Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 Fréttir DV George W. Bush á erfiða tíma í vændum sem 43. forseti Bandaríkjanna: Hæfileikar sáttasemjar- ans aldrei mikilvægari George W. Bush Ríkisstjórinn í Texas tekur viö embætti sem 43. forseti Bandaríkjanna þann 20. janúar næstkomandi. Ljóst þykir aö hann eigi erfitt verk fyrir höndum að sætta þjóöina sem er klofin í heröar niöur eftir úrskurö Hæstaréttar í vikunni sem tryggöi Bush forsetaembættiö. Forsetinn tiivonandi hefur sagst ætla aö breyta andrúmsloftinu í höfuöborginni Washington þar sem hatrammir flokka- drættir setja svip sinn á allt. Mjög mun reyna á hæfileika hans til þess arna. „Ég er bjartsýnn á að við getum breytt tóninum í Washington D.C. Ég tel að ástæða sé fyrir öllu sem gerist. Og ég vona að löng bið und- anfarinna fimm vikna verði til að efla óskir manna um að snúa baki við biturðinni og flokkadráttunum sem hafa ríkt undanfarið." Með þessum orðum sínum í ríkis- þinginu í Austin í Texas á miðviku- dagskvöld var George W. Bush, verðandi forseti Bandaríkjanna, í raun að viðurkenna að hans bíður hreint ekki auðvelt verk þegar hann fær húsbóndavald í Hvíta húsinu þann 20. janúar næstkomandi. Maðurinn sem sameinar í kosningabaráttunni lagði Bush mikla áherslu á að hann væri mað- ur sem gæti sameinað ólík öfl og fengið þau til að vinna saman. Fréttaskýrendur vestra eru á einu máli um að hann þurfi mjög á þeim hæfileikum sínum að halda næstu fjögur árin. David Broder, fréttaskýrandi bandaríska dagblaðsins Washington Post segir að það muni reyna mjög á stjórnkænsku Bush að forðast átök við íhaldssama repúblikana, sem muni ólmir reyna að koma helstu baráttumálum sínum í gegn um þing- ið, og demókrata, sem bæði ætla sér að ná meirihluta í þinginu í kosning- unum eftir tvö ár og eru reiðir því hvernig Bush hreppti forsetaembætt- ið. Það var Hæstiréttur Bandaríkj- anna sem með úrskurði sínum á þriðjudagskvöld, þar sem hann ógilti handtalningu vafaatkvæða frá Flór- ída og úrskurðaði að ekki væri tími til að telja frekar, tryggði Bush lykla- völdin í Hvíta húsinu. Hæstiréttur klofnaði í úrskurði sínum í andstæð- ar fylkingar íhaldsmanna og frjáls- lyndra. Táknrænn ræðustaður Það var á margan hátt táknrænt að Bush skyldi kjósa að flytja sigur- ræðu sina, ef svo má kalla hana, í þinghúsinu í Austin. Demókratar eru í meirihluta í fulltrúadeild Texas- þings en þar sem „repúblikanar og demókratar hafa unnið saman að góðum verkum fyrir fólkið sem við erum fulltrúar fyrir,“ sagði Bush. Al Gore Forsetaframbjóöandi demókrata viöurkenndi ósigur sinn í baráttunni um Hvíta húsiö á miövikudagskvöld og þykir maöur aö meiri fyrir vikiö. En undanfarin sex ár hefur Bush hins vegar fengið flestu sínu fram í þinginu í Texas. Að breyta andrúmslofti Jafnvel áður en Bush ákvað að keppa að því að verða forsetaefni repúblikana, sagði hann við frétta- menn að hann myndi ekki vilja starfið ef hann teldi ekki að hann gæti breytt andrúmsloftinu í Was- hington. Hann hafði jú kynnst því náið þau ár sem faðir hans gegndi forsetaembættinu. „Þessi Bush verður í mjög erfiðri stöðu. Það er ekki líklegt að þetta verði neinn dans á rósum,“ segir George Edwards, stjórnmálafræð- ingur sem tengist forsetasafni Ge- orges Bush eldri við A&M háskól- ann í Texas. Edwards vísar þar til þess hvern- ig sigur Bush kom til, til þess að hann fékk ekki meirihluta atkvæða kjósenda og að flokkur hans tapaði fylgi í þingkosningunum og missti nokkra ríkisstjóra að auki. Samvinna nauðsyn En Bush á kosningu sína íhalds- öflunum að þakka, ekki síst aðallög- manni sínum i lagaþrætunni i Flór- ída, Theodore Olson, og Antonin Scalia, helsta leiðtoga íhaldssamari hluta Hæstaréttar Bandaríkjanna. Ef hann ætlar sér að verða farsæll forseti verður hann að halda hægrisinnuðum repúblikönum góð- um á sama tíma og hann leitar inn að miðju stjórnmálanna. John B. Breaux, öldungadeildarþingmaöur demókrata frá Louisiana, hitti naglann á höfuðið á miðvikudags- kvöld þegar hann sagði að sam- vinna flokkanna væri nauðsyn en ekki bara kenning. Ef Bush ætlar sér að gera þá sam- vinnu flokkanna að veruleika verð- ur hann að fara varlega í að velja þau mál sem hann ætlar að berjast fyrir og íhuga vel hversu mikla áherslu hann leggur á viðkvæm og umdeild mál eins og fóstureyðingar og umfangsmiklar skattalækkanir sem hann hefur lofað að hrinda í framkvæmd. Helsti keppinautur hans um að verða forsetaefni repúblikana, öldungadeildarþing- maðurinn John McCain, hvatti hann þegar á miðvikudagskvöld til aö berjast fyrir umbótum á fjár- mögnun kosningabaráttunnar vest- an hafs. í kosningabaráttunni lýsti Bush skoðunum sínum á nokkrum helstu málaflokkunum sem búast má við að áfram verði harkalega deilt um sem hingað til. Nauðgun og sifjaspell Eitt eilifðarmálanna í Bandaríkj- unum eru fóstureyðingar. Bush er þeim almennt andvígur, nema þungun komi til eftir nauðgun eða sifjaspell eða ef fóstureyðingin er framkvæmd til að bjarga lífi van- færu konunnar. í varnarmálum vill Bush auka fjárframlög til hátæknivopna, hann er til dæmis mikill áhugamaður um flugskeytavarnir, eða stjörnustríðs- áætlanir. Hann vill leggja meira fé í varnarmálin, hækka laun her- manna og bæta aðstöðu þeirra á alla lund. Verðandi forseti er andvígur Kyoto-samningnum sem kveður á um að ríki heims dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda. Bush vill veita skattaívilnanir vegna notkun- ar á etanóli sem eldsneyti og hann styður viðleitni ýmissa ríkja í að draga úr mengun orkuvera sem ganga fyrir kolum. Að hemja gremjuna Hvernig demókratar bregðast við sáttaumleitunum nýja forsetans á fyrstu vikunum eftir að hann tekur við embættinu mun hafa mikil áhrif á bæði þá sjálfa og á stjórn Bush. Sumir demókratanna sem vörðu Bill Clinton hvað dyggilegast þegar repúblikanar reyndu að koma hon- um úr embætti vegna Lewinsky- hneykslisins hafa tekið upp svipað- an tón og þá. Robert Wexler, full- trúadeildarþingmaður frá Flórída, sagði meðal annars að repúblikanar hefðu, með aðstoð Hæstaréttar, bundið enda á lýðræði í landinu. Ef demókrötum tekst að hafa hemil á gremju sinni út í Bush og repúblikana gæti það orðið þeim að liði þegar þeir ætla sér að endur- heimta meirihlutann í báðum deild- um þingsins að tveimur árum liðn- um. Það gæti hins vegar komið þeim í koll reyni þeir að grafa undan valdi forsetans með því að halda áfram að draga í efa rétt hans til að vera for- seti. Flestir Bandaríkjamenn sætta sig við Bush sem forseta og eru bara fegnir því að loksins skuli hafa fengist niðurstaða, þótt þeir séu ekki endilega sammála úrskurði Hæstaréttar. Líkt við Milosevic Bush getur þó varla átt von á góðu frá blökkumannaleiðtoganum Jesse Jackson sem líkti starfsað- ferðum forsetans verðandi við þær sem Slobodan Milosevic, fyrrum Júgóslavíuforseti, viðhafði. Þá líkti hann úrskurði Hæstaréttar við úr- skurð hans í frægu máli árið 1857 þar sem segir að þrælar njóti ekki réttinda borgara. „Ólögmæti varpar skugga á for- setatíð hans,“ sagði Jackson um Bush. „Lögmæti kemur til með sam- þykki þeirra sem stjórnað er og það skortir hann.“ Byggt á Washington Post, New York Times og Reuters. BARATTAN UM HVITA HUSIÐ Demókratinn Al Gore viöurkenndi ósigur sinn fyrir keppinautnum um forsetaembættið, repúblikananum George W. Bush, á miðvikudagskvöld eftir aö Hæstiréttur BNA úrskurðaöi með 5 atkvæöum gegn 4 að stööva endurtalningu atkvæða í Flórída Ftepúblikaninn George W. Bush Urslltin velta á endurtalningu I Flórlda þar sem færri en 2.000 atkvæöa skilja Bush og Gore aö Dómari í Miami hafnar fullyrðingu Bush um aö endurtalning brjóti í bága við stjórnarskrá. Innanríkis- ráöherra Flórída úrskurðar að endurtalningu skuli lokið 14. nóv. 71 !P Hæstiréttur Flórída heimilar ýtó handtalningu atkvæða þvert ' '' á úrskurð innanrikisráðherr- ans. Endurtalning hefst í Palm Beach sýslu Lögsóknir í Palm Beach sýslu . þar sem haldið er fram að kjör- | seðill hafi verið ruglingslegur. Meira en 19.000 atkvæði ógild Bush eykur forskot sitt 1930 atkvæði eftir endurtalningu utankjörfundaratkv. Hæstiréttur Flórída kemur í veg fyrir aö endanleg úrslit séu tilkynnt og ákveður málflutning 20. nóvember Liðsmenn Bush gagnrýna handtalningu og segja hana gallaða. Saka liö Gores um að reyna að spilla úrslitunum Lögmenn Gores segja að það séu brýnustu hagsmunir þjóðarinnar að öll atkvæði séu talin Handtalningu atkvæða í EA Miami-Dade hætt þar sem ekki 1 ■ ' verður hægt að Ijúka henni fyrir 26. nóvember .>lk Harris, innanríkisráðherra 1 Flórída, lýsir Bush sigurvegara Hæstíréttur BNAfellstá kröfu Bush um að stöðva endurtalningu og boðar málflutning H.desember T_ IBSBIil Hæstiréttur Flórída úrskurð- ar að handtalningu at- kvæða skuli fram haldið Miami-Dade sýsla byrjar vélræna ^,\ endurtalningu 654.000 atkvæða og einnig 10.700 atkvæða sem vélar höfnuðu ífciíi! Hæstiréttur Flórida fyrirskipar V| endurtalningu f höndunum á 9.000 vafaatkvæðum í Miami- Dade og fleiri sýslum Hæstiréttur Flórída hafnar kröfu p.„ , Gores um tafarlausa endurtalningu og einnig ásökunum borgara f Palm Beach um að kjörseðill hafi verið ruglingslegur Demókratinn Al Gore Hæstiréttur BNA úrskurðar Bush í vil, með 5 atkvæðum gegn 4, og stöðvar endurtalningu vafaatkvæða. Þau voru mikilvæg fyrir Gore ætlaði hann sér að ná forskotinu af Bush Kjörmenn koma saman og ,es1 kjósa forseta 5 J Gore viðurkennir ósigur sinn f sjónvarpsávarpi og hvetur Bandaríkjamenn til aö sameinast aö baki Bush. Bush heitir aö vinna meö Gore aö þvf aö græöa sárin Embættistaka 43. forseta BNA REUTERS %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.