Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2002, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 Helgarblað DV Xanana Gusmao, frelsishetja Austur-Tímors, í sviðsljósinu á ný: Forsetinn, skáldið og stríðsmaðurinn „Orðspor hans sem leiðtoga er næstum þvi ofurmannlegt. Fólk lít- ur upp til hans eins og hann væri goðsagnaleg vera.“ Maðurinn sem Colin Stewart, for- stöðumaður stjómmáladeildar Sam- einuðu þjóðanna á Austur-Tímor, lýsir þannig er að sjálfsögðu Xan- ana Gusmao, frelsishetja og nýkjör- inn fyrsti forseti þessa litla lands sem hefur loks losaö sig undan alda- langri erlendri stjóm. Sögur um ofurmannlega náttúru Gusmaos spunnust þegar hann stjórnaði skæruliðum í baráttunni gegn yfirráðum Indónesa á Austur- Tímor og fór huldu höfðu í frum- skógum landsins. Samkvæmt einni slikri sögusögn var Gusmao gæddur þeim hæfileikum að geta breytt sér í dýr til að sleppa imdan hermönn- um indónesískra stjórnvalda. Gusmao sigraði keppinaut sinn um embættið, Francisco Xavier do Amaral, með miklum yfirburðum í forsetakosningunum síðastliðinn sunnudag. Gusmao fékk rúmlega áttatíu prósent greiddra atkvæða en Amaral tæplega tuttugu prósent. Reyndar sagöist Amaral aðeins hafa boðið sig fram til að kjósendur hefðu eitthvert val. Hann vissi sem var að hann ætti ekki nokkra mögu- leika á sigri, slíkar eru vinsældir Gusmaos. „Xanana hefur verið leiðtogi minn og allra á Austur-Tímor, allt frá andspyrnunni til sjálfstæðisins,“ sagði 42 ára gamall fisksali, Manuel Coreira, við fréttamann Reuters í höfuöborginni Dili nokkrum dögum fyrir kosningamar. í skóla hjá jesúítum Hinn 55 ára gamli Gusmao var þó ekki alltaf mjög áhugasamur um að bjóða sig fram til forsetaembættis- ins, þótt flestir hefðu fyrir löngu verið famir að gera því skóna að hann yrði fyrsti forseti landsins. Hann sagði oft aö hann vildi miklu heldur stunda húsdýrarækt og taka ljósmyndir. Hann lét þó til leiðast að lokum og lofaði löndum sínum að gera sitt besta ef hann settist á forsetastólinn. José Alexandre Gusmao, eins og maðurinn heitir réttu og fullu nafni, fæddist í bænum Manatuto þann 20. júní 1946, eitt níu barna foreldra sinna. Gusmao var fjóra vetur við nám í skóla jesúíta í Dare en gekk síðan i framhaldsskólann í Dili, án þess þó að taka þaðan lokapróf. Ungi maðurinn gegndi þriggja ára herskyldu í nýlenduher Portú- gala, sem á þessum tíma stjómuðu Austur-Tímor. Að herþjónustunni lokinni fór hann að vinna fyrir ný- lendustjómina. í dýflissum Indónesa Indónesar lögðu Austur-Timor undir sig árið 1975 og gekk Gusmao þá þegar til liðs við skæruliða og barðist í samfleytt sautján ár við indónesíska setuliðið, eða þar til hann var handsamaður árið 1992. Gusmao var dreginn fyrir rétt og dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir frelsisbaráttu sína. Sá dómur olli þvílíkum úlfaþyt víða um heim aö Suharto Indónesíuforseti, sem þá var á hátindi valdaferils síns, átti ekki annars úrkosti en að breyta dóminum i tuttugu ára tukthúsvist. í fangelsinu fór Gusmao aö yrkja ljóð og mála myndir og hlaut þá við- umefniö „skáldið og stríðsmaður- inn“. Frelsishetjunni var sleppt úr fangelsi í september 1999, skömmu eftir að áttatíu prósent íbúa Austur- Tímors ákváðu í þjóðaratkvæða- greiöslu að losa sig undan ógnar- REUTERSMYND Xanana Gusmao íbúar Austur-Tímors, svo og samfélag þjóöanna, binda miklar vonir viö frelsis- hetjuna og skærutibaforingjann Xanana Gusmao sem var kjörinn fyrsti forseti landsins um síöustu helgi. Hann lofar aö gera sitt besta. stjóm Indónesa og stefna að sjálf- stæði landsins. Indónesar höfðu þá stjómað landinu með harðri hendi í tæpan aldarfjórðung. Tvö hundruö þúsund manns, eða um fjórðungur allra íbúa Austur-Tímors, létu lífið á þessum tíma. Guölaugur Bergmundsson blaöamaöur Ekki vildu allir una niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 1999. Vígasveitir hliðhollar indónesísk- um stjómvöldum fóra með eldi og brennisteini yfir landið og urðu rúmlega eitt þúsund manns að bana. Þá lagði þriðjungur lands- manna á Qótta undan vígamönnun- um og hélt til vestari hluta Tímors, sem var og er enn undir stjóm Indónesíu. Maður fyrirgefningarinnar Austur-Tímor hefur verið undir stjóm Sameinuðu þjóöanna frá því þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram fyrir tæpum þremur árum. KaQa- skipti verða hins vegar í sögu lands- ins þann 20. maí næstkomandi, eftir nákvæmlega einn mánuð, þegar Gusmao og stjóm hans taka við völdum og hefjast handa við að reyna að bæta kjör alþýðu manna. Gusmao hefur lýst því yfir að hann vQji að þeim verði veitt sakar- uppgjöf sem hafa verið sakaðir um að hafa staöið fyrir ofbeldisverkun- um 1999. Þar er hann á öndverðum meiði við fyrrum stjómmálaQokk sinn, Fretilin, sem hefur meirihluta í þinginu sem kosið var til í ágúst í fyrra. „Ég er fylgjandi því að menn ræði saman, ég er maður sátta og fyrir- gefningarinnar, þegar rétQætinu hefur verið fullnægt. Eftir tíu ár eða svo munum við verða þess megnug að geta sagt: þetta tilheyrir fortíð- inni,“ sagði Gusmao í viðtali við fréttamann franska dagblaðsins Le Monde fyrir skömmu. Þar benti hann á að á bemsku- heimilinu hefði honum verið inn- rætt að fyrirlíta strið, en ekki Jap- ana, þótt rúmlega áttatiu þúsund manns hefðu látið lífið í voðaverk- um Japana á Austur-Tímor í heims- styrjöldinni síðari. Stjómmálaskýrendur segja að stjórnkerQð sem verður á Tímor, þar sem völd forsetans eru takmörk- uð, sé eins og klæðskerasaumað fyr- ir Gusmao. Eins og dekurkrakki „Þessi náungi dvaldi í frumskóg- inum í meira en tíu ár og sat í fang- elsi í sex ár. Hann hefur hvorki mikinn skilning á né þolinmæði fyr- ir öll þau smáatriði sem þarf til að styðja undir hin breiðu grundvallar- atriði," sagði vestrænn sérfræðing- ur í málefnum Austur-Tímors í við- tali við Reuters. Mörgum þótti Gusmao haga sér á stundum eins og dekurbarn þegar hann gat ekki gert upp við sig hvort hann æQaði að bjóða sig fram til forsetaembættisins eður ei. Menn eiga hins vegar ekki von á öðru en að hann muni axla þá ábyrgð sem fylgir starfmu sem hann hefur nú verið kjörinn tQ. „Ég er á því að þegar hann hefur náð kjöri verði embættiö tQ þess að hann muni sýna sanna forustuhæQ- leika sína og byggja brýr miQi manna, eins og hann var vanur að gera í eina tíð,“ sagði José Ramos Horta, sem fékk friðarverðlaun Nóbels ásamt Carlosi Belo biskupi í DQi fyrir baráttima fyrir sjálfstæði Austur-Tímors. Friðarins vin Það eru einmiQ þessir hæQleikar og róandi áhrif Gusmaos á fólk sem menn telja að æQu að geta QeyQ honum langt i að græða þau sár sem enn rista svo djúpt. „Ef ég verð kjörinn forseti mun ég halda áfram að gefa gaum að lýð- ræðisferlinu, að aðstoða fólk við að laga sig að gQdum lýðræðisins,“ sagði Gusmao fyrir kosningarnar. „Ég æQa að leggja fólki lið við að ræða vandamálin, ekki einungis á þeim forsendum hvað þjóðinni sé fyrir bestu, heldur með því að vekja fólk tQ vitundar um að það haQ réQ tQ þess að krefjast betra lífs á frið- samlegan hátt.“ Frá því í nóvember í fyrra hefur Gusmao, ásamt eiginkonu sinni, hinni áströlsku Kirsty Sword, og átján mánaða gömlum syni þeirra, Alexandre, búið í liQu húsi uppi á hæð með útsýni yfir DQi. „ÞeQa er friðarvhi okkar,“ sagði Kirsty við blaðamann Le Monde. Hún gengur nú með annað bam þeirra hjóna undir belti. Byggt á efni frá Reuters, BBC og Le Monde. REUTERSMYND Nýl forsetlnn og fjölskylda hans Xanana Gusmao, nýkjörinn forseti Austur-Tímors, Kirsty Sword, áströlsk eiginkona hans og aöstoöarmaöur, og átján mánaöa sonurinn Alexandre á kjörstaö í Dili, skömmu eftir aö þau greiddu atkvæöi f forsetakosning- unum síöastliöinn sunnudag. Kirsty gengur meö annaö barn undir belti. Erlendar fréttir vikunna Powell tómhentur heim Colin PoweQ, ut- anrikisráðherra Bandaríkjanna, hélt heimleiðis tQ Was- hington um miðja vikuna án þess að hafa tekist að fá _______ stríðandi fylkingar fyrir botni Miðjarðarhafs tQ að slíðra sverðin og faQast á vopnahlé. Hroða- legar aQeiðingar hemaðar ísraela á Vesturbakkanum undanfarna daga og vikur hefur nú komið æ betur í ljós. Terje Rod-Larsen, fuQtrúi Sam- einuðu þjóðanna, sagði eftir heim- sókn I Qóttamannabúðimar í Jenín á Qmmtudag að ástandið þar væri svo hroðalegt að það væri lyginni líkast. Talið er að Israelar hafi drepið mörg hundruð manns í búðunum. ísraelski herinn hvarf á brott frá Jenín og Qóttamannabúðunum á föstudags- morgun. Israelar æQa að sitja áfram um höfuðstöðvar Arafats og Fæðing- arkirkjuna í BeQehem. Einkaflugvél á háhýsi Italska lögreglan var engu nær á fóstudag um ástæður þess að lítQli einkaQugvél var Qogið á hæsta skýja- kljúQnn í MQanó á Qmmtudag með þeim aQeiðingum að Qugmaðurinn lést og tvær konur tQ viðbótar. Tugir manna slösuðust. Flugmaðurinn var 67 ára gamaQ Svisslendingur. Mikil skelQng greip um sig í MQanó eftir óhappið, enda öQum í fersku minni hryðjuverkaárásirnar á Bandarikin í september í fyrra þegar farþegaþot- um var Qogið á World Trade Center og Pentagon. ítölsk yfirvöld tilkynntu þó QjóQega að ekki hefði verið um hryðjuverk að ræða. Gusmao kjörinn forseti Frelsishetjan og skæruliðaforing- inn fyrrverandi Xanana Gusmao vann yiirburðasig- ur í forsetakosning- unum á Austur- Tímor um liðna helgi, eins og fyrir fram var búist við. Gusmao fékk lið- lega áttatíu prósent atkvæða en keppinautur hans tæp- lega tuttugu prósent. Austur-Tímor hefur verið undir stjórn Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1999 þegar lands- menn kusu sjálfstæði frá Indónesíu. I kjölfarið fylgdi mikQ skálmöld þar sem vígamenn á snærum Indónesa drápu meira en þúsund manns. Aust- ur-Timor verður formlega sjálfstætt r&i 20. maí næstkomandi. Kóngur heim úr útlegð Zahir Shah, fyrrum konungur Afganistans, sneri heim tQ Kabúl á flmmtudag eftir 29 ára úQegð. Miklar öryggisráðstafanir voru gerðar við heimkomu konungs og munu ítalskir hermenn gæta hans næstu mánuðina. Hamid Karzai, for- sætisráðherra bráðagirðastjómarinnar, fylgdi kon- ungi heim frá Ítalíu. AbduQah Abdullah, utanrikisráðherra Afganistans, sagði að heimkoma kon- ungs væri merkisdagur í sögu lands- ins. Bush beið ósigur George W. Bush Bandaríkjaforseti beið ósigur á Qmmtudag þegar meiri- hluti demókrata í öldungadeQd þings- ins feQdi frumvarp sem áQi að heim- Qa olíufélögum að bora eftir olíu á náttúruvemdarsvæði í Alaska. Bor- unaráformin á þessum slóðum vora hryggjarstykkið í orkustefnu Bush og fylgismenn þeirra sögðu málið varða öryggi þjóðarinnar. Leiðinleg kosningabar- átta Frakkar ganga að Kjörborðinu á sunnudag í fyrri umferð forsetakosn- inganna. Sextán karlar og konur era i framboði en ekki er búist við öðru en að þeir Chirac forseti og Jospin forsætisráðherra fái Qest atkvæða á sunnudag og keppi í síðari umferð- inni 5. maí. Kosningabaráttan hefur þóQ með endemum leiðinleg og hefur almenningur lítinn áhuga á kosning- unum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.