Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1985, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1985, Blaðsíða 10
10 DV. MÁNUDAGUR15. APRlL 1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Umsjón: Þórir Guðmundsson og GuðmundurPétursson Walter Mondale lítur yf ir farinn veg: Sósíalistar og verka lýösforystan í vanda Reagan útdeildi rósum en ég bauö upp á kolamola Kristj. A. Aras., fréttar. DV í Khöfn: Mótmælaaðgeröir þær sem danskir launþegar hafa staðiö fyrir í nær tvær vikur hafa veriö mun haröari og almennari en nokkum óraði fyrir í byrjun. En þótt mót- mælunum sé einungis beint gegn ríkisstjórn Pouls Schliiters og fylgis- flokkum hennar setja þau sósíal- demókrataflokkinn, stærsta stjómarandstæðinginn, í mikla klemmu. Þrýst á verkalýðsfélögin Hingað til hafa verkalýðsfélögin, sem aö mestu lúta stjórn sósíal- demókrata, einungis að litlu leyti tekið þátt í mótmælaaðgeröunum, enda að stórum hluta ólöglegar Meðal annars af þeim sökum haf; verkalýösfélögin ekki greitt félags- mönnum sínum úr verkfalls- sjóðunum síðan lögin um stöðvun vinnudeilna tóku gildi í vikunni fyrir páska. Nú eru hins vegar æ fieiri raddir innan f élaganna byr jaðar að kref jast opinberra verkfallsaðgerða og hundsa þannig lagasetninguna. Haldi mótmælaaðgerðimar áfram af sama krafti og verið hefur má búast við aö verkalýðsfélögin neyðist til opinberrar þátttöku í aðgerðunum. í beinu framhaldi af því mundu fulltrúar verkalýösfélaganna segja af sér í danska vinnudómstólnum og yrði hann þá óstarfhæfur. Ohjá- kvæmilegar afleiðingar slíkra aðgerða yrðu nýjar þingkosningar. En í þann slag telja sósíaldemókrat- ar sig ekki vera tilbúna enn. Vilja þeir því að verkalýðsfélögin haldi sig áfram utan beinna aðgerða. Nýlegar skoðanakannanir benda ekki til fylgisaukningar hjá sósíal- demókrötum. Þær niðurstöður á- samt ástandinu í efnahagsmálunum í Danmörku verka ekki hvetjandi á sósíaldemókratana að freista þess að komastístjóm. Atvinnurekendur hundsa lögin Ekki hefur vandi sósíaldemókrata- flokksins og forystu verkalýðs- félaganna minnkað við það að ýmsir atvinnurekendur em nú þegar byrjaðir að hundsa verkfallslögin Óskar Magnússon, DV, Washington: „Eg rétti þjóðinni kolamola á meðan Regan útdeildi rósavöndum,” sagði Walter Mondale, fyrrum for- setaframbjóðandi í Bandaríkjunum, á blaðamannafundi um síöustu helgi. Hann kenndi mistökum sínum að nokkru um ósigurinn í kosningunum og var gramur í garð Jesse Jackson. „Hann gerði mér lífið sannarlega erfitt,” sagði Mondale um Jackson. Jackson keppti sem kunnugt er um útnefningu Demókrataflokksins fydr síðustu forsetakosningar ásamt Mondale. Mondale sagðist vita að sagan myndi varðveita vel söguna um ósigurinn. „Það er ljóst að ég fékk hræöilega útreið. Eg get fallist á mikinn hluta af þeirri gagnrýni sem f ram hefur komið í minn garð eftir á. Ég var til dæmis alltaf að tala um vandamál og harðar aðgerðir til að leysa þau. Á meðan deildi Reagan út rósavöndum og talaði um bjarta framtíð bandarísku þjóðarinnar.” Mondale taldi það skýringuna á því að hann hefði ekki náð til unga fólksins. „Unga fólkiö vildi heyra bjartsýnistal. Þar brást mér boga- listin. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef ekki náð til yngra fólks á ferli mínum,” sagði Mondale. Hrósar Hart Mondale lét falla hlýleg orð í garð Gary Hart sem einnig barðist við hann um útnefningu Demókrata- flokksins. Hann sagði að eftir þing flokksins, þar sem Mondale var út- nefndur forsetaefni, hefði Hart gert allt sem í hans valdi hefði staðiö til að aöstoða Mondale. Mondale var hins vegar ekki eins mjúkmæltur um Jesse Jackson. Á honum mátti skilja aö honum hefði þótt Jackson ósann- gjarn í baráttunni. Mondale sagðist sjálfur hafa reynt að koma fram af sanngirni gagnvart Jackson, en ekki fengið sambærileg viðbrögð. Mondale hafði engar efasemdir um Geraldine Ferraro, sem var varaforsetaefni hans. Hann sagöi aðspurður að jafnvel þó hinkraö hefði veriö við í nokkra daga til að athuga betur fjármál eiginmanns hennar hefði slikt ekki komið í veg fyrir þær deilur sem um fjármálin risusíðar. Ný nöfn í forsetaembætti „Eg er mjög þakklátur Gerry (Geraldine Ferraro), sagði Mondale. „Hún var mér mikill styrkur. Og ef litið er yfir síöustu sex vikur barátt- unnar er Ijóst að hún stóö sig miklu betur en andstæðingur hennar, George Bush varaforseti.” Minntur á sigur Reagans og skoðanakannanir, sem sýna aukið fylgi Repúblikanaflokksins, sagöist Mondale ekki sjá neinar stökkbreytingar framundan. Engu að síður hvatti hann flokksbræöur sína í Demókrataflokknum til aö leggja vel við hlustirnar. Hann sagði mikilvægt að horfa í kringum sig eftir nýjum mönnum. „Við þurfum að gefa nýjum mönnum möguleika á æðstu embættum, jafnvel forseta- embættinu. Til greina geta komið menn sem enn hafa ekki verið orðaðir við það embætti. ’ ’ Erfið ákvörðun Mondale hefur nú hafiö störf hjá lögfræðifyrirtækinu Winston og Strawn. Hann er jafnframt hluthafi í fyrirtækinu. Vinir hans segja að hann kunni vel við sig í þessu nýja hlutverki. A blaðamannafundinum ítrekaði Mondale yfirlýsingar sínar um aö hann hygðist ekki sækjast eftir opinberu embætti á nýjan leik. „Ég er fagmaður í lögfræði og mun gefa mig heilshugar að því starfi, einkum á alþjóðavettvangi,” sagði Mondale. Hann sagðist þó ætla aö halda áfram að starfa fyrir Demókrataflokkinn. „Eg hef viljandi tekiö mér sex mánaða frí til að íhuga framhaldið. Eg hef ákveðið að halda ekki áfram beinni þátttöku í stjómmálum. Það var erfið ákvörð- un, en hana varð að taka. Aö öðrum kosti getur maður ekki haldið áfram að lifa h'finu. Ákvörðunin verður að vera endanleg,” sagði Mondale. Mondale sagðist ekki hafa neinar fyrirætlanir um að skrifa bók um baráttu sína. Þvert á móti. Ennþá lúinn Jafnvel nú virtist Mondale enn lúinn þegar hann leit til baka yfir kosningabaráttuna. Hann sagði að forkosningarnar hefðu verið ein- hverjar þær erfiðustu sem um gæti. „Síðan tók sjálf kosningabaráttan við. Það tók sannarlega á taugamar aö heyja baráttu sem fyrirfram var ljóst að ég myndi tapa, aö minnsta kosti að flestra áliti. En mig langaði einlæglega að vinna kosningarnar. Eg trúði því að ég gæti orðið góður forseti. Eg hafði rétt fyrir mér í flest- um málum, en nú sýnist mér ríkis- m-------------->■ Walter Mondale er nú hættur eril- sömu stjórnmálavafstri en ætlar í staðinn aö hella sér út í lögfræði á alþjóöavettvangi. DV-mynd ÞóG. nýju og eru famir að hækka laun meir en um þau 2% sem lögin gera ráð fyrir hámark. Síðast í gær ákvaö danski ríkisbankinn að hækka laun starfsmanna sinna um 6%. Það virðist því einungis spuming um hvenær en ekki hvort verkalýðs- félögin láta til skarar skríða og hefji opinbera þátttöku í verkfallsað- gerðunum. Alla vega er ljóst aö deilurnar leysast ekki af sjálfu sér. Til þess er harkan orðin of mikil. Hinn mikli fjöldi Dana, sem hafa mætt á útifundum gegn verkfallslögunum, boðar ekki gott fyrir verka- lýðsfélögin sem vilja heldur þræða hinn þrönga stig lögvisinnar en brjóta boð stjómvalda. Þegar er taliö að einhver verkalýðsfélög hafi byrjað að borga vorkfallsmönnum úr verkfallssjóðum, en það ber þeim ekki að gera þegar verkföllin eru ólögleg. stjórnin farin að gera mörg mistök, sérstaklega á sviði utanríkismála. Mondale hefur áður lýst þeirri skoðun sinni að honum hafi tekist mun verr upp í sjónvarpi heldur en Reagan. „Eg ætla ekki að reyna að afsaka ósigurinn með því,” sagði Mondale. „Jafnvel þó Reagan sé hreinn snilhngur í sjónvarpi. Hinu er þó ekki að leyna að sjónvarp er ekki mínsterkahlið.” Blaðamannafundinum lauk með þessum orðum Walters Mondale, fyrrum varaforseta, og fram- bjóðanda til síðustu forseta- kosninga: „Mér hefur áskotnast margt í lífinu. Ameríska þjóðin hefur faliö mér fjölmörg trúnaðarstörf. Fyrir þaö er ég þakklátur. Bandariska þjóðin hefur verið mér mjög góð — ogerþaðenn.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.