Lesbók Morgunblaðsins - 21.07.1963, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.07.1963, Blaðsíða 2
JMliBBlk SVIP- MVND H.ABIB BOURGÍBA, for- seti Túnis, er einn af at- hyglisverðustu, umdeildustu og flóknustu leiðtogum frelsisbarátt- unnar í Norður-Afríku. Hann stend- ur nú á sextugu og á að baki sér sérkennilegan og margbrotinn ævi- feril. Honum hefur oft verið borið á brýn, að hann væri tvöfaldur í roðinu — og óneitanlega er ýmis- legt sem styður þá staðhæfingu. Hann er í senn ofstækisfullur og örlagatrúar, fimur pólitískur samn- ingamaður og ósveigjanlegur and- stæðingur. Bæði skapgerð hans og lífsferill einkennast af andstæðum og þversögnum. Bourgíba er fæddur í Múhameðstrú, en mótaður á esturlöndum. Hann er nokkurs konar persónugervingur frelsis- baráttunnar í Norður-Afríku, en tók embættispróf í lögum í Paris. Hann tal- ar frönsku betur en arabísku. Hann getur þulið langa kafla úr verkum Moli- éres og annarra franskra skálda utan- bókar, en þekking hans á Kóraninum er næsta takmörkuð. Hann hefur setið í fangelsum Frakka samtals 12 ár, en hefur sjálfur verið kvæntur franskri konu og á son, sem er franskur ríkis- borgari. E nn í dag setur „tvöfeldnin“ svip sinn á pólitískt líf Bourgíba og við- horf hans til málefna dagsins. Hann ját- ast „Magreb"—• áætluninni eða réttra sagt draumnum um sameinaða N-Af- ríku — en lítur á Alsír sem ógnun við Túnis. Eftir samsæri og banatilræði við hann fyrir hálfu öðru ári sleit hann stjórnmálasambandi við nágrannaríkið, sem veitti tilræðismönnunum hæli. Hann er opinberlega meðmæltur hugmynd- inni um einingu Arabaríkjanna, en hon- um stendur beygixr af Egyptum, og á sama tíma og Alsír gerir sér dælt við Sovétríkin og Kúbu, leitar Bourgíba stuðnings hjá Bandaríkjunum og Frakk landi. Hann var um skeið á æskuánxm sínum harður kommúnisti, en hefur síð- an brennimerkt kommúnismann, og valdhafarnir í Moskvu hafa ekki gleymt því, að þegar þjóðbyltingin í Ungverja- iandi brauzt út, var það utanríkisráð- herra Bourgíba sem skeleggast and- mælti og fordæmdi hernaðaríhlutun Sovétríkjanna. Bourgíba fæddist fyrir 60 árum, og faðir hans var liðsforingi í heima- varnaliði Túnis, sem þá var franskt verndarsvæði. Faðirinn lézt þegar sonur inn var fimm ára gamall og yngstur af átta börnum. Upp frá því var hann alinn upp af elzta bróður sínum. Á unga aldri fékk hann berkla og var hætt kom- inn, en fékk fulla bót, ekki sízt fyrir tilverknað bróðurins, sem var læknir. Tvítugur að aldri kom hann til Parísar til að ljúka námi sínu í lögfræði, en hann eyddi miklum tíma í Comédie Francaise og öðrum leikhúsum, þar sem hann teygaði verk hinna klassísku höfunda, og hefur það sett sterkan svip bæði á lífsviðhorf hans og málfar. — Tveimur árum síðar kvæntist hann ungri franskri stúlku, Matlxilde Lorraiu — og 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ABIB BOURGÍBA entist það hjónaband allt fram til apríl- mánaðar 1962, en þá gekk hann að eiga systur félagsmálaráðherrans í ríkis- stjórn sinni. Meðan Bourgíba dvaldist í París var hann mjög vinstrisinnaður og um stutt skeið félagi í kommúnistaflokknum, en brátt varð hann gagntekinn af þeim sjálfstæðis- og frelsishugsjónum heima í ættlandinu, sem fætt höfðu af sér þjóð- ernissinna-hreyfingu, þó sú hreyfing væri ekki nægilega byltingarsinnuð að dómi Bourgíba. E ftir að Bourgíba kom aftur heim til Túnis kastaði hann sér út í frelsis- baráttuna jafnframt því sem hann hóf málfærslustörf og gaf út blað um skeið. Hann stofnaði ásamt hópi skoðana- bræðra sinna nýjan flokk, sem varð keppinautur hins gamla Destour-þjóð- ernisflokks og nefndist Neo-Destour. Hann varð framkvæmdastjóri þessa flokks árið 1934 og árið eftir var hann i íyrsta sinn fangelsaður af Frökkum. Árin næstu á eftir sveimaði hann lát- laust inn og út úr fangelsum og fanga- búðum. Endrum og eins var hann að því kominn að láta í minni pokann vegna mjög harkalegrar meðferðar Frakka, en hann missti aldrei sjónar á hinu mikla marki sínu og gleymdi aldrei hvaða pólitískum raunsæisbrögð- un hann yrði að beita til að ná því. Þegar seinni heimsstyrjöld brauzt út, sat hann í fangelsi í Frakklandi og varð að horfast í augu við það, að dauðarefs- ing væri sennilegasta hlutskipti hans. Um þetta leyti — árið 1942 — samdi hann í klefa sinum nokkurs konar póli- tiska erfðaskrá, þar sem m.a. segir: „Þýzkaland vinnur ekki styrjöldina. Þess vegna verður stefna okkar að vera sem hér segir: Gefið áhangendum okkar skipun um að ná sambandi við frönsku gaullistana á mína ábyrgð og, ef þörf krefur, í mínu nafni. Við verðum að samræma starfsemi okkar starfsemi þeirra, vonir okkar eru bundnar við gaullismann og spurningin um sjálfstæði clckar verður að bíða fram yfir stríðs- lok. Stuðningur okkar við bandamenn verður að vera skilyrðislaus. ... “ Eigi að síður var hann leystur úr haldi fyrir tilstilli Þjóðverja og varð eins konar „heiðursfangi" í Róm, þar sem lagt var mjög hart að honum að mynda túnisíska útlaga- og frelsisstjórn, en hann þvertók fyrir það, og eftir að hann komst aftur til Túnis árið 1944 hvatti hann aftur fylgjendur sína til stuðnings við Frakka. Upp frá því var barátta hans fyrir sjálfstæði landsins háð gegn andstöðu Frakka, almennum efasemdum Túnis- búa sjálfra og vaxandi tortryggni bæði Alsírbúa — jafnvel þótt hann veitti alsírskum uppreisnarmönnum hæli og vopn — og Egypta, sem réttilega óttuð- xxst vestræna stjórnmálastefnu hans, Þrátt fyrir Bizerta-erfiðleikana sumar- ið 1961, þegar hersveitir Frakka og Tún- isbúa börðust, og þrátt fyrir persónuleg- an kala milli Bourgíba og de Gaulles (þeir eru alltof áþekkir!), þá hefur Bourgíba (sem oft er meiri gaullisti en de Gaulle sjálfur) aldrei horfið frá því meginsjónarmiði sem hefur mótað, mót- ar og mun móta stefnu hans: Túnis á einn raunverulegan vin: Frakkland — og Túnis á eina rétta leið: vestur á bóginn. Árið 1950, þegar Mendés-France var forsætisráðherra Frakka, hlaut Túnis sjálfstæði, ekki sízt fyrir tilverknað ráð- herrans Christians Fouchets, sem síðar varð sendiherra Frakka í Kaupmanna- höfn. Síðan hefur stefna Bourgíba mót- azt af þeirri viðleitni að tryggja sjálf- stæði og virðingu landsins út á við og koma á umbóta- og nútímaskipulagi inn á við, m.a. með því að útrýma fjöl- kvæni, koma á nýrri löggjöf um hjóna- skilnaði, grundvalla nútímaskólakerfi og endurskipuleggja bæði launþegasam- tökin og landbúnaðinn. Margt er enn ógert, en furðulega miklu hefur verið komið í verk. Bour- gíba hefur sjálfur sagt, að markmið hans sé að breyta landi sínu eftir norrænni fyrirmynd, en það muni taka tíu eða tuttugu ár. Hann kom til Danmerkur í opinbera heimsókn í síðasta mánuði, og þar var það mál manna, að hann væri kannski sá þjóðhöfðingi nútímans, sem gerði sér skýrasta grein fyrir yfir- burðum lýðræðisins á Norðurlöndum. Bourgíba á marga fjandmenn, bæði heima fyrir og ekki síður í nágranna- löndunum. Hann getur verið hrokafull- ur og sjálfbirgingslegur eins og de Gaulle, óútreiknanlegur og reikull eins og Ben Bella, ofstækisfullur og áróðurs- kenndur eins og Nasser — en hann getur í mikilvægum atriðum skírskotað til raunhæfra afkasta og árangurs. Hann er sá af leiðtogum hinna nýju ríkja, sem bezt hefur skilið, að frelsið felur ekki í sér forréttindi, heldur skyldur. Hagalagðar KOMINN SUNNUDAGUR. í marz 1922 hélt Stúdentafélag Reykjavíkur trúmálaviku, þar sem 6 helztu trúarleiðtogar höfuðstaðarins fluttu framsöguerindi um trú- og kinkjumál, en almennar umræður urðu á eftir. í þeim tóku þátt 16 ræðumenn, en almenningur fylgdist með af áhuga. Síðasti ræðumaður trúmálavikunnar var sr. Bjarni Jóns- son. Hann hóf mál sitt á þessa leið: Trúmálavikan er á enda. Búið er að birta mannfjöldanum mismunandi skoðanir. En um 12-leytið leit ég á klukkuna og þá datt mér í hug: Það er kominn sunnudagur. — Já, sunnu- dagur. Á deginum, sem nú rennur upp, verður ekki aðeins talað um skoð anir, það verður starfað. Kirkjuklukk urnar kalla, og í hinum ýmsu lönd- um fagna menn heilögum stundum í musterum Drottins, lofsöngurinn hljómar á mörgum tungum. Þrátt fyrir allt heldur kirkja Krists áfram að starfa. Utgefandi: Hi Arvakur, Reykjavllc. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Slgurður Bjarnason íré Vieur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Ami Garðar Kristinsson. Ritstjóm: Aðalstræti 6. Sími 22480. 23. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.