Dagblaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 24
Erfðaskrá Sigurliða Kristjánssonar og Helgu Jónsdöttur opinberuð:
GJÖF ALDARINNAR
EÐA ALLRA ALDA
— gjöfin á f jórða milljarð króna. 25% til Borgarleikhúss, 25% til íslenzkrar óperu, 25% til
Listasaf ns ríkisins og 25% til styrktar stúdentum
Erfðaskrá Sigurliða Kristjáns-
sonar kaupmanns í Silla og Valda og
konu hans, Helgu Jónsdóttur, hefur
nú verið gerð opinber. Þau hjón voru
barnlaus og var það vilji þeirra að
nettó-andvirði eignarhluta þeirra i
Silla og Valda skyldi varið til
menningarmála á sviði leiklistar,
málaralistar, sönglistar og
raunvisinda.
25% af nettóandvirði eignarhiuta
þeirra skulu renna til Listasafns
fslands, 25% til íslenzku óperunnar
og skal öllu framlaginu varið til að
koma upp söngleikahúsi til fiutnings
á óperuverkum. Þáskulu 25% ganga
til Leikfélags Reykjavíkur enda renni
allt féð sem framlag LR til byggingar
Borgarleikhúss. Þau 25% sem eftir
eru ganga til tveggja sjóða tifstyrktar
efnalitlum stúdentum í raunvísinda-
námi og til stuðnings nýjungum í
læknisfræði.
Erfðafé þetta samanstendur af
sex fasteignum í Reykjavík, þar á
meðal 97.1% i Glæsibæ. Samalagt
fasteignamat eignanna nemur
rúmlega 2.2 milljörðum króna en
samalagt brunabótaverð nemur
rúmlega 3.5 milljöröum króna. Auk
þess ánöfnuðu þau hjón ríkissjóði
íbúðarhúsi að Laufásvegi 72 og
eignarjörð sinni, Ásgarði í Grímsnes-
hreppi í Árnessýslu, til Hjartavernd-
ar,Reykjavíkurborgarog Skógræktar
ríkisins. Landið liggur meðfram
Áiftavatni og fær Hjartavernd
veiðiréttindi og sumarhús. Land
Hjartaverndar er 80 hektarar. Vilji
hjónanna er sá að á landi Reykja-
víkurborgar rísi sumardvalarheimiii
fyrir 6—14 ára drengi. Landið er um
50 hektarar. Annaö land gengurtil
Skógræktarinnar eða um 600 hektar-
ar með kvöð um skógrækt. Taka
verður fram að hreppsnefnd Gríms-
neshrepps hefur forkaupsrétt að
jörðinni.
í tilkynningu skiptaforstjóra í
dánarbúinu segir að trúlega sé hér um
að ræða gjöf aldarinnar ef ekki allra
alda. -JH.
irjálst, áháð daghlað
LAUGARDAGUR 1. NÓV. 1980.
Larsen næröruggur
með sigur
íBuenos Aires:
„Þýðir ekki
að láta
Karpovvinna
öll mót”
- segir Larsen
- Friðrik nú kominn í
9. sæti
Friðrik Ólafsson er nú í 9. sæti á
stórmeistaramótinu í Buenos Aires.
'Biðskák Friðriks og Browne úr 9. um-
ferð lauk með jafntefli og hefur Friðrik
því hlotið 4 vinninga.
Bent Larsen er ennþá í banastuði og
virðist sem fátt geti nú komið i veg fyrir
sigur. hans á mótinu. Hann vann bið-
skák sína gegn Najdorf og gerði jafn-
tefli við Timman. Timman vann bið-
skák sína gegn Kavalek og gerði jafn-
tefli við Panno. Þá gerðu þeir Ljubo-
jevic og Giardelli jafntefli.
Að loknum 10 umferðum er Larsen
efstur með 8,5 vinninga. Ljubojevic og
Timman eru í 2.—3. sæti með 6,5 vinn-
inga. Andersson er í 4. sæti með 6 vinn-
inga. Friðrik er í 9. sæti eins og áður
sagði með 4 vinninga fyrir ofan
Balashov, Browne, Panno, Quinteros
og Giardelli.
Larsen á eftir að tefla við Kavalek,
Ljubojevic og Andersson. „Það þýðir
ekki að láta Karpov vinna öll mót,”
sagði Larsen í „Ekstrabladet” í vik-
unni.
t -GAJ
Skaplegt helgar-
veður
Veðrið verður heldur skaplegra um
helgina en það var í gær. Búizt er við
suðlægri átt með skúrum eða slydduélj-
um sunnanlands og vestan en björtu á
Norðausturlandi.
Að sögn vegagerðarmanna á Höfn í
Hornafirði var mikill vatnagangur þar í
gær og var á timabili búizt við að illa
færi fyrir vegum í Skaftafellssýslum. í
gærkvöld var hins vegar hætt að rigna
og töldu menn að versta veðrið væri
yfirstaðið.
- ELA
Eldingu laust niður í sali á fyrsta degi alþýðuf lokksþings:
Eyjólfur gjaldkerí
kvaddi Alþýðuflokkinn
— „ ég var kallaður f lokkssvikari af þingmönnunum sem sáu ráðherrastólana í augsýn”
AbottogCostello
íDagblaðsbíói
í Dagblaðsbíói á morgun verður
sýnd sprenghlægileg gamanmynd með‘
Abbott og Costello, Fjársjóður múmí-
unnar. Sýningin hefst klukkan þrjú í
Hafnarbíói. Myndin er svarthvít og
ekki með íslenzkum texta — enda þarf
þess varla við þegar Abbott og Costello
eiga í hlut.
Alþýðuflokksforingjar voru fremur þungbúnir við setningu flokksþingsins 1 gær.
Hér sitja þeir Benedikt Gröndal fráfarandi formaður og Kjartan Jóhannsson
varaformaður en likur benda til að hann verði sjálfkjörinn formaður Alþýðu-
flokksins i dag. Lengst til hægri er Karl Steinar Guðnason ritari Alþýðuflokksins.
Hann býður sig fram í það embætti á ný.
DB-myndir Sigurður Þorri.
,,Ég á ekki lengur samleið með
Alþýðuflokknum og segi mig hér
með úr honum.”
Með þessum orðum lauk Eyjólfur
Sigurðsson gjaldkeri ræðu sinni ,um
reikninga Alþýðuflokksins á þingi
flokksins sem hóst í gær. Yfirlýsing
gjaldkerans var sem elding úr
heiðskiru lofti er laust niður i þing-
salinn. Undrunarsvipur kom á marg-
an þingfulltrúann og einn af eldri
kynslóðinni er sat við sama borð og
fréttamenn krossbölvaði. Eyjólfur
staðfesti það i samtali við blaðmann
Dagblaðsins áður en hann yfirgaf
þingstaðinn á Hótel Loftleiðum
stutif iðai aðþessa ákvörðun hefði
hann tekið fyrir löngu og að gera
hana opinbera á flokksþinginu.
„Enginn gerir svona lagað að gamni
sínu. Sem trúnaðarmaður flokksins
taldi ég réttast að tilkynna þetta hér
og nú og hafði ekki sagt nokkrum
manni frá því fyrirfram.”
í ræðu sinni á þinginu sagðist
Eyjólfur ætíð hafa verið eindreginn
andstæðingur stjórnarmyndunar
Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og
Alþýðubandalags 1978. „Ég fór ekki
dult með þessa skoðun mína og var
kallaður flokkssvikari af þing-
mönnum flokksins sem sáu ráðherra-
stólana í augsýn. Við sem sættum
okkur ekki við starf með
Alþýðubandalaginu þá sjáum enn
betur nú hvað slíkt þýðir,” sagði
Eyjólfur.
Eyjólfur sagði í samtali við DB að
úrsögn sin ætti ekki rætur að rekja til
„sviptinganna i Alþýðuflokknum
undanfarið”. Hann kvaðst þó ekki
draga dul á að hann væri eindreginn
stuðningsmaður Benedikts Gröndal,
en færðist undan því að skilgreina
hvaða öfl það væru sem að hans mati
sveigðu starf hans og stefnu af þeirri
braut sem honum er að skapi. Hann
sagði að ágreiningur sinn við þessi
„öfl” væri bæði pólitískur og per-
sónulegur. Eyjólfur kvaðst telja sig
eindreginn jafnaðarmann eftir sem
áður og enginn annar stjórnmála-
flokkur stæði sér nær. Hann hefur
Eyjólfur Sigurðsson kom á Loftleiða-
hótelið i gær sem gjaldkeri Alþýðu-
flokksins en gekk þaðan út aftur
hálfum þriðja tima siðar sem óflokks-
bundinn maður. Ursögn hans úr Al-
þýðuflokknum kom ölluni þingheimi á
óvart.
verið flokksbundinn í Alþýðuflokkn-
um í 26 ár, setið í flokksstjórn í yfir
20 ár, verið formaður framkvæmda-
stjórnar um hrið og gegnt fleiri trún-
aðarstöðum, nú síðast stöðu gjald-
kera.
Auðhi.yrt var á þingfulltrúum að
þeim þótti úrsögn Eyjólfs ill tíðindi
svona strax í byrjun flokksþings.
Töldu sumir að hann hefði átt að velja
annan vettvang til að birta ákvörðun
sína. Jón H. Guðmundsson skóla-
stjóri í Kópavogi kvaddi sér hljóðs á
þinginu og gerði úrsögnina að
umtalsefni: Hann sagði Eyjólf hafa
unnið flokknum „ómetanlegt gagn”
og augljóst væri að hann gerði þetta
ekki að ástæðulausu. Þegar líða tók á
ræðuna gerðist Jón H. hvassyrtari:
„Ástæðan fyrir ákvörðun Eyjólfs
er sú að hann hefur í áraraðir barizt
við fjandsamleg öfl í flokknum. Viss-
ar klíkur hafa sparkað í hann æ ofan
í æ, sömu klíkurnar og stundað hafa
flokksfjandsamlega iðju í fjöl-
miðlum. Ef við ölum slíkt fólk við
brjóst okkar er vá fyrir dyrum í
Alþýðuflokknum.”
-ARH.
LUKKUDAGÁR:
1731
1. NÓVEMBER
Utanlandsferð á
vegum Samvinnuferða
Vinningshafar hringi
í sima 33622.