Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1948, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1948, Blaðsíða 5
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 289 KVEKARAR FENGU FRIÐARVERÐLAUN NOBELS MARGIR menn víðsvegar um heim hafa sjálfsagt rekið upþ stór augu, er það frjettist að KveKarar hefði fong- ið friðarverðlaun Nobels að þessu sinni. Og hjer á landi var spurt: „Hvað hafa Kvekarar til þessa unn- ið?“ Það var von að menn spyrðu, því að hjer hafði ekkert um það frjest, að Kvekarar hefði gengið bet- ur fram í því en aðrir að starfa að alheimsfriði. Það var sjerstök deild innan fje- lagsskapar Kvekara, sem fekk þessi verðlaun. Nefnist hún „American Friends Service Committee" og var stofnuð í júní 1917 af dr. Rufus Jones, sem nú gengur undir nafninu „besti vinur mannkynsins." Jones var 54 ára að aldri, er hann stofnaði þetta bræðralag — einmitt kominn á þann aldur, er menn fara yfirleitt að taka sjer hvíld frá störf- um, eða hætta að brjótast í nýum framkvæmdum. Síðan eru nú 31 ár og Jones er nú heiðursforseti bræðra- lagsins. Þegar fyrra heimsstríðið skall á, neituðu Kvekarar algjörlega að gegna herþjónustu. Þeir vildu ekki fyrir neinn mun vega menn. En þeir voru fúsir til þess að hætta lífi sínu og eignum til þess að draga úr böli styrj- aldarinnar. Rufus Jones fór þá til Washington til þess að tala máli þeirra við herstjórnina. Hann fekk afsvar. Kvekarar urðu að gegna her- þjónustu eins og aðrir borgarar. Nokkrum dögum seinna kom Jones aftur til Washington og vildi enn freista þess að fá Kvekara undan- þegna því að fara í herinn: „Vjer bjóðumst til þess að vinna fyrir stjómina hvert það verk, sem oss er falið og vjer vitum með góðri sam- vizku að getur orðið mannkyninu til i)lessunar,“ sagði hann. Aftur fekk hann hreint afsvar. Hann gafst þó ekki upp og eftir að hafa fengið neitun nokkrum sir.num ennþá um sumarið, ljet hermálaráðu- neytið að lokum undan, og fyrstu sveitir „bræðranna“ voru sendar yfir hafið. Að stríðinu loknu (1918) heldu þær enn kyrru fyrir í Norðurálfunni. Þær hjálpuðu þá til þess að endurreisa 1666 frönsk þorp, sem höfðu verið skotin í rústir í stríðinu. Þær leituðu uppi fjölskyldur þýskra herfanga og hjálpuðu þeim á allan hátt. Þær björg- uðu miljónum barna í Þýskalandi frá hungUrkvölum og jaínvel dauða. Þær hjálpuðu pólskum flóttamönnum. Þær fóru til hungurhjeraðanna í Rússlandi og veittu hjálp. Þær unnu stórkost- legt líknarstarf í Austurríki, Rúss- landi, Póllandi og Serbíu. Og í borg- arastyrjöldinni á Spáni leituðust þær við að bæta úr neyðinni beggja megin víglínunnar. í nóvembermánuði 1938 hófu nas- istar í Þýskalandi hcrferð sína gegn Gyðingum. Heimili Gyðinga voru upp- leyst, búðir rændar og þúsundir Gyð- inga voru fluttar í fangabúðir. Þá brá Jones við og fór til Berlínar ásamt tveimur samverkamönnum sínum til þess að reyna að hjálpa Gyðingum og bæta kjör þeirra. í margar vikur urðu þeir að bíða í Berþn eftir því að ná tali af Gestapo. - En er þeir gátu borið upp erindi sitt, var þeim kuldalega tekið. „Hvaða sönnun höfum við fyrir því að þið sjeuð ekki njósnarar, út sendir af Bandaríkjastjórn? Hefur ykkur ekki verið mútað til þess að reyna að koma á uppreisn gegn foringjanum?“ " » ■£ íh Dr. Rufus Jones spurði Gestapo foringinn af þjósti. Þá las Jones fyrir hann skjal, þar sem lýst var tilgangi og stefnuskrá Bræðralags Kvekara. Þar stóð meðal annars: „Vjer fylgjum engri stjórnmála- stefnu og höfum ekkert samband við alheimsfjelög og höfum engan áhuga fyrir áróðri í neinni mynd. Vjer kom- um til Þýskalands í lok heimsstríðs- ins og höfðum þar yfirstjórn með mat- gjöfum handa þýskum börnum. Vjer komum fyrstir til Vínarborgar eftir stríðslokin, og vjer fluttum þangað 800 kýr og sáum öllum sjúkum börn- um fyrir mjólk, og vjer útveguðum kol handa sjúkrahúsunum.... Vjer skellum ekki skuldinni á neina þjóð, fyrir hið illa ástand, sem er í heim- inum. Vjer dæmum ekki, vjer gagn- rýnum ekki, en vjer spyrjum um það, hvar vjer getum orðið að gagni og linað böl og þjáningar.“ Þetta hreif. „Það rættist úr Gestapomanninum. og þegar vjer fórum var hahn svo vingjamlegur að hjálpa oss í frakk- ana. Fáum dögum seinna voru gefin út fyrirmæli um það til allra þýskra borga og staða, að vjer mættum ferð- ast óhindraðir um alt,“ segir Jones. Nú sem stendur starfar Bræðralag-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.