Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1962, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1962, Blaðsíða 2
ÆMvf Slik SVIP- MVND STUTTU eftir að Jóhannes páfi XXIII hafði tekið víð æðsta embætti kaþólsku kirkj- unnar, flutti hann ávarp til nem- enda prestaskóla Vatikansins. — í þessu ávarpi mæiti hann fram með anda auðmýktar og lítillætis, og komst þannig að orði: „Auðmýkt krefst oft þagnar. Auðmýkt er ekki mérki um veikleika, heldur sýnir hún sterkan persónuleika og göfug- leika, og vissan hæfileika í því að fóstra friðsöm viðskipti manna á milli“. Hér talaði meistarinn, sem hafði haft reynslu í þessum málum og tamið sér sjálfur þessar dyggðir, sem nú orðið virðast því miður vera álitnar úreltar og ekki samræmilegar hugmyndum nú- tímamanna. Uppruni og æviferill Jóhannesar páfa láta okkur ekki í neinum vafa um þá staðreynd. Allt í lífi hans, framkomu og viðskiptum við umheiminn, ber vott um hispursleysi og yfirlætisleysL Eins og flestum er kunnugt fædd- ist hann í fátækri bóndafjölskyldu í smábænum Sotto il Monte á Norður- ítalíu, í húsi, köldu og ónotalegu, sem var vel til þess fallið að geta af sér byltingamenn. En andinn í Roncalli- fjölskyldunni var allt annar. Jóhannes páfi segir sjálfur um fæðingarheimili sitt: „Við vorum fátæk en hamingju- söm. Við gerðum okkur ekki grein fyr- ir því, að okkur vantaði eitthvað. Fjöl- skylda mín var umfram allt auðug að himneskum gjöfum. Frá fæðingunni önduðum við að okkur andrúmslofti gæzku, lítillætis og ráðvendni". Angelo Roncalli, en það er nafn Jó- hannesar páfa, var þriðja barnið af 13 og fyrsti drengurinn. Nokkrum klukku- tímum eftir fæðingu drengsins yfirgaf móðirin fæðingarrúmið og gekk með eiginmanni sínum til kirkjunnar til þess að láta skíra drenginn. En sóknar- presturinn var í öðrum bæ, og héldust foreldrarnir við í prestshúsinu þangað til hann ko«i aftur undir kvöldlagi, og á meðan stormur hristi gömlu kirkjuna var drengnum haldið undir skírn. Angelo hagaði sér eins og önnur þóndabörn. Þegar hann var orðinn sex ára gamall fór hann gangandi í skóla, sem var í nokkra kílómetra fjarlægð frá Sotto il Monte. í fórum sínum hafði hann stykki af brauði úr maískorni til miðdegisverðar, og til þess að hlífa skónum sínum sem lengst gekk hann berfættur alla leið til skólans. Fyrstu ár hans í skólanum jafnast ekki við það snið, sem finnst oft í ævisögum mikilla manna. Hann var góðgjarn drengur en bar ekki af í náminu. Hann var eðlilegur drengur en löngunin til lærdóms kom seinna. Þar eð hann ólst upp í stórri fjölskyldu var hann ekki skemmdur með of miklu eftirlæti. For- eldrar létu öllum börnum í té jafnmikla ást og umhyggju. Börnin fóru að vinna snemma, einkum á bóndabænum, en þau lærðu að vera sjálfstæð á unga aldri. Þegar Angelo Roncalli fór í presta- skólann var hann sterkur og heilsúgóð- ur ungur maður, tilbúinn til að vinna og sigra. Og seinna, þegar hann var orð- inn prestur, biskup og kardináli, var hann samt hinn sami eðlilegi, vingjarn- legi og hispurslausi maður. B óndasonurinn, sem hafði hækk- að í tign og náð ábyrgðarstöðum stig af stigi, gat í einlægni sagt: „Ég hef aldrei hugsað mér eða ætlað mér annað en að verða sveitaprestur“. 1 raun og veru hafði almenningur ekki tekið sérstak- lega eftir honum, og aldrei minnzt sér- staklega á hann, áður en hann var val- inn til páfaembættisins, þótt hann hefði margra ára diplómatiska þjónustu að baki sér á erfiðum stöðum, svo sem í Búlgaríu, Tyrklandi, Grikklandi og Frakklandi. En brátt skynjuðú menn góðvild og gæzku páfans, sem er grund- völluð 1 auðmýkt hans. Samkvæmt settum siðum Vatikansins eiga kaþólskir menn að knékrjúpa þeg- ar þeir hitta páfann og fara frá honum. Jóhannes páfi takmarkaði það sem mest. Þjónn hans, sem hafði þjónað honum í mörg ár, var svo gagntekinn af lotningu, þegar Roncalli karináli gerðist páfi, að hann knékraup í hvert skipti, sem hann var kallaður til páf- ans, og getur slíkt verið nokkuð oft. ,.Ef þú heldur svona áfram“, sagði páf- inn, „ætla ég að fá mér annan þjón, láttu sem þú værir enn í Feneyjum“. S á siður hefur alltaf verið í Vati- kanina, að páfinn borðaði einn. En Jó- hannes gat aldrei sætt sig við það. Þeg- at hann var patríárki í Feneyjum hafði hann alltaf „opið hús“, því að það getur verið, Sagði hann, að einhver sé svang- ur eða þarf að skrifta. Hann reyndi að borða einn í heila viku en að hans eigin sögn leið honum ekki vel. „Ég leitaði í Biblíunni, hvort einhver segði þar, að ég ætti að borða einn. Ég fann ekkert, svo ég hætti bara við það, og núna líð- ur mér betur“. Eftir formlega viðtöku páfaembættis- ins sat hann yfir borðum með systur sinni og þremur bræðrum, sem búa enn í Sotto il Monte, ásamt 18 frændum og frænkum og öðr- um ættingjum. Systir páfans hafði kom- ið með stóran forða af heimatilbúnum pylsum handa bróðurnum, páfanum. „Maður veit ekki, hvaða mat hann fær hérna", sagði hún. Bræðurnir þrír voru með stórar töskur, fullar af matvælum að heiman: „Okkur var sagt, að matur- inn hér sé ekki eins góður og hjá okk- ur“, sögðu þeir. D 1. áfinn þolir illa formlegar reglur þegar kominn er kaffitími. Að drekka fcolla af kaffi eða glas af víni í samfé- lagi við aðra er að hans dómi tækifæri til þess að koma boði Guðs í fram- kvæmd að elska hvern annan. Einn dag kom hann frá viðtali við stórhöfðingja og fann veggfóðrara við vinnu í herbergi sínu. Hann greip strax tækifærið til þess að bjóða mönnunum til miðdegisverðar með sér. Einnig á öðrum sviðum hefur gætt hispursleysis og yfirlætisleysis páfans. Einn af aðstoðarmönnum hans spurði hann einu sinni að því, á hvaða tímum hann vildi, að ferðafólki yrði bannað að fara upp á þak Péturskirkjunnar, þegar hann langaði að ganga um í görðum Vatikansins. Jóhannes páfi svaraði: „Hafið þakið opið, þegar ég er úti. Ég lofa að hneyksla ekki ferðafólkið“. Þótt runninn sé úr alþýðustétt hefur Angelo Roncalli unnið hylli og vináttu allra, bæði fátækra og auðugra, mennt- aðra og ómenntaðra. í viðleytni hans að samlagast öllum hefur hann valið sér þetta slagorð: „Ég hef alltaf leitað að því sem sameinar, ekki að því sem að- skilur“. ]V?eðan hann var sendifulltrúi páfans í Búlgaríu frá 1925 til 1935 vann hann hjörtu bæði kaþólskra sem orto- doksa, en þetta land hefur alltaf verið virki hinna síðarnefndu, sem í mörg ár höfðu verið heldur fjandsamir kaþólsku kirkjunni. En auðmýkt hans og ein- lægni opnuðu dyrnar fyrir honum löngu áður, en lýsti lítillæti sínu í skilnaðarræðu sinni við burtförina frá Búlgaríu: „Ég hef gert lítið fyrir ykk- ur. Ég brást í mörgu vegna galla minna, og þótt ég hafi forðazt að móðga ein- hvern, þá bið ég ykkur að fyrirgefa mér eins og góðir bræður gera. Ég er maður eins og þið“. Hið sama má segja um dvöl hans I Tyrklandi og Grikklandi. Eftir síðari heimsstyrjöldina var Ron- calli sendur til Parísar sem sendifull- trúi Píusar XII, og var það erfitt emb- ætti, sem krafðist mikillar diplomatiskr- ar kunnáttu og hygginda. S umir af hinum æðstu stjórnmála- mönnum Frakklands hafa verið andvíg- ir kirkjunni, en Roncalli kardínála tókst að gera þá að kunningjum og vinum sínum, sem höfðu gaman af að líta inn til hans, spjalla við hann um daginn og veginn og jafnvel leita ráða hjá honum. Auriol forseti, trúlaus sósíalisti, var mikill vinur hans. Þegar Pius XII út- nefndi Roncalli kardinála gagðist Auriol vilja sjálfur rétta honum hinn svokallaða rauða hatt, en það hefur verið frá fornu fari siður í kaþólskum löndum, að konungur, forseti eða stjórn- andi landsins rétti hinum útnefnda kardinálahattinn, á meðan hinn síðar- nefndi krýpur frammi fyrir stjórnanda landsins. Auriol forseti var heyrður segja við þetta tækifæri: „Þér krjúpið fyrir mér, yðar hágöfgi, en það erum vér, sem ættum að krjúpa fyrir yður“. Þegar Edouard Herriot, gamall and- kaþólskur stjórnmálamaður, lá fyrir dauðanum, vildi hann fá blessun þeirr- ar kirkju, sem vinur hans Roncalli þjónaði. Jóhannes páfi hefur stundað sjálfur það, sem hann hefur prédikað. Hann sagði einu sinni, að páfi ætti að vera „vitur og hóglyndur stjórnandi, heilag- ur maður, sem leiðir aðra til heilag- leika, og að það megi ekki hugsa sér hann sem pólitískan eða vísindalegan páfa, heldur væri það hlutverk páfans að vera „góður hirðir“. Með réttu má segja, að Jóhannes XXIII hefur reynt að vera það síðan hann settist á Pétursstólinn. Séra Hacking. Utgefandl: H.f. Arvakur, ReykjavUt. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) SigurBur Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur KonráS Jónsson. Auglýsingar: Ami GarSar Kristinsson. Ritstjóm: Aðaistræti 6. Simi 22480. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. tölublað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.