Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1984, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1984, Blaðsíða 6
Fra nnírska ra nd i VARKÁR að er mikið búið að ganga á í forkosningun- um í Bandaríkjunum á undanförnum mán- uðum, þar sem Demókrataflokkurinn hefur verið að undirbúa kjör frambjóðanda síns við forsetakosm ngarnar, sem fram eiga að Walter Mondale er far- sæll maður og öfgalaus. Hann nýtur mikillar reynslu, styrkti sig í stöðunni með valinu á Geraldine Ferraro til varaforsetaembættis — og gæti hugsanlega orð- ið næsti forseti Banda- ríkjanna eftir WILLIAM GREIDER fara í haust. Þeir hugumstóru demókratar, sem keppt hafa að útnefningu sem forseta- frambjóðandi flokksins, hafa svo sannar- lega lagt sig í líma við að ryðja sér braut í átt til hins háa valdaembættis og hafa lagt næstum allt í sölurnar til þess að hljóta útnefninguna. Það hefur vissulega gengið á ýmsu í kapphlaupinu: Sá, sem einmitt var í fararbroddi þá stundina, gat í næstu andrá svo að segja verið kominn neðst og aftast í hópinn. Lengi vel var það einmitt hlutskipti Walters Mondales að sitja eftir eins og njörvaður niður, á meðan keppi- nautar hans virtust geysast fram fyrir hann að hinu eftirsótta marki. Áður en öldungadeildarmaðurinn John Glenn dró sig endanlega til baka úr kapphlaupinu um útnefningu, ásakaði hann Mondale um ei- lífan innantóman orðaflaum, sem hann léti sér stöðugt um munn fara, án þess að taka nokkurn tíma raunverulega afstöðu til þeirra málefna, sem til umræðu væru. Skæðasti keppinautur Mondales um út- nefningu Demókrataflokksins var án efa Gary Hart frá Colorado, og hann kvaðst álíta Mondale alltof litlausan persónu- leika, sem engan veginn hefði þá hæfileika til að bera er nauðsynlegir væru dugandi forsetaefni. Einn mesti áhrifamaður demókrata í Kaliforníu kvartaði yfir því við Mondale sjálfan, „að hann hefði gefið alltof marg- víslegar yfirlýsingar um afstöðu sína til hinna ýmsu málefna, og núna höfum við orðið enga hugmynd um, hvað það er, sem skiptir hann raunverulega mestu máli“. Öldungadeildarmaðurinn Ernest Holling frá Suður-Karólínu leyfði sér jafnvel að kalla Mondale „þægan seppa — hann mun veita þeim allt, sem þeir vilja. Hann mun sleikja hverja hönd“. TRAUSTUR Og frjáls- LYNDUR FRAMBJÓÐANDI Allt þetta rætnislega tal um Walter Mondale var þó naumast nema þetta venjulega innanflokks-nart, og bar ein- ungis vitni um vissa tímabundna ólgu i Demókrataflokknum, meðan á vali for- setaframbjóðandans stóð. Allir þeir, sem sækjast eftir útnefningu sem forseta- frambjóðandi í Bandaríkjunum, verða að standast þessa eldraun innan raða flokksmanna sinna. Núna eftir að Mondale hefur farið með sigur af hólmi og verið útnefndur frambjóðandi Demókrata- flokksins við komandi forsetakosningar, munu allir demókratar vissulega samein- ast undir merki hans. Nú verður tekið að líta allt öðrum augum á þá varkárni, sem Walter Mondale sýndi jafnan í baráttu sinni fyrir útnefningu, þótt hann hlyti napra gagnrýni demókrata hér fyrr í vor fyrir að vera litlaus, leiðinlegur, gamal- dags og hugmyndasnauður í baráttuað- ferðum sínum. Á næstu vikum mun Mondale þó hljóta önnur og betri ummæli eins og hann á líka skilið. Fjölmiðlar munu taka að kappkosta að draga fram í dagsljósið hina mörgu og prýðilegu hæfileika hans, en einnig ýmsa veikleika í fari hans; þeir munu leitast við að draga upp gleggri mynd af því, hver Mondale eiginlega sé. Allir Bandaríkja- menn eiga eftir að gera sér ljóst, að með Walter Mondale sem forsetaframbjóðanda hefur Demókrataflokkurinn valið sér raunverulega frjálslyndan stjórnmála- mann til forystu. Þetta er þeim mun at- hyglisverðara, sökum þeirrar augljósu íhaldssemi, sem undanfarin ár hefur verið hin ríkjandi stefna í bandarískum stjórn- málum. Demókrataflokkurinn valdi hvorki vinsælan leikara sem frambjóðanda sinn, ekki bónda og ekki heldur geimfara, held- ur mann, sem alla tíð frá því að hann komst í tölu fullorðinna hefur varið lífi sínu í störf á sviði stjórnmálanna. Það er fátt eitt á stjórnmálasviðinu, sem Walter Mondale hefur ekki látið til sín taka: Hann hefur verið önnum kafinn í venjulegri stjórnmálabaráttu, tekið virkan þátt í að móta stefnu flokks síns, unnið markvisst að því að afla sér traustra fylgismanna innan flokksins og varið ómældum tíma í að vega og meta pólitíska afstöðu demó- krata til hundraða viðkvæmra almennra deilumála, sem stöðugt eru að skjóta upp kollinum. Því betur sem stjórnmálaferill Walters Mondales er skoðaður, þeim mun síður má mönnum virðast persónuleiki hans ein- kennast af litleysi eða tvíræðni. Stað- reyndin er sú, að núna þegar Walter Mondale hefur hlotið útnefningu sem for- setaframbjóðandi, hafa bandarískir kjós- endur fengið skýrari valkosti við komandi kosningar en þeir hafa átt völ á í mörgum forsetakosningum síðustu áratuga — núna býður sig fram til forseta maður, sem skil- yrðislaust verður að kalla frjálslyndan, og svo annar, sem er sannur íhaldsmaður að lífsskoðun. Það hefur jafnan verið styrkur Mondal- es, jafnt sem Reagans, að pólitískir keppi- nautar hafa alltaf vanmetið hæfni þeirra. Þannig er Mondale mun harðskeyttari stjórnmálamaður en hann leit út fyrir að vera í baráttunni um útnefningu á síðast- liðnum fjórum mánuðum. Alveg eins og reyndin er með Reagan, á pólitísk afstaða Mondales sér djúpar rætur í fortíðinni. íhaldssemi Reagans byggist að verulegu leyti á eins konar 19. aldar laisser-faire- afstöðu, en stjórnmálaviðhorf Mondales mótast að miklu leyti af þeirri New Deal- hefð, sem löngum hefur einkennt flokks- brot hans í heimafylkinu, Democratic Farmer Labor Party í Minnesota, og af áhrifum hins pólitíska guðföður hans, sem var öldungadeildarþingmaðurinn Hubert Humphrey, á meðan hans naut við. GÆFLYNDUR, Gaman- SAMUR, GJÖRHUGULL Pólitísk viðhorf Mondales verða því að kallast háleit og hafa alltaf reynzt honum gott veganesti í stjórnmálaumsvifum hans. Þetta eru stjórnmálaviðhorf, sem eiga sér mun meiri hljómgrunn meðal alls almennings í Bandaríkjunum en flestir hinna íhaldssamari stjórnmálamanna gera sér ljóst. En það verður hins vegar að segjast alveg eins og er, að hvorki hin póli- tísku viðhorf Mondales né Reagans fela í sér neina þess háttar framtíðarsýn, sem er líkleg til að koma beinlínis af stað ein- hvers konar hrifningaröldu með þjóðinni vegna nýrra ferskra hugmynda. Veiga- mikilla breytinga er vart að vænta á stjórnmálasviðinu, og það verður að telj- ast miður farið, því að slíkar breytingar eru einmitt það sem Bandaríkin þarfnast. Getur Walter Mondale, með þessari dá- lítið hvellu rödd sinni og rólegu, fumlausu fasi, í raun og veru sigrað þennan mjúk- mála, glaðbeitta og sviðsvana mann, sem núna býr í Hvíta húsinu? Þótt ég vildi að vísu ekki leggja aleiguna að veði upp á það, álít ég samt, að hann geti það. En eins og sakir standa eru slíkar framtíðarspár raunar ósköp lítils virði; hitt væri miklu nær að reyna að gera sér nokkra grein fyrir því, hverjir kynnu að vera helztu kostir hans og hvaða stefnu hann myndi að líkindum fylgja, ef hann ætti einhvern tíma eftir að hreppa forsetaembættið. Eins og svo margir aðrir Bandaríkja- menn verð ég að játa, að ég hef ekki verið neitt stórhrifinn af hugmyndinni um, að Mondale yrði frambjóðandi Demókrata- flokksins. Það virðist ekki vera neitt nýja- brum á því, sem hann hefur fram að færa, ekkert óvænt og heillandi, einmitt núna, þegar manni finnst að Bandaríkin þarfnist leiðtoga, sem sé þess fýsandi að marka nýja, djarfa heildarstefnu. En það er hins vegar enginn vafi á því, að með Walter Mondale sem forseta í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.