Þjóðviljinn - 13.08.1977, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 13.08.1977, Blaðsíða 16
DJOÐVIUINN Laugardagur 13. ágúst 1977 ARalsími bjóöviljans er 81333 kl. 9-2ománudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, Utbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. C 81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsinanna undir nafni Pjóöviljans I sima- skrá. Réttur, 2. hefti 1977, kominn út Réttur, 2. hefti þessa ár- gangs, kom út í gær og verður sendur áskrifend- um í næstu viku. Ólafur R. Einarsson skrifar greinina ,,Baráttan fyrir launajöfnun" — yfirlit um kjarabaráttuna í vor. í heftinu er birt Varn- arræða í VL-máli eftir Inga R. Helgason, hrl. Ræðan er dæmigerð fyrir þær fjölmörgu itarlegu og vel unnu ræður sem Ingi hefur flutt í umfangs- mestu meiðyrðaréttar- höldum þessa lands. Framan við varnarræðu Inga er grein eftir Einar Olgeirsson með yfirskrift- inni: ,, Hæstiréttur og rétt- aröryggið. Watergatemál væri óhugsandi á islandi — ráðherrar aldrei kallaðir fyrir." Þá skrifar Einar Olgeirsson ítarlega og fróðlega grein um kosn- ingasigur Kommúnista- flokks íslands fyrir 40 ár- um, 20. júní 1937. Þá er birt greinin Lenin vorið 1917. Fleira efni er í heftinu. Réttarhefti þetta er 80 síður. Afgreiðslan er hjá Þjóðviljanum, Síðumúla 6. Metabók Guinness í fyrsta sinn á íslensku Örnólfur Thorlacius ritstýrir íslensku útgáfunni Keynir Leósson og lloudini eru hliö viö hlift i metaskránni. Mynd: Reynir. í haust mun bókaútgáfan örn og örlygur gefa út í fyrsta sinn i íslenskum búningi hina viðlesnu heimsmetabók Guinness. Heimsmetabókin (sem er i sjálfu sér heimsmet) er gefin út árlega viða um heim. Engin bók, utan biblían og Rauða kverið, hefur verið gefin út i f leiri eintökum, en frá því árið 1945 eru þau orðin yfir 30 miljónir. Upphaflega gáfu framleiðendur Guinness bjórsins fræga Ut heimsmetaskrá sina til þess að Bretar, sem veðja um margvfs- legustu hluti yfir bjórglasi á kránni, hefðu einhvers staöar svart á hvitu, hver færi með rétt mál. 1 heimsmetabókinni er að finna margar fánýtar en þó fróðlegar upplýsingar, svo sem hver hefur haldið eldi lengst i pipu, eða hver hefur spýtt lengst, en einnig er þar að finna raunverulegan fróð- leik, bæði um náttúruleg fyrir- bæri og afrek mannskepnunnar. Útbreiðsla bókarinnar hefur fyrir löngu náð Ut fyrir bjórkrárn- ar ensku, og eru nU gefnar Ut 20 Utgáfur i mismunandi löndum, en islenska gerðin er sniðin eftir hinni ensku, sem er þeirra itar- legust. Ornólf Thorlacius, ritstjóra islensku Utgáfunnar, rak á fjörur okkar Þjóðviljamanna i gær. Hann sagði að mikið af breskum metum væri tekið Ut Ur bókinni, og reynt væri að fylla þau skörð með islenskum metum. Söfnun þeirra er geysilega timafrek, en alls staðar er fróð- leiksfUsum manni vel tekið, enda ekki amalegt að komast i meta- skrá Guinness fyrir bragðið. Ornólfur sagði, að viða erlendis legðu menn á sig ótrUlegustu hluti til þess að sjá nafn sitt á siðum bókarinnar. Svo mikil brögð hafa veriðaf alls kyns uppátækjum, að Utgefendur létu nýlega það boð Ut ganga, að þeir taki t.d. ekki við fleiri metum i þvi að liggja á naglabretti, eða láta bila keyra yfir sig! örnólfur sagðist lengi vel hafa haldið, að fjöldi þýðenda islensku Utgáfunnar væri Islandsmet, en þeir eru ásamt honum sjálfum 14 talsins. En svo komst hann að þvi, aö bókin Undur veraldar,sem Mál og menning gaf Ut á sinum tima, var þýdd af upp undir 20. mönn- um, svo ekki komast þýöendunir á blað i þetta sinn. Aðspurður sagði Ornólfur, að Islenaingar ættu alltaf einhver heimsmet, þótt ekki væru þau öll eins skemmtileg. Isiendingar hafa t.d. lengi verið leiðandi i sykuráti meðal þjóða heims, átu til skamms tima 149 grömm af sykri á dag hver maður, en tsra- elsmenn hafa nU stoliö metinu frá okkur, og éta 160 grömm á dag. Kinverjar eiga heimsmetið i minnsta sykurátinu, 35 grömm á dag. Lengi vel áttum við lika verð- minnstu mynt i heimi. Það var gamli koparfimmeyringurinn, skömmu áður en hann var tekinn Ur umferð. Reynir Leósson er ásamt snillingnum Houdini einn á blaði yfir þá sem hafa brotist Ur hlekkj- um eða eins og hann, Ut Ur ramm- læstu fangelsi að auki. Við eigum lika met i lengd veg- ar á landinu á mann. Ef vegakerfi landsins, öðru en þéttbýlisvegum er skipt upp á milli ibUanna kem- ur 56 metra spotti i hlut hvers, en Reykjavik nær ekki Hong Kong i minnstu lengd vegar á bil: þar eru það 5-6 m, en hér i borginni 8m. Af alvarlegri efnum má tina til að lengi vel var Lóranmastrið á Snæfellsnesi hæsta mannvirki i Evrópu, en nýlega hafa Evrópu- menn endurheimt heimsmetið af Amerikumönnum, með sjón- varpsmastri i Póllandi, 600 m. háu. 1 léit sinni áð heimsmetum Is- lendinga sagðist Ornólfur hafa fundið elsta sálm, sem vitað er hvenær er ortur og af hverjum. Er það sálmurinn ,,Heyr himna smiður” eftir Kolbein Tumason frá 13. öld. A sviði náttUruundra komumst við einnig á blaö. Fyrst er þar að telja stærstu haunbreiðu, sem runniðhefur i einu gosi á söguleg- um tima>þ.e. i Skaftáreldum. Einnig má nefna að Strokkur á Hvitárvöllum mun vera sá hver i heimi sem reglulegast og tiðast gýs. Auðvitað mætti halda lengi áfram að telja upp afrek okkar Islendinga i þessum dUr. Það er þó vænlegra að biða með að gera það þar til bókin kemur Ut, sagði Örnólfur að lokum, en hana hyggjum við gefa Ut á nokkurra ára fresti upp Ur þessu. —AI. Bændur í Fellshreppi á Ströndum: HIRÐA 96% HEYJANNA í VOTHEYSGEYMSLUR — Hér i sýslunni byrjaði sláttur mcft seinna móti f sumar, sagfti Brynjólfur Sæmundsson á Ilólmavik, ráftunautur Búnaftar- sambands Strandamanna,i vifttali vift okkur á föstudaginn var. — Stafafti það bæfti af þvi, aft spretta var mcft seinna móti á ferö og svo beittu menn túnin nokkuft lengi. Heyskapartið hefur lengst af verið góð og ágæt siðustu vikur. Aldrei mikið um Urfelli nema þá i fyrri nótt. SkUrir skipta litlu máli þar sem votheysverkun er stund- uð. Heyskap er náttUrulega mis- jafnlega langt komið hjá einstök- um bændum en ég hygg, að marg- ir muni alhirða i næstu viku. Hér er meiri hluti heyjanna hirtur i votheysgeymslur, sagði Brynjólfur. Og vorheysverkun er alltaf að aukast. Á siöasta sumri mun vothey hafa numið um 63% af heildarheyskapnum hér i sýsl- unni en það verður meira i ár. Nokkuð er þetta mismunandi eftir hreppum. Bændur i Fells- hreppi munu t.d. hirða um 96% heyjanna i votheysgeymslur, sumir aðrir eru með um 90%. Hér þekkist naumast að byggðar séu heygeymslur nema fyrir vothey. Búskaparhættir eru nú smátt s og smátt að breytast hér þannig að nautgripum fækkar en sauðfé fjölgar. —mhg. Hrekjast nemendur utan af landi frá framhaldsskólum í Reykjavík? Hœtt við að togstreita milli rikis og sveitarfélaga komi niður á unglingum við framhaldsnám Borgaryfirvöld i Reykjavik hafa ákveftift einhliöa að taka gjald af sveitarfélagi.vegna unglinga utan af landi sem stunda nám i fram- haldsskólum i Reykjavik. Hefur þessi tilkynning borgaryfirvalda vakiðathygli margra sem nú hyggja á skólavist, og leitaði Þjóðvilj- inn I ,gær skýringa ó þessum máluin hjá Kristjáni Gunnarssyni, fræðslustjóra. Kom fram i viðtalinu að hætta er á þvi að ungiingar sem vilja stunda framhaldsnám verði skotspónn togstreitu milli rikis og svcitarfélaga um kostnaöarskiptingu opinberrar þjónustu. Reykjavikurborg vill eklh- greiða kostnað af skólavist nemenda frá öðrum sveitarfé- lögum i framhaldsdeildum grunnskólans og i Iðnskólanum hér i borginni, sagði Kristján Gunnarsson, fræöslustjóri Reykjavikur,i samtali við Þjóð- viljann i gær. Engin lög eru enn til um starf- rækslu framhaldsskólastigsins i landinu og i deiglunni eru samn- ingar milli rikisins og Sam- bands islenskra sveitarfélaga um verkaskiptingu þessara aö- ila á sviði skólamála og fleiri málaflokka. Engrar úrlausnar er að vænta i þvi máli fyrr en eftir 1-2 ár og þvi urðum við að gripa til þessa ráðs. Við sáum fram á það i Fræsluráði Reykjavikur, að hér yrði starfrækt umfangsmikiö framhaldsskólastig, þar sem hver nemandi kostar borgina i kringum 75 þúsund krónur, auk Iðnskólans, þar sem hver nem- andi kostar yfir 100 þúsund krónur. Forsaga málsins er sú að samkomulag tókst milli borgar- innar og þriggja nálægra byggðarlaga, Kópavogs, Sel- tjarnarness og Mosfellssveitar, um að nemendur þaðan stund- uðu nám i framhaldsdeildum hér i borginni og sveitarfélög þeirra greiddu kostnaðinn við það. t þessum málum verður þó eitt yfir alla að ganga, og þegar umsóknir fóru að berast annars staðar að um skólavist næsta vetur, var ákveðið að skrifa við- komandi sveitarfélögum og gera þeim þessa skilmála ljósa. Viðbrögö hafa verið misjöfn. Þegar i ljós kemur að sveitarfé- lagið þarf að fara að borga vegna skólavistar i borginni, er oft talað við nemendurna, og þeim sýnt fram á sams konar eða sambærilega menntunar- leið i heimahögunum: önnur sveitarfélög hafa tekið þessu eins og sjálfsögðum hlut, en ein- hvers misskilnings virðist gæta hjá öörum, sagði Kristján. Ekki lágu fyrir i gær neinar endanlegar tölur unr umsóknir utanbæjarnemenda um skóia- vist næsta vetur. Þær munu þó skipta tugum, og i Iðnskólanum i Reykjavík eru aðeins um 60% nemenda Reykvikingar. Þvi er ekki fullljóst, hversu háar fjárhæðir það eru sem Reykjavikurborg vill með þessu móti frábiðja sér að greiða, en mestur hluti þessara nemenda kemur frá nágranna- byggðunum þremur, sem samn- ingar hafa þegar verið gerðir við. Ljóst er þó, að þetta þýðir aukinn ójöfnuð milli nemenda. Ekki er vist að smærri sveitar- félög geti jafnt greitt skóla- göngu 5 nemenda og 15, og þá hlýtur að koma að þvi að nem- endurnir verða að greiða gjöldin sjálfir, eða hætta við skól- agöngu ella, sagði Kristján. Menntaskólanám og héraðs- skólanám er eingöngu kostað af rikinu, en verkmenntun, sem ráðamenn hafa viljað hefja til aukins vegs nú upp á siökastið er eins og fram kemur hér að framan greidd að hluta til af viðkomandi sveitarfélögum. 1 Reykjavik er eins og fyrr segir aðalelga um Iðnskólann að ræða, en einnig eru þar fjöl- brautaskólarnir og framhalds- deildir grunnskólans i heilsu- gæslu, viðskiptabraut og upp- eldisfræðum, sem margir nem- endur utan af landi eiga ekki kost á að nema i heimabyggð sinni. —AI.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.