Helgarblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 11

Helgarblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 11
Helgar 1 1 blaðið Dæmigerður breskur lífsnautnamaður Hvernig fær maður hug- mynd að efnisþræði í góða sakamálasögu? Fáðu þér tvo til þrjá snafsa af góðu skosku viskíi og þá streyma hugmyndimar ffam. Það er Colin Dexter, höf- undur bókanna um Morse lög- regluforingja, sem gefur þessi ráð. Siðfágaði rannsóknarlög- reglumaðurinn Morse er ís- lenskum sjónvarpsáhorfend- um vel kunnur. Höfundur bókanna minnir að mörgu leyti á söguhetju sína. Hann er hinn dæmigerði breski menntamaður, fæddur í twe- edjakka og hefur hreiðrað um sig i Chesterfieldsófa við op- inn arin, pípa í munnviki og gullið viskí í glasi. I bókahill- um er ritsafn Agötu Christie, enda fer Dexter ekkert í graf- götur með það að hún er fyrir- myndin. Sakamálasaga er púsluspil og vei þeim höfundi sem afhjúpar hinn seka fyrr en í síðasta kafla bókarinnar. Líkt og Morse býr Colin Dexter í Oxford. Dexter er há- skólaborgari og útskrifaðist frá Cambridge. I fjölmörg ár kenndi hann latínu og grísku en varð að hætta því vegna þess að hann tapaði heym árið 1966. Þá fékk hann starf við háskólann í Oxford og hefúr gegnt því síðan. Frítímanum ver hann í skriftir. Það var tilviljun að hann fór að semja sakamálasögur. Hann hafði tekið með sér sakamálasögu í sumarffí og reyndi að brjótast í gegnum hana. Honum leiddist lesning- in svo mikið að hann ákvað að semja frekar sína eigin sögu. Það var bókin Síðasti vagninn til Woodstock sem var gefin út 1975 og strax þar em kynntir til sögunnar Morse og Lewis aðstoðar- maður hans. Tvíeyki á borð við Morse og Lewis hafa verið einkenn- ismerki breskra sakamála- sagna allar götur síðan Sherlock Holmes og dr. Wat- son leystu glæpagátur í þok- unni í London á síðustu öld. Dexter segist halda fast í hefðina: „Sakamálasaga er ekki tilveruflótti einsog ýmsir halda ffam, heldur minnir hún okkur á þann þátt tilverunnar sem við óttumst. Við verðum þó að viðurkenna að við elsk- um hryllinginn, hið dularfúlla, sjálft afbrotið. Kannski vegna þess að það minnir á myrku hliðamar í sál okkar.“ Það er sjálfúr söguþráður- inn sem skiptir meginmáli, þessvegna er hann mjög gagn- rýninn á sakamálasögur sem Colin Dexter, höfundur bókanna um Morse lög- regluforingja. reyna að kafa í djúp sálarinn- ar. Dexter er mikill lífsnautna- maður. Hann er ljóðelskur, öl- kær og elskar sígilda tónlist. „Það er slítandi að semja bók. Það tekur mig minnst fjóra til fimm mánuði. Þá sit ég við skriftir fimm tíma á dag. Það er erfitt. Einkum fyr- ir mann sem vill lyfta staupi með vinum og kunningjum og stjana í kringum konu sína, það er að segja mann sem vill njóta lífsins." Og pólitískur er hann: „Ég er sósíalisti, en samt ekki neinn einfeldningur. Ég kýs ekki Verkamannaflokkinn. Þeir eru smáborgaralegir og munu ekki breyta neinu kom- ist þeir til valda. En Thatcher var hræðileg kerling. Hún innleiddi fjöldafátækt í Eng- landi.“ Nýlega var Morse lögreglu- foringi kjörinn uppáhalds leynilögga breska sakamála- rithöfúndasambandsins (Crime Writers Association). Þar var hann tekinn ffam yfir hetjur á borð við Sherlock Holmes, Dalglish o.fl. Gulur forseti, rauð alþýða og hvít yfirstétt Enn á ný er lýðræðið komið á undanhald í Rómönsku Ameríku. 5. apríl tók Alberto Fujimori, hinn japanskættaði forseti Perú, sér einræðis- vald með stuðningi hersins, leysti upp þingið, nam stjómarskrána úr gildi, inn- leiddi ritskoðun, lét hand- taka blaðamenn og hneppti stjómmálamenn í stofúfang- elsi. Allt þetta er ósköp kunnuglegt á rómanskamerískan mælikvarða. Sem og það að Fujimori segist ætla að innleiða lýðræði á ný, þegar hann í krafli „aukins" forsetavalds hafi útrýmt spillingu, komið lagi á efna- hagsmálin og barið niður eiturlyfja- hringa og vinstriskæruliða. ,,Ný heimsskipan" í hættu Ríki þau er mest fjárráð hafa for- dæmdu eða hörmuðu þegar í stað valdaránið og settu í gang efnahags- þvinganir gegn Fujimori. Bandarík- in stöðvuðu efnahagsaðstoð við stjóm hans, Alþjóðlegi gjaldeyris- sjóðurinn sömuleiðis og Þýskaland, Japan og Spánn, sem fóru vægar í sakimar, höfðu eigi að síður við orð að gera slíkt hið sama. Bush Banda- ríkjaforseta, sem líkt og fyrirrennar- ar hans Wilson og Roosevelt rikir á tímamótum og vill eins og þeir koma á „nýrri heimsskiparí' með Fujimori klæddur aö indiónasib - vinsældir hans byggjast mik- iö til á andúð á yfirstétt og hvitum mönnum. Garcia - stríö hans viö Alþjóð- lega gjaldeyrissjóöinn skildi eftir sig 7650% veröbólgu. lýðræðissvip, brá sérlega illa í brún við þessar fféttir frá Perú, sem hann óttast að komi niður á sér i banda- rísku forsetakosningunum í haust. Þeir sem þekkja vel til í Róm- önsku Ameríku munu yfirleitt ekki hafa orðið mjög hissa. Spánverjar og Portúgalar, sem lögðu heims- hluta þennan undir sig á 16. öld, komu þar á félagsformum sem þeir höfðu tekið að erfðum ffá Róma- veldi. Eitt megineinkenni þeirra forma er dýpri stéttaskipting en nokkru sinni liefur fest rætur í Norð- ur- Evrópu og þar með fylgjandi gífúrlegur munur á efnahag há- og lágstétta. Við þetta bættist svo kyn- þáttarígur og -hatur, þar eð yfirstétt- ir Rómönsku Ameríku hafa allt til þessa dags verið (eða þóst vera) hvítar, en lágstéttir, mikið til kornn- ar af indíánskum frumbyggjum og blökkumönnum innfluttum til þræl- dóms, hinsvegar rauðar eða brúnar eða svartar á hörund. Frá illu til hins verra 1 Perú hefur löngum verið mál manna að allt frá því að Pizarro konkistadór kollvarpaði velferðar- ríki Inka liafi þróunin í því landi í stórum dráttum verið ffá illu til hins verra. Spilling þarlendis er svo mik- il að hún þykir ganga úr hófí, miðað við það sem gerist í Rómönsku Am- eríku yfirleitt. Að sögn bandaríska blaðsins Washington Post eru laun aðeins firnmti eða tiundi hluti tekna perú- anskra dómara, hitt eru mútur. Svo spilltir eru dómstólamir, segir sama blað, að vonlaust er að fá þá til að taka mál fyrir nema með mútum. Lögreglan kemur fram eins og ma- fia og kúgar fé af kaupmönnum, götusölum og bílaeigendum, sem teknir eru fyrir brot á umferðarregl- um, hvort sent þeir hafa gerst sekir urn þau cða ekki. Eftir því hefur verið spilling stjómmálamanna, sem flestir em af hvítu yfirstéttinni. Þrir fjórðu landsmanna búa við kjör sem skilgreind em í hagskýrsl- um sem „rnjög inikil fátækt". Milj- ónir manna hafast við í skúrahverf- um sem sprottið hafa og spretta upp eins og gorkúlur kringuin borgimar, einkuin höfuðborgina Lima. Alíka bágur er hagur bænda, sem flestir em leiguliðar. Sama hvort er Perúmenn, skrifar bandarískur fréttamaður, hafa lengi litið svo á að stjómir þeirra væm þegar best léti gagnslausar. Rúmlega tíundi hluti landsmanna, sem alls em um 23 ntiljónir (þar af sjö miljónir í Linta og skúraslöm- Lík sem Sendero Lumin- oso skildi efHr sig - sagöir hugar- farslíkir Rau&um kmerum. munum kringum hana), er bókaður hvítur á þjóðskrá. Það fólk er flest af spænskum ættum. Spænska er opin- bert mál landsins og menning yfir- stéttarinnar spænsk. Um helmingur landsmanna em Indios (eins og ind- íánar em þar kallaðir) og hinir flestir mestísar, kynblendingar hvítra og rauðra (eða brúnna, eins og stundum er líka sagt). Hinni mestanpart brúnu eða rauðu lágstétt hefur löngum staðið nokkuð á sama hvort stjómarfar landsins hefur verið skilgreint sem lýðræði eða einræði. Yfirstéttin hefur hafl Dagur ^SIlf^ Þorleifsson völdin hvort heldur sem var, kjör al- mennings hafa verið jafn bág undir lýræðis- og einræðisstjómum, of- beldi hers og lögreglu nokkuð svip- að undir báðum og sama er að segja um spillingu í réttarfari. Alan forseti Garcia, fyrirrennari Fujimoris, skildi eflir sig verðbólgu sem 1989 varð á ársgmndvelli 2775% og 1990 7650%. Vemlegan þátt í að svo fór átti að Garcia hætti að borga af erlendum skuldum með þeim afleiðingum að Alþjóðlegi gjaldeyrissjóðurinn lokaði á Perú. Rasismi í sfrjórnmálum Snemma árs 1990, eftir að Garcia hafði hrökklast frá við lítinn orðstír, vann Fujimori, frarn að því óreynd- ur í stjómmálum og forkólfur ný- stofnaðs flokks, forsetakosningar og felldi í þeim frambjóðanda hægri- manna og yfirstéttarinnar, rithöf- undinn Mario Vargas Llosa, sem líklega var þá þekktastur allra Perú- manna, kannski að frátöldum fyrir skömmu hættum framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Perez de Cu- ellar. Fujimori varð fyrsti Austur- Asíumaðurinn til að komast á for- setastól í Ameríku. Leiðtogi þessi er sonur japansks innflytjanda og blómasala og hefur einhveija menntun í búfræði. Hann er skapmaður sagður og ekki mjög Iaginn í stjómmálum. Með innkomu hans í stjómmálin varð kynþáttaríg- urinn mjög svo áberandi í þeim. Yf- irstéttin lét og lætur í ljós ódulda andstyggð á „Don Fuji“, „Hirohito“ eða „E1 Chino“ (Kínveijanum), eins og hún kallar hann, i von um að fæla fólk frá honum með því að minna sem mest á íramandlegt útlit hans og uppruna. En í því snemst vopnin í höndum andstæðinga Fuji- moris. Einmitt það að nú kom loks- ins fram stjómmálamaður sem ekki var af hvítu yfirstéttinni og hún hafði andstyggð á virðist hafa dreg- ið að honum hinn dökka almenning. Rasisminn er einnig frá Fujimoris hlið; hann hefur ekki látið undir höfuð leggjast að höfða til andúðar indíána og mestísa á hvítum mönn- um sem slíkum. Með því m.a. tryggði hann sér stuðning landhers- ins, en gagnstætt því sem er um flestar aðrar stofnanir þarlendis em margir mestísar og indíánar þar hátt- settir. Alþý&uvinsældir valdaráns Andúðin á yfirstéttinni og hvítum mönnum virðist sem sé vcra helsta ástæðan til vinsælda Fujimoris, sein em talsverðar, þrátt fyrir óvinsælar efnahagsráðstafanir hans. Brúna eða rauða alþýðan virðist líta á valda- ránið fyrst og fremst sem þátt í við- ureign gula forsctans við hvítu yfir- stéttina. Við valdaránið var það eft- irtektarvert að stjómmálamenn flest- ir bmgðust öndverðir gegn því, en almenningur lét sér á sama standa eða fagnaði, ekki síst þótti alþýð- unni gaman þegar hennennimir tóku ómjúkum höndum á þing- mönnum sem mótmæltu valdarán- inu. Samkvæmt niðurstöðum skoð- anakönnunar em 66 af hundraði landsmanna ánægðir með þessar til- tektir forsetans. Fujimori hefur á tveggja ára stjómartíð sinni átt við ramman reip að draga. Perúanska kerfið, þar sem gamla yfirstéttin hefur enn tögl og hagldir, hefur stöðugt leitast við að bregða íyrir hann fæti. Hann samdi frið við Alþjóðlega gjaldeyrissjóð- inn og þar með ríku ríkin og lækk- aði risið á verðbólgunni niður í „að- eins“ 139% s.l. ár. En það gerði hann með spamaðarráðstöfunum, sem komu að vanda harðast niður á þeim fátækustu. Spilling ríður hús- um ekki síður en nokkm sinni fyrr og skæmliðar maóískra samtaka sem nefnast Sendero Luminoso (Ljómandi eða Skínandi stígur) fær- ast jafnt og þétt í aukana. Þeir eiga auðvelt með að fá til liðs við sig at- vinnulausa og yfirhöfuð vonlausa unglinga úr slömmunum við Lima og í helmingi landsins hefur nú ver- ið lýst yfir neyðarástandi þeirra vegna. „Steinaldarkommún- ismi" viö hli&in? Sumir fréttaskýrendur telja að ótt- inn við skæmliða þessa, sem þeir segja í hugarfari ekki ósvipaða Rauðum kmemm, hafi verið aðal- ástæðan til að valdaráns Fujimoris. En fréttaskýrendumir segja jalrí- framt að engir muni hafa glaðst svo við valdaránið sem maóistar þessir. Þetta hafi þeir alltaf viljað, nú geti þeir haldið því fram að þeir beijist til þess að losa landið við ólöglega valdaræningja. Og haldi ríki heim- urinn áfram að refsa Fujimori fyrir valdaránið með því að skrúfa fyrir efnahagsaðstoð við hann, er hætt við að það þýði enn rýmandi lífs- kjör og þar af leiðandi enn aukinn stuðning örvæntingarfullra slamm- byggja og kotbænda við Sendero Luminoso. Fréttamenn sumir skrifa sem svo, að tilraunir ríku og lýðræðislegu landanna til að snúa Fujimori til lýðræðis á ný gætu þannig auðveld- lega leitt til þess að í Perú kæmust til valda „steinaldarkommúnistar" (eins og þýskur blaðamaður orðaði það), sem hliðstætt Rauðum kmer- um myndu síðan heíjast handa við að útrýma menningu lands síns og íbúum þess einnig að talsverðu leyti, með það fyrir augum að eftir þau ragnarök rísi iðjagræn jörð vandamálalauss guðsríkis. Fimmtudagurinn 30. april

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.