Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1988, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1988. Útlönd Hinn nýkjörni forseti Steinuim Böö varsdóttir, DV, Washington: George Herbert Walker Bush, næsti forseti Bandaríkjanna, er 64 ára gamall. Hann er af auðugum ættum og borinn og barnfæddur á austurströnd Bandaríkjanna. Faö- ir hans, Prescott Bush, var þekktur öldungadeildarþingmaður á sínum tíma og móðir hans, Dorothy, er einna þekktust fyrir afrek sín á sviði íþrótta. Bush stundaði framhaldsnám við Phillips Academy í Massachusetts- fylki og háskólanám í hagfræði við Yale háskólann. Hann þótti miðl- ungsnámsmaður en skaraði aftur á móti fram úr í ýmsum greinum íþrótta, sérstaklega knattspyrnu. Hann gegndi herþjónustu í síðari heimsstyrjöldinni sem flugmaður í sjóhernum. Honum var veitt viður- kenning fyrir frækna frammistööu og brautskráðist árið 1945 með sæmd. Að loknu námi árið 1948 flutti Bush ásamt eiginkonu sinni, Bar- böru, til Texasfylkis. Þar starfaöi hann við olíuiðnaöinn til ársins 1960 og stofnaði meðal annars oliu- hreinsunarstöð ásamt nokkrum öðrum kaupsýslumönnum. Tapaði fyrir Bentsen Hugur Bush stefndi að þátttöku í stjórnmálum. í byrjun sjöunda áratugarins reyndi hann árangurs- laust að ná fótfestu í stjómmálalíf- inu í Texas en demókratar höfðu þá sterk ítök í fylkinu. Það var ekki fyrr en árið 1968 að úr rættist þegar hann náði kjöri til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Tveimur árum síðar bauð hann sig fram til öld- ungadeildarinnar gegn Lloyd Bentsen, varaforsetaefni demó- krata í nýafstöönum kosningum, en beiö lægri hlut. Það var fyrir tilstuðlan Richards Nixon, fyrrum forseta, sem Bush komst til metorða. Hann reyndist öflugur stuðningsmaður Nixons frá þeim tíma er sá síðarnefndi gegndi embætti varaforseta á sjötta áratugnum þar til hann hrökkl- aðist úr embætti forseta í kjölfar Watergatehneykslisins árið 1974. Árið 1971 skipaði Nixon, þáver- andi forseti, Bush sendiherra Bandaríkjanna við Sameihuðu þjóðimar. Bush starfaði ötullega að endurkjöri Nixons árið 1972 og segja kunnugir að hann hafi vónast í skiptum fyrir lausn vestrænna gísla í Líbanon er óljós en hann hefur legiö undir ámæli vegna þessa. Bush tekur viö af forseta sem hefur styrkt stöðu efnahags- lífsins en einnig aukið meira við skuldir þjóðarinnar en allir fyrri forsetar samanlagt. Bush er kvæntur.Barböru Bush og eiga þau fimm börn. Dan Quayle, næsti varaforseti Bandaríkjanna. Símamynd Reuter Ouayle varaforseti Við embætti Bush sem varafor- seta tekur hinn 41 árs gamli Dan Quayle. Hann er lögfræðingur að mennt og hefur átt sæti á þingi í 14 ár. Quayle hefur verið öldimga- deildarþingmaður Indianafylkis síðan árið 1980 en átti sæti í full- trúadeildinni frá 1976 til 1980. Quayle hefur reynslu á sviði varnarmála og átti meðal annars sæti í varnarmálanefnd öldunga- deildarinnar. Hann átti og sæti í kjarnorkuvígbúnaðarnefnd deild- arinnar auk annarra nefnda er fjalla um atvinnu- og fjölskyldu- mál. Quayle sætti mikilli gagnrýni íjölmiðla í nýafstöðnum kosning- um vegna meintrar misnotkunar valds íjölskyldu sinnar. Hann var ásakaður um að hafa komið sér undan herþjónustu í Víetnam á síð- ari hluta sjöunda áratugarins með því að ganga til liðs við þjóðvarðlið Indianafylkis. Eiginkona Quayle er Marilyn Quayle og eiga þau flögur böm. George Bush, hinn nýkjörni forseti Bandaríkjanna, veifar til vina og stuðningsmanna i gærkvöldi eftir að Michael Dukakis hafði játað sig sigraðan. Símamynd Reuter eftir umbun í formi ráðherraemb- ættis. Svo fór ekki. Þess í stað tók hann við forsæti ílokksráðs Repú- blikanaflokksins. Hann gegndi því starfi á tímum mikilla umróta í bandarísku stjórnmálalifi, á tímum Watergatehneykslisins og afsagnar Nixons. Yfirmaður CIA Þegar Gerald Ford tók viö emb- ætti forseta eftir afsögn Nixons árið 1974 var Bush skipaður sendifull- trúi Bandaríkjanna í Kína. En dvöl hans í Kína var stutt því að ári síö- ar var hann kallaöur heim á ný. Hann tók við yfirmannsstöðu bandarísku leyniþjónustunnar, CLA, og hélt þvi starfi í á annað ár. Bush hafði með höndum það erfiða verkefni að endurvekja traust al- mennings á leyniþjónustunni sem orðið hafði fyrir miklum álits- hnekki. Nær allir, sem kunnugir eru starfi Bush á þessum tíma, kveða hann hafa leyst það af- bragðsvel af hendi. Árið 1980 stefndi Bush á forseta- embættið. Hann sóttist eftir útnefn- ingu Repúblikanaflokksins til for- setaefnis í kosningunum það ár. Hann varð að lúta í lægra haldi fyrir Ronald Reagan sem síðan bauð honum útnefningu varafor- setaefnis sem hann og þáði. Reagan og Bush unnu yfirgnæfandi sigur í forsetakosningunum árið 1980 og aftur árið 1984. Stuðningsmaður Reagans Bush hefur reynst ötull stuðn- ingsmaður Reagans þau átta ár sem hann hefur gegnt embætti varaforseta. Hann hefur öðlast mikla reynslu í utanríkis- og varn- armálum á starfstíma sínum en einnig verið gagnrýndur fyrir at- hafnaleysi. Reaganstjómin hefur mátt þola mikinn mótbyr og gagnrýni vegna íran/kontra-hneykslisins, spilling- ar í ríkisstjórninni, samskipta við ákærðan fíkniefnasmyglara, Nori- ega í Panama, og ýmissa annarra mála síðastliðin misseri. Aðild Bush að meintum vopnasölusamn- ingum Bandaríkjastjórnar við íran Barbara Bush Barbara Bush, sem verður forsetafrú Bandaríkjanna þann 20. janúar næstkomandi, er vingjamleg, jarð- bundin kona sem segist hafa meiri áhuga á að reka heimili sitt með sæmd en að hjálpa manni sínum að reka landið. „Ég skipti mér ekki af því sem hann gerir í sínu starfi og hann skiptir sér ekki af því sem ég geri á heimilinu," segir eiginkona hins nýkjörna Bandaríkjaforseta gjarnan. Vangaveltur um pólitísk áhrif for- setafrúa í Bandaríkjunum hafa verið mjög áberandi á undanfórnum ámm vegna þess að tvær mjög ákveðnar konur hafa verið í þessu hlutverki, Nancy Reagan og Rosalynn Carter. Barbara Bush, sem er fímm bama móðir og á tíu barnaböm, hefur lít- inn áhuga á að fólk sé með slíkar vangaveltur í hennar tilfelli. Barbara segist ekkert ætla að breyta sínum háttum sem eiginkona og móðir. Barbara Bush er sextíu og þriggja ára^ fædd í Rye í New York þann 8. júhTl925. Faðir hennar var Marvin Pierce, útgefandi tímaritsins McCall’s. Hún gekk í hinn fræga Smith Col- lege en hætti á öðru ári sínu í skólan- um til að giftast George Bush þann 6. janúar 1945. Þótt hún hafi ekki háskólapróf hefur hún hlotið heið- ursdoktorsnafnbætur frá fimm há- skólum. Frá því að Barbara Bush giftist George- Bush hefur hún sett upp heimili í sautján borgum en maður hennar hefur oft þurft að flytja starfa sinna vegna. Vinir þeirra hjóna segja að Barbara sé óbilandi dugnaðarforkur sem hafi alls staðar búið þeim hjónum fallegt heimili og eignast nýja vini. Eitt af áhugamálum hennar er bar- áttan gegn ólæsi í Bandaríkjunum og segist hún ætla að halda áfram að berjast gegn ólæsi í Bandaríkjun- um eftir að hún ílyst í Hvíta Húsið. Áhugi hannar á þessu máli vaknaöi þegar í ljós kom að sonur hennar, Neil, var lesblindur. George Bush hefur gjarnan sagt að það besta sem hann hafi gert í lífinu hafi verið að giftast Barböru sem hann kallar Bar. Sérfræðingar í George og Barbara Bush horfðu á kosningasjónvarp ásamt nokkrum barnabarna sinn i Houston í Texas í gærkvöldi. Símamynd Reuter bandarískum stjómmálum virðast vera sammála honum því að þeir hafa margir sagt að klárasta mann- eskjan sem tengdist þessari kosn- ingabaráttu beint, og er þá átt við frambjóðenduma alla og fjölskyldur þeirra, sé einmitt Barbara Bush. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.