Alþýðublaðið - 15.07.1964, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 15.07.1964, Blaðsíða 5
^tiiiiiiiitMiiitiiiiiiiiiiimmiiiii iijiiiii i ■iiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiitiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii.iiiiii iiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiimiifiimiiiiiiiiimmitiifr-v^ LÖNGU áður en flokksþing repúblikana hófst í „Kýrhöll- inni“ í San Francisco í fyrradag höfðu sigurvissir fylgismenn Barry Goldwaters, öldunga- deildarþingmanns breytt þing- inu í sigurhátíð. Sagt er, að fólk kjósi hann ekki vegna þess sem liann seg- ir, heldur vegna þess hvernig hann segir það. Dáðst er að honum fyrir það, að hann segir ekki það, sem búizt er við að hann segi ef hann hefði eitt- hvað að segja. Margir, sem hlýtt hafa á hann, segja að hann sé lélegur ræðumaður, og tæplega nema í meðallagi greindur. Leið Goldwaters til San vellauðugur. Goldwater var eitt sinn neitað um upptöku í golfklúbb vegna þess að hann er Gyðingur í aðra ættina. Goldwater stundaði nám við háskólann í Arizona í eitt nr og í hérskóla um tveggja ára skeið. Að svo búnu hæiti hann námi og hóf störf hjá fyrirtækj um fjölskyldunnar. Hann barð ist í flughernum í heimsstyrj- öldinni, og er enn hershöfð- ingi í varaliði flughersins. Árið 1949 bauð hann sig fram í bæjarstjórnarkosningum í Ar izona, en sagði að sér hefði ekki verið alvara með því, en hann náði kosningu. Þrem árum seinna bauð hann sig fx-am í kosningum til öld- rnikla hatur og ótti, er fylgdu í kjölfar „New Frontier“stefnu Kennedys og sýnir, að öfgafull íhaldssemi er mikil ógnun við umbætur og nýjungar í Banda- ríkjunum. Fyrir forsetakosningarnar 1960 kvaðst Goldwater ekki mundu bjóða sig fram 1964 ef Nixon biði ósigur. En nokkr- um dögum eftir kosningarnar var dreift merkjum og borðum sem á stóð „Goldwater 1964“. Allt benti til þess, að Goidwat er hygðist efna það loforð, sem hann gaf á flokksþinginu sum- aiúð 1960, að endui'heimía sig- urinn fyrir íhaldsmenn. Á næstu þrem árum xar ým- ist sagt, að Goldwater hefði eng an áhuga á að verða tilnefndur fc<\ etaefni í forsetakosnimg- unum 1964 og að hann hefði ákveðið að gefa kost á scr. Hann sagði í júlí 1962, að hjnn Barry Goldwater Francisco er talið eiit hið mark vei'ðasta sem gerzt hefur í bandarískum stjórnmálum á þessari öld. Goldwater er þang að kominn cg er fagnað sem sigurvegara í staðinn fyrir virta og ágæta stjórnmálamenn eins og Scranton, Nixon og Lodge. Fyrir hálfu ári vai' varla talið líklegt, að Barry Goldwater yrði fi-ambjóðandi repúblikana í forsetakosning- unum 1964. Nú er þelta hinn harði veruleiki. Athugun á leið Barry Gold- waters til San Fi-ancisco leiðir í Ijós óákveðni og vanmat. Hik á örlagaríkum stundum hefur Ieitt til þess, að afturhaldssam ur öldungardeildarmaður, sem virðist ekki hafa gerhugsaðar og sjálfstæðar skoðanir, hefur fengið svo mikil völd, að hann hefur getað breytt grundvall- arskoðunum leiðtoga repúbli- kana og beðið um stuðning til að komast í Hvíta húsið á grund velli ósvikinnar öfgastefnu. Hverjar svo sem ástæðurnar til uppgangs Goldwaters eru virðist ljóst að hann hefur feng ið uggvænlega stei'kan hljóm- grunn meðal óánægðra þjóð- félagshópa. Meðvitandi eða ó- meðvitandi hefur hann unnið á með „neikvæðari“ stefnu sinni, sem einnig hefur ein- kennzt af sjálfsánægju, eigin- girni og einangrunarhyggju. ★ „Au-Ho 0“ Goldwater, sem er 53 ára að aldri, býður af sér göðan þokka og er myndarlegur maður. Hann á að baki glæsilegan fer- il í liei'num, og fjölskyldulíf hans er óaðfinnanlegt. Allt eru þetta taldir mikilvægir kostir í bandarískum stjórnmálum. Afi hans var pólskur Gyðing ur, sem flu .tist írá Póllandi til Arizona-ríkis og stofnaði fyrir- tækin, sem auðæfi ættarinnar hafa byggzt á, en Goldwater er ungadeildarinnar, og aftur náði hann kosningu. Þar með varð hann fyrsti repúblikaninn, sem Arizonabúar höfðu kosið til öldungaxfeildarinnar um tutt ugu ára skeið. Goldwater bi’egður sér oft í flugferðir, og situr þá sjálfur vlð stýrið, og liann hefur fai'ið í mörg ferðalög erlendis -)g í könnunarferðir út í náttúruna. Hann á stóran búgarð. á Ca:n- elback-fjalli í Arizona, og 'oar hefur hann komið fyrir vél- knúinni flaggstöng, sem dregur fánann að hún og niður aftur við sólaruppkomu og sólsetur. i svefilherberginu hefur hatm hátalara, þar sem hann getur heyrt niðin frá fossi skammt fi'á búgarðinum. Hann er út- varpsáhugamaður, og stendur í sambandi við útvarpsáhuga- menh um allan heim. Á skrif- borði sínu í skrifstofunni í Was hingion hefur hann lítið leik- fang, fíl, með innibyggðu út- varpi. Á veggjunum hanga ótul flugvélalíkön. Fylgismenn Goldwaters í San Francisco. bera merki, sem á stendur Au-H2 íAu er hið efnafræðilega heiti á gulli ng H20 táknar vatn), og efnafræði formúla þessi, sem þýðir gull vatn eða Goldwater, stendur skýrum stöfum á risastórum loftbelgjum, sem svífa yfir San Francisco, og á geysistói'um borðum, sem lianga yfir götun- um. ★ Á MÓTI MÖRGU Goldwater er talinn persónu gervingur margra duldra drauma Bandaríkjamanna, markmiða, sem enn hafa ckki náðst, og nýrra pólitískra hug- sjóna. Goldwater hefur ráðizt gegn sósialisma, aðstoð við er- lend ríki, blökkumönnum, frið- samlegri sambúð og sköttum. Taliö er, að eitt helzta vopn lxans hafi ef til vill verið hið hefði hvorki fé né áhuga til að berjast fyrir tilfiefninguur.i. En í desember sama ár gaf nami í skyn, að hann hefði skipt um skoðun og sagði, að englnn repúblikanaforingi hefði ferð- azt eins mikið um landið og hann á undanförnum tíu ár- um. Hann kvaðst þekkja alla hverfisstjóri flokksins og þá menn, sem sennilega yrðu full trúar á fiokksþinginu. Hann væri góður vinur þessara manna, sem hvorki Rockefell- er né Romney þekktu. Ekki er vitað hvenær Gold- water ákvað að gefa kost á sér. Hann lét lítið á sér bera en notaði tímann vel. Hann mæiti á ýmsum fundum rep- úblikana júðs vegar í Banda- í'íkjunum, hélt ræður í veizl um og lieiðraði störf gamalla flokksmanna með þakkarávörp um. Hann stuðlaði að samskot- um í kosningasjóði, sem tryggja áttu endurkosningar tiltölu- lega líit þekktra flokksmanna. Árangurinn af þessu varð ekki sérlega mikill fyrst í stað, en hann kom seinna í ljós og á fundinum í Kýrhöll í San Fran cisco uppsker Goldwater laun erfiðis síns. ★ BARÁTTAN HEFST Nokkrir fylgismenn Goldwat ers í Texas stofnuðu nefnd, til að berjast fyrir tilnefningu Goldwaters í apríl 1963, en Goldwater neitaði að láta í ljós skoðun sína á starfi fylgis- manna sinna. Sagt var, að Gold water gerði sér engar tálvon- ir og væri i miklum vafa. Lögð var áherzla 4, að Goldwater. væri samvizkusamur öldunga deildarþingmaður og fjölskyldu faðir, sem helgaði líf sitt starf- inu og fjölskyldunni, og vakin var athygli á vélknúnu flagg- stönginni og áhugamálum Gold waters, flugferðum og útvarpi. Bandaríska þjóðin var kynnt fyrir geðfelldum manni, sem neitaði að láta draga sig í dilka í stjórnmálunum og fengi útrás fyrir hugsjónir sínar í atliug- unuin á sögu bSndarísku indí- ánanna. Sagðar voru sögur af því, að Goldwier dansaði stríðs Úansa í fullum stríðsklæðum í lokaðri veizlu á hverju ári og til sönnunar var sagt, að hann hefði látið tattóvera sig á hægra handlegg. Niðurstaðan var sú, að vin- sældir Goldwaters, sem ekki voru miklar, jukust hröðum skrefum, og nokkrir atburðir juku enn á vinsældir hans. Kynþáltaóeirðir í suðurríkj- unum ollu kjósendum áhyggj- um, þróun mála á Kúbu og í Víetnam varð til þess, að marg ir kröfðust stefnubreytingar í Washington. í maí kvæntist Framhald á 10. síðu r#«IIIIIIIIIIIIIMIMIItllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllMllllllllllllllltMIIIIIIIIIIIIIIII<IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIU(lll|llllllllllllllllllllllllllllllllll|<l ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 15. júlí 1964 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.