Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1992, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRl: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð i lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Uppsagnir á spítulum Heilbrigðiskerfið á íslandi er dýrt ef miðað er við heildarútgjöld ríkisins á Qárlögum. Heilbrigðisráðu- neytið ráðstafar 40% af öllum tekjum ríkissjóðs. Þetta er auðvitað mikið fé og ekki óeðlilegt að litið sé til þessa málaflokks þegar draga þarf saman í ríkisrekstrinum og leita spamaðar hjá hinu opinbera. Þessa sögu þekkjum við reyndar og þeir em margir heilbrigðisráðherramir og ríkisstjómimar sem hafa haft uppi áform og fyrirheit um uppstokkun á sjúkra- húsum og í heilbrigðisþjónustu. Ekki hafa þeir allir haft erindi sem erfiði. Það er hægara sagt en gert að skera niður í heilbrigðismálum og kemur þar hvort tveggja til að þar er heilsa og jafnvel líf að veði og eins hitt að málaflokkurinn er viðkvæmur og flókinn og sjálf undirstaða velferðarinnar í húfi. Núverandi heilbrigðisráðherra hefur gengið vasklega fram 1 niðurskurði. Sérstaklega ber að nefna góðan árangur í lyfsölumálum sem sýnir fram á að keríinu má að ýmsu leyti breyta án þess að hróflað sé við undir- stöðunum. Breytingarnar á lyfsölunni sanna að velferð- arkerfið er ekki heilög kýr og þjónusta almannavaldsins getur iðulega orðið að ofrausn og örlæti umfram það sem skylda eða nauðsyn ber til. Það sama gildir áreiðanlega um rekstur sjúkrahúsa. Þau em dýr á fóðrum og engum blöðum um það að fletta að þar eru margar matarholur fylltar sem ekki er hlutverk hins opinbera eða velferðarinnar í eðlilegum skilningi þess orðs. Það er hins vegar alltof harkalega gengið til verks þegar starfsfólki heillar sjúkrastofnunar er sagt upp störfum á einu bretti og stofnað til óöryggis og óvissu með því að ráðast til atlögu af slíku offorsi. Stjórn Landa- kots telur sig nauðuga til þessara úöldauppsagna eftir að heilbrigðisráðherra hefur sett henni stóhnn fyrir dymar. Menn mega ekki gleyma því að læknar, hjúkrunar- fræðingar og annað starfslið sjúkrahúsa em ekki óvhnr eða blórabögglar í heilbrigðiskerfinu. Þetta fólk ber ekki sök á miklum kostnaði sjúkrahúsa nema að óvem- legu leyti og þá fyrst og fremst í þeim launum, sem það sem starfsmenn fær fyrir vinnu sína. Og eitt er vist að þótt spamaður sé óhjákvæmilegur og mögulegur í heil- brigðisgeiranum þá fæst hann fram með hagræðingu og betra skipulagi en ekki með því að leggja heilar sjúk- rastofnanir niður. Og ekki með því að ráðast að fólkinu sem þar starfar. Laun hjúkrunarfræðinga era ekki til skiptanna og reyndar ekki læknalaunin heldur þegar sjúkrahúsin ein em annars vegar. Það er og ljóst að þeir em í miklum minnihluta í þjóð- félaginu sem vilja hrófla við því fyrirkomulagi í heil- brigðisþjónustunni sem hér ríkir. Við viljum langflest greiða skatta til hins opinbera og fá í staðinn ókeypis þjónustu í heilbrigðismálum. Velferðarkerfið stendur traustum fótum á Islandi og ekki til umræðu að breyta því í meginatriðum. Það þýðir að heilbrigðiskerfið verð- ur áfram dýrt á fóðram og hjá því verður ekkert kom- ist. Máhð snýst ekki um að bylta því heldur að auka hagræðinguna, auka samstarf sjúkrahúsanna og draga úr kostnaði við yfirbyggingu og yfirstjóm. Fjöldauppsagnir og harðneskjiúegar ráðstafanir mæl- ast iha fyrir bæði innan sjúkrastofnana sem utan og em ekki líklegar til að fá starfsfólk 111 hðs við skynsamlegar lagfæringar, sem að öðrum kosti em sjálfsagðar. Þetta skyldi hehbrigðisráðherra hafa í huga. Ehert B. Schram George Bush, forseti Bandarikjanna. - „Sá mannskapur sem Bush hefur sér til aðstoðar í kosningabarátt- unni verður svipaður og siðast," segir Gunnar m.a. í grein sinni. Simamynd Reuter George Bush og óvinir hans Kosningabaráttan í Bandaríkj- unum er nú að komast á fullan skrið og menn eru þegar famir að rifla upp síðustu kosningabaráttu 1988 og gera því skóna að þessi verði háð á svipuðum nótum. Það er illa farið þvi að kosningabarátta þeirra George Bush og Michaels Dukakis var lágkúrulegasta og ódrengilegasta kosningabarátta sem elstu menn muna í Bandaríkj- unum. Hún var háð fyrst og fremst með slagorðum og auglýsingum í sjón- varpi. Málefni voru tæpast rædd af neinu viti og þegar atkvæði voru talin kom í ljós að kosningastjórar Bush voru ófyrirleitnari og áhrifa- meiri í sínu skítkasti og um leið ákveðnari og blygðunarlausari í rangfærslum og útúrsnúningum um Dukakis en nokkur dæmi voru til áður og það borgaði sig. Að hluta til var þetta Dukakis sjálfum aö kenna. Hann var seinn til að svara í sömu mynt og Bush tókst að setja hann í vamarstöðu. Dukakis varði mestum tíma sínum í að bera af sér fráleitar ásakanir kosningastjóra Bush. í öllu þessu skítkasti ber eitt atriði hærra en öll önnur, eitt nafn öllum öðrum fremur er nefnt sem ástæða fyrir sigri Bush og ósigri Dukakis: Willie Horton. Willie Horton Willie Horton, sem var blökku- maður, var dæmdur moröingi og afplánaði margra áratuga fangels- isdóm í Massachusetts, heimaríki Dukakis, þar sem hann var ríkis- stjóri. Samkvæmt reglum, sem Dukakis hafði samþykkt sem ríkis- stjóri, 'áttu sumir fangar rétt á helg- arorlofi úr fangelsinu öðm hverju og Willie Horton fékk eitt sinn slíkt leyfi. í helgarfríinu réðst hann síð- an á hvíta konu, nauðgaði henni og stórslasaði og stakk síðan af en var gripinn á ný. Þetta varð aðalmáliö í seinni hluta kosningabaráttunnar. Duk- akis hafði, að sögn kosningasflóra Bush, gefið Willie Hortön, dæmd- um morðingja, frelsi til að fara út og drýgja glæpi. Þar af leiddi að Dukakis væri ekki treystandi fyrir æðstu völdum Bandaríkjanna. Á þessu var hamrað sí og æ og ekki fór hjá því að sú staðreynd að Hor- ton var blökkumaður æh á duldu kynþáttahatri. Bush notaði þetta mál til að sýna aö hann einn en ekki Dukakis mundi berjast gegn þeirri glæpa- öldu sem sífellt rís hærra í banda- rísku þjóðfélagi. Málefnaleg um- ræða komst hvergi að, glæpur Willie Hortons og slagorð Bush í framhaldi af honum urðu helsta kosningamálið 1988 og margir em þeir fréttaskýrendur sem segja aö þetta mál hafi snúið baráttunni Kjallariim Gunnar Eyþórsson (réttamaður Bush í hag. Hann var langt á eftir í skoðanakönnunum þegar Willie Horton drýgði sinn glæp en með því að staglast á ábyrgð Dukakis á málinu sneri hann almenningsálit- inu sér í hag með ósvífnum sjón- varpsauglýsingum sem að margra áhti höfðuðu til lægstu hvata al- mennings. Noriega og Saddam Nú er spumingin hvort næsta kosningabarátta, sem nær ekki fullum þunga fyrr en demókratar hafa vahð frambjóðanda sinn í júlí, verður háð á svipuðum nótum. Bush hefur áður sýnt að honum lætur vel að velja sér persónulega óvini og upphefla sjálfan sig með því að hamra á illmennsku þeirra. Þannig gerði hann Manuel Nori- ega, forseta Panama, að slíku úr- þvætti að það réttlætti hemaöarí- hlutim Bandaríkjahers að draga hann fyrir dómstól, enda þótt það kostaði á annað þúsund manns lífið í Panama og enda þótt brot hans á bandarískum lögum og lögsaga Bandaríkjasflórnar sé enn ekki sönnuö. Annar óvinur, miklu skæðari, sem Bush gerði að sínum persónu- lega einkaóvini og hugðist nota sér til framdráttar í kosningabarátt- unni í ár, er sjálfur Saddam Hus- sein. En þar kann Bush að hafa skotið yfir markið. Hann hefur lýst yfir að Saddam Hussein sé hvorki meira né minna en verri en sjálfur Hitler. En Saddam Hussein situr enn í góðu yfirlæti í Bagdad og gef- ur Bandaríkjastjóm og Bush þar með langt nef. Með því að gera Saddam persónu- lega að prófsteini á stefnu sína í Persaflóastríöinu hefur Bush i raun skuldbundið sig til að koma honum frá völdum en vandséð er hvernig það má verða. Hvemig getur Bush látið mann, sem er verri en Hitier, halda áfram að sflóma írak? í stuttu máh sagt getur hann það ekki. . Ef Saddam verður áfram við völd í haust verður allur glans farinn af sigrinum mikla í stríðinu um Kúveit og Bush getur lítið notað þann sigur sér til framdráttar. Enda em nú sögusagnir á kreiki um ýmiss konar leynilegar aðgerð- ir til aö kollvarpa Saddam. Hann verður fleinn í holdi Bush ef ekki tekst að hrófla við honum. Jafnvel er hugsanlegt að Bandaríkjamenn reyni að efna til nýrrar Kúrdaupp- reisnar til að fá tilefni til að end- umýja loftárásir sínar á írak í þeim tilgangi að eyðileggja úr lofti þaö einvalalið sem Saddam hefur sér til persónulegrar vemdar. Kosningastjórar Sá mannskapur, sem Bush hefur sér til aðstoðar í kosningabarátt- unni, verður svipaður og síðast, með þeirri undantekningu að Lee Atwater, sá sem skipulagði her- ferðina út af Willie Horton, lést í fyrra. En sá árangur sem þá náðist hlýtur að verða Roger Ailes og öðr- um kosningastjórum hvatning til að róa á sömu mið. Að vísu er enn ekki kominn fram á sjónarsviðið trúverðugur fram- bjóðandi demókrata. Þeir erfiðleik- ar sem Bill Clinton, sá frambjóð- andi sem sigurstranglegastur var talinn, á nú í vegna ásakana um framhjáhald gætu hæglega veriö runnir undan riflum kosninga- sflóra Bush. - Kosningabaráttan er háö á því plani. Kreppan í Bandaríkjunum og versnandi afkoma almennings dregur nú stöðugt úr fylgi Bush. Það á sjálfsagt eftir að aukast aftur en þaö verður þó ekki fyrr en í sumar sem í ljós kemur hvort Bush eignast nýjan óvin, sambærilegan viö Willie Horton, sem tryggir hon- um endurkjör. Gunnar Eyþórsson „Ef Saddam veröur áfram við völd í haust verður allur glans farinn af sigr- inum mikla í stríðinu við Kúveit og Bush getur lítið notað þann sigur sér til framdráttar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.