Þjóðviljinn - 04.04.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 04.04.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Sérð þú það sem ég sé? Nú eru til umræðu breytingar í rekstri tónlistarskóla landsins. Þær fara að vísu stundum ansi hljótt og mættu fleiri tónlistar- skólamenn láta heyra í sér því þessar hugmyndir eru engum óviðkomandi. Ég vil því leggja orð í belg og vona að þeir sem hafa áhrif á framtíðarskipan í tónlistarfræðslu á íslandi og lesa þessar línur beri gæfu til að láta trúfastar skoðanir sínar ekki blinda sér sýn þó þeir standi á annars manns sjónarhól. Pegar rætt er um breytingar í rekstri tónlistarskólanna er nauðsynlegt að ræða hlutina í samhengi og gera sér glögga grein fyrir grund- vallarþáttum í fortíð, nútíð og framtíð. Sveitarfélögin reka skólana Tónlistarskólarnir eru reknir af sveitarfélögum þar sem þeir eru starfræktir, en njóta ríkis- styrkja samkvæmt sérstökum lögum, en styrkur hvers árs er ákvarðaður í fjárlögum ríkisins. Tónlistarskólarnir eru ekkert tengdir grunnskólunum eða framhaldsskólunum hvað varðar fjárhagslegan rekstur. Þrenn lög frá Alþingi Fyrstu lög um tónlistarskólana tóku gildi árið 1963 og þar var Kjartan Eggertsson skrifar • og hreyfiskyn fingra og , sjónskyn, ne kveðið á um styrk til þeirra frá ríkinu sem skyldi nema 1/3 af heildarrekstrarkostnaði. Árið 1975 voru sett önnur lög og þar skuldbatt ríkissjóður sig til að greiða 50% launakostnaðar á móti sveitarfélögunum. Árið 1985 voru svo sett lög í þriðja sinn því að segja að engu efnisatriði í þessari grein hefur menntamála- ráðuneytið fullnægt. Um gildi tónlistarskólanna Tónlistarskólarnir hafa með mikilsverð og gagnleg tónlistar- iðkun er fólki, líkt og hve íþrótta- iðkun og starfsemi íþróttafélags og dansskóla er nauðsynleg og næstum óumflýjanleg í nútíma samfélagi. Sumir menn komust að því fyrir nokkrum árum að margir nemendur á grunnskóla- „Verði sú breyting að sveitarfélögin sjái ein um tónlistarskólareksturinn má búast viðþví að margir tónlistarkennarar gefist hreinlega í upp.“ um fjárhagslegan stuðning ríkis- ins við skólana og voru þau mjög lík lögunum frá 1975. Örlítil orð- alagsbreyting var gerð á sumum lagagreinunum, en aðalnýnæmið var grein númer 12 sem hljóðaði þannig: „Menntamálaráðuneytið setur í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara. Skal þar m.a. fjalla um náms- skrár við tónlistarkennslu, kennslumagn og próf og réttindi sem þau veita". Skemmst er frá tilkomu laganna um fjárhags- legan stuðning ríkisins orðið stór þáttur í félagslífi og menningu þjóðarinnar. Þeir eru nú starf- ræktir víðast hvar á landinu. Einn og einn staður finnst þó enn þar sem ekki er tónlistarkennsla, en fullyrða má að allstaðar þar standi til að stofna tónlistarskóla eða hefja tónlistarkennslu í sam- vinnu við nærliggjandi tónlistar- skóla. fslendingar hafa á undan- förnum áratug uppgötvað hversu aldri sem stunduðu nám í tónlist sköruðu fram úr í námi í grunn - skólanum og héldu að fagurfræði- leg áhrif tónlistariðkunar hefðu svo góð áhrif á nemendur. En að sjálfsögðu var aðeins um það að ræða að færni nemenda í tónlist- arskólanum færðist yfir á grunn - skólanámið.Nótnalestur og spila- mennska þjálfar svo mörg skyn- færi nemandans og einnig margar svokallaðar fínhreyfingar. Nám í tónlistarskóla þroskar mjög snerti- handa, sjónskýn, heyrnarskyn, jafnvægisskyn og einbeitingu hugans. Engin tónlist verður leikin án einbeitingar huga og handar. Tónlist er rökræn í eðli sínu og mjög raunveruleg og áþreifandi. Að spila lag eftir nót- um er eins og að lesa skáldsögu eða leikrit og leika það um leið. Öll þessi þjálfun skilar sér í grunnskólanum og framhalds- skólanum, eða í lífinu yfirleitt. Þar fyrir utan má svo telja tónlist- arskólanum til gildis hina mjög svo jákvæðu félagsmótun, en með nokkuð góðum rökum má fullyrða að ekkert sameini fólk - og jafnvel þjóðir - betur, en sam- eiginlegur söngur eða hljóðfæra- leik. Órjúfanlegir menn- ingu þjóðarinnar Tónlistarskólarnir eru orðnir hluti af menningu þjóðarinnar. Vegna stuðnings hins opinbera hafa sveitarfélög séð sér fært að starfrækja þá. Lögin um styrk ríkisins hafa jafnað rétt þegnanna til náms (tónlistarnáms) eða eins og stundum er sagt, - stuðlað að jöfnum rétti til náms. Það að tón- listarskóli sé starfræktur í hverju héraði eða hverjum kaupstað Framhald á bls. 9. Kjartan er skólastjóri Tónlistarskóla Dalasýslu. Pólitísk arfleifð Sankara Úr inngangi bókar með ræðum Thomasar Sankara Forlagið Pathfinder kynnir bókina „Thomas Sankara Spe- aks: The Burkina Faso Revoluti- on 1983-1987“ á opinberum fundi í Sóknarsalnum Skipholti 50a, annað kvöld klukkan 20:00. Þar munu flytja ávörp m.a. Nest- or Bidadanure, ritstjóri afríska tímaritsins Combite sem gefið er út í París. Doug Cooper sem rit- aði inngang að bókinni, Sigþrúð- ur Gunnarsdóttir formaður Suður-Afríkusamtakanna gegn apartheid og Svavar Gestsson menntamálaráðherra. Þýtt verð- ur á íslensku. Að fundi loknum verður almenn bóksala og bóka- kynning ásamt kaffiveitingum. Hér á eftir fer stytt þýðing á inngangi bókarinnar sem er eftir Doug Cooper. Þýðingu annaðist Gylfi Páll Hersir. Hinn 15. október 1987 var Thomas Sankara, hinn 37 ára gamli forseti Vestur-Afríku- ríkisins Burkina Faso, ráðinn af dögum í andbyltingarsinnuðu valdaráni. Tólf aðstoðarmanna Sankara voru einnig myrtir. Bundinn var endir á feril bylt- ingarstjórnarinnar sem komst til valda fjórum árum áður, 4. ágúst 1983. Árið 1970 fór Tomas Sankara, þá 20 ára, frá Efri-Volta eins og landið hét þá, til Madagascar í herskóla. Meðan hann var þar og naut þjálfunar til þess að verða liðsforingi í her Efri-Volta, tóku pólitískar hugmyndir og þróunin í heiminum að hafa áhrif á hann. Hann bjó á Madagascar í maí 1972 þegar tugir þúsunda náms- fólks og verkamanna fóru um götur höfuðborgarinnar og hröktu ríkisstjórn landsins frá völdum. Því næst dvaldi Sankara um tíma í Frakklandi þar sem hann kynntist ýmsum vinstrisinnuðum pólitískum skoðunum. Eftir að Sankara sneri aftur til Efri-Volta varð hann frægur er landamærastríð við Malí braust út í desember 1974. Sankara hlaut lof í blöðum fyrir hetjulega framgöngu í stríðinu, þótt hann gæfi stríðinu síðar einkunnarorð- in „tilgangslaust og óréttlátt". Snemma árs 1983 var Sankara tilnefndur forsætisráðherra í ný- skipaðri herforingjastjórn undir forystu Jean-Baptiste Ouédra- ogo, forseta. Sankara notaði stöðu sína til þess að koma með kraftmiklar andheimsvaldasinn- aðar yfirlýsingar og hvetja alþýðu Efri-Volta til að skipuleggja sig til varnar gegn hagsmunum inn- lends og erlends fjármálavalds. Ágreiningur Sankara og annarra róttækra ungra liðsforingja við heimsvaldasinnuð öfl innan ríkis- stjórnarinnar jókst stöðugt. Hinn 17. maí 1983 viku þessi öfl honum úr embætti forsætisráðherra og létu taka hann fastan. Innan fárra daga þyrptust þús- undir ungs fólks út á göturnar og kröfðust þess að Sankara yrði látinn laus. Sumir stuðnings- manna hans fóru til Po, nærri suðurlandamærunum við Ghana, þar sem þeir hlutu herþjálfun með uppreisnarsveitum undir stjórn Blaise Compaoré herfor- ingja. Hinn 4. ágúst ákváðu þessi öfl að losa ríkisstjórn Ouédraogo úr þeirri hernaðarlega sjálfheldu sem hún var komin í. Tvöhundr- uð og fimmtíu hermenn komu til höfuðborgarinnar, Ouaga- dougou, leystu Sankara úr stofu- fangelsi og steyptu Ouédraogo af stóli með sðstoð annarra and- stæðinga stjórnarinnar. Sankara varð forseti nýskipaðs „Þjóðar- ráðs byltingarinnar“. Þúsundir manna fögnuðu á götum úti morguninn eftir. Aðeins fáir í öllum heiminum tóku eftir því sem gerðist í Efri- Volta 4. ágúst. Þeir sem það gerðu litu jafnvel svo á, að hér væri enn ein herforingjabyltingin á 17 árum í landinu. Thomas Sankara var sem næst óþekktur utan Vestur-Afríku. Þegar pólitísk stefna nýju ríkis- stjórnar Sankara fór að koma í ljós, tóku baráttumenn um allan heim engu að síður að fylgjast með því sem var á ferðinni. Það var ljóst að djúptæk bylting hafði brotist út í einu fátækasta landi heims. Efri-Volta var frönsk nýlenda þar til landið hlaut formlegt sjálf- stæði 1960. Það ber menjar nú- tíma heimsvaldastefnu og alda- gamalla hefða og arðráns. Ung- barnadauði árið 1981 var 208 af hverjum 1.000 fæddum börnum - hæsta hlutfall í heimi. Alls 92% íbúanna, 98% til sveita, voru ólæs. í landinu eru um 60 mis- munandi þjóðerni, ættbálkar og tungumál. Meðalárstekjur voru 7.500 krónur (150$) og einn læknir á hverja 50.000 íbúa. Þegar byltingin var gerð, bjuggu 90% af 7 milljónum íbúa Efri-Volta til sveita og strituðu þar. Auk þess að greiða ríkis- stjórninni nefskatt sem viðgekkst allt frá nýlendutímanum, unnu smábændurnir þegnskylduvinnu fyrir þorpshöfðingjana. Einungis 10% notuðu dráttardýr til að plægja, aðrir notuðu enn frum- stæðari verkfæri við landbúnað- inn. Þurrkar og hungursneyð hafa þjakað landið a.m.k. frá 1970 samfara vexti Sahara-eyði- merkurinnar til suðurs, sem er af- leiðing umsvifa heimsvaldastefn- unnar á sviði landbúnaðar og verslunar. Margar bóndakonur þurftu að ganga 15 kílómetra til og frá næsta brunni eftir vatni handa fjölskyldunni. Margir bjuggu enn við forna kúgun á borð við nauð- ungarhjónaband, verslun með kvonfang og umskurð kvenna. Á hinum fáu frjósömu svæðum nærri ánum misstu margir sjónina á besta aldri vegna árblindu. Sjúkdómnum valda ormar sem breiðast út með svörtum flugum er fjölga sér á straumhröðu vatn- inu. Sjúkdómur þessi heldur þús- undum manna frá ræktanlegu svæði. í Efri-Volta er nútíma verka- lýðsstétt örsmá, um 20.000 manns vinna í verksmiðjum eink- um við minniháttar handiðn og framleiðslu. Nýja byltingarstjórnin undir forystu Sankara stóð frammi fyrir geysilegum vandamálum, en leiðin til þess að leysa þau hafði verið opnuð. „Varnarnefndir byltingarinnar“ virkjuðu íbúana í umfangsmiklum bólusetningar- herferðum, við áveitufram- kvæmdir, landvarnir, byggingu skóla og vegaframkvæmdir, og í lestarherferð á þremur megin tungumálunum. Komið var á fót samtökum æskulýðs, kvenna og eldra fólks. Verð fyrir uppskeru smábænda var hækkað og hafist var handa við skógrækt. Nefskattur var lagður af og þegnskylduvinna fyrir þorpshöfðingjana var bönnuð. Landið var þjóðnýtt til þess að tryggja smábændum að- gang að jarðnæði og afrakstur vinnu sinnar. í fyrsta skipti var frumstæðasta heilsugæsla fyrir milljónir manns aðgengileg og ungbarnaduði snarféll niður í 145 af hverjum 1.000 fæddum börn- um árið 1985. Þá tókst að stemma stigu við árblindu 1987 með áætl- un sem var styrkt af Sameinuðu þjóðunum. Einkenni byltingarinnar í Burkina Faso voru öðruvísi en í mörgum öðrum lýðræðislegum og alheimsvaldasinnuðum bylt- ingum. Ollu því fornar stétta- aðstæður í landinu. Á sama tíma stóð hún andspænis sama grund- vallar viðfangsefninu og bylting- ar gera í dag: Að virkja vinnandi alþýðu pólitískt í eigin þágu. Sankara leitaðist við að hafa for- ystu fyrir því að fjöldinn í Burk- ina Faso tæki frumkvæði að fé- lagslegum og pólitískum breyt- ingum, en yrði ekki viðfangsefni skriffinna og herforingja, sem er lífi og hugarefni alþýðunnar framandi. Við hátíðarhöldin í tilefni fjög- urra ára afmælis byltingarinnar 4. ágúst 1987 sagði Sankara að „fyrir nýja samfélagið þörfnumst við nýs fólks, fólks sem hefur sín eigin einkenni, veit hvað það vill og hvernig á að láta til sín taka, og skilur hvað er nauðsynlegt til þess að ná þeim markmiðum sem það hefur sett sér. Eftir fjögur byltingarár er al- þýða vor kím þessa nýja fólks. Fordæmislaus höfnun alþýðunn- ar á hlutlausri uppgjöf er áþreifanlegt dæmi þess.“ Miljónir ungs fólks í Afríku samsama sig ósættanlegri and- stöðu Sankara við bæði siðferðis- lega og efnislega spillingu, vilja hans til að tala opinskátt og verja hina kúguðustu á áþreifanlegan máta, og sjálfstrausti hans og byltingarsinnaðri bjartsýni. Þúsundir ungs fólks lét þetta í ljós morguninn eftir morðið á Sankara og í marga daga þar á eftir þegar það safnaðist saman við grafirnar þar sem líkum Sank- ara og stuðningsmanna hans hafði verið fleygt í flýti. Margir komu fyrir handskrifuðum mið- um á gröf Sankara þar sem á stóð t.a.m. „Við erum öll Sankara" og „Sankara, myrtur af hugleysingj- um og svikurum.“ Þrlðjudagur 4. apríl 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.