Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1969, Blaðsíða 5
Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka
Hcann gerir ekki flugu mein
Ragnar litli var rétt að segja
kominn að horni skemmunnar
að Holti, þegar bann nam
skyndilega staðar. Já, það
leyndi sér ekki, að Geiri gamli
vinrnumaðurinn í Holti var á
sunnjudagsgöngu sinni um hlað-
ið. Bölv bans og ragn var sízt
minna en síðast þegar Ragnar
kom þar, en þá var hann hvergi
hræddur, enda í fylgd með föð-
ur símim.
— Parðu bölvaður, farðu
bölvaður, — endurtók Geiri
gamili í sífelilru og gekk þuogum
skrefum, álútur með hendur fyr-
ir aftan bak, þvert yfir hlaðið
og til baka aftur eins og hann
ætti í höggi við ósýnilegan óvin.
Ónotahrollur fór um Ragnar,
þar sem hann stóð að baki
skemmuhornsins og hann þorði
ekki feti lengra. Helst hefði
hann kosið að snúa heim, en
hann var orðinn átta ára og það
gat ekki gengið að hlaupast frá
því að skila bréfinu til hús-
bóndans að Holti, sem honum
hafði verið trúað fyrir. >á yrði
litið á hann eins og hvert ann-
að smábarn, og það gat hann
ekki látið um sig spyrjast.
Ragnar gægðist fyrir skemmu
homið í þeirri von, að hann sæi
einhvern annan heimamann frá
Holti koma út. En Geiri gamli
réð einn ríkjum á hlaði bæjar-
ins og virtist fremur herða
gönguna en hægja. — Farðu
bölvaður, farðu bölvaður, —
enduirtók Ge'iri í síifellu og föd-
leitt sikiin haustsóíliarinniar end-
unkasta’ðiiist frá berum sikalliain-
um á honum og gráar hárliufs-
urnar, sem mynduðu hring um
þemmiam stóra skalilia gerðu hamm
enn ófrýnilegri. Ekki var Geiri
stór, rétt mieðalimaðuT, en aiUiuir
á þverveginn, og Ragnari fannst
hendur hans þær stærstu, sem
hann hafði séð. Enginn annar
átti svona stórar hendur, hugis-
aði Ragnar og beið í ofvæni eft-
ir komu einhvers Holtsbæjar-
manns. En enginn kom. Geiri
herti gönguna, og kvað enn fast
ar að orði í viðureign sinni við
óséðan óvin.
— Hvað kom Geira gamla til
að láta svona, mamma: hafði
Ragnar sagt, þegar hann kom
heim úr síðustu ferð sinni að
Holti.
Maminna Raignians litla hafðd
horft á hann alvarlega og svar-
að svo. — Hann getur ekki
gert að þessu, karlauminginn.
Hann gerir ekki flugu mein. —
En þegar Ragnari fannst þetta
ekkert svar og innti betur eftir
þá sagði mamrna 'hans, að hann
væri of ungur til að skilja þetta.
Siíkt svar var verra en ekk-
ert, fannst Ragnari, það var
eins og maimima hans liti á hann
sem smákrakka. Hann sem var
orðinn átta ára og elzta barn-
ið á bænum. En Ragnar var
ekki á því að gefast upp við
svo búið, svo að hanrn stilllti þá
svo til, að hann varð einn með
fjósamanninum heima, honum
Lása og bauðst meira að segja
til að aðstoða við mokstur fjóss-
ins, sem var þó í hans augum
ekkert skemmtiverk. — Þegar
Ragnar hafði borið fram spurn-
iniguna um Geira, leit Lási á
hann, velti tóbakstölunni upp í
sér og spýtti faigmaniniLega á ann
an dyrastaf fjóssins. — Hann
Geiri! Jú, hann er búinn að
láta svona lengi: víst allt frá
því að hann missti kon-una. —
— Missti konuna? hváði
Ragnar. Hann hafði þá átt konu
hann Geiri, þessi iuiraliegi, sköll
ótti karl, sem bölsótaðlst á hlað-
inu í Holti, hvern sunnudag ár-
ið um kring. —
— Já, missti konuna, — sagði
Lási og lét heyrast í skóflunni,
er hann renndi henni eftir
hellulögðu fjósgólfinu. Sko,
konan hans Geira var ung, þau
voru nýgift og ætluðu að fara
að byrja búskap í Holti á móti
bóndanum, sem þar býr nú. Hún
var systir bóndans. Hún átti
von á barni, þú skilur það, þú
ert orðin átta ára. Jú, Ragnar
skildi það og fannst nú Lási
vaxa í augum sínum, því það
var sýnilegt að honum var Ijóst,
að það var ekki svo lítið að
vena orðimm átta ára karimiaðuir.
Hann missti konuna, — end-
urtók Lási, það bar þanmig til,
að hún var að tara út með þvott
til að henigja á snúru, en rak
víst fótinn í stein á hlaðinu og
datt svo illa að hún rotaðist.
Það var hvasst þetta kvöld,
sem hún datt. Hún var borinn
í bæinn en raknaðd ekki úr rot-
inu, svo að læknir var sóttur.
Læknirinn sagði, að það væri
höfuðkúpubrot og gat ekkert
að gert. Nú, svo dó konan og
barnið var ófætt, svo að Geiri
stóð einn eftir. Síðan hefur
hann verið vinnumaður í Holti
hjá mági sínum og unnið hvem
dag sem víkingur. Hamm hefur
alltaif verið duiglegur hann Geiri
|þó að fámálll sé, því að hainm
segir varla orð við nokkurn
mann. Nú ári seinna tók hann
upp á þessari göngu og bölvi á
hlaðimiu. Þa'ð vair reynit að fá
hann ofan af því í byrjum,. en
þegar það bókst ekki, var hann
látinm eága sig rnieð þaið og allir
láta sem þeir hvorki sjái hann
né heyri á sunnudögum, en það
eru hans göngudagar. En hann
gerir ekki flugu mein hanm Geiri
gamli, sagði Lási að lokumhlý-
lega. —
— Gerir ekki flugu mein!
hugsaði Ragnar og gægðist aft-
ur fyrir horn skemmunnar á
Holti þar sem Geiri bölsótaðist
einn á sinni sunnudagsgöngu
um hlaðið. — Það er lítil bót
fyrir mig, þótt hann drepi ekki
flugur, hugsaði Ragnar, og svo
er þetta kannski meint til mín,
því að fólkið heima veit að ég
hef gaiman af að elta flugur og
fiðrildi. Eins og ég megi það
ekki, alveg eins og kötturinn!
Geiri hélt áfram göngunni og
Ragnar hélt áfram að bíða við
skemmukornið.
En allt í einiu brá svo við, að
Geiiri rak fótimm í steim og félfl.
flatur. — Á, ertu þarna bölvað
ur, sagði Geiri sigri hrósandi
um leið og hann reis upp, sneri
sér að steininum, sem hann hafði
falllið um og lét hneifiania ganiga
á honum.
Hafðu þetta, hafðu þetta,
saigði Geiiri í sifeflHu, en brá svo
snöggt við og hljóp inn í
skemmu og sótti þangað járn-
karl. Hann réðst að steininum
með járnkarlinum og lamdi
hann enn betur, en hætti þó
brátt og tók að losa hann úr
grunninum. Steinninn var stór
og illíastur, en að loíkuim tóifcst
Geira að ná honum upp. Þá
færðist Geiri aflluir í aukama,
tók steininn í fang sér, þótt
þungur væri og gekk með
hann beint að fjósforinni, sem
vair í hallamum, rétt nieðam við
hlaðið. — Þetta er staðurinn
bölvaður, — sagði Geiri um ledð
og hann lét steininn falla í for
ina, svo að gusurnar gengu hátt
í loft upp. Síðan gekk Geiri
hægt og rólega heim að bænum
og lokaði á eftir sér.
Nokkru seinna barði Ragnar
að dyrum, skilaði bréfinu og
fékk mjólk og kökur hjá hús-
freyjunni. Geira sá hann ekki
aftur, enda flýtti hann sér heim
á leið. Daginn eftir frétti hann
að Geiri gamli væri dáinn. Hann
hafði látizt í svefni nóttina eft-
ir viðuirieiigin sínia við steiiniiirm.
Ragnar trúði Lása vini sínum
einum manna fyrir því, sem
hann hafði séð til Geira í ferð
sinni að Holti. — Það var gott,
að hann fann bölvaðan stein-
inn, sagði Lási og gat komið
honum á réttan stað í forina
áður en hann fór. Þá hafa
sunnudagsgöngur Geira gamla
ekki orðið til einskis. —
7. sepitemiber 1969
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5