Þjóðviljinn - 25.09.1980, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 25.09.1980, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 25. september 1980. * af erlendum vettvangi Glæpastjóra undír yfírskíní baráttu viö konunúnisma Uppreisn Sandinista varð þjóðarstrið gegn leiguher Somoza. Ættin græddi á öllu, stal m.a. miklu af þvi hjáiparfé sem sent var til landsins eftir jarðskjálftana i höfuðborginni Managua 1972. Anastasio Somoza, fyrrum einræðisherra í Nicaragua, var drepinn á miðvikudaginn var í höfuðborg Paraguay. Deginum áður hafði hann lýst þvi yfir í viðtali við vestur-þýskt vikublað, að: „Ég kem aftur. Nicaragua er mitt land. Nicaragua er mín þjóð." Hann þóttist óhultur i Para- guay, athvarfi gamalla nazista og allskyns illþýðis annars. En bylt- ingarsinnar (að likindum frá Ar- gentinu, segja fréttir) náðu honum samt. Einræðisherrann, sem hafði verið kófdrukkinn vik- um saman ásamt skotgiöðum lif- verði sinum, varö fáum harm- dauði og það var dansað á götum Managua, höfuðborgar Nicara- gua,þegar dauöihans spuröist út. Anastasio Somoza neyddist til að flýja land i júli i fyrra þegar herir Sandinistafylkingarinnar héldu inn i höfuöborg Nicaragua. Þá var lokið borgarastriði sem staðið hafði i tvö ár og kostaö nær fimmtiu þúsundir manna lifið. Vald úr hendi USA Somoza fannst að allir hefðu svikið sig i hendur kommún- istum, og þó formælti hann Bandarikjastjórn mest. Það var kannski von: veldi Somozaættar- innar var made in USA, og kannski ekki nema von, aö skjól- stæðingur þeirra gerði tilkall til trúfest.uvið sig. 1 lok þriðja áratugsins fékk faðir Somoza, sem hét sama nafni, það verkefni að byggja upp Þjóðvarölið, blöndu af her og lögreglu. Það var bandariskt her- námslið sem fól Somoza eldri þetta verkefni, hann átti að tryggja óbreytt pólitiskt ástand i landi sem Bandarikin töldu sér mikilvægt — m.a. vegna stærðar og þeirrar legu i Mið-Ameriku, að hugsanlegt er að leggja um það nýjan skipaskurð, milli Atlants- hafs og Kyrrahafs. Arið 1932 hélt bandariska her- námsliðið úr landi og skildi það i raun eftir i höndum Somoza sem var valdamestur manna i landinu sem yfirmaður Þjóðvarðliðsins. Ari siðar lét hann myröa helsta andstæðing sinn, hinn róttæka og andbandariska Augusto Sandino, þann sem hefur gefið nafn bylt- ingarfylkingunni sem nú ræður landi. 1936 lét hann kjósa sig til forseta og hélt þvi embætti þar til 1956, að hann var myrtur af skáldinu Rigiberto Lopez. Við tók elsti sonur gamla So- moza, Luis, en sá yngsti, Ana- stasio, varð yfirmaður Þjóðvarð- liðsins. Luis var forseti til 1963 þegar einn af vinum fjölskyld- unnar tók viö, hét sá René Schick. Anastasio Somoza yngri notaði timann til að gera Þjóðvarðliðið að öflugasta og stærsta her Mið - Ameriku; að sjáifsögðu voru margir liðsforingjar þess þjálfað- ir i Bandarikjunum, þaðan komu og vopnin flest. Með slikan bak- hjarl var það hægur vandi fyrir pabbadrenginn að láta kjósa sig forseta 1967; og itreka þann skripaleik siðan þegar þurfa þótti. Bandarikin töldu Nicaragua hernaðarlega og pólitiskt mikil- vægt land, en þeir fjárfestu þar ekki i sama mæli og i ýmsum Mið-Amerikurikjum öðrum. Somoza hafði þvi ekki bandarisk stórfyrirtæki að meiriháttar keppinautum þegar hann byggði upp efnahagsleg tök fjölskyldunn- ar á Nicaragua: ættin og skó- sveinar hennar áttu eða höfðu fingur á svo til öllum rekstriiland- inu. lllur fengur Somoza fjölskyldan varð eín- hver sú rikasta i heimi. Auði sin- um safnaði hún með valdniðslu og spillingu, með jaröabraski og eignaupptöku hjá þeim sem taldir voru pólitiskir andstæðingar. A striösárunum notaöi Somoza eldri tækifæriö til að afhenda sjálfum sér einkasölu á bensini, tóbaki, bildekkjum og fleiri vörum. Ættin gat grætt á öllum skrattanum: meðal annars á byltingunni á Kúbu. Bæði vegna þess, að við- skiptabann Bandarikjanna á Kúbu skapaöi betri markað fyrir- fyrirtæki.og svo vegna þess, að ýmsir rikir Kúbumenn flúðu til Somoza og lögðu fé i púkkið hjá honum. Þegar Somoza varð að flýja frá Nicaragua i fyrra átti hann þriöj- ung alls ræktanlegs lands, helstu iðnfyrirtæki, m.a. einu vindla- verksmiðjuna og þrjár helstu vefnaðarverksmiðjurnar, alla sementsframleiðslu landsins og framleiðslu byggingarefna. Siö- astnefndu fyrirtækin gáfu einkar góðan arð eftir að mikill hluti Managua fór I rúst i miklum jarð- skjálftum 1972. Somoza flutti lika inn flesta bila og landbúnaðarvélar, fjölskyldan átti helstu útgerðarfélögin, flug- félagið, hótel, eina sjónvarpsrás, tvær útvarpsstöðvar og dagblaðið Novedades. Salt í grautinn Borgaraleg öfl jafnt sem sósial- istar voru eftir byltinguna sam- mála um að gera eigur Somoza- ættarinnar upptækar og þjóðnýta flestar. Þvi fór samt fjarri að þessi trausti vinur Bandarikja_ manna ætti ekki fyrir salti i grautinn. Hann hafði, eins og svo margir einræðisherrar aðrir, haft fjárfestingarvað fyrir neðan sig: hann er meiriháttarhluthafi i bandariska flugfélaginu Pan Am., i US Steel, i Intercontinental hótelsamsteypunni, hann átti og lönd mikil i Florida, lönd og lóðir i Miami og plantekrur hér og þar um Rómönsku Ameriku. Þegar Anastasio var hjálpað burt úr heimi i fyrri viku var hann einhver rikasti maður Vestur- heims — þótt mönnum beri ekki saman um það hvort persónu- legar eigur hans nemi 500 mill- jónum dollara eða tuttugu mill- jörðum! „Þjóðin elskar • 99 mig Anastasio Somoza mun ekki hafa efast um að hann væri einn af mestu velgerðarmönnum Róm önsku Ameriku og garpur i bar- áttu við kommúnismann. Hann var skýrt dæmi um siðblindu hins algjöra valds; hann gat hrópað klökkur: „þjóðin elskar mig” — um leið og hann sendi þjóðvarö- liða sina út til að myrða konur og börn. Harðstjórn hans var mjög ill- ræmd, og kalla menn þó ekki alllt ömmu sina i Mið-Ameriku. Fjöldamorð og pyntingar voru daglegt brauð, ekki sist i land- búnaðarhéruðum I Nicaragua noröanverðu þar sem Sandino hafði átt mestum stuðningi að fagna þegar hann barðist viö bandariskthernámsliðfrá 1926 og þar til Somoza eldri myrti hann árið 1933. Alþjóðleg mannréttindasamtök telja, að aðeins á árunum 1973— 1978 hafi 2000 manna horfið i Nicaragua eftir að þjóðvarðliðar höfðu handtekið þá eða numið á brott. Chamorro, hægrisinnaður blaðaútgefandi, sem var nokkrum sinnum handtekinn af mönnum Somoza, kann frá þvi aö segja, að Somoza hafi sjálfur einatt verið viðstaddur pyntingar og tekið þátt i þeim sjálfur. Vinstri og hægri Somoza réttlætti ógnarstjórn sina með baráttu gegn kommún- isma. Hann var meðlimur i hinum illræmdu World Anti- Communist League, heimssam- tökum sem hafa staðið að baki mörgum hermdarverkum -1 þeim erað finna áhrifamenn i valdaklik- um Tævans og Suður-Kóreu, hershöfðingja i Argentinu og Chile, sem og vin og kollega So- moza,Stroessner, einræðisherra i Paraguay. Saga Somoza er reyndar þörf á- minning um að menn láti ekki sefjast af mali borgaralegra mál- gagna sem setja einskonar jafnað- armerki mill „hægri- og vinstri- sinnaðra einræðisherra” — með það fyrir augum að draga Castro á Kúbu inn I félagsskap So- mozanna i vitund manna. Castro hefur framið sinar syndir — ekki sist gagnvart þeim sem vilja gera strangar kröfur á hendur þeim sem koma fram i nafni sósial- isma. En það þarf undarlega blindu til að skilja ekki þann reginmun sem er á Kúbu annars- vegar og þeim arfi sem menn eins og Somoza skilja eftir sig i lönd- um Rómönsku Ameriku þegar reiði þjóðanna hefur klussað þeim til andskotans. Ósigur og flótti Andstaðan gegn Somozaættinni dó aldrei út. En hún blossaði upp af miklum krafti eftir jarðskjálft- ana miklu 1972. Þá settist Somoza á allt erlent hjálparstarf; fé, matvæli, lyf og fleira, sem til landsins bárust.Allt fór um hans hendur - og ættin makaði krókinn heldur betur. Til dæmis varð Nicaragua útflytjandi lyfja eftir jarðskjálftana — enda þótt enginn lyfjaiðnaður væri i landinu! í desember 1974 varð Somoza- veldið fyrir alvarlegum skakka- föllum, þegar Sandinistar tóku ráðherra og ættingja Somoza i gislingu i bandariska sendiráðinu og fengu 18 pólitiska fanga látna lausa. Meðal þeirra var Tomas Borge, einn af foringjum Sandin- istafylkingarinnar og nú innan- rikisráðherra. Eftir þetta óx Sandinistum fisk- ur um hrygg, jafnt og þétt þrátt fyrir stórauknar kúgunaraðgerð- ir yfirvaldsins. Samstaðan gegn Somoza varð æ viðtækari, ekki sist eftir að fyrrnefndur hægri- sinnaður en óháður blaðaútgef- andi, Pedro Joaquin Chamorro, var drepinn af mönnum Somoza. Borgarastriðið gegn Somoza var ekki stéttastrið, heldur þjóðar- strið gegn leiguher Somoza — og þvi lauk i fyrrasumar, sem fyrr segir. w Urelt tegund einrœðis? Somoza er einn af siðustu móhi- könum i þvi liði „forseta lýð- veldisins” sem Asturias hefur lýst með ógleymanlegum hætti i samnefndri skáldsögu. Það þýðir ekki að alræðisstjórnir séu úr sögunni i Rómönsku Ameriku, — heldur það, að likúr minnka ört á þvi, að einum „sterkum” manni takist að ná jafn þrælslegum tök- um á þjóð sinni og Somoza. Nú um stundir eru það frekar vel þjálfaðir atvinnumenn úr hern- um, sem taka völdin og deila þeim með sér. Þeir munu ganga fram með grimmd og hörku, en þeir munu ekki leggja i eins ævin- týralega spillta geðþóttastjórn og Somoza og hans nótar. Reynslan sýnir og, að bandarisk stjórnvöld, sem aldrei eru langt undan þar sem uppgjör fer fram i Rómönsku Ameriku, vilja heldur veðja á slika herforingja- hópa en hina „sterku” menn. Draumar Somoza um endur- komu til Nicaragua voru órar ein- ir. Sandinistar og bandamenn þeirra eiga i erfiðleikum eftir mikla borgarastyrjöld, en enginn efast um að þeir njóti stuðnings yfirgnæfandi meirihluta þjóðar- innar. Hinu skulu menn samt ekki gleyma, að i Honduras situr sonur einræðisherrans sem var, Ana- stasioþriðji, með vinum sinum og blður færis á að hefna sin á þeirri þjóð sem svo lengi mátti þola glæpastjórn eins af „okkar tikar- sonum”,eins og þeir segja i Washington —. AB tók saman. Somoza — „sterkir” menn af hans tagieru aö verða æ óhentugri, einnig við að halda róttækum hreyfingum niðri. Somoza, fyrrum einrœðisherra Nicaragua, var drepinn í Paraguay

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.