Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1971, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1971, Blaðsíða 1
ÞAÐ þjónar ef til vill litl- úm tilgangi að orðlengja um faluti, sem aldrei voru fram- kvæmdir. Málið, er hér verð- ur reifað, hefur þó nokkra sérstöðu. Hefði þýzku hug- myndinni um innrás í Island haustið 1940 verið hrint í framkvæmd hefði hún skipt sköpum um hlutskipti Is- lendinga í ófriðinum. Það er því ekki úr vegi, að dreg- ið sé fram í dagsljósið það ráðabrugg, sem hefði reynzt allörlagaríkt fyrir tilveru íslendinga. Upphaf þessa máls er aö rekja til vordaga 1940. Þann 9. apríl ruddust herskarar Hitilers inn i Noreg og Dan- mörku. Norðmenn hófu hetju- lega baráttu gegn ofuxeflinu og bandamenn settu lið á land í Noregi. Einn þýðingarmesti staðurinn, sem um var barizt var Narvik á norðvestur- ströndinni. Bærinn var að vetr ariagi útskipunarhöfn fyr- ir sænska járngrýtið, er þýzka hernaðarmaskinan nærðist á. Trygging járnflutninganna var Hitler efst í huga, er hann ákvað hertöku Noregs. Það var því engin furða, þótt Þjóðverjar legðu kapp á að haida Narvik. 1 maálok tókst bandamönn- um að ná bænum á sitt vald. Þýzku verjendurnir hörfuðu þá til fjalla. Þjóðverjum var mi'kið í mun að endurheimta bæinn. 1 júníbyrjun hóf yfir- herráðið (Oberkommando der Wehrmacht) undirbúning her- leiðangurs, sem senda átti sjó- leiðina til Narvik. Ákveðið var að útbúa hin mi'klu far- þegaskip Bremen og Europa til flutninga á leiðangrinum. D Hugmyndin að nota Bremen og Europa, stolt þýzka kaup- skipaflotans, til liðs- og her- 'gagnaflutninga var ekki ný af nálinni. 1 síðari hluta april hafði Hitler sjálfum hugkvæmzt að nota þau til flutninga á liðs- auka til Þrándheims, sem bandamenn ógnuðu. Erieh Raeder flotaforingi, yfirmaður þýzka flotans, tók illa i tillög- una. Raeder taldi, að tiil vemd ar skipunum þyrrfti fiotinn að beita öllum styrk sínum. Ef af íramkvæmd tillögunnar yrði, markaði hún að líkindum enda- lok herflotans og skipanna tveggja. *> Það htýtur að hafa verið þýzku flotastjórninni mikill léttir, að eftir nokkra daga gerði hei’naðarstaðan fyrirætl- m Hitters óþarfa. Þjóðverjar bættu stöðu sína á Þrándheims svæðinu. Um sama leyti fluttu bandamenn lið sitt á brott frá Þrændalögum og S-Noregi. Þegar Narvik-leiðangurinn kom til tals í júní var komið annað hljóð í strokkinn hjá flotastjórninni. Mikið vatn hafði runnið til sjávar síðan í apríl. Nú vantaði aðeins herzlumuninn til að stökkva bandamönnum frá Noregi. Það virtist, sem hver færi að verða síðastur með að leggja sitt af mörkum til sigurs. í mailok mannaði flotastjórnin sig upp í að senda flotadeild til Noregs. Uppistaða deildarinnar voru tvö stærstu skip flotans, orr- ustubeitiskipin* Gneisenau oig Seharnhorst. Flotinn lýsti því yfir, að hann teldi víst að Nar- vik-leiðangurinn myndi tak- ast að óskum. Flotadeildin i Þrándheimi yrði notuð til fylgdar Bremen og Europa. Úti lokað væri að sigla skipunum tveimur aftur heim. Þau yrði að skilja eftir á landgöngustað eða sigla tii þýzku flotastöðv- arinnar Polyarny á Mur- manskströnd Sovétrikjanna. 3> Þegar ákvörðun lá fyrir um leiðangurinn, var vinna hafin við nauðsynlegar breytingar á hafskipunum tveimur. Enn á ný tók atburðarásin þó í taum- ana og gerði áætlun Þjóðverja óþarfa. Hinn 10. maí hófst þýzka stórsóknin á vesturvig- stöðvunum.* Þegar komið var fram í júní hafði sóiknin náð tilgangi sínum. Víglína banda- manna var brostin. Franska hernum var sundrað og Bretar höfðu með naumindum heimt menn sína úr helju frá Dun- kirk. Það var ljóst, að næsta Framh. á bls. 7 * Þjóðverjar nefndu skip þessi reyndar orrustuskip, en Bretar orrustubeitiskip (battle cruiser). Hér verður notazt við brezka heitið, enda virðist það að flestu leyti betur hæfa þess- ari skipagerð. * Sama dag hexnámu Bretar ísland. Á VAXVÆNGJUM ÍKARUSAR ÍSLAND, NASISTAR OG ATLANTSHAF EFTIR UÓR WHITEHEAD

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.