Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1984, Blaðsíða 10
10 DV. FIMMTUDAGUR 23. AGUST1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Spánn: NATÓ OG GÍBRALTAR EFST Á BAUGI Á meðan túrhestar af norðlægari slóðum fjölmenntu til innrásar í brenn- andi sólina í Madrid, lét Spánarstjórn nokkrar fínar ábendingar falla í síöustu viku til NATO og Gíbraltar. Fernando Moran utanríkisráðherra útilokaði í yfirlýsingum að Spánn mundi eiga hernaöarlega hlutdeild í NATO. Gaf hann til kynna að spánska stjórnin kynni í haust að mæla meö því að Spánn yrði áfram aðili aö NATO, en þá yrði aðeins um aö ræða pólitíska aöild. Málið verður borið undir atkvæði á flokksþingi sósíalista í desember og síöan undir þjóðaratkvæði á næsta ári ef stjórnin efnir loforð sitt þar um. Nato og Gíbraltar Spánverjar tengja NATO-aðildina spurningunni um Gíbraltar, sem þeir allt frá Franco-tímanum hafa þrefað um við Breta samherja sína í NATO, en þeir vilja fá Gíbraltar aftur. Moran utanríkisráðherra vonast eftir því að ná viöræðum viö hinn breska starfs- bróður sinn, sir Geoffrey Howe, um Gíbraltar núna í næsta mánuði. Moran viðurkenndi í blaöaviötölum á dögunum að Spánn kynni að neyðast til þess að aflétta ýmsum hömlum sínum á landamærunum við Gíbraltar þegar Spánn verður aöili aö Efnahags- bandalagi Evrópu. — Spánn leyfir ekki aðra umferð Spánverja og Gíbraltar- búa yfir landamærin en fótgangandi. Og þótt Gíbraltarbúar megi ótakmark- aö versla á Spáni leggja spænskir toll- veröir hald á allan varnig sem Spán- verjar kaupa í Gíbraltar. Þessar tak- markanir eru í reyndinni ekkert annað en framhald efnahagsstríðsins, sem Franco hershöfðingi rak gegn Gíbralt- ar. Ekki hefur það haft annað í för með sér en gera Gíbraltarbúum enn meira fráhrindandi tilhugsunina um samein- ingu við Spán. Þeir eru sannfæröir um að allar stjórnir á Spáni séu þeim fjandsamlegar. Hrossakaup Gíbraltar hefur jafnan meira verið hjartans mál hægriaflanna á Spáni fremur en vinstrimanna. Enda höfðu margir hinna róttækari í röðum vinstriaflanna leitað hælis í Gíbraltar á valdatíma Francos. — Því gerði Santiago Carillo, sem í fjölda ára hefur verið leiðtogi spænskra kommúnista, flokksbræðrum sínum afar bylt við meö uppástungu sinni um aö gera mætti hrossakaup um NATO-aðildina. Nefnilega að Spánn gæti svo sem áður verið aðili að NATO ef honum yrði í staðinn skilaö Gíbraltar. Samskonar deila við Marokkó I Gíbraltardeilunni viö Breta gætir örlítils tvískinnungs hjá Spánverjum því að þeir eru nefnilega gagnstæður aöili í samskonar deilu við Marokkó um Ceuta og Melilla, sem eru á strönd Marokkó en lúta Spáni. Marokkó styöur Spán í Gíbraltardeilunni og gera þar ráð fyrir að áöur en lýkur fái Spánverjar Gíbraltar aftur. En af því finnst þeim aö rökrétt hljóti að leiða aö Spánn verði aö skila þeim Ceuta og Melilla. Hassan Marokkókonungur hefur beitt Ceuta og Melilla samskonar efna- hagsaögerðum og Spánverjar gera viö Gíbraltar og spottandi tala embættis- menn í Marokkó um „spænsku fyrir- myndina” í þeirri stefnu. Á yfirborðinu séð hefur sambúð Marokkó og Spánar ekkert spillst af ágreiningnum um Ceuta og Melilla. Fyrsta utanför Felipe Conzalez for- sætisráðherra eftir aö hann tók viö embætti var einmitt til Marokkó og ráðherrar beggja stjórna hafa fariö margar ferðir báðar leiöir yfir sundið. En varnarmálaráðuneytiö spænska hefur sínar áætlanir sem meðal annars gera ráð fyrir að Ceuta og Melilla verði áfram undir stjóm Spánar, og háttsettir foringjar í hernum hafa látið eftir sér hafa að þeir muni verja þessar hjáleigur til „hinsta blóðdropa”. Ófriður frá N-Afríku I umræðunum um NATO-aöildina heyrist jafnt hjá andstæðingum aðildar sem NATO-sinnum að ófriðar- Fernando Moran utanríkisráðherra fylgir utanríkisstefnu sem felur i sér mikla mótsögn. hættan, sem að Spáni gæti steöjað, væri meiri frá Norður-Afríku en Var- sjárbandalaginu eöa Sovétríkjunum. Sumir stjórnmálamenn á Spáni eru þó orðnir tvístígandi í þeirri bjartsýni að Spánn geti látið sig dreyma um að fá bæði Gíbraltar aftur og eins halda áfram Ceuta og Melilla. Pablo Castellano, einn af framámönnum sósíalista, lét svo ummælt að „nýlendutök” Spánar á Ceuta og Melilla væru mótsögn við tilkall Spánar til Gíbraltar og að stjórnin hefði einvörðungu kyngt þeirri afstöðu til þess að friða herforingjana. NYLENDU- TÍMINN , MÁÐUR UT Það hefur verið grínlaust fyrir skólafólk á síöari árum þegar komið hefur verið aö þeim kafla landafræð- innar sem heitir Afríka. Allar nýríkja- myndanirnar, nafnabreytingarnar á löndum og höfuðborgum og allt það brambrolt gæti ært óstöðugan. Enn hefur bæst nýtt nafn í þuluna, en það er Bourkina Fasso. Það er Efra- Volta, sem hefur skipt um nafn, þjóð- fána, þjóðsöng og kjörmóðurmál. — Ætlunin er nefnilega að má út sérhver merki frá nýlendutímanum. Manni skilst að fullu nafni heiti nýja ríkiö eiginlega „Þingræðislega al- þýðulýöveldið Bourkina Fasso”. Alþýðulýöveldisnafngiftin gefur nokkra hugmynd um hverjar eru fyrir- myndir þjóðarleiðtogans, Thomasar Sankara, kafteins í hemum. Hann rændi völdum 4. ágúst í fyrra. — Sankara er í góöu vinfengi við alþýðu- lýðveldi eins og Líbýu, Ghana, Zim- babwe og Kúbu, en þegnar hans draga hinsvegar fram lífið af líknarhjálp frá Vesturlöndum og þá sérstaklega gamla nýlenduherra þeirra, Frakk- landi. Bourkina Fasso mun víst þýða „land hinna ómútanlegu”. Allt frá því að Efri-Volta öðlaðist sjálfstæði 1960 hafa verið tíð stjómarskipti. Meðal- aldur þeirra hefur verið innan við f jögur ár. Og hver ný stjóm hefur haft það markmið æðst aö hreinsa til eftir spillingu forvera sinna. Höfuðborgin Ouagadougou virðist eiga að halda nafni sínu, en ein aðal- gatan heitir nú eftir mannréttinda- frömuðinum í Suður-Afríku, Nelson Mandela (sem situr í fangelsi), því að enginn skal vera í vafa um hvorum megin hryggjar Thomas Sankara og byltingarráðið liggja. — „Við styðjum allar frelsishreyf- ingar,”segir hann. Örbirgð Landið liggur í útjaðri Sahara, stærstu eyðumerkur jarðar, enda var Efra-Volta meðal hrjóstugustu og örsnauðustu landa heims og Bourkina Fasso er ekkert öðmvísi. Meðalárs- tekjur á mann eru um 7500 krónur. Ibúarnir eru um 6 milljónir og 90% þeirra lifa af erlendri þróunaraðstoð eða neyðarhjálp, og svo akuryrku og kvikfjárrækt, sem stöðugt er skræln- andi af vatnsskorti. Ein milljón lands- manna er þó jafnan farandverkamenn á Fílabeinsströndinni. Sultarlaunin, sem þeir öngla saman og senda heim, hafa þó nægt mörgum fjölskyldum til þess að bægja hungurvofunni frá dyrum. Gróðamöguleikar í fátæktinni Ouagadougou er orðin einskonar miðstöð ótal hjálparstofnana sem láta þennan hluta Afríku til sín taka. Enda er neyðin mikil í aðliggjandi löndum, sem eru Mali, Niger, Ghana, og Mauritanía. Þetta hefur fært Ouagadougou nokkrar tekjur af hótel- rekstri og ráðstefnuhaldi. Svo að nokkuð er til í því, sem einn háðfuglinn sagði: „Það geta legið töluverðir pen- ingarífátæktinni.” Smáglæta leynist þó í þessu örfoka landi. Nýlega fundust í jörðu auöugar sink- og silfurlindir. Vill svo heppilega til að þær eru skammt vestan við Koudougou og aðeins 37 km frá járn- brautarlínunni til Fílabeinsstrandar- innar og Abijan við Guinea-flóa. Ætti því að vera unnt aö vinna sinkið og silfrið úr jörðu, án þess að ráðast í fjár- freka vegagerð eða járnbrautarlagn- ingu til þess að koma góðmálminum á erlendan markað, sennilega Evrópu og Japan, þar sem hörgull verður líklega á sinki á komandi árum. — Árlegar tekjur af námunum eru þó ekki ætlaðar nema um 1600 milljónir króna, en það munar um minna fyrir jafn- fátæka þjóð sem grípur ekki slíkt hvar sem er upp úr steinunum. Vantar startkapítal En þótt þessar auðlindir liggi vel við þarf Bourkina Fasso samt erlent f jármagn til þess að komast af stað til að nýta þær. Af orðstír sumra fjöl- þjóða-málmvinnsluhringa mætti ætla að þeir væru fljótir til félagskaupa, ef finnast nýjar námur en allt byltingar- tal Thomas Sankara vekur hjá þeim hik. Talata Eugene Dondasse skipu- lagsmálaráðherra hefur hinsvegar ekki miklar áhyggjur af fjármögnun þessarar námuvinnslu. Hann segir að vilji ekki vestrænir aðilar leggja í fyrirtækiö, séu austantjalds málm- vinnsluaöilar, eins og í Sovétríkjunum og Póllandi, sem fúsir væru til. Thomas Sankara kafteinn máir Efra-Volta út af kortinu og kallar það Bourkina Fasso i staðinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.