Vísir - 17.04.1979, Blaðsíða 14

Vísir - 17.04.1979, Blaðsíða 14
VÍSIR Þriöjudagur 17. aprll 1979. !7«t lliqs .\1 iaasbuiÆ'r»<l HI3&I 14 t hádegisverðarboði hjá Kristjáni Eldjárn, forseta tslands. Halldóra Eldjárn, Walter Mondale, Joan Mondale og Kristján Eldjárn. Ólafur Jóhannesson og Mondale ganga að Lögbergi á Þingvöll- um. JA. Ólafur Halldórsson, handritafræðingur og Ragnar Arnalds, menntamálaráðherra sýndu Mondale handrit f Arnastofnun, og sýndi vara- forsetinn þeim mikinn áhuga. Þó að öðrum væri ekki stætt á barmi Almannagjár á Þingvöllum, létu þeir Mondale og Benedikt ekki haggast. A Þingvöllum var komið viö hjá séra Eirlki J. Eirfkssyni prófasti. Hér sýnir Eirlkur varafor- setanum kirkjuna á Þingvöllum. Opinber heimsðKn Waiier Mondale varaforsela Bandarikjanna hér á landl: DIPLÚMATÍSK SHILLD „Með slika diplómatíska snilli undrast ég að það voru ekki ís- lendingar, sem sömdu friðar- samninginn i Miðausturlönd- um”, sagði Walter Mondale, varaforseti Bandarikjanna, i skálaræðu á Hótel Sögu á fimmtudagskvöldið, er hann sat þar veislu Ólafs Jóhannessonar, forsætisráðherra. Mondale haföi áöur en hann sagði þessi orövitnað I ummæli Þorgeirs Ljósvetningagoða á Þingvöllum árið 1000 að Islend- ingar tækju kristni til að varö- veita friðinn I landinu og aö þeim sem blótuðu á laun hin heiðnu goö, yrði ekki refsað. Texti Kjartan Stefánsson - sagði Mondale um kristnllðkuna á fslandl árið 1000 Ljósmyndir G u n n a r V . Andrésson. Walter Mondale og kona hans Joan komu hingað i opinbera heimsókn á miðvikudagskvöld 11. april og fóru þau aftur að morgni föstudagsins langa. í föruneyti varaforsetans var hátt I 80 manns, bæði öryggis- verðir, starfsfólk og frétta- menn, sem fylgdu honum eftir. Meginviðbónaður vegna komu varaforsetans var á skir- dag. Þá um morguninn ræddi hann við forsætisráöherra og utanrikisráðherra ásamt embættismöinum i ráöherra- bústaðnum við Tjarnargötu. Nokkur hópur herstöðvaandr stæðinga hafði safnast saman fyrir utan ráöherrabústaðinn rétt um þaö leyti sem viöræð- unum var að ljúka og hrópuöu þeir „lsland úr Nato, herinn burt!” Frá ráðherrabústaönum var farið i Arnastofnun og sýndi Ragnar Arnalds menntamála- ráðherra og ólafur Halldórsson handritafræöingur varaforset- anum nokkra dýrgripi safnsins, m.a. Flateyjarbók og handrit aö Eddukvæðum. Mondale spurði margs og þar á meðal spurði hann Ragnar Arnalds, hvort hann gæti lesiö handritin. Að lokinni heimsókn í Arna- stofnun var varaforsetanum boðiö i hádegisverð til forseta Islands, Kristjáns Eldjárns að Bessastöðum. Þaöan var farið til Þingvalla. Ef frá er talin mótmælastaða herstöðvaandstæðinga viö ráð- herrabústaðinn hafði varafor- setinn hvarvetna fengiö hlýjar móttökur hjá Islendingum. Hins vegar voru veðurguöirnir ekki jafn-bliöir. t Reykjavik var frost og hvasst, en þegar komið var til Þingvalla var varla stætt á gjá- barminum. Varaforsetinn lét sig þó hafa það og fór 1 fylgd Benedikts Gröndal fram á barminn til að íita yfir landið. „Is this aö lake”? spuröi hann og benti á isinn á ÞingvaUa- vatni. Seinna frétti blaöamaöur u’ Vfeis, en eitt af tómstundagam- anMondales er>að veiða gegnum I s á vötnum á veturna, þannig aö hann er vanur gaddinum og hefur ef til vill langað að renna fyrir silung. Reyndar sagði hanni skálaræöunni um kvöldið að það væri ágætt ráð til að stytta ræöutima þingmanna að halda Alþingi á Þingvöllum aö vetrarlagi undir berum himni. Næsti viökomustaöur var Lögberg, en Þór Magnússon þjóðminjaförður sagöi varafor- setanum sögu staðarins. Þegarkomið varfrá Þingvöll- um til Reykjavikur um klukkan fimm ræddi Mondale við Geir Hallgrimsson, formann Sjálf- stæöisflokksins, i um það bil eina klukkustund, en Geir var forsætisráðherra, er Mondale kom hér við árið 1977 og tók hann á móti honum þá. A fimmtudaginn var sérstök dagskrá fyrir frú Mondale en húnheimsótti Listasafn Islands og einnig heimsótti hún tvo is- lenska listamenn. —KS Um 50 herstöðvaandstæðingar söfnuðust saman fyrir framan ráð- herrabústaðinn til að mótmæla komu varaforsetans.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.