Norðurljósið - 01.05.1951, Blaðsíða 2
18
NORÐURLJÓSIÐ
hann er lifnaður við, gagna öll boðorð Gyðinga
honum alls ekki neitt.“
Hryggur snýr gamli rabbíinn brott. Hann getur
ekkert sagt. Trúarbrögð hafa líka brugðist.
Þá gengur einn fram úr þyrpingunni, fullkom-
lega öruggur og rólegur, til þess staðar, þar sem
aðrir hafa algerlega brugðist. Skyndileg þögn, full
eftirvæntingar, fellur yfir mannfjöldann, þegar
Hann nemur staðar við líkbörurnar.
Mun Hann einnig bregðast? Þekkir Hann leynd-
ardóm lífs og dauða?
Hann fer að tala. Rödd hans er róleg, en þrungin
valdi.
„Ungi maður, jeg segi þjer: rís þú upp!“
Fólkið þyrpist að, forvitið að sjá, hvað gerist.
Hver er þessi maður? „Jeg segi þjer.“ „Jeg.“ Hvaða
vald er á bak við þetta „Jeg?“ „Hver er þetta?“
Spurningar þeirra fá skjótt svar. Augnalokin titra.
Roðinn kemur í kinnarnar, hjartað byrjar aftur að
slá. Ungi maðurinn rís á fætur.
Hvað hefir gerst? Jesús gaf honum lífið. Maður-
inn var dáinn. Það var LÍF, sem hann þurfti fyrst
og fremst. Sonur Guðs vissi það og gaf það. „Jeg
er kominn, til þess að þeir hafi líf.“ fjóh. 10. 10.)
Og þannig er ástatt með þig, vinur minn. Þú ert
dauður, dauður í yfirtroðslum og syndum. fEfes.
2. 1.) Það, sem þú þarft, er LÍF, eilíft líf. Þetta er
hið eina al-nauðsynlega. Mentun gagnar ekki, ekki
heldur þjóðfjelags umbœtur, eða sjdlfsbetrun. Jafn-
vel trúarbrögðin geta ekki h'fgað. Lífið fæðist aðeins
af lífi. í Kristi einum, hinum lifandi Kristi, syni
Guðs, er lífið. Hann hefir vald til að færa öðrum
það, lífga þá. „Sá, sem hefir soninn, hefir lífið.“
(1. Jóh. 5. 12.) Þú verður því, ef þú vilt öðlast eilíft
líf, að veita Kristi viðtöku. Vilt þú gera það? —
Gerðu það, og gerðu það nú.
Óbrotinn vitnisburður.
Eftir R. W. COOPER.
Ungur maður frá Júgóslavíu kom til Englands
fyrir þremur árum. Hann var sorgbitinn og ákaflega
einmana. Foreldrar hans, bróðir hans og systir voru
í fangabúðum og voru látin þrælka í eirnámu. Hann
þekti engan og kunni ekki stakt orð í ensku.
Hann var staddur í borg og reikaði áhugalaust
eftir aðalgötunni. Hann sá, hvar var útisamkoma,
en hann bjóst við, að það væri útifundur um stjórn-
mál eins og heima hjá honum. Ræðumaðurinn var
að ljúka máli sínu og gekk til unga mannsins, er
hann sá, að hann bar stríðsfangabúning, og sagði
hægt og skýrt við hann: „Kristur .... dó .... fyr-
ir . . . . þig .... og ... . mig.“ Júgóslavinn ypti öxl-
um, því að hann skildi ekki eitt orð.
Þjer eða mjer hefði getað fundist, að við hefðum
gert alt, sem við gátum, og hætt við manninn. Það
gerði ekki þessi starfsmaður Krists.
Hann benti með einum fingri á miðjan lófa
vinstri handar og horfði fast á Júgóslavann, sem
veitti þessu mikla athygli. Þá benti hann með vísi-
fingri vinstri handar á hægri lófa sinn. Júgóslavinn
horfði á með athygli. Þá teygði hinn armana út frá
sjer og horfði enn á unga manninn. Jú. hann skildi,
hvað hinn var að sýna, það var krossfestingin.
Trúaði maðurinn ljet arma síga. Síðan benti
hann hægt og ákveðið á unga manninn og þar næst
á sjálfan sig.
Án þess að orð væri talað skildi Júgóslavinn þetta:
„Kristur dó fyrir mig og þíg.“ Þessi fábrotna athöfn
leiddi hann til Krists. Ekki leið á löngu áður en
hann var fagnandi yfir því, að syndir hans voru fyrir-
gefnar. Hann var skírður, tekinn í samfjelag trú-
aðra og varð sjálfur ötull í því að leiða menn til
Krists.
Þetta skýrir orð, sem hann mælti eigi löngu síðar
við manninn, sem hafði leitt hann til Krists: „Jeg
er stríðsfangi, og jeg veit ekki hvers vegna; en jeg
vildi heldur vera herfangi Jesú Krists, og jeg veit
hvers vegna!“
Þarfnast sagan skýringa? Hvernig skilur þú orð-
in: „Til þess að jeg yfir höfuð geti frelsað nokkura."?
Leggur þú alt kapp á að leiða aðra til Krists, eins og
þú ættir að gera? Reynir þú með öllum lögmætum
ráðum að flytja hinum týndu fagnaðarerindið? Ertu
ánægður með sjálfan þig? Eða viltu að nýju fram-
bjóða sjálfan þig honum, hinum krossfesta Drotni
þínum og Meistara?
Ef 1951 yrði síðasta ár þitt á jörðinni, hve margar
sálir viltu hafa heim með þjer í dýrð Guðs?
Vjer skulum með lotningu og auðmýkt taka oss í
munn orðin ógleymanlegu: „Guð skal fá alt, sem til
er af ('William Booth)“ — en setja vort nafn í staðinn.
„Siðareglurnar/'
Vinsælt og víðlesið tímarit, „Dagrenning", birtir
nú um þessar mundir þýdda ritsmíð, er nefnist
„Siðareglur Zíonsöldunga". Sagt er, að rit þetta sjeu
reglur, sem fjelagsskapur nokkur hefir sett sjer. Um
300 menn eiga að hafa gert samsæri til að kollvarpa
kristinni trú og siðmenning í Evrópu, en koma
heiminum undir Gyðingastjórn.
Eins og „Dagrenning" getur um, hafa staðið mikl-
ar deilur um þetta rit. Rússneskur prófessor, Nilus
að nafni, gaf út bók árið 1905, sem hann nefndi:
„Mikið í litlu. Nálæg er koma Andkristsins og kon-
ungsríki djöfulsins á jörðinni." „Siðareglurnar“ eða
„Gjörðabók hinna lærðu Zíonar-öldunga“ eru 10.
kapítulinn í þeirri bók. „Siðareglurnar" vöktu
feikna athygli, ekki síst vegna þess, að Nilus hjelt