Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1988, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988. 9 UtLönd Bush beið mikið afhroð Ólafur Amaison, DV, New York; Úrslit í forkosningum repúblik- ana í Iowa, sem fram fóru í gærkvöldi, uröu mikiö áfall fyrir George Bush, varaforseta Banda- ríkjanna. Robert Dole, öldunga- deildarþingmaður frá Kansas, sigraði með yfirburðum, hlaut 37 prósent atkvæða. Fyrirfram hafði verið búist við að Bush yrði í öðru sæti en annað kom á daginn. Hann lenti í þriðja sæti með aðeins 19 prósent atkvæða, á eftir Pat Ro- bertson sjónvarpspredikara sem hlaut 24 prósent atkvæða. Pat Robertson var sigurvegari kvöldsins. 1 skoðanakönnunum hafði honum ekki verið spáð miklu fylgi en hann hélt því statt og stöð- ugt fram að hann hefði hulduher á bak við sig sem myndi skila sér á kjörstað. Robertson sagði þegar úrslit voru kunn að nú myndi hann takast á loft eins og raketta hefði verið fest við bakið á honum og að í New Hampshire biði hans annar hulduher. Þar hefur honum ekki verið spáð miklu gengi en ljóst er að þessi óvænti árangur hans í Iowa getur leitt til þess að stuðning- ur við hann í New Hampshire aukist. Það var dauft hljóðið í herbúðum Bush varaforseta í gærkvöldi. Eng- inn hafði búist við slíku afhroði, sem er sérstaklega mikið vegna þess að hér er um varaforseta Bandaríkjanna að ræða. Það vekur einnig athygli að árið 1980 sigraði Bush sjálfan Ronald Reagan í Iowa en beið síðan ósigur viku síðar í New Hampshire. Strax í gærkvöldi var ljóst að hinn mikh sigur Dole kemur til með að hafa áhrif í forkosningun- um í New Hampshire eftir viku. Þar hefur Bush haft örugga forystu samkvæmt skoðanakönnunum en eftir að úrslit voru ljós í gærkvöldi sýndu kannanir að Dole er byrjað- ur að saxa mjög á forskot varafor- setans. Svo er alls ekki hægt að afskrifa Pat Robertson. Það má hins vegar reikna með að róöurinn verði erfiður fyrir Robertson í New Hampshire. Forráöamenn Repú- blikanaflokksins eru hræddir við Robertson því hann er ekki stjórn- málamaður sem fer hefðbundnar leiðir heldur berst hann í krafti trúarinnar. Það má því búast við að mjög verði unnið gegn honum í New Hampshire. Aðrir repúbhkanar eru svo að segja úr leik eftir niðurstöður gær- kvöldsins. í fjórða sæti kom Jack Kemp, fulltrúadeildarþingmaður frá New York, með 11 prósent. Du Pont, fyrrum ríkisstjóri Delaware, hlaut 7 prósent og Alexander Haig, fyrrum utanríkisráðherra, náði ekki nema tæplega hálfu prósenti. Hjá demókrötum var ekki eins mikið um stórtíðindi. Richard Gep- hardt, fulltrúadeildarþingmaður frá Missouri, sigraði með 31 pró- sgnti atkvæða eins og búist hafði verið við. Paul Simon, öldunga- deildarþingmaður frá Illinois, varð í öðru sæti með 26 prósent og Duk- akis, ríkisstjóri Massachusetts, George Bush, varaforseti Bandaríkjanna, lenti í þriðja sæti með aðeins 19 prósent atkvæða. Simamynd Reuter Repúblikaninn og öldungadeildarþingmaðurinn Robert Dole sigraði með yfirburðum í forkosningunum i lowa i gær. Hér er hann ásamt Eliza- beth konu sinni. Simamynd Reuter varð í þriðja sæti með 22 prósent. í næstu sætum urðu Jesse Jackson með 11 prósent, Bruce Babbit, fyrr- verandi ríkisstjóri Arizona, með 6 prósent og Gary Hart varð síðastur með 1 prósent atkvæða og er aug- ljóslega úr leik. Hið sama má segja um Babbit. Sigurvegari kvöldsins hjá demó- krötum verður að teljast Jesse Jackson. Það er afrek hjá blökku- manni að hljóta 11 prósent atkvæða í ríki þar sem einungis 1 prósent íbúa eru svartir. Hvað efstu menn hjá demókröt- um varðar má segja að línurnar hafi htið sem ekkert skýrst í gær- kvöldi. Þeir eru í einum hnapp og því verður að bíða eftir niðurstöð- um úr forkosningunum í New Hampshire eftir viku th að átta sig á stöðunni. Á þessari stundu er þó óhætt að segja að baráttan standi fyrst og fremst á mihi Gephardts og Dukakis. Dukakis hefur yfir- burðaforystu í New Hampshire sem er nágrannaríki við Massac- husetts. Gephardt og Simon eru jafnir í öðru sæti. Simon er hins vegar búinn með alla sína peninga og getur því ekki auglýst sig upp af sama krafti og Gephardt og Duk- akis. Því er spáð að Simon neyðist fljótlega til að draga sig út úr bar- áttunni vegna fjárskorts. Hann segist þó ætla að halda ótrauður áfram. Dukakis hefur, eins og ,áður sagði, yfirburði í New Hampshire samkvæmt skoðanakönnunum, Ef Gephardt tekst ekki aö mjókka bil- ið til muna verður að telja líklegt að Dukakis sigli fram úr honum í framhaldinu. Einn demókrati, Albert Gore öld- ungadeildarþingmaður, tók ekki þátt í forkosningunum í Iowa og ætlar ekki aö vera með í New Hampshire. Hann ætlar að leggja megináherslu á „súperþriðjudag- inn“ 8. mars þegar kosiö verður í yflr tuttugu ríkjum, flestum í sunn- anverðum Bandaríkjunum. Hann gæti átt ^ftir að blanda sér í barátt- una þótt það verði að teljast ólík- legt. Yfirmaður alþjóðlegu sagnfræðinganefndarinnar, sem rannsakaði fortíð Kurts Waldheim, forseta Austurrikis, býr sig undir að afhenda Franz Vranitzky, kanslara landsins, skýrsluna. Viðstaddur var varakanslarinn og utanrikisráð- herrann, Alois Mock. Símamynd Reuter Kurt Waldheim hyggst sitja áfram í embætti Gizur Helgason, DV, Lubedc Alþjóðlega sagnfræðinganefndin, sem skipuð var til að kanna þátt Kurts Waldheim, forseta Austurrík- is, í stríðsglæpum í síðari heimsstyij- öldinni, afhenti í gær austurrísku ríkisstjóminni skýrslu sína. Eftir að forsetinn sjálfur hafði fengið skýrsl- una í hendur í gærkvöldi kvaðst hann myndu sitja áfram í embætti. Nefndin sat að störfum þar til líða tók á daginn í gær við að binda enda- hnút á skýrsluna. Það var aðallega orðalag varðandi sekt forsetans sem olli nefndinni heilabrotum. Samkvæmt heimildarmönnum innan austurrísku ríkisstiórnarinn- ar segir í skýrslunni að Waldheim hafi veriö vitni að nauðungarflutn- ingum grískra gyðinga og júgóslav- neskra föðurlandsvina og að Waldheim hafi logið til um fortíð sína mörgum sinnum. í skýrslunni stend- ur að Waldheim hafi vanrækt þá siðferðislegu skyldu sína að mót- mæla þeim stríðsglæpum sem honum var kunnugt um að væru framkvæmdir. Sá sem fékk hugmyndina um sagn- fræðinganefndina var nasistaveiðar- inn Simon Wiesenthal. í sjónvarps- viðtali í gærkvöldi sagði hann: „Ef nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að Waldheim hafi verið hliðhollur nasistum í stríðinu þá verður hann að segja af sér. Ef nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að Waldheim hafi þekkt til en sé ekki persónulega sam- ábyrgur þá er það jákvætt fyrir Waldheim. Nefndin vann aðallega út frá því sem Waldheim gerði í síðari heimsstyrjöldinni en ekki hvað hann gerði eftir heimsstyjöldina og ekki um afstöðu hans er hann greip til lyga varðandi gjörðir sínar og vitn- eskju um nasista í stríðinu. Því ber honum að segja af sér.“ Skýrsla sagnfræðinganna er ekki hindandi fyrir Waldheim en nú er tahð að lagt verði enn fastar að hon- um um að segja af sér. Austurríkis- menn hafa beðið með að taka afstöðu til sektar Waldheims þar til skýrsla nefndarinnar lægi fyrir. feagðððððSMWIWiil ? ÍSLANDSSTRENGUR í 10 þráða hör, stærð: 16x110 cm. i aida, stærð: 18x127 cm. Verð á pakkningu án járna kr. 2.100,- SKJALDARMERKI í 10 þráða hör. Stærð 35x40 cm. I aida. Stærð 45x50 cm. Verð á pakkningu kr. 1.850,- LUKKUPOKAR Verðmæti kr. 3.000,-. Verð kr. Engir tveir pokar eins. 1.500,- PÓSTSENDUM ^annprbabersUmín €rla Snorrabraut 44, sími 14290

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.