Alþýðublaðið - 27.03.1986, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.03.1986, Blaðsíða 4
alþýðu- Fimmtudagur 27. mars 1986 Alþýðublaöið, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 681866, 81976 Úlgefandi: Blað hf. Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.) Blaðamenn: Jón Daníelsson og Ása Björnsdóttir Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot: Alprent hf., Ármúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Síöumúla 12 Áskriftarsíminn er 681866 Konstantín í fjárkröggum Konungurinn fyrrverandi er, næst á eftir kirkjunni, stærsti jarð- eigandi Grikklands. Jarðeignir hans standa nú ónytjaðar, en jarð- næðislausir bændur bíða þess óþreyjufullir að fá afnot af þeim. Manolis Skouras, sveitarstjóri í Kryoneri, 1200 manna þorpi í ná- grenni Aþenu, telur hlutskipti íbú- anna illþolanlegt. Fólkið er jarð- næðislaust hundruðum saman, en rétt við bæjardyrnar liggur 4.200 ha land sem enginn nytjar. Skouras segir að þetta sé því líkast að svelt- andi maður hafi innan seilingar brauðsneið, sem hann má ekki snerta við. Þetta girnilega landssvæði er í eigu næststærsta jarðeiganda landsins, konungsins fyrrverandi, sem af góðum og gildum ástæðum getur ekki nytjað eigur sínar og er nú búsettur í London. í desember 1967 neyddist hann til að flýja land, eftir misheppnaða til- raun til að ná aftur völdunum sem herforingjastjórnin hafði svipt hann. Hann hefur ennþá grískan ríkisborgararétt, en hefur verið gerður útlægur og er meinað að snúa aftur til síns heima. í eitt einasta skipti hefur hann fengið leyfi til að stíga fæti á gríska jörð; það var þegar móðir hans, Friðrikka, var jörðuð. Að kvöldi sama dags varð hann að fara aftur úr landi. í kröggum 1 útlegðinni fylgist nú konungur- inn með því að landar hans ásælast eigur hans, sem raunar eru ekki mjög miklar, rniðað við annað kóngafólk álfunnar, s. s. það breska, hollenska eða belgíska. Nú er líklegt að hann missi ekki aðeins hallirnar heldur einnig þá 11.500 ha, lands sem ríkið hyggst skipta niilli jarðnæðislausra bænda. Konstantín neyddist til að selja 150 ha úr landareign Tatoti hallar- innar til byggingafyrirtækis og grískir kaupsýslumenn í London hafa hvað eftir annað þurft að hlaupa undir bagga með honum fjárhagslega. Fram að þessu hefur engin ríkis- stjórn hróflað við einkaeign Konstantíns. Á tíma herforingja- stjórnarinnar lét einræðisherrann, Georgios Papadopoulus, að vísu boð út ganga (1973) að eigur hans yrðu gerðar upptækar af ríkinu, en áður en þeirri skipun yrði framfylgt var herforingjastjórninni steypt af stóli. í júlí 1974 tóku við lýðræðis- sinnaðri valdhafar, sem hafa verið umburðarlyndari í þessum efnum en harðstjórnin. Ríkisstjórnin „Þjóðareiningin“, undir forsæti Karamanlis, aftur- kallaði allar tilskipanir einræðis- herrans og þar með öðlaðist Konstantín rétt til eigna sinna á ný, en skattfríðindi hans voru þó af- numin. Við það hefur setið síðan. Árið 1978 var leitað álits grískra borgara á hugsanlegri eignaupp- töku á eigum Konstantíns og þá voru 78% aðspurðra hlynntir hug- myndinni. Nú er meiningin að hrinda henni í framkvæmd og einn- ig hefur Papandreou gert heyrin- kunnugt að hann viljiskipta eigum kirkjunnar á sama hátt. Hann mæt- ir harðri andstöðu kirkjunnar manna í því máli, en vonast til að komast að samkomulagi við Konstantín. Konungur Grikklands Ef þessar áætlanir verða að veru- leika kemur það sér illa fyrir Konstantín, sem hefur nú þegar selt talsvert af eigum sínum í öðrum löndum og orðið að lifa á tekjum Önnu Maríu konu sinnar. Hann hefur aldrei afsalað sér konungdómi og lifir enn í voninni um að gríska konungdæmið verði endurreist. Lífsmáti hans og at- hafnir eru með konunglegu yfir- bragði. Hann býr í 17 herbergja höll í Linnel Drive og hefur skrifstofu í Grosvenor Street, á dýrasta og fín- asta stað og þar er skilti sem á stendur „King Constantine". Auk þess hefur hann um sig dálitla hirð. í Aþenu mælist það illa fyrir að hann umgengst mest hægrisinnaða Grikki og konungssinna í London. Börnin fjögur fá konunglegt upp- eldi og menntun. Flest sín bréf und- irskrifar hann með „Konstantinos Bí‘. B-ið merkir Bassilefs sem á grísku þýðir konungur. Umsjón með eigum Konstantíns í Grikklandi hefur Marios Stavridis, herforingi á eftirlaunum. Flestum lausum verðmætum hefur hann komið i geymslu. Konstantín hefur ekki sótt það fast að fá innbú sitt til London og hann hefur skenkt hern- um að gjöf bæði einkaþyrlu og segl- báta. Hestana hefur hann afhent reiðklúbbum og bílana, þ. á m. tvo Rolls Royce, hefur hann afhent til ríkisins. En hann hefur aldrei ætlað sér að láta af hendi jarðeignir sínar né hallir. Þar er helst um að ræða landssetrið Tatoi, ásamt 4.200 ha landareign, sumarhöll á Korfu og landareignina Polydendri sem er skógi vaxin og um 3.300 ha að stærð. Eins og er eru þessar eignir sama og ekkert nytjaðar, en þeirra er gætt af vopnuðum varðmönnum. Papandreou hefur alla tíð viljað að þessum eignum yrði skipt meðal fólksins. Hann vill að þær séu metnar og Konstantín gréiddar sárabætur. Samningar En Konstantín stendur fast á rétti sínum. Hann vísar til þess að eigur hans séu persónulegar, arfur frá forfeðrum hans sem hafi eignast þær með löglegum hætti, með kaupum. Eignaupptakan hefur sem sagt ýmis lögfræðileg vandkvæði í för með sér og Papandreou hyggst fara samkomulagsleiðina. Hann gæti jafnvel hugsað sér að eftirláta Konstantín sveitasetrið Tatoi, ásamt 180 ha landi þar sem eru grafreitir konungsættarinnar. Einnig er hann reiðubúinn að gefa eftir ógreidda skatta, sem hinn að- þrengdi konungur hefur ekki getað greitt í tvö ár. Þessar hugmyndir valda mörgum áhyggjunt. Ef Konstantín tekur þessu boði, sem enn er ekki form- legt tilboð, þá hlýtur hann að fá leyfi til að snúa heim til hallar sinn- ar. Það gæti hins vegar valdið ólgu í landinu, a. m. k. svo lengi sem Konstantín afsalar sér ekki kon- ungdómi. En það hefur Konstantín ekki hugsað sér. Hann bíður færis og vonast eftir stjórnarkreppu sem gæti lyft honum í valdastólinn að nýju. Áfstaða hans er skýr. í viðtali við „Der Spiegel" árið 1973 sagði hann: „í mínum augum er konung- dæmið — og það er ég sjálfur — hið eina löglega stjórnarfar lands- ins“ Konstantín og Anna-María ásamt dóttur sinni, Theodoru. „Mon Repos“, sveitasetur Konstantíns á Korfu. Molar Ánægðir iðnrekendur Það hefur stundum verið sagt um hina nýgerðu kjarasamninga og þær efnahagsaðgerðir sem fylgdu í kjölfarið, að þar hafi í mörgum tilvikum verið um að ræða kjara- bætur, sem ekki síður komu fyrir- tækjunum til góða en launafólki. í nýjasta hefti af málgagni Fé- lags íslenskra iðnrekenda, „Á döfinni“, virðist allavega mega sjá merki þess að iðnrekendur séu hinir ánægðustu með aðstöðu sína í kjölfar samninganna. Á for- síðunni er grein undir fyrirsögn- inni „Kjarasamningarnir geta iðnrekendum ný tækifæri" og er þetta haft eftir Víglundi Þor- steinssyni, formanni Félags ís- lenskra iðnrekenda. í grein þessari segir m. a. svo: Strax að loknu samkomulagi vinnuveitenda og launþega, lýsti stjórn Félags íslenskra iðnrekenda yfir í fjölmiðlum, að kjarasamn- ingarnir og aðgerðir ríkisstjórnar- innar gæfu ekki tilefni til al- mennrar hækkunar á framleiðslu- verði iðnaðarvöru. Stjórnin benti einnig á, að með verðbólguhjöðn- uninni, sem stefnt er að á árinu, gefist íslenskum fyrirtækjum tækifæri til öflugra aðgerða til hvers konar hagræðingar í rekstri og koma þannig í veg fyrir verð- hækkanir. „Höfuðmálið í okkar huga nú er að kjarasamningarnir gefa iðn- rekendum ný tækifæri til þess að sækja aukna markaðshlutdeild sér til handa á kostnað erlendrar framleiðsluþ sagði Víglundur Þorsteinsson, formaður félagsins í viðtali við blaðið. „Kjarasamningarnir eru þann- ig úr garði gerðir, að þeir gefa ekki tilefni til verðhækkana. Þættir eins og t. d. niðurfelling launa- skatts, 20% lækkun rafmagns- verðs og ýmis önnur óbein áhrif kjarasamninganna, treysta sam- keppnisstöðu íslensks iðnaðar og því er nú kjörið tækifæri til þess að hefja öflugar aðgerðir í fyrir- tækjunum til að auka sölu og framleiðslu. Þannig má bæta af- komu fyrirtækjanna með raun- verulegum vexti í gegnum fram- leiðsluaukningu," sagði Víglund- ur einnig. • Blómatími framundan Nú virðist fara í hönd mikið blómaskeið fyrir vídeóleigur landsmanna og virðist sama inn á hvaða leigu er litið að kvöldi til, þar er allt fullt og afgreiðslufólk hefur varla undan. Ástæðan er að sjálfsögðu sjónvarpsleysið síðan rafeindavirkjar afréðu að láta uppsagnir sínar koma til fram- kvæmda. Að undanförnu hefur oft verið uppi spádómur um það að mynd- bandaleigurnar hlytu að fara á hausinn fljótlega, eða a. m. k. ein- hverjar þeirra, þar sem ekki væri pláss fyrir svo margar á markaðn- um sem þar eru nú. Væntanlega verður sjónvarpsleysið til þess að það dragist eitthvað á langinn að þessi spádómur rætist og sjálfsagt vonast eigendur leiganna til þess að deilan við rafeindavirkjana endist sem lengst.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.