Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 22
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 23 SFR félagar Sjúkrasjó›urinn hjálpar til. Ef flú stundar fljálfun e›a líkamsrækt áttu kost á a› fá styrk árlega. Úthlutunarreglur og nánari uppl‡singar eru á vefsí›u, www.sfr.bsrb.is, e›a á skrifstofu SFR 3. hæ› í BSRB-húsinu vi› Grettisgötu í síma 525-8340. fiátttaka flín skiptir máli! Fá›u styrk í ræktina! X Y Z E T A / S ÍA STARFSMANNAFÉLAG RÍKISSTOFNANA FLOKKUR fyrrum Búlgaríukon- ungs, Simeon II, vann glæsilegan sigur í þingkosningum í Búlgaríu á sunnudag. Niðurstöður fyrstu at- kvæðatalningar bentu eindregið til- þess að flokkur konungs, Þjóðernis- hreyfing Simeons II, myndi sigra með 43 prósentum atkvæða. Talið var að kjörsókn myndi ná um 70% en af 8 milljóna manna þjóð hafa 6,5 milljónir í Búlgaríu kosningarétt. Aðeins þrír aðrir flokkar eiga möguleika á að vinna sæti á þingi, Bandalag lýðræðislegra afla, sem nú situr við stjórnvölinn og er með 18% fylgi, Sósíalistaflokkurinn með 17% atkvæða og Réttinda- og frelsis- hreyfingin sem hlaut 6,7% atkvæða. Með 43 prósenta fylgi fær Þjóð- ernishreyfing Simeons II 117 sæti á búlgarska þinginu en þar sitja alls 240 þingmenn. Endanlegar niður- stöður atkvæðatalningar gætu því tryggt hreyfingu Simeons hreinan meirihluta. Alls eru það um 50 flokk- ar og bandalög sem keppa um þing- sætin 240 á búlgarska þinginu sem starfar í einni málstofu. Vill ganga í ESB og NATO Helstu stefnumál Simeons og flokks hans eru þau að hraða efna- hagslegum bata í landinu. Þá leggur flokkurinn áherslu á inngöngu í Evr- ópusambandið (ESB) og Atlants- hafsbandalagið (NATO) auk þess sem hann vill berjast ötullega gegn spillingu. Hreyfingin hefur einnig lofað að koma á fót áætlun til at- vinnusköpunar, launahækkunum og lækkun skatta til að hvetja til fjár- festinga í landinu. Þessi loforð Þjóð- ernisflokks Simeons II féllu í frjóan jarðveg hjá búlgörskum kjósendum enda eru 70 af hundraði landsmanna við fátæktarmörk eða undir þeim. Þar að auki jafngilda meðaltekjur Búlgara um 10.000 krónum á mán- uði, auk þess sem einn af hverjum fimm er atvinnulaus. Flokkur Sim- eons er aðeins tveggja mánaða gam- all en í skoðanakönnunum naut hann alltaf meirihluta fylgis kjósenda á meðan á kosningabaráttunni stóð. Hreyfingin stóð þó ekki fyrir kosn- ingaherferð svo heitið gæti. Konungurinn fyrrverandi sneri aftur til Búlgaríu snemma á þessu ári eftir 55 ára útlegð. Simeon, sem er 64 ára gamall, hafði hugsað sér að bjóða sig fram til forseta en fékk ekki á þeirri forsendu að hann hefði ekki búið nægilega lengi í Búlgaríu. Hann stofnaði þá sinn eigin stjórn- málaflokk til að bjóða fram til þing- kosninga. Simeon tók við búlgörsku krún- unni árið 1943 eftir lát föður síns, Boris III, þá aðeins sex ára gamall. Hann gegndi embætti þar til árið 1946 þegar kommúnistar efndu til þjóðaratkvæðagreiðslu sem lyktaði þannig að konungsveldið var afnum- ið. Konungsfjölskyldan var þá rekin í útlegð og settist hún að lokum að á Spáni. Þar bjó Simeon í fimm áratugi og átti farsælan feril í viðskiptum. Hann kaus í fyrsta skipti á ævinni sl. sunnudag í úthverfi Sófiu, höfuð- borgar Búlgaríu, og sagði við það til- efni „Ég kaus lýðræði...við verðum öll að hlú að því.“ Simeon var fagnað sem hetju við komuna aftur heim til Búlgaríu. Samstarf við aðra flokka? Þrátt fyrir að allt bendi til að flokkur hans hafi unnið kosningarn- ar sagðist konungurinn fyrrverandi vilja mynda samsteypustjórn með flokki sem setti sömu mál í forgang og hreyfing hans. Simeon nefndi þó engan sérstakan flokk í þessu sam- hengi en sagði að viðræður við aðra flokka myndu hefjast þegar talningu atkvæða væri að fullu lokið. Leiðtogi Réttinda- og frelsishreyfingarinnar hefur látið hafa eftir sér að hann sé tilbúinn til samvinnu við flokk Sim- eons þar sem báðir flokkar hafi svip- uð markmið. Hreyfingin saman- stendur að mestu leyti af Tyrkjum en um 10% búlgörsku þjóðarinnar eru upprunnin í Tyrklandi. Ef flokk- ur Simeons myndar stjórn með Rétt- inda- og frelsishreyfingunni mun stjórnin njóta fylgis mikils meiri- hluta búlgörsku þjóðarinnar. Simeon neitar að gefa upp hvaða stöðu hann muni gegna ef flokkur hans verður yfirlýstur sigurvegari kosninganna. Samkvæmt búlgörsku stjórnarskránni gæti hann gegnt embætti forsætisráðherra án þess að sitja á þingi. Sérfræðingar telja þó líklegt að Simeon muni frekar kjósa að hafa áhrif á stjórnina bakvið tjöld- in. Núverandi stjórn sökuð um spillingu Ásakanir um spillingu hafa grafið undan vinsældum fráfarandi ríkis- stjórnar. Verri afkoma fólks hefur einnig haft áhrif á vinsældir flokks- ins þrátt fyrir betri efnahagslega af- komu ríkisins. „Við höfum gert mis- tök auk þess að taka margar óvinsælar ákvarðanir,“ er haft eftir Ivan Kostov, leiðtoga Bandalags lýð- ræðislegra afla og fráfarandi for- sætisráðherra. Kostov hefur kallað félagslega sinnaða stefnu flokks Simeons lýð- skrum. Frá herbúðum flokks Kost- ovs var, á meðan á kosningabarátt- unni stóð, rekinn harður áróður gegn hreyfingu Simeons. Konungurinn og liðsmenn hans hafa þrátt fyrir það sagst vera tilbúnir til samstarfs við Bandalag lýðræðislegra afla. Lokaniðurstöðu kosninganna er að vænta á miðvikudag og þá mun verða ljóst hver nákvæm skipting þingsæta verður. Niðurstöður þingkosninganna í Búlgaríu á sunnudag Stórsigur flokks fyrrverandi konungs Sófía, AP. AFP. Reuters. !"#$% &'()* +,!-! ./(%* ,!/$ !,!/-! (01"",!/$ 0' #/-!  !    23 4,$4! 560",!/$ AP Fyrrverandi konungur Búlgaríu, Simeon II, sést hér greiða atkvæði í þingkosningunum á sunnudag. Fjölmiðlar tóku hlýlega á móti konung- inum er hann sneri heim úr útlegð í vor. Í BANDARÍKJUNUM gætir nokk- urrar óánægju vegna þeirrar óblíðu meðferðar er George W. Bush fékk víða hjá stjórnmálamönnum og fjöl- miðlum í fyrstu för sinni til Evr- ópu eftir að hann tók við forseta- embætti. Hafa jafnvel ýmsir andstæðingar forsetans komið honum til varnar og gagnrýnt Evrópumenn fyrir að sýna tví- skinnung og for- dóma í garð Bandaríkjanna. Bandarískir fjölmiðlar hafa al- mennt talið Evrópuför Bush í síð- ustu viku vel heppnaða, að hluta til vegna þess hve Evrópumenn hafi verið „fullir fyrirlitningar og haft litlar væntingar,“ eins og William Safire hjá The New York Times komst að orði. Dick Durbin, öldungadeild- arþingmaður demókrata, er einn þeirra pólitísku andstæðinga Bush sem komið hafa honum til varnar. The Daily Telegraph hefur eftir Durbin að forsetinn hafi „staðið sig vel“ í Evrópuförinni og að mótlætið hafi aukið stuðning við hann heima við. Reyndar eiga bandarískir fjöl- miðlar sinn þátt í því hve Banda- ríkjamenn hafa fylkt sér um Bush vegna Evrópufararinnar því þeir hafa gjarnan birt harðorðustu klausurnar úr evrópsku pressunni til marks um fyrirlitningu Evr- ópubúa á Bandaríkjaforseta. Margir bandarískir fjölmiðlar hafa til dæm- is haft eftir ummæli úr breska blaðinu The Guardian, þar sem Bush og stjórn hans er líkt við fávita. Almennt voru evrópskir fjöl- miðlar ekki svo neikvæðir í umfjöll- un um forsetann, þó þeir hafi vissu- lega greint skilmerkilega frá mistökum hans og klaufalegum upp- ákomum. Það fór til dæmis ekki framhjá pressunni þegar Bush fór rangt með nafn José María Aznar, forsætisráðherra Spánar, kyssti Soffíu Spánardrottningu á kinnina, þegar siðareglur kváðu á um handa- band, og kallaði Afríku „þjóð“ í heimsókninni til Svíþjóðar. Evrópska pressan sökuð um hræsni Nokkrir bandarískir dálkahöf- undar sökuðu um helgina Evrópu- menn um hræsni er þeir gagnrýndu Bandaríkjamenn vegna mála á borð við og dauðarefsingar og umhverf- isvernd. „Fyrrverandi trotskíistar í Frakk- landi álíta okkur villimenn fyrir að dæma fjöldamorðingja til dauða, þrátt fyrir að fleiri fangar hafi fram- ið sjálfsvíg í frönskum fangelsum á undanförnu ári en voru teknir af lífi í Bandaríkjunum,“ sagði Safire í The New York Times. Michael Kelly, dálkahöfundur í The Washington Post, sakaði evr- ópsku pressuna um að tala máli „elítunnar“, sem hefði um áratuga skeið haft „hæðnisfulla og þjóð- rembingslega afstöðu til Bandaríkj- anna og bandarískra gilda“. Kelly varði jafnframt andstöðu forsetans við að staðfesta Kyoto-bókunina um takmörkun á losun gróðurhúsa- lofttegunda. „Bush drap ekki Kyoto- bókunina. Hann jarðaði einungis rotnandi líkið.“ Evrópskum fjöl- miðlum mótmælt Washington. AFP, The Daily Telegraph. George W. Bush FYRSTI fundur George W. Bush Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta, sem fram fór í Slóveníu á laugardag, þótti vera vel heppnaður. Leiðtogarnir voru sagðir hafa myndað góð per- sónuleg tengsl og þeir skiptust á heimboðum til Texas og Moskvu. Fundurinn stóð í tvær klukku- stundir. Forsetarnir hétu nánari sam- vinnu ríkja sinna á ýmsum sviðum. Bush ítrekaði nýleg ummæli sín um að Rússar og Bandaríkjamenn væru ekki óvinir og bætti við að eftir fundinn væri hann „sannfærð- ur um að [Rússar] gætu verið sterkir bandamenn og vinir“. Pútín talaði sömuleiðis um Bandaríkja- menn sem „samherja“ og sagði rík- in „geta verið góða bandamenn“. Ósammála um eldflaugavarnir og stækkun NATO Leiðtogunum tókst þó ekki að þokast nær samkomulagi um áform Bandaríkjastjórnar um að koma upp eldflaugavarnakerfi. Pútín var ekki eins harðorður um málið og búist hafði verið við, en lýsti and- stöðu Rússa við að Bandaríkja- stjórn sneri einhliða baki við Gagn- eldflaugasáttmálanum frá 1972, sem hann kallaði „hornstein alþjóð- legra öryggismála í nútímanum“. Bush skýrði hins vegar þá afstöðu Bandaríkjamanna að sáttmálinn væri úreltur. Forsetarnir voru heldur ekki á sama máli um stækkun Atlantshafs- bandalagsins. Pútín kvaðst fullur efasemda um þá fullyrðingu Bush að Rússar þyrftu ekki að óttast stækkun NATO. „Ágreiningur er vissulega til staðar og það er vit- anlega ekki hægt að leysa hann á svo skammri stundu,“ sagði Pútín. Meðal annarra mála sem leiðtog- arnir ræddu voru sala Rússa á vopnum til Írans, vandamál við flutning olíu frá Kaspíahafi, átök Asera og Armena um Nagorno- Karabak og stríð Rússa við skæru- liða í Tsjetsjníu. Þeir ákváðu að koma á samráði háttsettra embætt- ismanna á sviði öryggis- og varn- armála og Bush tilkynnti að hann myndi senda fjármálaráðherrann Paul O’Neill og Donald L. Evans, viðskiptaráðherra, til Moskvu í því skyni að koma á nánara samstarfi ríkjanna í efnahagsmálum. Pútín hélt í heimsókn til Júgó- slavíu síðdegis á laugardag, að loknum fundinum með Bush. Strax eftir komuna til Belgrad átti hann fund með Vojislav Kostunica, for- seta Júgóslavíu, þar sem ólgan á Balkanskaga var efst á baugi. Lýstu þeir ábyrgðinni á ástandinu í Kosovo og Makedóníu alfarið á hendur albanskra „hryðjuverka- manna“. Áformað hafði verið að Pútín flygi beint til Moskvu á sunnudeg- inum, en þess í stað fór hann í óvænta heimsókn til Kosovo, þar sem hann hitti rússneska friðar- gæsluliða og ræddi við yfirmann friðargæsluliðs Sameinuðu þjóð- anna (KFOR), Thorstein Skiaker, og Hans Hækkerup, yfirmann stjórnsýslu SÞ í héraðinu. Fyrsti fundur Bush og Pútíns vel heppnaður Belgrad, Moskva, Washington. AFP, AP, The Washington Post.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.