engu eirði og engan og ekkert virti.“ Frelsi Xanana - frelsi A-Tímor. Hverjar skyldu svo horfúrnar vera fyrir A-Tímora? Eru vonir þeirra um sjálfstæði raunhæfar? Hvað gera þjóðir heims sem ekki eru háðar hagsmunatengslum við Indó- nesíu, hvað getur þjóð eins og ís- lendingar gert? Hvað geta einstak- lingar gert? Um þessar spumingar mætti skrifa langt mál, en hér verð- ur aðeins tæpt á fáeinum atriðum. Um árabil hafa staðið yfir á veg- um Sameinuðu þjóðanna og undir forystu sérstaks fulltrúa fram- kvæmdastjóra þeirra viðræður Portúgala og Indónesa um framtíð A-Tímora. (Séð frá sjónarhóli S.Þ. er A-Tímor strangt til tekið ennþá undir yfirráðum Portúgala, þar sem yfírlýst sjálfstæði landsins 1975 hafði ekki hlotið viðurkenningu að alþjóðalögum). Þessar viðræður hafa engu skilað enn sem komið er, hvorki gengið né rekið að því er Ramos Horta upplýsti, þar sem Indónesar hafa í engu hvikað frá fyrri afstöðu. Hann sagði þó mikils- vert að Kofi Annan, framkvæmd- stjóri SÞ, fylgdist vel með málum A-Tímors og hefði lagt sig allan fram um að fá einhverju um þokað. Hugsanlega kann það sem nú er að gerast í Indónesíu að hafa einhver áhrif á afstöðu iðnríkjanna, ekki síst ef almenningur í löndum þeirra gerði um það kröfur. í þeim efnum geta einstaklingar og frjáls félaga- samtök þeirra e.t.v. haft áhrif. Viðmælendur mínir virtust sann- fæðir um að sú stund ætti eftir að renna upp, að A-Tímor skipaði sveit sjálfstæðra smáríkja í heiminum, en málið yrði að leysa pólitískt, - reynslan sýndi að það yrði aldrei gert með hervaldi. Þeir fullyrða - og það hef ég séð staðfest í ýmsum greinum sérfræðinga - að A-Tímor gæti staðið á eigin fótum efnahags- lega andstætt því sem Indónesar hafa haldið fram. Því er sjálfstæðis- baráttunni haldið áfram af fullum krafti og fundahöld hafin til endur- skipulagningar, sem miðar að ein- ingu andspyrnuhreyfingarinnar, bæði meðal útlaga og heimamanna, en aðstæður hinna síðamefndu er erfiðar, þar sem trauðla geta komið saman þrír menn til fundar innan A- Tímor án íhlutunar og afskipta Indónesa, að því er Rodrigues sagði. Sem íyrr sagði var í lok aprfl sl. samþykkt ítarleg „Frelsisskrá“ íyr- ir A-Tímor þar sem m.a. kemur fram hvemig þeir vilja, að þjóðfélag þeirra verði í framtíðinni að fengnu sjálfstæði. Einnig var þar skipað 21 manns „Þjóðarráð" sem heyrir beint undir Xanana. Hafin er skrán- ing allra a-tímorískra útlaga í Astralíu og Portúgal með það fyrir augum að stofna svæðisbundin sam- tök, sem á næstu mánuðum eiga að fjalla um Frelsisskrána og áður fram komnar friðartillögur A-Tímora og velja síðan fulltrúa til sérstaks fulltrúaþings, grasrót- arþings, sem fyrirhugað er í desem- ber nk. Jafnframt er svo unnið að því öllum ámm að fá Xanana leyst- an úr haldi. Og hér var það sem viðmælendur mínir sáu fyrir sér, að aðstoð gæti komið til. Roque Rodrigues ræddi sérstaklega og þakkaði stuðning ís- lendinga við málstað A-Tímora eins og Ramos Horta gerði í heimsókn sinni í fyrra. Hann benti á, að ís- land hefði gegnt mikilvægu hlut- verki í friðarferlinu milli stórveld- anna með því að halda leiðtogafund þeirra Reagans og Gorbatchevs 1986 og því skipti rödd Islands máli. Hann kvaðst hafa tvær hugmyndir, ef íslendingar vildu eitthvað frekar gera til stuðnings sjálfstæði A- Tímors; annarsvegar að sendinefnd íslenskra þingmanna færi til Indó- nesíu og sækti Xanana heim í fang- elsið þar sem hann dvelur til þess að þeir mættu sjá og heyra hversu óvenjulegur og einstakur maður hann væri; hinsvegar að ríldsstjórn íslands skrifaði framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og hvetti til þess að aukin áhersla væri lögð á að fá Xanana lausan úr fangelsi. „Lausn mála A-Tímora felur í sér og felst í frelsun Xanana, þetta verður að haldast í hendur rétt eins og frelsun Mandela og frelsi blökkumanna í Suður-Afríku," sagði Roque Rodrigues að lokum. Höfundur er lögfræðingur og fyrr- verandi stjórnarformaður Mann- réttindaskrifstofu fsiands og Hjálparstofnunar kirkjunnar. j&Útihurðir] 1 gluggar 05678 100 Fax 567 9080 Bíldshöfða 18 Afmœlisþakkir Sendi öllum þeim sem sýndu mér vinar- og hlýhug á 90 ára afmælinu mínu þann 15.maí. Mínar bestu þakkir fyrir blóm, gjafir og skeytin frá ykkur öllum. Guð blessi ykkur öll. Soffía Jónsdóttir. www.mbl.is Dek\Topp FYRIR BYGGINGARIÐNAÐ • Epoxy inndælingarefni • Epoxy rakagrunnur • Epoxy steypulím • Steypuþekja Smlðjuvegur 72,200 Kópavogur Sími: 564 1740, Fax: 554 1769 nú <jefsl tækifæri til ad kynnast töfrandi fjölbreyttri mafar^erð Malasíubúa, því veifin^ahúsið sjanqdiæ brður upp d <prnile<ja rétti frd Malasíu. Malasíubúar la<ja sterkan o<j mildan mat, allt eftir óskum huers o<^ eins. Malasíumatseöill: I SOTO AYAM kjúklin<jasúpa — chicken soup B SOTO TOM YOM súrsterk súpa — not s sour soup 3 MIE CjORENCj steiktar núðlur m/kjúkling-i og rækjum - rried noodles w/chicken s praums 4 MIE KUEY TEOW steiktar núðlur m/rækjum og nautakjöti — rried indonesian noodles w/prawns a beef kr. I.080 5 SOTONQ SAMBAL smokkfiskur í sambal — stir-fried squid w/sambal kr. I.l8o 6 IKAN BALI pönnusteiktur fiskur með chilli o<j ^rænmeti — pan-fried fish w/chilli and ue<jetables kr. I.280 "7 SAYUR LODEH svínakjöt m/«jrænmeti — pork w/ue<jetables kr. 380 kr. 380 kr. 980 Malasíutilbod: lítið hlaðborð ó borðið fyrirtuo eða fleiri I SUpA DA^SINS - soup of the day a SATAY BABI suínakjöt d pinna — pork satay 3 IKAN MANIS súrsætur fiskur — sweet s sour fish 4 AYAM QORENQ njúklin^ur í ostrusósu (sterk) — chicken w/oyster sause (hot) 5 DACjlNCj KAMBINQ LambakarrÝ — stir-fried lamb w/curry 6 RENDANQ DAQINQ Nautakjöt með ^rænmeti — _ stir-fried beef w/ ue^etobles OqHS 7 KAfri, te eða ís — coffee, tee or ice-cream Allt 4 oðeins kr, I.59O Lau^ave^ia8b 0 uorðapantanir í síma 551 6513
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.