Alþýðublaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 1. júni 1988 7 UTLÖND Umsjón: Ingibjörg Árnadóttir Michael Dukakis, sem keppir aö því að verða forsetaefni demó- krata, hefur sannfært marga kjósendur um, að hann sé ekki eins litlaus og margir héldu til að byrja með. Michael Dukakis, langhlaupari demókrata, fer sínar leiðir hœgt og rólega. Maðurinn sem fáir könnuðust við, er smám saman að skapa sér ímynd ábyrgs forsetaefnis. í menningarmiðstöö Puertorikana í Bronx-hverfinu i New York, bíða menn spenntir eftir frambjóðandan- um. Veggir eru útataðir i „graffiti" (veggjakrot) og þrengslin eru mikil. Fólkið bíður í ofvæni eftir frambjóðanda, sem ætlar að tala þeirra eigið tungumál. Þegar hann birtist stendur það upp og hrópar á spænsku: ,Ese es, ése es“ — hann er sá rétti. Michael S. Dukakis, fylkis- stjóri i Massachusetts brosir út að eyrum. Það er ekki al- gengt að þessi 54 ára stjórn- málamaður með loðnu auga- brúnirnar, komi fólki til að hrópa og stappa í gólfið, það er einfaldlega ekki hans still. hann ávarpar fólkið á svo til lýtalausri spænsku og segir: „Vinir mínir, ég er að reyna að ná kjöri sem forseti, því ég tel að efnahagslífið sé eitt af því mikilvægasta og ég er demókrati, og mun því sjá öllum fyrir atvinnu". í forkosningunum, sem hafa gengið upp og ofan, hefur Dukakis ekki reynt að reita af sér brandara, eins og margir bandariskir frambjóð- endur gera. Ráðgjafar hans hafa hvað eftir annað beðið hann að sýna á sér hlið, sem höfði til fjöldans og sýna að hann hafi kímnigáfu. Hann stendur fast á sínu og talar af alvöru um vinnusemi og reynslu, segir það vera happadrýgstu eiginleika sem forseti geti haft. Þetta virðist hafa borið árangur, það sýna forkosningarnar i New York og Pennsylvaníu. Móðir Dukakis, Euterpe 84 ára gömul segir Dukakis koma til dyranna eins og hann er klæddur, menn fái það sem þeir sjá. Vertu viðbúinn Dukakis heldur áfram að vera eins og skátinn sem hann var i æsku — alvarleg- ur, áreiðanlegur, greindur og hefur sjálfsaga í ríkum mæli. Barney Frank, demókrati frá Massachusetts og þing- maður í fulltrúadeildinni ' segir um Dukakis: „Ég hef aldrei þekkt neinn, sem breytist eins litið og Michael þegar hann kemur fram opin- berlega, framkoma hans er alltaf eins, hann er aldrei að leika.“ Kraftaverkamaður Dukakis hefur starfað sem fylkisstjóri i Massachusetts, þrjú kjörtimabil, og á þeim tíma hafa efnahagsmál fylkis- ins stórbatnað. Slagorð stuðningsmanna hans I kosn- ingunum hefurverið „Massa- chusetts — kraftaverkið". Atvinnuleysi var 12 prósent þegar hann tók við árið 1975 — það mesta i stærstu iðnaðarfylkjunum — nú er at- vinnuleysisprósentan aðeins 3 prósent, sem er það lægsta i landinu. Skattar eru áttundu lægstu, voru með þeim hæstu og rauntekjur hafa aukist meiraen i nokkru öðru fylki. Gagnrýnendur hans halda því fram, að það sé ekki póli- tfk Dukakis sem hefur komið þessum breytingum til batn- aðar af stað, heldur séu þær tilkomnar vegna ýmissa ann- arra þátta í efnahagslifinu. Sérfræðingar eru þó sam- mála um, að stefna hans og þróun hennar eigi stærstan þátt í þessari uppsveiflu, og þessa stefnu mun Dukakis keppast við að nýta allri þjóð- inni til góðs ef hann nær kjöri sem forseti. Harry Ellis Dickson er tengdafaöir Dukakis, hann hefur um árabil verið einn af hljómsveitarstjórum The Boston Pops Orchestra. Hann segir frá því þegar þeir tengdafeðgarnir fóru út á flugvöll, að taka á móti Kitty, eiginkonu Dukakis og óku þangað I bifreið fylkisstjór- ans: „Ég sagði honum að hann skyldi leggja bifreiðinni hjá lögreglunni fyrirframan flugstöðvarbygginguna, það kom ekki til mála heldur fór hann og borgaði stæöi eins og aðrir", það gætir undrunar í rödd tengdapabba þegar hann segir frá þessu. Þetta er enn eitt dæmi um andúð Dukakis á þvi að notfæra sér forréttindi þvi hann er gæddur ríkri réttlætistilfinn- ingu segja þeir sem til þekkja. í framboðsræðum sínum nefnir Dukakis oft föður sinn Panos Dukak, sem kom til Bandarikjanna árið 1912 án þess að kunna eitt orð ( ensku, en var átta árum seinna fyrsti griskættaði nem- andinn í Harvard Medical School. Móðir hans kom til Bandaríkjanna árið 1913 og varð fyrst grískættaðra kvenna í Haverhill Massachu- setts, sem tók stúdentspróf. „Þetta, vinir mínir er bandarfski draumurinn," segir frambjóðandinn með sinni djúpu, kröftugu rödd. Faðir Dukakis var fæðing- arlæknir, sem vann alla daga vikunnar, oft án þess að fá greiðslu fyrir að hjálpa fá- tækum konum i barnsnauö. Sonur hans minnist hans sem hins reglusama, stranga föður, sem ráðlagöi spar- semi. í Brookline High Schooi, var Michael Dukakis kosinn gáfaðasti nemandinn á loka- árinu. Hann lék á trompet í hljómsveit, var formaður stúdentaráðsins og fékk heiðursverðlaun skólans I þremur íþróttagreinum — viðavangshlaupi, körfubolta og tennis. „Hann var drauma- prins hvérrar tengdamóður, áreiðanlegur og réttsýnn" segir Sandy Cohen Bakalar sem var vinkona hans á þessum tima. 17 ára gamall lét hann inn- rita sig I þátttöku I Boston- maraþonhlaupinu og varö 57. af 191 þátttakanda. Hann notar gjarnan maraþonhlaup til að lýsa persónuleika sin- um. „Ég er úthaldsgóður og til þess að hlutirnir gangi, verður að vinna að þeim á hverjum einasta degi.“ (Det fri Aktuelt)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.