Alþýðublaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 8
* Jr 'mtVRLl/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 Fimmtudagur 25. apríl 1996 MÞYÐUBLÍlÐID 62. tölublað - 77. árgangur Verð i lausasölu kr. 100 m/vsk „Dudajev var þrautþjálfaður herforingi og ekki er vitað til þess að annar sé tiltækur sem hafi þekkingu á her- mennsku og skipi pólitískan sess sem leiðtogi," segir Arnór. ■ Dúdajev leiðtogi Tsjetsjenía drepinn og mikil óvissa um hvað gerist í stríðinu blóðuga Merkið stendur þó foringinn falli - segir Arnór Hannibalsson. Fólkið kýs fremur að berjast til þrautar en gefast upp. „Merkið stendur þótt foringinn falli. Þjóðin er búin að þola það mikið í þessu stríði að hún heldur áfram að Arnór: í huga baráttuglaðra Tsjetsjenía væri uppgjöf sama og að samþykkja að þjóð þeirra eigi ekki tilverurétt. beijast þó foringinn sé allur. Stríðið er ekki háð fyrir foringjann heldur sjálf- stæðishugsjónina í brjósti fólksins," segir Amór Hannibalsson um stöðu mála í Tsjetsjeníu eftir dauða Dzhok- har Dúdajev leiðtoga aðskilnaðarsinna Tsjetsjeníu. Dúdajev lést síðastliðið sunnudagskvöld af völdum sára sem hann hlaut í flugskeytaárás rússneska hersins. Amór segir dauða Dúdajev mikinn missi fyrir Tsjetsjena. „Dúdajev var þrautþjálfaður herforingi og ekki er vitað til þess að annar sé tiltækur sem hafi þekkingu á hermennsku og skipi pólitískan sess sem leiðtogi. Um tíma hlýtur að gæta upplausnar í landinu." Arnór telur þó allt hníga að því að þjóðin haldi áfram baráttu fyrir til- verurétti sínum. J seinni heimsstyijöld var þessari þjóð tvístrað um Asíu, henni var síðan leyft að snúa aftur til heimkynna sinna og nú berst hún fyrir tilverurétti si'n- um. Fólkið vill endurreisa þjóðlega menningu sína og til að svo verði kýs það fremur beijast til þrautar en gefast upp. Þjóðin er að beijast fyrir því að fá að vera til. f hennar huga væri uppgjöf það sama og að samþykkja að þjóðin ætti ekki tilverurétt," segir Amór. Amór bendir á að lagalega séð haft stjómin í Moskvu réttinn sín megin. „Það undarlega er að í stjórnarskrá Stalíns var ákvæði þess efnis að lýð- veldi gætu sagt sig úr lögum við Sov- étríkin, en það ákvæði var strikað út úr stjónarskránni 1993. Þar af leiðandi er Tsjetsjenía hérað í Rússlandi. Frá sjónarhóli valdamanna í Moskvu kem- ur aldrei til greina að Tsjetsjema verði sjálfstætt fullvalda ríki. Eg held reynd- ar að íbúamir séu ekki að fara fram á það, heldur sé ósk þeirra sé að öðlast tilverurétt með eigin tungu og trú. Barátta þeirra snertir strengi í brjósti Kákasusþjóðanna sem em ófáar, mis- munandi og margvíslegar." Arnór segir rússnesku héruðin hafa, allt frá árinu 1991, sýnt af sér aukið sjálfstæði, meðal annars hafi þau skilað lítið og illa sköttum til Moskvu. „Eitt af því sem vakir fyrir Jeltsín með því að kveða Tjetsjeníu í kútinn er að ganga þannig frá málum að hémðin út um allt land lúti skilyrð- islaust miðstýringarvaldinu í Moskvu." Bókin um veg- inn og Óðurtil nýrrar aldar Hörpuútgáfan á Akranesi hefur sent ffá sér bækumar, Óður til nýrrar aldar og nýja prentun af Bókinni um veginn eftir Lao-Tse. Höfundur bókarinnar Óður til nýrrar aldar er Gunnþór Guðmundsson og hefur hún að geyma spakmæli og þanka- brot hans. Bókin er gefin út í tilefni af áttræðisafmæli höf- undarins. Áður er komin út eftir Gunnþór bókin Óður til h'fsins, sem notið hefur mikilla vinsælda að sögn útgefanda. Bókin Óður til nýrrar aldar skiptist í m'u kafla sem heita: Á morgni mannlífs, Bamið, Hin nýja öld, Til hinna stríðs- þjáðu, Ur heimi stjómmálanna, Ur heim trúarbragðanna, Jörðin okkar, Æskan og framtíðin og Þankabrot. Bókin er 119 blaðsíður. Kápumynd gerði Bjami Jónsson listmálari. Bókina um vegin þarf varla að kynna, en þessi alda- Halldór Laxness: Alt og sumt sem ég veit um Bókina um veg- inn eru teingsl mín sjálfs við hana. gamla spekibók er talin ein af út- breiddustu bókum sögunnar. Þýð- endur hinnar ís- lensku útgáfu eru þeir Yngvi Jó- hannesson og Jakob J. Smári. Halldór Kiljan Laxness hefur vitnað oftar í Bókina um veginn en nokkra aðra á rithöf- undarferli sínum, og ritar formála þessarar útgáfu, þar sem hann segir meðal annars: „Saga bókarinnar, það er að segja áhrif hennar á heiminn og andsvör heimsins við henni í hartnær hálft þriðja þúsund ára, hefur að mestu farið fyrir ofan garð og neðan hjá mér, enda hef ég ekki verið að hnýsast í það að ráði. Alt og sumt sem ég veit um bókina em teingsl mín sjálfs við hana.“ „íslenska kynið er erfðafræðilegt verðmæti, undrun vekur litadýrðin og brúnaljósu brúnu augun sem eru einsog í huldumey." - Guðni Ágústsson frá Brúnastöðum. Nú birtast mér í draumi beljuaugun þín..." Einsog kunnugt er snýst nýjasta deiluefni Islendinga um kýr: einkum hvort íslenskar kýr séu til muna geð- stirðari en stöllur þeirra í öðmrn lönd- um. Þá er nyt íslenskra kúa minni en á Norðurlöndum og því hefur verið stungið uppá því að „endurnýja" stofninn. Einarðastur málsvari íslenskra kúa í málinu er Guðni Ágústsson, oddviti Framsóknar á Suðurlandi. Fyrr í vik- unni rökstuddi hann ítarlega hvers- vegna vangaveltur um nýjan kúastofn eru ástæðulausar og lauk máli sínu með orðum sem þegar fengu vængi: íslenska kynið er erfðafrœðilegt verðmœti, undrun vekur litadýrðin og brúnaljósu brúnu augun sem eru ein- sog í huldumey. Hin ljóðræna röksemdafærsla Guðna gerði tvennt í senn: þaggaði niður í fjendum íslenskra kúa og vakti andagift með skáldum. Jón Kristjánsson, þingmaður Fram- sóknarflokksins á Austurlandi og rit- stjóri Tímans, er hagmæltur vel einsog flestum er kunnugt, og gerði orð Guðna að yrkisefni. Jón veitti Alþýðu- blaðinu góðfúslegt leyfi til að birta ljóð sitt, sem hann kallar Baráttusöng fyrir íslensku kúna. ■ Jón Kristjánsson ritstjóri og alþingismaður Baráttusöngur fyrir íslensku kúna (Lag: Enn birtist mér í draumi eftir Sigfús Halldórsson) Brúnaljósin brúnu skína, blessuð Skjalda mín, á básnum stendur þú í fjósi inni. Nú birtast mér í draumi beljuaugun þín, og baulið þitt mér léttir fljótt í sinni. Uti bak við hæðina andar huldumey, með augu sem í kvöldrökkrinu skína. Bylgjast vaxið grasið í blíðum sunnanþey og blessuð sveitin verndar sálu mína.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.