Þjóðviljinn - 28.04.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.04.1983, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 28. apríl 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 „Við berum sama kvíðbogann“ Júrí Andropov lýsir hugmyndum sínum um öryggis- og varnarmál í viðtali við v-þýska vikuritið Der Spiegel Júrí Andropov: Viðræður um takmörkun kjarnorkuvígbúnaðar eru ekk- ert pókerspil þar sem hægt er að vinna upp tapið eftirá... Nýverið birti þýska tímaritið Der Spiegel langt viðtal sem ritstjóri þess, Rudolf Aufstein, átti við Júrí Andropov í tilefni væntanlegrar heimsóknar Helmut Kohl, kanslara V-Þýskalands til Moskvu. í viðtalinu skýrir Andropov af- stöðu Sovétríkjanna til öryggis- mála og viðræðna við Bandaríkin um takmörkun vígbúnaðar. Andropov segir allar tillögur Reagan-stjórnarinnar til þessa óaðgengilegar þar sem þær miði að röskun valdajafnvægis og einhliða afvopnun Sovétríkjanna. Tillögur um afvopnun í viðtalinu ítrekar Andropov til- lögur Sovétmanna í afvopnunar- málum, m.a. varðandi meðaldræg- ar eldflaugar í Evrópu. Um þau efni segir hann m.a.: Á núverandi stigi hefur hvor aðili fyrir sig um 1000 burðareld- flaugar fyrir kjarnorkuvopn í Ev- rópu. Þar við bætast nokkur þús- und hefðbundnir kjarnorkuoddar hjá hvorum aðila um sig. Ef gengið væri að þeim tillögum okkar sem lengst ganga myndi ekki standa eftir neitt af slíkum vopnum í Evr- ópu, né heldur vopn er miða mætti á skotmörk í Evrópu, hvorki meðaldræg vopn né skammdræg. Segir Andropov það undarlegt að Vesturveldin hafi látið sem þessar tillögur væru ekki til. Ef litið er á þessa tillögu And- ropovs um algjöra eyðingu kjarn- orkuvopna í Evrópu út frá sjónar- hóli Nato má gera ráð fyrir að það sé ekki hvað síst andstaða Breta og Frakka við að leggja niður eigin kjarnorkuvarnir sem geri þessa til- lögu óaðgengilega, en tillagan felur það nánast í sér. Hitt má svo deila um, hvort bresk og frönsk kjarn- orkuvopn séu til þess fallin að auka öryggi í Evrópu. Kjarnorkuvarnir Breta og Frakka Þá minnir Andropov á þá tillögu sína, að Nato-ríkin og Varsjár- bandalagsríkin fækki kjarnorku- vopnum sínum í Evrópu að tveim þriðju hlutum, eða að því marki að eftir stæðu 162 eldflaugar sitt hvoru megin, en það er sá eldflaugafjöldi sem Bretar og Frakkar ráða yfir í dag. Þá yrði fjöldi flugvéla búnum meðaldrægum kjarnorkuvopnum miðaður við 138 hvorum megin. í þessu sambandi sagði Androp- ov: Undanfarið hafa Bandaríkin og önnur Nato-ríki þráfaldlega talað um óbilgirni Sovétríkjanna. En hvers ætlast þessir aðilar til af okk- ur? Þess er krafist að við semjum eingöngu um eldflaugar, og ein- göngu um þær eldflaugar sem við höfum í Evrópu á móti þeim eld- flaugum sem áætlað er að flytja til Evrópu. Bandaríkin neita einfald- lega að ræða um aðrar tegundir meðaldrægra kjarnorkuvopna. Þau vilja að við látum sem við vit- um ekki af meira en 400 kjarna- oddum Breta og af frönskum eld- flaugum sem beint er að Sovétríkjunum og öðrum sösíalísk- um ríkjum. Bandaríkjamenn halda því fram að þessi vopn séu „fælingarvopn", og því beri ekki að taka þau með í reikninginn. Sé svo, þá hlýtur sú spurning að vakna hvers vegna Bandaríkin vilja neita okkur um „fælivopn" í sama magni og Bretar og Frakkar? Þá er því einnig haldið fram, að kjarnorkuvopn Breta og Frakka sé hluti „sjálfstæðra varna" þeirra og eigi því ekki að teljast með. And- ropov segir að hvorki Bretar né Frakkar leyni því að vopnum þeirra sé beint að Sovétríkjunum og bæði eigi fulla aðild að Nato. Þannig hafi franska stjórnin t.d. lýst sig hlynnta því að bandarískum kjarnorkueldflaugum verði komið fyrir í Evrópu. Andropov telur það fráleitt að breskar og franskar varnir tilheyri ekki varnarkerfi Nato. Og hann spyr: Á hvaða grundvelli og með hvaða rétti eigum við að afvopnast í ljósi þess að breskumog frönskum kjarnork- uvopnum er beint að okkur? So- véska þjóðin á sama rétt á öryggi og þjóðir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands." Nato-herstöövar og flugmóðurskip Þá segir Andropov: „Við erum einnig beðnir um að horfa framhjá þeirri staðreynd, að í tillögum Bandaríkjanna er ekki að finna neitt ákvæði um flugvelli og flug- vélamóðurskip Bandaríkjanna á þessum slóðum. Ekki má heldur minnast á það, að f framvarðarher- stöðvum Bandaríkjanna í Evrópu er að finna útbúnað til uppsetning- ar kjarnorkuvopnakerfa sem geta náð til skotmarka í Sovétríkjunum. Hér er um að ræða mörg hundruð flutninavélar og kjarnaodda." Það sem Andropov er hér að leggja áherslu á er feimnismál innan Atlantshafsbandalagsins, sem undarlega hljótt hefur verið um í þeirri miklu og flóknu um- ræðu sem átt hefur sér stað hér í álfunni um Evrópueldflaugarnar: til þess að hægt sé að semja um takmörkun kjarnorkuvígbúnaðar í Evrópu þurfa Bretar, Frakkar og Bandaríkin að gera með sér inn- byrðis samkomulag um hversu stór hluti kjarnorkuvopnaforðans skuli vera í höndum hvers kjarnorku- veldisins. Jafnframt þarf slíkt sam- komulag að ná til annarra þátta en landeldflauga, og er þá sérstaklega átt við kafbáta sem bera kjarnork- uvopn, en Bandaríkin hafa nú meg- inhluta kjarnorkuvopna sinna um borð í kafbátum. Griðarsáttmáli í viðtalinu leggur Andropov einnig áherslu á tillögu Sovét- manna um „frystingu" á víg- væðingunni á meðan samninga- viðræður eiga sér stað, en Banda- ríkin hafa hafnað slíkum tillögum. Þá ítrekar hann einnig tilboð Var- sjárbandalagsríkjanna um griðar- sáttmála við Átlantshafsbanda- lagið, þar sem bandalögin skuld- bindi sig til að nota ekki valdbei- tingu í samskiptum sínum, heldur byggja á friðsamlegri sambúð. Andropov spyr, hvernig réttlæta megi að slíku tilboði sé hafnað. Andropov segist skilja, að fólk í Evrópu sé áhyggjufullt vegna víg- búnaðarkapphlaupsins, en segir jafnframt að Sovétríkin hafi lagt fram sínar tillögur til úrbóta. „Þér og ég berum sama kvíðbogann fyrir núverandi ástandi. En Bandaríkin vilja setja upp kjarnorkueldflaugar sínar í Vestur-Evrópu og gera ykk- ur, Vestur-Þjóðverja, Belgíu- menn, Hollendinga og ítali að gísl- um sínum. Við erum á móti þessu. Við höfum lagt til ýmsar leiðir til að komast út úr þessu ástandi, til að útrýma hinni gagnkvæmu ógnun eða draga verulega úr spennunni." Varðandi andsvar Sovétríkjanna við hinum bandarísku eldflaugum í Evrópu segir Andropov: Frú Kristín Skúladóttir frá Keld- um, nú búsett í Reykjavík, hefur nýlega afhent Landsbókasafni að gjöf biskupssagnahandrit langalangafa síns, Þorstcins fræði- manns Halldórssonar í Skarfanesi, er hann hóf að skrifa þar á nýárs- dag 1796 og lauk við 28. apríl.1801. Handritið gefur hún í minningu um afa sinn, Guðmund Brynjólfs- son á Keldum, en 12. apríl sl. var öld liðin frá andláti hans. í menginhluta handritsins er fylgt biskupasögum Jóns prófasts Halldórssonar í Hítardal, er lýkur „Viðræður um kjarnorkuvopn eru ekki pókerspil, þar sem hægt er að vinna upp tapið eftir á. Þessar viðræður fjalla urn líf og dauða fyrir fólkið í Sovétríkjunuin og Bandaríkjunum, Varsjárbanda- lagsríkjunum og Nato-löndunum. Við getum ekki tekið léttilega á því að yfir 500 kjarnorkueldflaugum verði komið fyrir rétt við landa- mæri okkar í viðbót við þær eld- flaugar, sem þegar er beint að okk- ur og eru í eigu Breta og Frakka. Gagnráðstafanir okkar verða fylli- lega réttlættar frá öllum sjónar- miðum, þar á meðal frá sjónarmiði hins æðsta siðferðismælikvarða." Afghanistan og Nicaragua með sögu Jóns biskups Vídalíns, en síðan heldur Þorsteinn áfram eftir öðrum heimildum og endar á Hannesi biskupi Finnssyni. Jafnfram er í handritinu Hirðs- tjóraannáll Jóns prófasts Halldórs- sonar. Seinast í handritinu fer kafli, er nefnist Lögmenn á íslandi og Þorsteinn hefur einkum skrifað eftir lögmannatölum þeirra feðga, sr. Jóns Halldórssonar í Hítardal og sr. Vigfúsar sonar hans. Dr. Jóni Þorkelssyni og Hannesi Þorsteinssyni var ekki kunnugt um handrit Þorsteins, er þeir gáfu út réttlæti Andropov hernaðar- íhlutun Sovétríkjanna í Afghanist- an m.a. með því að vitna til af- skipta Bandaríkjanna áf málefnum Nicaragua. Hann segir: „Washing- ton gengur svo langt að taka sér rétt til að dæma um hvaða ríkis- stjórn eigi að sitja að völdum í Nic- aragua. þar sem það varði banda- ríska hagsmuni. En Nicaragua er í rúmlega 1000 km. fjarlægð frá Bandaríkjunum og landamæri okkar og Afghanistan eru nokkuð löng. Sem sagt, á meðan við að- stoðum vini erurn einnig að hugsa um að tryggja öryggishagsmuni okkar." Trúlega hefur samtrygging valdsins sjaldan verið aflijúpuð á jafn opinskáan hátt og í þessum orðum, sem stinga nokkuð í stúf við meginanda viðtalsins. Gagnkvæmt traust Hvað sem öðru líður, þá er sú röksemdafærsla Andropovs, sem fram kemur í viðtalinu, að Sovét- ríkin hafi elt Bandaríkin í tækniþr- óun vígbúnaðarins frá einu þrepinu á annað sannfærandi. Og tillögur Sovétríkjanna um takmörkun víg- búnaðar eru þess eðlis að þeim verður ekki hafnað umyrðalaust. Þvert á móti virðast þær byggðar á meira raunsæi og einlægari friðar- vilja en fram kentur í þeirri ögrun- arstefnu sem Reagan-stjórnin hef- ur haft í frammi með stjórnlausri aukningu vígbúnaðarkapp- hlaupsins, sem nú stefnir á nýtt stig út í himingeimnum. Vonandi verður viðtalið í Spieg- el og fyrirhuguð heimsókn Helmut Kohl til Moskvu til þess að auka á upplýsta umræðu um afvopnun- armálin og efla enn þann boðskap friðarhreyfinganna, að friður verði ekki lengur tryggður með kjarn- orkuvígbúnaði, heldur með því að koma á gagnkvæmu trausti milli þjóða. biskupasögur Jóns Halldórssonar 1903-15, og er afstaða þess til ann- arra handrita sagnanna rann- sóknarefni, er nú bíður úrlausnar. í greinargerð, er fylgdi handrita- gjöfinni, er m.a. vitnað til gamalla ummæla um hinn eljusama skrif- ara. Þar segir, eftir handriti Skúla Guðmundssonar á Keldum: „Þorsteinn Halldórsson var sagður maður stór og þrekinn, fríður sýnum og hinn heitfengasti. Það er með sannindum sagt, að hann hafi setið á skemmuþröskuldi sínum við skrifstörf sín og haft blekbyttuna í barminum, svo að ekki frysi í henni, en var inni í skemmunni, þegar kaldast var og næði og húsrúm vantaði í baðsto- funni og ljós þraut." Landsbókasafn efnir nú til sýn- ingar í anddyri hússins á handritum Þorsteins Halldórssonar, og verður biskupasagnahandritið nýkomna þar á meðal. Það er athyglisvert að í viðtalinu - ólg. i&vMis Úr biskupasagnahandriti Þorsteins Halldórssonar í Skarfanesi. Biskupssagnahandrit til Landsbókasafns: ,Hafði hann blek- byttu í barminum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.