Alþýðublaðið - 06.11.1965, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 06.11.1965, Blaðsíða 5
HERINN í Brasilíu, stærsta landi Suður-Ameríku, hefur á ný tekið öll ráðin af stjórnmálamönnum landsins, Herinn brauzt til valda í apríl 1964, þegar hann gerði byltingu gegn stjórn Joao Goularts for- seta. Stjórn Goularts, sem hallað- ist að kommúnistum, stóð ráð- þrota gegn óðaverðbólgu, mikil spilling ríkti í stjórnarfarinu og byltingin liaut því töluverðs stuðn ings meðal almennings. Humberto Castello Branco Tnarskálkur varð forseti eftir bylt- inguna. Síðan hefur Castello Branco reynt að vinna bug á verð bólgunni og ryðja úr vegi þeim tálmunum, sem hefta uppbygg- ingu atvinnuveganna. Honum hef- ur orðið nokkuð ágengt en jafn- framt hefur hann glatað að miklu leyti þeim stuðningi, sem hann áð- ur naut. ★ ÞJÓÐARUPPREISN? í odda skarst í Brasilíu eftir fylkisstjórnarkosningar, sem fram fóru í október. í kosningum þess- um létu kjósendur í ljós óánægju sína með sparnaðarráðstafanir Castelio Brancos og kusu fylkis- stjóra, sem andvígir eru stefnu stjórnarinnar, í 7 fylkjum af 11, þar sem kosið var um fylkisstjóra, þar á meðal í tveimur stærstu fyikjunum. í augum margra Brasilíumanna voru þessar kosningar nokkurs konar 'þjóðaratkvæðagreiðsla um Stefnu Castello Brancos og stjórn ar hans. Úrslitin sýndu glögglega, að stjórnin átti erfiða daga i vændum. Ilelztu sigurvegararnir í kosn- ingunum voru frambjóðendur, sem nutu stuðnings Juscelino Ku- bitscheks fv. forseta, leiðtoga Jafn aðarmannaflokksins, sem sneri aftur til Brasilíu skömmu fyrir kosningarnar eftir að hafa dval- izt í útlegð um fjórtán mánaða skeið Kubitschek er þakkað fyrir mesta uppgangstímann í sögu Brasilíu, en það tímabil stóð yfir þegar hann var forseti á síðasta áratug, en einnig kennt um þá óðaverðbóigu, sem sigldi í kjöl- farið. Þótt Kubitschek væri mein- að að lialda ræður opinberlega þurfti enginn að fara í grafgötur um það, að sigurvegararnir voru fylgjandi þeirri stefnu, sem fylgt var í forsetatíð Kubitscheks, og stuðningsmenn Brancos héldu því fram, að slík stefna mundi magna verðbólguna um allan helming. Stjórn Castello Brancos leizt ekki á blikuna og fram voru born ar kröfur um, að kosningarnar yrðu ógiltar eða að stiórnin tæki sér að minnsta kost' 9"kin völd til þess að tryggja innanlandsöryggi. Herforingjar óttuðust almennar óéirðir í landinu. Castello Branco, sem hefur ver- ið lýst á þá lund að hann sé hóf- samur og lýðræðissinnaðri en margir löglega kjörnir þjóðhöfð- ingjar í rómönsku Ameríku, enda þótt hann sé herforingi, lagðist í fyrstu gegn þessum kröfum. Hann sá svo um, að sigurvegararnir í októberkosningunum fengju að taka við embættum sínum. En um leið sendi hann Þjóðþinginu nokk ur frumvörp, sem auka mundu til Humberto Castello Branco — launverulegur einvaldur muna völd sambandsstjórnarinnar ef samþykkt yrðu. Þingið ónýtti fyrirætlanir hans og næstu þrjár vikurnar magnaðist ólgan í landinu. Óánægðir her- foringjar, sem fylgjandi eru ákveð inni stefnu, og óbreyttir borgarar efndu í fyrsta sinn til mótmæla- aðgerða gcgn Castello Branco. Orðrómur var á kreiki um, að her foringjar legðu á ráðin um nýja byltingu. ★ ANDSTAÐAN BÆLD NIÐUR Stjórnmálaerjurnar náðu há- marki 27. október þegar Þjóðþing ið sýndi ótvírætt fram á í hávaða sömum umræðum, sem stóðu alla nóttina að það mundi ekki sam- þykkja frumvarp það, sem Ca- stello Branco bar fram þess efnis, að liert yrði á eftirliti með ör- yggi innanlands. Þessu svaraði forsetinn með því að gefa út til- skipun, sem veitti stjórn hans ennþá meiri völd en hún hafði farið fram á. Samkvæmt nýju tilskipuriinni mælti Castello svo fyrir, að allir starfandi stjórnmálaflokkar í Bras ilíu yrðu lagðir niður. Kubitschek og öðrum stjórnmálaleiðtogum var bannað að skipta sér af opin- berum málum í tíu ár. Samkvæmt tilskipuninni var dómurum í hæstarétti fjölgað úr 11 í 16 til þess að tryggja það að enginn andstáða kæmi úr þeirri átt. Tilskipunin heimilaði forset- anum að skipta um hæstaréttar- dómara að vild ef nauðsyn krefði. Með tilskipuninni var lýst yfir herlögum, sem gilda eiga í sex mánuði og er sambandsstjórninni heimilt að taka stjórn allra mála í sínar hendur í einhverju hinna 22 fylkja Brasilíu eða í þeim öllum. Loks kvað tilskipunin svo á um, að næsti forseti landsins skyldi kosinn af þinginu en ekki í al- mennum kosningum, og skyldi Castello Branco ákveða hvenær forsetakjör færi fram, en þó ekki síðar en 3 október 1966. Forsetinn ítrekaði yfirlýsingu þess efnis, að hann væri staðráðinn í að segja af sér á þessum degi. En tilskipun hans sýnir ljóslega, að ef þjóð- þingið fellst ekki á eftirmann þann, sem hann tilnefnir, kann hann að skipa eftirmanninn í emb- ætti með sérstakri tilskipun og leysa upp þingið. ★ EINRÆÐISVALD í rauninni er Castello Branco j einræðisherra samkvæmt nýju til- skipuninni og valdameiri en nokk- ur annar fyrirrennari hans í emb- ætti síðan Getulo Vargas ríkti sem einvaldur á árunum 1934—1945. Með einu penriastriki batt Ca- stello Branco enda á tímabil sund- urþyklcju og óvissu. Svo virtist, sem nú gæfist tóm til að byggja upp atvinnuvegina og koma á þjóðfélagslegum umbótum, enda er á því mikil þörf. Nýjar flokka samsteypur mynduðust fljótlega á þingi og veitti þetta fyrirkomulag Castello Branco hreinan meiri- hluta. En margir stjórnmálafréttaritar- ar í Brasilíu eru svartsýnir á framtíðina. Þeir sjá engin merki þess, að innanlandsfriði sé hægt að koma á með tilskipun frá for- setanum. Þeir telja, að hin nýja skipan mála geti hæglega valdið nvjum vandamálum og áhrifanna frá þeim kunni að gæta um Ianga framtíð. Þeir segja, að hingað til hafi Castello Branco hvorki sýnt þau stjórnmálahyggindi né þann hæfileika til að afla sér yinsælda, sem nauðsynlegt virðist til þess að tryggja hinum ýmsu stefnu- málum hans stuðning. Bandaríkja menn hafa miklar áhyggjur af á- standinu, enda styðja þeir Ca- steilo Branco eindregið og hafa útvegað stjórn hans 1 milljarð dollara í aðstoð, beint eða óbeint. Hvað sem þessu líður verður fj-amvinda mála í Brasilíu í fram- tíðinni komin undir aðgerðum her foringja en ekki stjórnmálamanna. * BILLINN Rent on Icecar fVliníiingarorð: KRISTLEIFUR FUNDUM okkar bar saman fyr ir fáum árum. Nafn hans kom þá kunnuglega fyrir sjónir. Kristleif ur Magnússon var einn þeirra manna, sem vöktu þjóðarathygli Kristleifur Magnusson fyrir ágætan árangur í frjálsum í- þróttum, hann varð íslandsmeist [ ari og tók þátt í landskeppni á ! blómaskeiði frjálsíþróttanna. Nú urðu önnur hugðarefni til að tengja okkur böndum. Kristleif ur var áhugamaður um eflingu Alþýðuflokksins. Hann beitti sér fyrir stofnun Félags ungra jafn- armanna í Vestmannaeyjum, var í fyrstu stjórn þess, og varð það á skömmum tíma að þróttmiklum félagsskap ungs fólks í Eyjum. Kristleifur átti þar verulegan hlut að máli, enda þótt hann léti ekki mikið .til sín taka á mannfundum. Hann var meira „ úti á meðal fólksins'1 eins og hann komst að orði. Voru það víst sannmæli. Á MAGNÚSSON vinnustað hans, Veiðarfæragerð Vestmannaeyja, var oft mann- margt í kaffitímum, og að lokn um vinnudegi, er stai’fsfólk nær liggjandi fyrirtækja óg sjómenn lögðu leið sína á verkstæðið til að spjalla stundarkorn. Það var orðinn ómissandi þáttur í hverri komu til Eyja að líta þangað inn og þá leyndi sér ekki ástæðan til hinna almennu vinsælda Krist leifs. Hann var ávallt léttur í lund skemmtilegur og hispurslaus, ó- myrkur í máli tog hjájpsamur þeim, er til hans leituðu. Kristleifur tók ásamt bróður sín um og frænda við rekstri Veiðar færaaerðar Vestmannaeyia af föS ur sínum fyrir nokkrum árum, og hafa þeir rekið hana af mikluril myndarbrag. Fyrirtækið naut örl vaxandi viðskipta útveggmanna um land allt. Það hafði forgöngti um ýmiss konar tækniframfayir og fluíti til landsms nýjar vélar i þeim tilgangi að bæta þjánust una. Kristleifur kærði sia S ekki um að hlusta á efasemdir eðf; bar lóm, en lasði út í stórbygginau svo unnt væri að auka reksturirúi til muna. Hann var framtakssamur, biartsvnn og áræðinn unaur niað ur. Fámennri bióð er mikill skaði að e!num slíkum. Þegar Kristleifur Magntfsson kom kvöld eitt á liðnu voru til okkar h.ióna í Reykjavík, hafði hann meðferðis teiknirigu að xram tíðarhúsnæði fyrirtækisins. öégar við seinast hittumst, á Þjóð^tíð i Vestmannacvium i áaúslmánuði s. 1., kvaðst hann mundu kbma með haustinu og spjalla nánar um Framhald á 10. síðu. ILÞÝÐUBLAÐIÐ - 6. nóv. 1965 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.