Dagblaðið - 05.08.1977, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 05.08.1977, Blaðsíða 24
Sameignarfélagi Silla & Vaida slitið: 2700 milljónir í fast- eignum koma til skipta Sameignarfélaginu Silli & Valdi hefur nú verið slitið og eignum þess skipt á milli eig- endanna. Samkvæmt fasteigna- mati miðað við 31. des. sl. nam matsverð þeirra um 1.5 milljarði króna umfram skuldir. Sennilegt raunverð eigna þessara er ekki undir 2.5 milljörðum. Með slitum þessa félags er lokið merkilegum kafla í at- vinnu- og verzlunarsögu Reykjavíkur um hálfrar aldar skeið. Valdimar Þórðarson (Valdi) og Sigurliði Kristjánsson heitinn (Silli) voru ungir menn með verzlunarmenntun úr Sam- vinnuskólanum þegar þeir stofnuðu eiginn verzlunar- rekstur í féiagi hinn 1. desem- ber 1925. Þeir urðu landskunnir sem umsvifamestu matvörukaup- menn höfuðborgarinnar um áratuga skeið. Ve.rzlanahúsið Glæsibær við Álfheima og Suðurlandsbraut var seinasta stórvirkið sem þeir félagar réðust í að reisa. Lætur nærri að það sé metið á um 2/5 allra eigna sameignarfélagsins eða um 1.1 milljarð króna. Kemur sú eign í hluta Silla (Sigurliða heitins) eða ekkju hans frú Helgu Jónsdóttur. Sigurliði hafði mælt fyrir um að hans hluti þeirrar eignar a.m.k. gengi til líknarstarfsemi Hjarta- og æðaverndar- félagsins. Meðal þeirra eigna, sem koma í hlut Valda (Valdimars Þórðarsonar) má nefna verzlunar- og skrifstofuhúsið nr. 17 við Austurstræti þar sem nú er Verzlunin Víðir og Ferða- skrifstofan Útsýn og mörg önn- ur fyrirtæki. Með eljusemi og forsjálni með glöggu mati á þróun sam- félagsins mörkuðu þeir Silli og Valdi rpor í atvinnusögu borg- arinnar. Eru þau merkari en frekari eignatalning. -BS. Útlendingaeftirlitið um ábendinguna um Lugmeier frá Keflavík MAÐURINN GERÐI EKKERT ÓEÐLILEGT OG BRAUT EKKIÍSLENZK LÖG — þvf gaf eftirgrennslan ekki tilefni til handt „Við litum eftir þessum manni skv. ábendingu vegabréfseftirlits- ins á Keflavíkurflugvelli en hann sýndi aldrei neitt óeðlilegt af sér né braut hér nokkur lög svo okkur sé kunnugt sagði Árni Sigurjónsson, yfirmaður út- lendingaeftirlitsins í viðtali við blaðið í gær. Árni kom úr sumar- fríi í gær og því náði DB ekki tali af honum fyrr. Sagði hann John Waller, eða réttu nafni Lugmeier, hafa farið af landinu rétt áður en hann hafði dvalið hér í þrjá mánuði, en með norður-írskt vegabréf er honum heimilt að dvelja hér í allt að þrjá mánuði án sérstakra leyfa. Þvi kom ekki til frekari afskipta af honum. Árni sagði að litið væri eftir öllum sem ábendingar bærust um frá Keflavíkurflugvelli og árlega væru tugir manns sendir heim, þótt ekki væri um stórafbrot að ræða. Þá tók hann sérstaklega fram að gott samstarf væri með út- lendingaeftirlitinu og vegabréfa- eftirlitsmönnum á Keflavíkur- flugvelli, daglega væri munnlegt samband og skipzt væri á upplýs- ingum af ýmsu tagi. Alloft kæmi fyrir að grunsamlegir menn væru sendir beint til eftirlitsins frá Keflavfk án þess að fá vegabréf sín afhent eftir skoðun fyrr en eftirlitið hefði athugað mál þeirra nánar. Slíkt var ekki gert 2. marz, er Lugmeier kom til landsins. Varðandi það að upplýsingar og mynd af Lugmeier voru ekki fyrirliggjandi á Keflavíkurflug- velli, þegar hann var tekinn þar til sérstakrar skoðunar í marz, sagði Árni eftirlitið senda suður- eftir öll þau gögn sem það teldi koma þar að gagni og hafi ekki borizt þaðan beiðni um frekari upplýsingar en sendar hefðu verið. Hins vegar taldi hann að sú hlið yrði eflaust tekin til athug- unar í ljósi þessa. GS. Jóhann Jóhannsson, starfsmaður Ctlendingaeftirlitsins blaðar í einni Interpolmöppunni. DB-mynd: H.V. Allt að tvo tímatil Hafnarf jarðar Umferðaröngþveiti á Hafnarfjarðarvegi ígær: Umferðaröngþveiti skapaðist á Hafnarfjarðarvegi með þeim afleiðingum að það tók allt upp í hálfan annan til tvo tíma að komast frá Reykjavík til Hafnarfjarðar um tíma í gær. Hins vegar gekk greiðlega að fara frá Hafnarfirði til Reykja- víkur. Astæðan fyrir þessu var að verið var að leggja nýtt slitlag ofan á veginn í Garðabæ, en aðeins ein akrein er í hvora átt svo veita þurfti umferðinni suður úr inn Fífuhvammsveg og eftir lélegum malarveg'i inn í Garðabæ ofanverðan. Veggörnin hafði reyndar verið rykbundin fyrir þetta en að öðru leyti gat hún vart talizt undir þetta búin og óku því bilar enn hægar en skyldi. DB fékk þær upplýsingar hjá l'egagerðinni að malarvegir spilltust mjög fljótt undir slíku álagi. Ennfremur að vandi bessi stafaði óbeint af því ósam- Komulagi sem ríkir um breikk- un vegarins í gegnum Garðabæ, en væru tvær akreinar í hvora átt, yrðu óverulegar tafir þótt verið væri að malbika eina akrein. — G.S. M.vndin sýnir hluta af bílaröðinni þar sem hún þumlungar sig gegnum Kópavoginn í gærkvöldi. Ferðin til Ilafnarfjarðar gat tekið allt að þvi tvo tíma. DB-mynd Hörður. frjálst, óháð dagblað FÖSTUDAGUR 5. ÁGUST 1977. Morgunsólin í baksýnisspegl- inum — orsakaði meiðsli og eignatjön Menn glöddust yfirleitt yfir fallegum morgni hér sunnanlands og blessuðu morgunsólina — allir nema einn. Sá var á leið í átt til Hafnarfjarðar og var kom- inn yfir Arnarneshæðina. Skyndilega bar skæra morgunsólina í baksýnis- ^pegil hans og blindaðist hann smástund. Það augna- blik nægði til þess að hann ók af áætlaðri leið, lenti á ljósastaur utan vegar. Með ökumanni í bilnum var lítið barn. Barnið sakaði ekki en ökumaðurinn meiddist lítils háttar. Bíllinn og staurinn létu hins vegar talsvert á sjá við óhappið. ASt. Víkingur AK fer vel af stað Fyrrum síðutogarinn Vík- ingur AK, sem nýlega var breytt í nótaskip, fór vel af stað í loðnuveiðunum því í fyrsta túr sínum, sem var í gær, tilkynnti skipið um 1300 tonna afla sem það ætlar með til Siglufjarðar. Víkingur er systurskip Sigurðar RE, sem hefur reynzt mjög vel eftir breytinguna yfir í nótaskip og reyndar fengið einn 1300 tonna farm á þessari vertíð. Annars er flotinn nú nær allur úti og veiðiveður er á miðunum 70 mílur út af Straumnesi. Síðasta sólar- hring tilkynntu sjö skip um afla samtals 3060 tonn skv. upplýsingum loðnunefndar. —G.S. Blikkandi I jós vöktu forvitni Hvatlega var brugðið við rétt fyrir klukkan tíu í gær- kvöldi er tilkynnt var um blikkandi ljós í átt að Vífil- felli. Var i skyndi ekið austur. Þar voru svifflug- menn að æfingum á Sand- skeiði. Höfðu þeir einskis orðið varir en þó flogið mikið yfir nærliggjandi svæði og inn yfir Bláfjöllin. Var það tilgáta svifflug- mannanna að hin blikkandi ljós hafi verið endurskin fagurrar kvöldsólar i gluggum svifflugnanna. ASt. Næturævintýri laukofan fskurði Klukkan 6.40 í morgun fór bifreið út af vegi á Hjalla- braut í Hafnarfirði og Ienti ofan í skurð. Slapp öku- maður vel frá óhappinu og billinn er tiltölulega litið skemmdur. Þarna var áfengi með í för. Taldi ökuinaður t.d. að fleiri hefðu veriðmeð honum í bilnum, en iög- reglumönnum virðist lítill vafi leika á þvi, að hann hafi verið einn á ferð. -ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.