Þjóðviljinn - 22.08.1976, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.08.1976, Blaðsíða 3
Sunnudagur 22 ágúst 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Sun Myung Moon ásamt konu sinni Han Hak-ja. Andstæöingar Moons á feröinni. Rikmannlegt liferni Allar tekjurnar renna til kirkjunnar og guðs útvalda Sun Myung Moon, sem lifir i vellyst- ingum praktuglega. Hann á tvo risastóra búgarða með Iburöar- miklum húsakosti i grennd við New York, listisnekkju o.fl. og þarf hvergi að spara. Þetta riki- dæmi ieiðtoga trúarbragða, sem boða fátækt og telja aö peningar annarra séu frá djöflinum komn- ir, virðist þó ekki valda fylgis- mönnum hans neinum áhyggjum. Moon kennir nefnilega að „Messias eigi að vera rikastur allra” og „Messias eigi einn að ráða öllum hlutum. Meðan hann hafi ekki náð þvi marki geti hvorki guð né Messias verið ham- ingjusamir”. Sumir fylgismenn Moons bæta þvi svo við að það sé ekki nema réttlátt að Messias lifi þægilegu og rikmannlegu lifi fyrst að fyrirrennari hans, Jesús Kristur, varð að þjást svona mik- ið... En áhangendur kirkjunnar lifa hins vegar i hinni mestu fátækt. Sá sem gengur i kirkjuna verður að gefa henni allar eigur sinar, peninga, bila, persónulegar eign- ir og slikt. Siðan lifir hann eins konar klausturlifi ásamt öðrum „Moonistum”: þeir sofa i svefn- pokum i svefnskálum, fá aðeins einfaldasta mat, en vinna allan daginn frá morgni til kvölds, ýmist við framleiðslu eða sölu- mennsku. Þeim er einnig skylt að stunda trúboðsstarfsemi af þvi tagi sem lýst var hér i upphafi. Vitanlega eru „Moonistar” stutt- klipptir og klæddir á einfaldan en borgaralegan hátt. Þeir hafna bæði tóbaki og áfengi og lita á það sem snöru djöfulsins og sama máli gegnir um allt kynlif utan hjónabands. Hins vegar er hjóna- band i þeirra augum svo alvar- legt mál að Messias verður sjálf- ur að sjá um það: Ekkert tóm gest til kynna i svefnskálum „Moonista” og eru hjónaböndin á þann hátt að Moon velur sjálfur brúði og brúðguma eftir ljós- myndum og ákveður þannig hverjir skuli giftast! Ekki er fyllilega ljóst hve margiraf áhangendum Moons lifa þessu lifi, en svo virðist að þetta sér harðasti kjarninn. Allmargir af þeim tveimur miljónum manna, sem sagt er að kirkjan telji, virðast hins vegar einungis vera „fylgismenn”, sem fái að lifa borgaralegu lifi að einhverju leyti. En samt sem áður hefur þetta trúboð vakið gifurlegar ábyggjur foreldra i öllum þeim löndum, þar sem þessi trúar- brögð hafa náð fótfestu, og hafa jafnvel verið stofnuð „samtök foreldra fórnarlamba Moons”. Allir velta svo fyrir sér sömu spurningunni: hvernig stendur á þvi að unglingar, sem virst hafa mjög eðlilegir til þessa og oft stundað nám sitt af mikilli ástundunarsemi, snúast allt i einu til trúarbragða, sem brjóta að öllu leyti i bága við heilbrigða skynsemi? Hvernig stendur á þvi að þeir gjörbreytast allt i einu og vilja ekki þýðast fyrri vini? Tilraunir foreldra til að „ræna” börnum sinum frá „Moonistum” hafa yfirleitt endað meö þvi að börnin sneru aftur til þeirra um leið og þau gátu.... Þeir, sem yfir- gefa kirkjuna, tala hins vegar um „heilaþvott”, og sumir þeirra lifa i stöðugri angist um að einn dag komi Moon sjálfur og sæki þá. Einstaka maður hefur jafnvei haldið þvi fram að eiturlyf séu i spilinu. Einföld skýring Samkvæmt franskri blaðakonu. sem sótti „samkomur” og „nám- skeið” fylgismanna Moons og skýrði frá reynslu sinni i blaðinu „Le Nouvel Observanteur”, er málið þó einfaldara. „Veiðitækni' „Moonista" er fólgin i nokkrum einföldum brögðum, og fyrsta at- riðið er það að velja á réttan hátt fórnarlömbin, þá sem eru ávarp- aðir á götum eða kaffihúsum: „Moonistarnir” leita einkum að miðstéttarunglingum, sem hafa lifað rólegu lifi, en vita skelfing litið um heiminn, eru einmana og farnir að velta fyrir sér ýmsum áleitnum spurningum um lifið og tilveruna, sem foreldrarnir og umhverfið — og sist opinber og stirðnuð kirkja geta gefið nein svör við. Næsta skrefið er að sýna þessum unglingum mikinn og hlýjan félagsanda, með söngvum og uppspenntu „bræðralagi”: á samkomunum er enginn látinn vera einn, allir eru ávarpaðir og Framhald á 18. siðu. Ungt fólk á aldrinum milli sextán ára og þritugs, sem ferð- ast um stórborgir vesturlanda beggja megin Atlansála, getur alltaf átt von á þvi að mæta úti á götum eða á kaffihúsum ungum og snyrtilegum mönnum, sem segja „Væri yður það á móti skapi að rabba saman smástund um guð?” Sá, sem svarar þessari spurn- ingu játandi, má búast við þvi að honum verði þá boðið á samkomu einhvers staðar uppi I sveit, þar sem talað verði um guð i meira næði — enda bíður þar i grennd- inni áætlunarbill, sem er alveg tilbúinn að aka öllum þeim, sem láta ánetjast, beint á „samkom- una”. A „samkomunni” skiptast svo á ýmsir glaðværir söngvar i stil Hjálpræðishersins og ræður, þar sem óljóst er talað um nauðsyn þess að hverfa frá „syndinni” sem nú heltaki heiminn og valdi þvi að mennirnir séu hver öðrum framandi og ókunnugir, og snúa aftur til guðs, þar sem menn finni kærleik og bræðralag. Ekkert nafn er þó nefnt, sem gæti sýnt mönnum hverjir það séu sem standi á bak við þessar „sam- komur”, en hins vegar er mikil áhersla lögð á það, að ekki sé unnt að segja nema litið á einni kvöld- stund, og þess vegna eigi menn að fara á tveggja eða þriggja daga „námskeið”, sem haldin séu á fallegum stað uppi i sveit — enda sé allt reiðubúið: flutningúr, matur, gisting... Það er mikil hætta á þvi, að sá sem einu sinni lætur ánetjast til þess að sækja eitt tveggja eða þriggja daga „námskeið” af þessu tagi verði enn eitt af hinum ótalmörgu fórnarlömbum þess- ara nýju trúarbragða — „Moonis- mans” eins og þau eru kölluð á ensku. Hann yfirgefur fjölskyldu sina, kærustu, vini og skólabræð- ur, og kallar þá alla „handbendi Satans”, hættir námi en tekur þess i stað upp lif, sem aðrir myndu kalia argasta þrældóm. Þeir sem áður hafa umgengist hann þekkja hann ekki fyrir sama mann — ef þeim tekst þá að ná tali af honum — og sjá ekki aðra skýringu en þá að hann hafi verið „heilaþveginn”. Hvað hefur eiginlega gerst? Vitrun frá drottni Áhangendur þessara nýju trú- arbragða, „Moonistarnir” eru ekki nefndir svo eftir neinni „tunglsýki”, þótt slik fyrirbæri séu reyndar oft nefnd i þessu sambandi, heldur heita þeir i höfuðið á sinum Messias, kóreu- manninum Sun Myung Moon (einsog nafniðerstafað á ensku). Moon var aðeins sextán ára gamall, þegar drottinn vitraðist honum og gaf honum „lykilinn að endurreisn hins himneska rikis á jörðu”. Þetta gerðist árið 1936, en þessi nýi guðs útvaldi birti þó ekki alheimi köllun sina þegar i stað, heldur hugleiddi hana i átján ár. Þá varð honum það smám saman ljóst hvilikt hlutverk var honum lagt á herðar. Guð hefur nefnilega þann sið, að áliti Moons, að biða i nokkru þúsund ár áður en hann sendir heiminum nýjan Messias, — en hingað til hefur þeim þó öll- um mistekist. Adam var fyrstur i röðinni, en honum fórst það þó skelfilega óhönduglega fyrst hann lét Evu ginna sig til samræðis. Þetta var griðarleg synd, þvi aö Eva var þá nefnilega aðeins fimmtán ára gömul, en samkvæmt skoðun Moons, eru kynmök ekki leyfileg fyrr en menn hafa náð 21 árs aldri! Næsti spámaðurinn var Kristur, en gyðingar komu þá i veg fyrir að hann gæti stofnað guðsríki á jörð með þvi að kross- festa hann áður. Eftir það gat djöfullinn leikið lausum hala. Atján öldum siðar tók djöfullinn sér bóifestu i enn einum gyðingi, Karli Marx, og kom sinum svik- lega boðskap á framfæri með munni hans og penna, og nú spilar sá gamli enn i fylgismönnum hans, kommúnistum. En þrátt fyrir þetta er hjálp i vændum, þvi að árið 1954 lét Sun Myung Moon loks verða af þvi að opinbera köllun sina og stofna „Sameiningarkirkju” sina, og á þeim 22 árum sem siðan eru liðin hefur henni vegnað það vel að nú telur hún að sögn tvær miljónir fylgismanna viða um heim. Kirkjan er útbreidd um fjölmörg lönd: hún á vitanlega talsvert fylgi i heimalandi Moons, Suður- Kóreu, og i nágrannalöndunum i Suðaustur-Asiu. I Bandarikjun- um eru að sögn 30.000 „Moonist- ar” og einnig hefur kirkjan mikil umsvif i Englandi, Vestur-Þýska- landi og Frakklandi. Andkommúnísmi Þótt Moon sjálfur og eiginkona hans Han Hak-ja búi i Bandarikj- unum hefur kirkjan sinn grund- vöil i Suður-Kóreu, bæði hug- myndalega og fjárhagslega. Stjórn Parks, einvalds landsins, styður hana af ráðum og dáð, og er það kannski ekki furða þvi að svo virðist sem andkommúnismi af einfeldningslegasta tagi sé fyrsta og mikilvægasta atriði trú- arjátningar „Moonista” og sér- hverjum fylgismanni kirkjunnar sé skylt að lita á sig sem e.k. krossriddara i baráttunni gegn heimskommúnismanum. Oftlitur út fyrir að þessi „krossferð” eigi einmitt að hefjast i Kóreu og eigi „Moonistar” þannig að verða hermenn i baráttunni fyrir sam- einingu landsins undir járnhæl Parks. Fyrir utan andkommúnismann og þennan asiska krossfararanda hefur kirkja Moons ekki mikið upp á að bjóða annaf en hræri- graut úr austrænum og vestræn- um trúarbrögðum, stjörnuspeki og dulspeki af öllu tagi, og svo vitanlega þau vigorð, sem best falla i kramið i Kaliforníu og annars staðar á vesturlöndum, þar sem unglingar eru i ráðvilltri leit að einhverju lifakkeri. En þessi „hugmyndafræði” ef hægt er að kalla þetta svo, er að- eins önnur hlið málsins, en hin hliðin er hins vegar ekki eins Frá samkomu Moonista. þokukennd og það er efnahags- veldi kirkjunnar. Moon ræður nefnilega yfir gifurlegum at- vinnurekstri i Suður-Kóreu og verslar með vörur sinar um öll vesturlönd. Meðal þeirra fyrir- tækja sem Moon á má fyrst nefna vopnaverksmiðjur, þótt fram- leiðsla þeirra sé aðallega fyrir heimamarkað og eigi kannski að stuðla að „krossferðinni” i Kóreu, en einnig ræður hann yfir framleiðslu á ginseng og öðrum austurlandavörum, sem hann kemur á markaðinn i Vesturlönd- um. Það eru „Moonistar” sjálfir sem sjá um verslunina, og gera þeir það að miklu leyti með götu- sölu. Nýr Messías frá S-Kóreu?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.