Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 33'V útlönd Bob Dole, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, er orðinn ör- væntingarfullur. Hann reynir af al- efli að benda á ýmsar misgjörðir af hálfu Demókrataflokksins, flokks Bills Clintons forseta. Nú síðast hef- ur hann fullyrt að Demókrataflokk- urinn hafl þegið háar fjárhæðir frá útlendingum en slíkt er ólöglegt samkvæmt bandarískum lögum. Einn þeirra sem látið hafa mikið fé af hendi rakna heitir Yogesh Gand- hi. Amma Yogesh var bróðurdóttir frelsishetjunnar Mahatma Gandhis. Yogesh hafði upphaflega eftirnafnið Khotari. Hann fékk dvalarleyfi í Bandaríkjunum árið 1987 en er enn indverskur ríkisborgari. Allt umstangið snýst um 325 þús- und dala fjárframlag Gandhis til Demókrataflokksins í maí. John Hu- ang, sem sá um að afla fjár meðal Bandaríkjamanna af asískum upp- runa, var milligöngumaður í mál- inu. Komið hefur í ljós að mörg framlög sem Huang sá um að afla voru ólögleg samkvæmt bandarísk- um lögum um fjárframlög til fram- boða. Nú hefur Dole beint kastljós- inu að framlagi Gandhis. Óvíst er hvaðan Gandhi hefur fé sitt. í ágústmánuði sagði hann fyrir rétti að allan auð sinn hefði hann frá fjölskyldu sinni á Indlandi. Sl. þriðjudag sagði hann hins vegar í blaðaviðtali að hann nyti arðs sam- starfsverkefna við fyrirtæki í Ástr- alíu, Austurríki og Bandaríkjunum. í Kalifomíuríki skuldar hann hins vegar tíu þúsund dollara í skatta. Þar hefur hann jafnframt misst öku- skírteinið því hann hefur ekki borg- %ilend bóksjá Yogesh Gandhi, frændi frelsishetjunnar Mahatma Gandhis, lét Demókrataflokknum í té 325 þúsund dollara. Uppnám vegna endur- minninga Bardot Metsölukiljur I ••••••••••••••• Bretland Skáldsögur: 1. Wilbur Smlth: The Seventh Scroll. 2. Nlcholas Evans: The Horse Whlsperer. 3. Nlck Hornby: High Fidelíty. 4. Bernard Cornwell: The Winter Klng. 5. Ellzabeth Jane Howard: Casting Off. 6. Catherlne Cookson: The Obsesslon. 7. Anonymous: Primary Colors. 8. laln Banks: Whit. 9. Patricia D. Cornwell: From Potter’s Fleld. 10. Kate Atklnson: Behlnd the Sceenes at the Museum. Rit almenns eölis: 1. Blll Bryson: Notes from a Small Island. 2. Andy McNab: Immediate Actlon. 3. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 4. Dirk Bogarde: ICIeared for Take-Off. 5. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 6. Grlff Rhys Jones: The Faber Book of Sclence. 7. John Carey: The Lost Continent. 8. Danlel Goleman: Emotlonal Intelligence. 9. Margaret Forster: Hidden Llves. 10. Carl Glles: Glles 50th. Innbundnar skáldsögur: 1. Tom Clancy: Executive Orders. 2. Patricla D. Cornwell: Cause of Death. 3. Meave Blnchy: Evening Class. 4. Dlck Francis: To the Hllt. 5. Colin Dexter: Death Is Now My Neighbour. Innbundin rit almenns eðlis: 1. Francls Gay: The Friendshlp Book. 2. Norma Major: Chequers. 3. Dave Sobel: Longitude. 4. Monty Roberts: The Man Who Llstens to Horses. 5. K. Dalgllsh & H. Wlnter: Dalglsh: My Autoblography. (Byggt á The Sunday Tlmes) Rúmur mánuður er liðinn síðan endurminningar frönsku kyn- bombunnar Birgitte Bardot komu út í Frakklandi og fleiri löndum á meginlandi Evrópu. „Initiales BB“ hafa rokið út síðustu vikurnar, ekki síst í heimalandi kvikmyndadísar- innar fyrrverandi, en jafnframt valdið miklum deilum og nú nýver- ið málaferlum. Það em feðgarnir Jacques Charri- er, sem var eiginmaður Bardot 1959 til 1963, og sonur þeirra Nicolas, sem höfðuðu mál gegn leikkonunni og kröfðust þess að um 80 blaðsíður yrðu felldar út úr þessari bersöglu ævisögu. Þar er meðal annars farið mjög hörðum orðum um Jacques, hann sagður ruddalegur harðstjóri og fyrirlitleg fyllibytta sem lifi á konum. Ummælin sem sonurinn Nicolas, en hann er nú 36 ára og býr í Nor- egi, eru þó enn kuldalegri. Bardot lýsir tilraunum sínum til að fá hon- um eytt sem fóstri og kveðst hafa litið á barnið sem æxli sem nærðist á sér. Þegar hann var kominn í heiminn sagði hún hjúkrunarfólk- inu að sér væri andskotann sama um drenginn; hún vildi aldrei þurfa að sjá hann. Kynlífskennsla Vadims I endurminningum sínum, sem ná fram til ársins 1973 þegar hún hætti að leika í kvikmyndum, fjall- ar Bardot af miklu hispusleysi og bersögli um einkalíf sitt. Hún fædd- ist inn í auðuga fjölskyldu í París og blómstraði snemma; andlit hennar prýddi forsíðu Elle þegar hún var aðeins fjórtán ára. Kvikmyndaleik- stjóri nokkur sá myndina og vildi fá hana í prufutöku. Aðstoðarmaður Birgitte Bardot - bersöglar endur- minningar hennar renna út í Frakk- landi. Umsjón Elías Snæland Jónsson hans var ungur maður af rússnesk- um, Roger Vadim að nafni. Bardot var aðeins fimmtán ára þegar hún hitti hann. Það var ást við fyrstu sýn af hennar hálfu, hún lét Vadim ekki í friði fyrr en hann hafði opn- að fyrir henni heim kynlífsins. Nokkrum árum síðar giftust þau og Vadim lét hana leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni Og Guð skapaði konuna, þar sem Bardot sprangaði um allsnakin og varð heimsfræg. Á næstu árum varð hún þekktasta kyntákn Frakklands, reyndar eina kvikmyndastjarnan sem gat tryggt almenna aðsókn að evrópskum kvikmyndum. Frægð hennar var engu minni en þekkt- ustu Hollywood- stjarna, þótt hún hundsaði hina amerísku mekku kvikmyndaheimsins. Sjálfsmorðstilraunir og fóstureyðingar Bardot var ekki síður fræg fyrir einkalíf sitt en kvikmyndimar sem hún lék í - en þær vora 48 talsins. Hún lýsir því í endurminningun sínum að hún hafi yfirleitt fallið fyrir mótleikurum sínum strax í fyrstu ástarsenu og notið ásta með þeim öllum. Hún hefur ljóslega enga tölu á elskhugum sínum en eigin- mennirnir urðu fjórir. Hún lifði hratt og hættulega á mektarárum sínum sem kvik- myndastjama og sveiflaðist mjög á milli gleði og sorgar, ástar og ör- væntingar. Þannig mun hún rekja nákvæmlega í bókinni itrekaðar til- raunir sínar til sjálfsmorðs, drykkjuskap sinn og endurteknar fóstureyðingar. Hún er að sögn mjög dómorð og orðljót í endurminningum sínum. Það eru því fleiri en Jacques og son- urinn Nicolas sem fá orð í eyra hjá henni. Ýmsir kunnir elskhugar hennar, svo sem leikarinn Alain Delon, fá sinn skammt, og eins leikkonur sem hún kynntist á ferl- inum, svo sem Catherine Deneuve. Frakkar smjatta mikið á ævisög- unni sem hefur þegar fengið ein bókmenntaverðlaun, kennd við Paul Leautaud - en verðlaunaféð jcifngildir um einni milljón króna. að umferðarsektir sínar. Hann borg- I aði meira að segja ekki tuttugu doll- ara skráningargjald vegna hjóna- skilnaðar og bar fyrh sig fátækt. Menn spyrja sig hvernig skuldugur maður geti keypt 13 miða á styrktar- málsverð þegar miðinn kostar 25 þúsund dollara fyrir parið. í málsverðinum afhenti Gandhi Clinton forseta heimsfriðarverðlaun Mahatma Gandhis (Mahatma Gand- hi World Peace Award). Clinton hafði áður beðist undan því að þiggja verðlaunin en þáði þau í hlið- arsal. Tekin var ljósmynd af þeim við það tækifæri. Fréttaljós á laugardegi 1 Demókrataflokkurinn segir að framlag Gandhis sé löglegt því hann ’ hafi græna kortið svonefnda sem veiti honum fastan búseturétt i Bandaríkjunum. Hvíta húsið stað- hæfir að engin tengsl séu milli þess að Clinton hafi samþykkt að veita verðlaununum viðtöku og fjárfram- lags Gandhis. Frændi Yogesh, Arun Gandhi, ber honum ekki vel söguna. Arun er sonarsonur friðarhetjunnar og veit- ir forstöðu Friðarsamtökum MK Gandhi (MK Gandhi Institute for Nonviolence) í Bandaríkjunum. Arun segir að Yogesh hafi fyrst og fremst haft áhuga á að láta mynda sig með þjóðarleiðtogum til að „sýna tengsl sín við valdastofnanir svo að honum opnist dyr og hann , geti grætt meira fé“. Metsölukíljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Michael Crichton: The Lost World. 2. Steve Martlni: The Judge. 3. Nicholas Evans: The Horse Whisperer. 4. Ollvia Goldsmith: The Rrst Wives Club. 5. David Guterson: Snow Falllng on Cedars. 6. Stephen King: [The Green Mile: Coffey on the Mlle. 17. Catherine Coulter: The Heir. 8. John Grisham: The Chamber. 9. Dick Francis: Come to Grief. 10. Jonathan Kellerman: The Web. 11. Sidney Sheldo... Morning, Noon & Night. 12. Dean Koontz: Intenslty. !13. Nora Roberts: From the Heart. 14. Stephen King: The Green Mlle: Night Journey. 15. Stuart Woods: Choke. Rit almenns eðlis: 1. Jonathan Harr: A Civil Action. 2. Ann Rule: A Fever in the Heart. 3. Mary Pipher: Revlvlng Ophelia. 4. Barbara Kingsolver: High Tide in Tucson. 5. Mary Karr: The Liar's Club. 6. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 7. Ellen DeGeneres: My Point... And I Do Have One. 8. Hillary Rodham Clinton: It Takes a Village. 9. Dava Sobel: Longltude. 10. Thomas Cahlll: How the Irish Saved Clvilizatlon. 11. M. Scott Peck: The Road Less Traveled. 12. Isabel Allende: Paula. 13. Thomas Moore: Care of the Soul. 14. J. Douglas & M. Olshaker: Mlndhunter. 15. John Feinstein: A Good Walk Spolled. (Byggt á New York Tlmes Book Revlew) 1 ______ ___________
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.