Dagur - 16.12.2000, Blaðsíða 7

Dagur - 16.12.2000, Blaðsíða 7
LAIIGARDAGVK 16. DESEMBER 2000 - 31 r RITSTJÓRNARSPJALL Dómur velur forseta ELIAS SJíÆLAND JONSSON SKRIFAR Bandáríski forsetaslagurinn, sem segja má að staðið hafi yfir með óvenjulegum látum í eitt ár og einstæðum uppákomum undir það síðasta, hefur nú verið til lvkta leiddur með pólitískum úr- skurði meirihluta Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þessi meirihluti hefur í reynd ákveðið að George W. Bush skuii verða næsti forseti landsins án tillits til þess hvort hann hafi í raun verið rétt kjör- inn til þess embættis eða ekki. Ahrifin af þeim grátlega farsa sem nú er loksins lokið munu hins vegar ná langt út fyrir þá dapurlegu staðreynd að pabba- strákurinn frá Texas fær að ráða ríkjum í Hvíta liúsinu í Was- hington næstu fjögur árin. At- burðarás síðustu vikna og mán- uða hefur ncfnilega afhjúpað þá siðspillingu sem grafið hefur um sig í bandarískum stjórnmálum og stjórnkerfi og sem gerir að engu hefðbundnar hugmyndir um hvað felst í lýðræðislegum kosningum. Bandarfkin, sem hafa marglýst sig sem hinn eina sanna hvíta riddari lýðræðisins í heiminum, og hafa beitt bæði fortölum, efnahagslegum mút- um eða refsiaðgerðum og stund- um beinu hen'aldi til að koma öðrum þjóðum í skilning um hvernig þær eigi að haga sér í nafni lýðræðisins, standa allt í einu berskjölduð. Og þjóðir heimsins sjá að hvíti lýöræðis- riddarinn er harla fáklæddur. MiMlvægar staðreyndir Nokkrar staðreyndir um banda- rísku forsetakosningarnar blasa við augum. I fyrsta lagi: Það var einungis minnihluti bandarísks almenn- ings sem hafði fyrir þvf að kjósa. Meirihluti þjóðarinnar greiddi atkvæði með fótunum, það er sat heima og gaf ekkert fyrir fram- bjóðendurna þrátt fyrir kosn- ingabaráttu sem kostað hefur meira en nokkur önnur slík fyrr eða síðar. I öðru lagi: A1 Gore, forseta- frambjóðandi demókrata, fékk meirihluta greiddra atkvæða bandarískra kjósenda. I þriðja lagi: Enginn veit enn hver fékk meirihluta greiddra at- kvæða í Flórída, rfkinu þar sem Jeff Bush, bróðir væntanlegs for- seta, gerði allt sem í hans valdi stóð til að tryggja ættarveldinu sigur. George W. Bush fékk kjör- mennina frá Flórída vegna þess að meirihluti Hæstaréttar Banda- ríkjanna ákvað að ekki ælti að telja mikinn fjölda atkvæða sem kjósendur í ríldnu greiddu í þeirri góðu trú að þau skiptu jafnmiklu máli og öll önnur atkvæði. Af framansögðu er Ijóst að það voru ekki kjósendur sem komu George W. Bush í Hvíta húsið - hann hefur líklega aðeins fengið atkvæði um fimmtungs þjóðar- innar - heldur naumur pólitískur meirihluti Hæstaréttar Banda- rfkjanna. Fullyrt er að vegna ákvæða bandarískra upplýsingalaga muni um síðir koma í Ijós hvort þeirra Gore eða Bush fékk meiri- Meirihluti Hæstaréttar Bandaríkjanna hefur í reynd ákveðið að George IA/. Bush skuli verða næsti forseti landsins án tillits til þess hvort hann hafi i raun verið rétt kjörinn til þess embættis eða ekki. hluta í Flórída. En þar sem hæstiréttur hefur ákveðið að sú niðurstaða skipti engu máli, mun hún einungis hafa gildi lý'r- ir sagnfræðinga og aðra þá sem reyna á komandi árum að kryija þessa makalausu atburðarás til mergjar. Athlægi Áfallið fyrir Bandaríkin er mikið. Bandarísk stjórnvöld hafa orðið að athlægi víða um heim, ekki síst hjá þeim sem orðið hafa fyr- ir barðinu á þessu öliuga risa- veldi. Og þeir mörgu sem hafa fyrir löngu fengið sig fullsadda af’ þeirri sjálfsánægju sem einkennt hefur málflutning og aðgerðir Bandaríkjamanna gegn öllum þeim sem fara vilja aðrar leiðir en ráðamönnum í Washington þóknast. En einnig ýmsum þeim sem hafa litið til Bandaríkjanna um forystu á sviði lýðræðis, mannréttinda og frjálsræðis á ýmsum sviðum, en sjá allt í einu að nýju fötin keisarans eru ekki eins fín og Ilott og af var látið. Auðvitað hafa ýmsir gallar á bandarísku lýðræði lengi verið augljósir. Lengst af var til dæmis kerfisbundið séð til þess að blökkumenn fengju ekki að taka þátt í almennum kosningum. Það var ekki fyrr en eftir umbylt- ingarnar miklu á sjöunda ára- tugnum, undir toiystu mannrétt- indaforingja á borð við Martin Luther King og fyrir atbeina Lyndon Johnsons, arftaka John F. Kennedys í Hvíta húsinu, að þessi skipulega pólitíska útilok- un var brotin á bak aftur. Samt eimir enn eftir af henni því fyrir liggur mjög sterkur grunur um að sums staðar í Flórídaríkinu hans Jeff Bush hafi blökkumenn verið kerfisbundið hindraðir í því að kjósa. Það sem nú er hins vegar nlveg nýtt fyrir umheiminn er annars vegar að verða vitni að því að við kosningu æðsta forystumanns bandarísku þjóðarinnar skiptir engu máli hvaða frambjóðandi fær flest atkvæði, og hins vegar að það skiptir heldur ekki máli að öll atkvæði séu talin! Og að æðsti dómstóll landsins leggur blessun sína yfir slíka afskræm- ingu Iýðræðisins. Maimvinurinn mikli Það að Hæstiréttur Bandaríkj- anna hefur nú gert George W. „Atburðarás síðustu vikna og mánuða hef- ur nefnilega afhjúpað þá siðspillingu sem grafið hefur um sig í bandarískum stjóm- málum og stjómkerfi og sem gerir að engu hefðbundnar hug- myndir uin hvað felst í lýðræðislegum kosn- ingum.“ Bush að forseta varpar óhjá- kvæmilega sterkara kastljósi að ástandi mannréttinda og réttar- fars í Bandaríkjunum, en þar eru fangelsin yfirfull og ullir dómarar kosnir eða skipaðir pólitfskt. Bush er meðal annars frægur fyrir að vera harðsvíraðastur allra ríkisstjóra í því að hafna beiðn- um um náðum sakamanna sem dæmdir hafa verið til dauða. Þess vegna eru aftökur fleiri í Texas, þar sem Bushættin ræður rikjum, en annars staðar í Bandaríkjunum. Fram hefur komið að hinn nýi forseti lands- ins hefur ekki látið aftökur sem komið hafa inn á borð til hans halda fyrir sér vöku; þvert á móti hefur hann hafnað beiðnum um náðanir á mettíma og jafnvel gantast með slík mál. Það bætir ekki ímynd Bandaríkjanna sem málsvari mannréttinda að hafa slíkan mannvin f Hvíta húsinu. Alþjóðleg samtök á horð við Amnesty International hafa gagnrýnt með sterkum rökum ýmislegt sem einkennir banda- rískt réttarfar, ekki síst dauða- dóma og aftökur. Staðreyndin er sú að hættulegar öfgar banda- rísks þjóðfélags birtast ekki bvað síst í gengdarlausri byssueign og tíðum manndrápum. Allar til- raunir til að koma í veg fvrir að byssur lendi í höndum manna sem nota þær til að drepa sam- borgara sína hafa mistekist vegna hatrammrar andstöðu íhaldsmanna. George W. Bush er ekki aðeins pólitísk hetja þcir- ra sem vilja taka sem flesta saka- menn af Iífi, hann er einnig póli- lísk hetja byssufíklanna sem bera mikla ábyrgð á því hversu árangurslítil baráttan gegn morðum og manndrápum er í Bandaríkjunum. Hvemig forseti? En þrátt fyrir allt eru Bandaríkin enn eina risaveldið á jörðinni og svo mun vafalítið verða næstu árin. Það skiptir því miklu máli fyrir umheiminn að álta sig á því hvers sé að vænta af George W. Bush þegar hann tekur við for- setaembættinu 20. janúar næst- komandi. Margir virðast spá því að nýja ríkisstjórnin muni ná fram litlum breytingur á stefnu Bandaríkj- anna. Að hún muni fyrst og fremst halda í horfinu. Fyrir þessu eru færð þau rök að fjandskapur þeirra tveggja pólitísku fylkinga, sem tekist hafa óvenju harkalega á síðustu árin í Bandaríkjunum, muni hindra nýja forsetann og embættismenn hans í að ná fram umtalsverðum breytingum. Repúblíkanar lögðu Bill Clinton sem kunnugt er í einelti síðustu árin sem hann gegndi forseta- embættinu og beittu meirihluta sínum í þinginu miskunnarlaust í því skyni. Þessu hafa demókrat- ar ekki gleymt. Sú atburðarás sem fært hefur George W. Bush inn í Hvíta húsið hefur enn frek- ar magnað elda flokkspólitískra átaka og haturs. Dcmókratar telja sig hafa harma að hefna og það mun vafalaust setja svip sinn á forsetatíð hins nýja forseta. Gangi Jretta eftir bendir margt til þess að ríkisstjórn Bush muni hafa í nógu að snúast á heima- velli. Þegar til þess er litið að nýi forsetinn hefur litla sem enga reynslu af öðrum ríkjum eða al- þjóðamálum yfirleitt - hann hef- ur til dæmis aldrei stigið fæti á evrópska grund - má telja líklegt að hann láti mun minna til sín taka á alþjóðavettvangi en Bill Clinton hefur gert. Það verða því fvrst og fremst fáeinir ráðherrar og ráðgjafar í nýju stjórninni og svo embættismannakerfið scm munu móta og framfylgja utan- ríkisstefnu Bandarfkjanna næstu misserin. Ef Bush sýnir sama áhuga- og þekkingarleysi á alþjóðamálum og hingað til má telja líklegt að um hríð að minnsta kosti muni draga úr frumkvæði Bandaríkja- manna á alþjóðavettvangi. I sumum tilvikun kann það að boða gott fyrir umheiminn, en f öðrum ekki, því þrátt fyrir allt eru Bandaríkin eina stórveldið sem getur haft afgerandi áhrif á gjörðir annarra. ()g víða í heim- inum er ástandið enn svo ótryggt að það getur haft alvarlegar af- leiðingar í för með sér ef leiðtogi Bandaríkjanna segir pass þegar í harðbakkann slær.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.