Þjóðviljinn - 22.01.1985, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 22.01.1985, Blaðsíða 11
Suður-Ameríka Umskipti í Brasilíu Stjórnarandstöðuforingi kosinnforseti - Herforingjarnir gerðu þá ríku ríkari ogþá fátœku fátœkari- Hvað verður um skiptingu jarðnæðis? Tveggja áratuga hernaðar- einræði er lokið í Brasilíu. Þann fimmtánda janúar kaus 686 manna kjörmannafundur leiðtoga eða samnefnara stjórnarandstöðunnar, Tan- credo Neves, til embættis for- seta. Stjórnarflokkurinn PDS, sem herforingjarnir og Figu- erredo fráfarandi forseti studdust við, hafði verið að molna í sundur undan mikilli óánægju almennings, sem hefur í vaxandi mæli gerst virk- ur í baráttu gegn stjórnarfari og þróun sem hefur gert hina ríku ríkari og hina fátæku fá- tækari. Tancredo Neves, sem er 74 ára gamall, er talinn til hófsamari borgaralegra stjórnmálamanna og sagður eiga ýmislegt skylt með Alfonsín í Argentínu og Sanguin- etti í Uruguay, svo nefndir séu tveir stjórnmálamenn sem hafa fyrir skömmu tekið við völdum af herstjórum í Suður-Ameríku. Brasilíu á þessum tíma. Einn fjórði alls hagvaxtar í Þriðja heiminum sl. 20 ár átti sér stað í Brasilíu. Stálframleiðslan í landinu sexfaldaðist og sement- framleiðslan fjórfaldaðist. Bfla- framleiðslan er bráðum meiri en á Bretlandi. Veganetið er fimm sinnum lengra en það var. En þessi þróun hefur verið greidd dýru verði. Lýsingin „tvær þjóðir búa í einu landi“ á kannski hvergi betur við en í Brasilíu. Sumir tala um tvö lönd reyndar - eins konar „Belgíu“ þar sem búa þær 20-30 miljónir sem best eru settar. Elins vegar „Indland" þar sem búa um 100 miljónir fátæk- linga. „Belgarnir" búa við svipuð kjör og mið- og yfirstéttir Evrópu eða betri. En „Indverjana“ skortir allt - mat, föt, húsnæði, mannréttindi. Þessi mikla fátækt í landi, sem á sér öflungan iðnað og mikið af Matar leitað á öskuhaugum - tíu miljónir barna dóu úr hungri segja biskuparnir. Á undanhaldi Á hinn bóginn ber að hafa í huga að stjórn Brasilíu hefur ekki sýnt andstæðingum jafn opinskáa grimmd og einatt hefur tíðkast undir „górillustjórnum" álfunn- ar. Allt frá 1975 hefur verið slak- að töluvert á og pólitískt frelsi hefur aukist smám saman - þótt enn eigi einræðið mörg spor bæði í löggjöf og í hegðun yfirvalda. Hinn nýi forseti ætlar að kalla saman stjórnlagaþing 1986 og láta þá ganga frá stjórnarskrá sem á að tryggja lýðræði og þá það, að herinn geti ekki á nýjan leik hrifsað til sín pólitísk völd. En þar með væri ekki stórsigur unninn. Hætt er við að lýðræði allt verði mjög í skötulíki meðan gífurlegt djúp er staðfest milli ríkra og fátækra í landinu. Það hyldýpi er áþreifanlegasta niður- staðan af tveggja áratuga her- stjórn. Tvær þjóðir Hagskýrslur munu að sönnu * sýna, að framfarir hafi orðið í frjósamasta ræktunarlandi sem til er, er ekki síst afleiðing af þró- unarstefnu herforingjarstjórnar- innar. Herforingjarnirstefndu að því vitandi vits, að safna auðæf- um á sem fæstar hendur og átti þetta að leiða til þess, að Qár- sterkir erlendir aðilar færu að líta á Brasilíu sem mikið gósenland til stórra fjárfestinga. Undanfarna tvo áratugi hafa hinir fátæku fengið að heyra það að „þjóðarkakan verður að stækka áður en eitthvað verður til skiptanna“. Þeir áttu að bíða ró- legir eftir því að þróunin berði einn góðan veðurdag að dyrum bragga þeirra og hreysa. Þessum skilningi var fylgt eftir af þeirri hörku, að nú er talið að tveir þriðju Brasilíumanna séu beinlínis vannærðir. Miklir þurrkar lögðust á eitt með sér- gæsku hinna ríku og bitnaði það samspil ekki síst á hinum ör- snauðu héruðum í norðausturh- luta landsins. Biskupum landsins telst svo til, að þar hafi tíu miljón- ir barna dáið úr hungri undanfar- in sjö ár. Vandi á höndum Á árinu sem leið komu fram ýmis merki þess, að þolinmæði almennings væri á þrotum. Þetta kom bæði fram í síendurteknum hunguruppþotum, þegar fólkið réðist á verslanir til að taka sér þau matvæli sem það átti ekki fýrir. Sem og í pólitískri baráttu fýrir því að forsetinn yrði kosinn þjóðaratkvæðagreiðslu. Af því varð ekki - en hins vegar hefur hinn pólitíski órói nægt til þess að kjörmannasamkundan, sem var reyndar tilbúningur herforingj- anna, studdi að lokum Tancredo Neves, sem fyrr sagði. Það er mikill fögnuðúr í Brasil- íu yfir þessum málalokum. En hitt er víst, að Neves bíður allt annað en auðvelt verkefni. Skuldirnar við útlönd eru gífur- legar, efnahagslífið er lamað af heimskulegum stórfjárfestingum og gífurlegri spillingu valdamik- illa manna. Verðbólgan er mikil - en gæti fyrst í stað orðið enn meiri. Menn hugsa þá til þess sem gerðist í Argentínu: eftir að lýð- ræðislega kosin stjórn tók þar við árið 1983 fór verðbólgan sem hafði verið um 400 prósent á ári upp í 1000 prósent eftir að stjórn- in reyndi að bæta kjör þeirra verst settu með varfærnum launa- hækkunu. Tancredo Neves hyggst nú koma af stað matvæla- aðstoð til hinna fátækustu, eins konar neyðarhjálp. Ókeypis matur kemur sér vitanlega vel fyrir þá sem líða skort, en það er um leið ljóst að slík hjálp er að- eins bráðabirgðalausn. Spurt verður fyrst og fremst að því, hvort það takist að skapa at- vinnu handa þeim mörgu miljón- um sem litla eða engu vinnu hafa. Hver á landið? Þá veltur á miklu hvernig fer um fyrirheit um réttlátari skipt- ingu jarðnæðis. Herinn steypti Joao Goulart forseta úr sessi árið 1964 einmitt vegna þess, að hann gerði sig líklegan til að hreyfa við eigendum stórjarða. Síðan þá eru umbætur á þessu sviði orðnar margfalt brýnni. Það er ekki síst misskipting þess auðs, sem rækt- anlegt land er, sem veldur gífur- legri eymd í sveitum og flótta miljóna til fátækrahverfa stór- borganna. Það er út af nytjalandi sem árlega kemur til átaka og blóðugra bardaga víða um land. Og það er einmitt í stuðningi við landleysingja sem frelsunarguð- fræðingar svonefndir innan bras- ilísku kirkjunnar hafa látið mikið að sér kveða. Og það eru voldugir aðilar sem eru andsnúnir breytingum á þeirri skipan eignarhalds á landi sem nú ríkir. Átökin við þá hagsmuni muni kannski skera úr um það, hvort lýðræði í Brasilíu mun breyta nokkru sem máli skiptir í lífi þess mikla meirihluta landsmanna, sem til þessa hafa verið fórnarlömb efnahagsund- ursins brasilíska, undursins sem brást. -ÁB Einræðisherrum fer fækkandi Fyrir fáum árum var næstum því öll Suður-Ameríka undir valdi herforingja. Það var helst að Venezúela og Kólumbía gætu státað sig af einskonar lýðræðisfyrirkomulagi (reyndar mjög gölluðu). Það var engu líkara en að hers- höfðingjar álfunnar væru í meiriháttar samsæri í byrjun síðasta áratugs um að reka stjórnmálamenn úr opinberu lífi. Einhvers staðar á bak við þessa þróun fóru röksemdir á þá leið, að herinn gæti þó að minnsta kosti haldið uppi nauðsynlegum aga og væri ekki eins ónýtur og spilltir pól- itíkusar. En á síðustu misserum hefur hershöfðingjunum verið sópað aftur til hliðar. Enda hefur það komið rækilega í ljós að þeir voru í flestum greinum óhæfir stjórn- endur, ævintýraleg spilling blómgaðist sem aldrei fyrr, skuldasúpan flóði yfir alla bakka, kjör alþýðu versnuðu meðan yfir- stéttir dönsuðu sinn hrunadans. * Árið 1980 höfðu hershöfðingjar í Perú komið landinu á barm gjaldþrots - þá fengu þeir völdin aftur í hendur Belaúnde Terry, sem þeir höfðu steypt úr forseta- stóli tólf árum áður. * Andófsbarátta námsmanna og bænda í Bólivíu steypti árið 1982 herforingjastjórninni í Bólivíu, sem illræmd mjög var orðin á al- þjóðavettvangi fyrir aðild að meiri háttar kókaínsmygli. * Ósigur í Falklandseyjastríðinu, sem átti að hressa upp á orðstír hinnar harðsvíruðu herforingja- stjórnar Argentínu, varð þeirri blóðstjórn að falli. Raúl Alfonsin var kosinn forseti landsins 1983 og sumir hinna fyrri valdhafa hafa lent f fangelsi. * Herforingjar Uruguay, sem notuðu baráttuna gegn róttækum borgarskæruliðum snemma á sl. áratug til að hrifsa til sín völdin, hafa nú gefist upp og afhenda nú kjörnum fulltrúum sitt gjaldþrota ríki. Eftir eru þá í álfunni við völd tvö hörkutól: Pinochet í Chile, og óttast reyndar mjög um sig, eins og rakið var hér á dögunum, og Stroessner í Paraguay. Auk þess sem tvö smáríki og fyrrum ný- lendur sullast í einræðispottin- um, Guyana og Surinam. GiJYANA SUHINAME '(X-FBANZ. > A GUAYANA t'Kotorae; GUYÁ^A i SURINAME FRANZ. GUAYANA (Kuiomc) Með dökkum lit eai einræðisríki í Suður-Ameríku árið 1979 og árið 1985. Þríðjudagur 22. janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.