Þjóðviljinn - 17.09.1947, Blaðsíða 8
Hollenzk viðskiptanefnd nýkomin
hingað til lands
Ætlar að vinna að auknum viðskiptum milli
Hollendinga og íslendinga
Hollenzk verzlunarsendinefnd kom hingað á laugardags-
kvöldið með einni af flugvélum KLM flugvélagsins hollenzka,
beint frá Amsterdam til Reykjavíkur. Erindi nefndarinnar er
að athuga hér möguleika á auknum viðskiptum milli Hollands og
fslands. Eru nefndarmennirnir flestir starfandi kaupsýslumenn,
og er nefndin send hingað að tilhlutun samtaka kaupsýslumanna
og framleiðenda í Hollandi með tilstyrk hollenzku stjómarinnar.
blÓÐVILIINN
Barnaspítalanum heitið ágóða af
bókaútgáfu----------------------
Varð dauðaslys
Hollenzka
viðskiptanefndin
Nefndina skipa: Backer Over-
beek fulltrúi hollenzkra skipa-
félaga, dr. Bakker fulltrúi í
hollenzka sendiráðinu í London,
Hoogerboord framkvœmdastjóri
fóðurverzlunarfyrirtækis í Rott
erdam, Kreek útflutningsstjóri
Philips-viðtækjaverksmiðjanna,
dr. de Meester forstjóri útflytj-
endasambandsins hollenzka, dr.
Rom Colthoff ritari iðnrekenda-
sambandsins í Haag og Sikkes
ritari hollenzka verzlunarráðs-
ins.
Þess má geta, at hr. Hooger-
boord hefur árum saman skipt
mikið við Síldarverksmiðjur rik-
isins og oft komið til íslands.
Er hann umboðsmaður Síldar-
verksmiðjanna og Sölumiðstöðv
ar hraðfrystihúsanna í Rotter-
dam.
Fulltrúar Islands
Af hálfu íslendinga ræða full
trúar eftirtaldra aðilja við hol-
lenzku sendinefndina:
Kjartan Thors fyrir Lands-
samband íslenzkra útvegsmanna
Er hann formaður nefndarinn-
ar. Guðmundur Vilhjálmsson
forstjóri Eimskipafélagsins,
Sveinn Benediktsson fyrir Síld-
arverksmiðjur ríkisins, Frið-
Sósíalistaflokkur
inn boðar iil
stjórnmálafundar
á Akureyri
Sósíalistaflokkurinn boðar til
almenns fundar á Akureyri, ann
að kvöld, fimmtudagskvöld.
Umræðuefni fundarins verð-
ur stjórnmálaviðhorfið og fyr-
irætlanir stjórnarvaldanna.
Ræðumenn verða: Einar 01-
geirsson, Sigfús Sigurhja.rtar-
son og Þóroddur Guðmundsson.
Agætur fundur
á Seyðisfirðc
Sósíalistaflokkurinn boðaði
til almenns fundar á Seyð-
isfirði í fyrrakvöld, um
stjórnmálaviðhorfið í dag og
horfur J'ramundan í lands-
málunum.
Framsögumaður var Ein-
ar Olgeirsson alþingismaður.
Tæpt hundrað manna sótti
fnndinn; undirtektir voru
ágætar.
finnur Ólafsson fyrir Viðskipta-
nefndina, Sveinn Ingvarsson
fyrir Viðtækjaverzlun ríkisins.
Eggert Kristjánsson fyrir Verzl
unarráð, Magnús Z. Sigurðsson
fyrir Sölumiðstöð hraðfrystihús
anna, Helgi Þorsteinsson fyrir
Samband íslenzkra samvinnufé-
laga og Þórhallur Ásgeirsson
fulltrúi í utanríkisráðuneytinu,
sem fylgist með störfum nefnd-
arinnar fyrir hönd ríkisstjórn-
arinnar.
Viðskipti Hollendinga
og Islendinga standa
á gömlum merg
I fari sínu frá Hollandi höfðu
Hollendingarnir fjóra stóra
kassa af blómum frá Aalmeer-
blómaræktarfélaginu. Var einn
þeirra gjöf til rorsetafrúarinn-
ar, en liinir til ýmissa spítala.
Þegar blaðamenn höfðu tal af
hollenzku nefndinni, sagði herra
Overbeek, formaður nefndarinn
ar, m. a. svo frá:
„Viðskipti Islendinga og Hol-
lendinga standa á gömlum
merg. Þau hófust fvrir mörgum
öldum og hafa jafnan verið
góð.
Hollendingar hafa fagnað
hinum öru framförum, sem orð-
ið hafa í iðnaði og tækni hér
á landi. Fyrir ófriðinn höfðu
komizt á mikil viðskipti milli
landanna, báðum til gagns og
ábata.
Nú að stríðinu loknu er oss
það ánægja að komast að raun
um að íslenzk framleiðsla hefur
enn færzt í aukana. Viðskipti
hafa hafizt aftur, þó af nokkru
handahófi sé. En tilgangur okk-
ar, sem erum sendinefnd við-
skipta, iðnaðar og .siglinga,. er
að ræða við áhrifamikla is-
lenzka kaupsýslumenn um það,
j hvernig bezt verði komið á var-
| anlegu viðskiptasambandi á
j þessum örðugu tímum.
Viðskiptanefnd okkar er að-
! allega skipuð fulltrúum einka-
framtaks, fulltrúum þeirra fé-
lagssamtaka í iðnaði og við-
skiptum, sem fremst mega telj-
ast með þjóð vorri. — Hefur
nefndin haft samvinnu við hol-
lenzka viðskiptaráðuneytið og
landbúnaðar-, fiski- og mat-
vælaráðuneytið. Hún nýtur því
Framhald á 7. síðu.
Fyrstu norðurljós
haustsins
í gærkvöldi bar talsvert á
norðurljósum, og mun það vera
í fyrsta sinn, sem þau hafa
sézt á þessu hausti.
„Den lille, brede
og giade mand“
Islenzka ríkisútvarpið skýrði
frá því að ýtarleg viðtöi
hefðu birzt í dönskum blöð-
um við Bjarna Benediktsson,
þegar hann sat þing nor-
rænna utanríkisráðherra í
Kaupmannahöfn. Viðtal
danska blaðsins Politiken við
Bjarna hefur nú borizt hing-
að til landsins og hljóðar
svo í heild:
„Utanríkisráðherra íslands,
Bjarni Benediktsson, kom í
gær frá Reykjavík til Kaup-
mannahafnarflugvallarins í
dálítið mjósleginni Liberator
vél. Hann á að taka þátt í
fundi norrænu utanríkisráð-
herranna í dag, og það er í
fyrsta skipti sem Islanil hef-
ur fulltrúa á þessum fund-
um. Síðar á hann að vera
fulltrúi lands síns á þingi
SÞ.
Þessi litli, feiti og káti mað
ur sagði í gærkvöld \ið frétta
1 ritara Pólitíkurinnar, að Is-
land hafi mikinn áhuga á nor
rænni samvinnu bæði innau
og utan sameinuðu þjóðanna.
Island hefur einnig áhuga á
norrænu tollabandalagi, þótt
! þessi bandalagshugmynd nái
! fyrst og fremst til skandi-
navísku landanna þriggja.“
Sigurður Jónsson
KR 6. í 200 metra
bringusundi
Evrópumeistaramótinu í sundi,
sem háð var í Frakklandi, er
nú lokið.
í úrslitakeppni í 200 m. bringu-
sundi varð Sigurður Jónsson
KR-ingur 6. í röðinni af 17,
þátttakendum. Ekki er enn vit-
að um tíma hans.
Sundmennirnir koma væntan-
lega heim um næstu helgi.
Verður gert nýtt
hifreiðastæði?
Á síðasta bæjarráðsfundi var
lagt fram bréf frá lögreglu-
stjóra, þar sem hann leggur til
að svæðið milli Vesturgötu,
Grófarinnar og Tryggvagötu
verði gert að bifreiðastæði svo
fljótt sem unnt er, en benzín-
afgreiðslustöðvar verði fjar-
lægðar þaðan. Bréfi þessu var
vísað til bæjarverkfræðings og
hafnarstjóra til umsagnar.
Bílslys 0
Kl. 21,15 í gærkvöldi rákust
bifreiðarnar R 2400 og R 2434
saman á vegamótum Baróns-
stígs og Eiríksgötu. Óku þær
báðar á allmiklum hraða og
löskuðust talsvert. Þeir sem í
bílunum voru munu hafa slopp-
ið ómeiddir að mestu. Ekki var
vitað í gærkvöldi hvað árekstr-
inum olli.
Bókaútgáfan Helgafell liefur
ákveðið að gefa framvegis út
fyrir jólin árbók fyrir böm und-
ir nafninu „Jólabókin'1. Verða
5 þús. kr. af brúttóágóða af
sölu bókarinnar afhentar
Hringnum sem stuðningur „til
þess að koma fram þeirri hug-
sjón félagskvenna að reisa hér
reglulegan barnaspítala", eins
og segir um þetta i bréfi bóka-
útgáfunnar til félagsins.
Efni bókarinnar verður ein-
göngu valið úr prentuðum bók-
um og blöðum, jöfnum höndum
bundið og óbundið mál, sem
mest var haft um hönd í æsku
þess fólks, sem nú er 40—60
ára. Mun Sigurjón Jónsson
velja efnið að }>essu sinni ásamt
útgefanda, en myndirnar allar
gerir Halldór Pétursson list-
málari.
Sjö togarar selja
ísíisk fyrir 1,4
millj. kr.
Sjö íslenzkir togarar hafa
selt afla sinn í Bretlandi á tínva-
bilinu 2.—11. þ. m. fyrir sam-
tals 1,4 millj. króna.
Ingólfur Arnarson var sölu-
hæsta skipið, seldi 3151 kit fyr-
ir 9186 sterlingspund. Aðrar
sölur togaranna voru sem hér
segir: Viðey 2876 vættir fyrir
7022 pund, Belgaum 2556 vætt-
ir fyrir 6443 pund, Júní seldi
2900 vættir fyrir 6738 pund,
Júpiter 3118 vættir fvrir 7275
pund, Egill Skallagrímsson 3235
vættir fyrir 8029 pund og Gylfi
2584 kit fyrir 8334 pund.
IsSandsmeistari í
18 km. hlaupi
í gærkvöld fór fram keppni
í 10 km. hlaupi á meistaramóti
Islands í frjálsum íþróttum.
Meistari varð hinn kunni
hlaupari Sigurgeir Ársælsson.
Ármanni. Hljóp hann vegalengd
ina á 35,49,6 min.
Þátttakendur í keppninni voru
þrír.
Bækur yngstu
barnanna.
Bókaútgáfan Björk hefur
byrjað útgáfu bókaflokks er
nefnist „Bækur yngstu barn-
anna“.
Fyrsta bókin nefnist Stubbur
og er eftir Bengt og Grete Janus
Nielsen. Vilbergur * Júlíusson
hefur endursagt lesmálið, en
önnur hver síða er með mynd-
um af Stubb litla og því sem
fyrir hann kemur.
Pétur Eggertsson, annar
þeirra nvanna cr slösuðnst við
Rauðavatn sl. suunudag, and-
aðist í Landsspítalanum í fyrra
kvöld.
Pétur var til heimilis að
Laugavegi 49 og átti móður á
lífi.
Slys á Hainar-
fjarðarvegi
Bifhjólið X—174 fór útaf
veginum rétt ofan við Þórodds
staði kl. 3,10 e. h. í gær. Þrír
nvenn voru á hjólinu, meiddust
þeir allir eitthvað, voru íluttir
í Landsspítelann en síðan leyít
að fara heinv til sín.
Hjólið var á leið suður Hafn
arfjarðarveg er stýrisútbúnað-
ur þess bilaði en við það valt
hjólið út af veginum. Karfa var
fest við hjólið og sat farþegi í
henni og annar sat á grind aft
an við þann er stýrði. Hlaut
bifhjólsstjórinn skurð á fæti en
farþegarnir skrámuðust eitt-
hvað.
Heilsuverndar-
stoðin reist milli
sundhallarinnar
og Egilsgötu
Heilsuverndarstöðvarnefnd
hefur sent bæjarráði tillögur
sínar um staðsetningu heiisu-
verndarstöðvar.
Bæjarráð samþykkti á síð-
asta fundi sínum tillögu nefnd-
arinnar um að stöðin verði reist
á svæðinu milli sundhallarinnar
og Egilsgötu, og fól húsameist-
ara bæjarins að gera uppdrætti
af húsinu í samráði við nefnd-
ina.
Leikur Þérunnar
litlu vakti mikla
hrifningu
Þórunn litla Jóhannsdóttir
hélt fyrstu hljómleika sína hér
í Tripoíi í fyrrakvöld. Aðsókn
var eins mikil og húsrúm frek-
ast leyfði.
Þórunn lék lög eftir Bach,
Beethoven, Mozart, Haydn og
sjálfa sig. Var henni mjög vel
fagnað og varð hún að leika
aukalög. Var hún oft kölluð
fram og bárust henni fjöldi
blómvanda.
Þegar er selt á næstu hljóm-
leika hennar.