Alþýðublaðið - 26.01.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 26.01.1967, Blaðsíða 8
Á tuttugsta öldin skilið þaö nafn, sem sumir hafa gefið henni ? Tuttugasta öldjn hefur alloft verið nefnd ,,Öldin blóðuga“ og ef til vill er ekki fjarri lagi, að það sé réttnefni. Fyrst og fremst er þessi nafngift að sjálfsögðu til komin vegna tveggja heimsstyrj alda, sem kostuðu milljónir manna lífið og bökuðu milljónum óbœri legt tjón og þjáningar. Samanbor ið við þessar tvær heimsstyrjald ir, eru styrjaldir fyrri alda hrein ir smámunir. í>að verður að teljast hálfkaldranaleg staðreynd að ekki sé meira sagt, að eftir því sem tæknikunnátta mannsins og vísinda leg þekking hefur vaxið, þá virð ist valdagræðgi og grimmd hafa vaxið í sömu hlutföllum, ef ekki örar. Friðsamleg sambúð þjóða og þjóðabrota ætti að vera auðveld ari í dag en nokkru sinni fyrr, en samt segja staðreyndimar okkur allt annað. Það kann að vera, að við séum ef til vill ekkert verri en forfeður okkar, en við erum langt frá því að vera nokkuð betri þótt við séum nokkrum sinnum fjöl mennari. Auðvitað vonum við öll að skynsemin verði látin ráða í þeim deilum, sem nú eru uppi en flestir eru þó víst sammála um að miðað við reynsluna það sem af er þessari öld þá er ekki sér lega mikil 'ástæða til bjartsýni. FALLNIR LEIÐTOGAR. Það er ekki aðeins að blóðug á- tök á þessari öld hafa kostað millj ónir almennra borgara líf og limi Leiðtogar þjóða liafa einnig orðið fyrir barðinu á aldarandanum, sem ríkjandi 'hefur verið á tutt ugustu öldinni. Sumir þessara manna hafa fallið í styrjöldum aðr ir skömmu eftir styrjaldir í átök um, sem styrjaldirnar sköpuðu beint eða óbeint. Enn aðrir hafa fallið fyrir morðingjahendi og nokkrir hafa framið sjálfsmorð. Það hefur sannarlega ekki verið ástæða til að syrgja þá alla jafnt, þótt svo auðvitað geti aldrei ver ið ástæða til að réttlæta morð. Engu að síður hefur oft ríkt sorg að segja má um heim allan vegna pólitískra ofstækismorða. í því sambandi þarf ekki annað en nefna nöfn Ghandis, Folke Bernadotte og Kennedys. Morð Kennedys for seta Bandaríkjanna, er öllum enn í fersku minni og raunar eru um ræður um það enn í fullum gangi því ekki eru allir jafntrúaðir á hina opinberu skýringu, sem sett hefur verið fram á því hver til drög þess hörmulega atburðar voru. En yfir allt fyrnist um síð ir. Nú er til dæmis talsvert far ið að fyrnast yfir það þegar Folke Bernadotte var myrtur, en fregn in um það kom eins og reiðarslag yfir mannkynið, ef til vill engu minna reiðarslag, en fregnin um morð Kennedys á sínum tíma. Þær upplýsingar, sem hér fara >á eftir eru þýddar og endursagðar úr danska blaðinu Aktuelt, sem und anfarið hefur birt greinaflokk um pólitísk morð á tuttugustu öldirini. HVÍTU BÍLARNIR. Það er ekki aðeins á Norður löndum, sem Bernadottes er minnzt með sérstakri virðingu, heldur um víða veröld. Norður landabúar hafa þó ef til vill sér staka ástæðu til að minnast hans Áður en styrjöldinni lauk og Þjóðverjar höfðu formlega gefizt upp þá var hann byrjaður að skipu leggja flutninga á Dönum og Norð mönnum úr fangabúðum Þjóðverja og til sinna heimahaga. Um tutt ugu þúsund manns þar af um sex þúsundir Dana voru fluttar heim í hvítu áætlunarbílunum, sem voru kallaðir og vöktu þessir flutning ar ekki aðeins atliygli á Norður löndum heldur og miklu víðar. Það var Bernadotte, sem með þessu ekki aðeins bjargaði lífi þessa fólks, heldur forðaði því ef til vill frá kvalafullum þján ingum síðustu daga heimsstyrjald arinnar síðari. Föstudaginn 17. september 1948 var Folke Bernadotte greifi á leið til samningafundar í Jerúsalem. Hann flaug þangað í einkaflugvél sinni. Lagt var af stað frá Dam scus í Sýrlandi, en millilent í Amman í Jórdaníu. Á flugvellin um þar ótti blaðamaður frá Ass ociated Press viðtal við hann og greifinn sýndi blaðamanninum þá meðal annars tilkýnningu sem hon um hafði borizt rétt áður en hann lagði af stað í ferðina til Jerúsal em. Þar stóð letrað: ÁRÍÐANDI! LENDIÐ ALLS EKKI Á KOL- UNDA-FLUGVELLINUM. ÞAR VERÐIÐ ÞÉR SKOTNIR. — Þetta er greinilega tilraun til að skjóta mér skelk í bringu sagði greifinn við blaðamanninn,— en það er 'hreint ekki svona auð velt að hræða mig. Sama dag, aðeins örfáum klukku stundum síðar var skotið á bifreið ina sem Bernadotte greifi var í á- samt fylgdarmanni sínum frönsk um ofursta André Serot að nafni. Greifinn beið samstundis bana, en rfranski ofurstinn var með lífs marki, þegar sjúkraliðar lögðu hann á börur. En hann var látinn áður sjúkrabillinn lagði af stað til næsta sjúkrahúss. Þetta morð' var enn ein sönn un þess, að það 'er eins gott að láta ekki aðvaranir, jafnvel þótt nafnlausar séu, sem vind um eyru þjóta. Þetta á að minnsta kosti við um þá sem gegna leiðtoga stöð um í þjóðfélaginu, að ekki sé tal Kista Bernadottes áður en hún var borin heim. 8 26. janúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ X :. :'ý' í'í,!!:;! ' Ein af síðustu myndunum, sem teknar voru af Folke Bernadotte, að um þá sem eru í þeirri aðstöðu að vera að freista þess að koma á sáttum með deiluaðilum. Fluígvél Bernadottes lenti á Kol unda flugvellinum án þess að nokk uð markvert ætti sér stað. En á leiðinni inn í borgina var skotið á bílinn, sem hann ferðaðist í úr launsátri. Ekki olli sú skothríð til takanlegu tjóni. Kúlurnar íóru í gangbretti bílsins og í götuna. Þeg ar þeir voru komnir inn í Jerúsal em fór Bernadotte út úr bílnum og skoðaði skotgötin á honum. Hon um virtist talsvert brugðið og sagði við einn af fréttamönnum Reuters, sem hafði orðið bílalest- inni samferða af flugvellinum; — Ég vil ekki láta skjóta mig og skiptir engu hvort þar eru að verki hermenn eða skæruliðar. Hann virtist fremur reiður en taugaóstyrkur vegna þessa atburð ar. Sennilega hefur hann nú ekki verið eins bjartsýnn á samninga viðræðurnar sem framundan voru eins og hann hafði verið, þegar hánn lagði af stað. En áfram var ferðinni haldið. Skyndilega var bílalestin stöðv uð. Þar' voru að verki fjórir menn í jeppabifreið. Tveir þeirra stigu út úr jeppanum og áður en nokk ur hafði áttað sig á því hvað í rauninni var að ske voru þeir bún ir að skióta greifann og hinn franska fylgdarmann hans, Serot ofursta. STERN- . SAMTÖKIN. Daginn eftir lýstu samtök nokk urra Gyðinga, sem kölluðu sig ,,Stern-samtökin“ yfir því að þau hefðu staðið að baki morðinu á Bernadotte og fylgdarmanni hans. Þau sendu öllum erlendum sendi fulltrúum í Jerúsalem bréf, þar sem meðal annars sagði: Við myrt um Bernadotte, vegna þess að hann vann fyrir Englendinga og var að reyna að framfylgja fyrirskipun um þeirra. Þegar í stað tilkynnti ísraelska stjórnin, að hún mundi láta til skarar skríða gegn Stern- samtökunum, og var lögð áherzla á að einskis yrði l'átið ófreistað til að hafa upp á þeim sem ábyrgð báru á þessum andstyggilega verknaði. Frá Jerúsalem átti Bernadotte að fara til Bagdad og svo aftur ti’l Parísar þar sem hann átti að gefa Allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna skýrslu um för sína til Pal estínu. Folke Bernadotte var sonur Ósk ars Svíajjrins. Hann var liðsfor ingi að mennt og hafði verið einn helzti framámaður skátahreyfing arinnar í Svíþjóð. Árið 1944 varð hann varaforseti sænska rauða krossins og árið eftir var hann kosinn forseti þessara mikilsvirtu samtaka. Hann stjórnaði björgun Dana og Norðmanna úr faniga búðum Þjóðverja, eins og frá seg ir hér að framan. Hann var sömu leiðis tengiliður milli Bandamanna og Þjóðverja og flutti Þjóðverjum þau skilaboð, að Bandamenn mundu ekki að svo stöddu taka Framhald á 10. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.