Alþýðublaðið - 03.09.1987, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.09.1987, Blaðsíða 4
MMBUBLOIB Fimmtudagur 3. september 1987 Á dögunum blossuöu aftur upp árekstrar, milli lögreglu og verkamanna I Suður-Kóreu. Myndin er frá Taejon i miðhluta landsins. Óeirðirnar í Suður-Kóreu halda áfram. Ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan reyna að komast að samkomulagi, í þá átt að koma á beinum forsetakosningum og raunverulegu lýðræði. Verkamenn í verkfalli eyðilögðu fyrír nokkrum dögum, járnbraut- arstöð í miðhluta Suður-Kóreu. Um það bil 100 lögreglumönnum tókst ekki að koma í veg fyrir að mörg hundruð kolanámumenn yf- irtækju Daeshon — brautarstöð- ina, og stöðvuðu allar lestarferðir í marga klukkutíma. Það var ekki fyrr en vara-lögreglulið var kallað út, að þeim tókst að flæma verka- mennina á burt með táragasi. Lögreglan handtók 17 námu- verkamenn. Ennfremur brutust út óeirðir í Taejon, milli lögreglu og stúdenta, sem lýstu yfir stuðningi við kröfur verkamanna um hærri laun og frjáls verkalýðsfélög. Stjórn iðnaðarsamsteypunnar Hyundai, tókst daginn eftir óeirð- irnar, að ná samningum við 40.000.00 verkamenn sem höfðu verið í verkfalli. Verkamennirnir hófu strax vinnu á ný. Stjórn fyrirtækisins hafði meðal annars, gengið að kröfum verka- manna um, að fulltrúar þeirra tækju þátt í launasamningum í ný- stofnuðu verkalýðsfélagi. Verka- lýðsfélögin og forráðamenn iðnað- arfyrirtækjanna í Suður-Kóreu, álíta að samningarnir í Hyundai geti orðið afgerandi fyrir þau 430 fyrirtæki, þar sem verkamenn voru í verkfalli. Fleiri hópar eru komnir í verkfall t.d. 3.000.00 leigubílstjórar hér og þar í landinu. Að mati fréttaskýrenda er þessi órói á vinnumarkaðinum, það verð, sem stjórnin verður að greiða vegna tilrauna til að koma á raunverulegu lýðræði. Forseti landsins Chun- Doo-Hwan gaf loforð um það 1. júlí. Á meðan breiðast verkföllin út. Eftir margra mánaða stúdenta- óeirðir, eru það verkamenn i Suður- Kóreu sem nú mótmæla á götum úti og krefjast hærri launa og frjálsra verkalýðsfélaga en þau hafa verið bönnuð til þessa. Þrátt fyrir að enn er ekki búið að setja þessi lög, hefur ríkisstjórnin ekki blandað sér í deilurnar á vinnumarkaðinum, síðan Chun Doo Hwan forseti varð að lúta í lægra haldi vegna pólitískra upp- þota og kröfunnar um lýðræðisleg- ar breytingar. Fleiri en 900 uppþot Nú hafa orðið fleiri en 900 upp- þot á vinnumarkaðinum í Suður- Kóreu og hundruð þúsunda verka- manna farið í kröfugöngur. Á ein- um degi í byrjun vikunnar sem leið voru 186 uppþot út af þessum mál- um. Sumstaðar hafa verkföllin end- að með bardögum t.d. í borginni Ulsan, en þar börðust þúsundir verkamanna við lögregluna á göt- um úti. Þessir verkamenn unnu allir hjá Hyundai sem er stærsta fyrir- tækið i landinu. Atvinnumálaráðuneytið í Suður- Kóreu, hefur upplýst að rúmlega 500 deilumál á vinnumarkaðinum hafi verið leyst, en ca. 400 séu óleyst. Þessi óleystu mál eru í sam- bandi við þær greinar iðnaðar sem eru mest áriðandi fyrir efnahag Suður-Kóreu svo sem í bifreiðaiðn- aði, skipaiðnaði, kolanámum og samgöngumálum. Einn af leiðandi mönnum í stjórnarandstöðunni segir: „Vanda- málin á vinnumarkaðinum, eru mörg og þau eru stór, en þau verður að leysa, ef okkur á að takast að koma á raunverulegu lýðræði í landinu.“ Chun Doo Hwan forseti bannaði verkföll, sem leiða áttu til betri lífs- kjara þau sjö ár sem hann hefur stjórnað, þar til endurbóta-herferð- in hófst. Verkfallsbannið var sett, til að halda launum niðri og vernda samkeppnisaðstöðu Suður-Kóreu á heimsmarkaðinum. Með því að setja sér ákveðið tak- mark í útflutningsgreinum, hefur Suður-Kóreu tekist að margfalda útflutning sinn síðastliðin sjö ár. Nú er Suður-Kórea það land, sem Japanir óttast hvað mest í sam- keppninni á heimsmarkaðinum. Nú vilja verkamenn í Suður- Kóreu fara að sjá breytingar og þær strax! „Við höfum fórnað okkur fyrir þróunina í föðurlandi okkar,“ sagði verkfallsmaður „en nú viljum við fá okkar sneið af kökunni, og krefjumst þess að farið sé með okk- ur eins og menn. “ Eftir því sem gengur og gerist á hinum alþjóðlega vinnumarkaði, eru verkamenn í Suður-Kóreu illa launaðir. Á sama tíma hafa at- vinnurekendur auðgast svo mjög, að annað eins hefur ekki þekkst áð- ur í Suður-Kóreu. Velsæld þessi hefur aukist jafnt og þétt samhliða ört vaxandi framleiðslu og fram- leiðni. í flestum tilfellum í þessu launastríði, krefjast verkamenn þrjátíu prósent launahækkunar. Verkamenn eiga skilið að hlustað sé á þá Chan Doo Hwan forseti viður- kennir, að þjóðfélaginu beri skylda til þess að gefa gaum að því sem verkamennirnir eru að segja. Hann hvetur atvinnurekendur til þess að samþykkja kröfur verkamanna, jafnframt því sem hann hvetur verkamenn til að lægja mótmæl'a- öldurnar. Ríkisstjórnin hefur í hyggju að setja lög um ákveðin lág- markslaun, og stjórnmálamennirn- ir eru sammála því að leyfa frjáls og óháð verkalýðsfélög. Þrátt fyrir að þessar endurbætur eru í sjónmáli halda uppþot og óeirðir áfram og áhyggjur ríkisstjórnarinnar af efnahagsástandinu aukast. Hag- fræðingar ríkisstjórnarinnar telja að Suður-Kórea muni tapa tólf milljónum dollara á dag, í bifreiða- iðnaðinum og vefnaðariðnaðinum, ef verkföllin halda áfram og ekki kemst á friður á vinnumarkaðin- um. Enginn efast um það, að ferskir vindar blása í Suður-Kóreu. Þessar breytingar til hins betra lýsa sér kannske best í orðum, sem höfð eru eftir Chung Ju Yung stjórnarfor- manni í Hyundai samsteypunni. Hann Iýsti því yfir nýlega, að þessar vinnudeilur yrðu leystar fljótt og sársaukalaust, „nú þegar atvinnu- rekendur eru virkilega farnir að skilja kröfur verkamanna.“ Hagfræðingar ríkisstjórnarinnar óttast samt að hinn mikli hagvöxtur sem jókst um fimmtán prósent á fyrstu .sex mánuðum ársins muni falla niður í sex prósent á seinni helmingi ársins, ef vinnudeilur halda áfram og jafnframt ef laun- þegar fái launahækkun sem svarar til fimm eða sex prósent, svo mikið ber á milli þegar verkamenn krefj- ast þrjátíu prósent launahækkun- ar! (Det fri Aktuelt)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.