Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2003 17 ÞAKRENNUR Frábært verð! B Y G G I N G AV Ö R U R www.merkur.is 594 6000 Bæjarflöt 4, 112 R. SIMEON af Sachsen-Coburg- Gotha, eða Saxcoburggotski eins og búlgörsk, borgaraleg útgáfa ættar- nafnsins hljómar, var krýndur kon- ungur Búlgaríu sex ára gamall og bar þá konungsnafnið Simeon II. Hann var flæmd- ur í útlegð ásamt allri fjölskyldu sinni er komm- únistar komust til valda í kjölfar síðari heims- styrjaldar. Er hann sneri aftur til heimalandsins fyrir tveimur og hálfu ári náði hann með láði kjöri til að spreyta sig á því að stýra ríkisstjórn, á grundvelli kosninga- loforðs um að bæta lífskjör þjóð- arinnar tilfinnanlega á 800 dögum. Sá frestur rann út nú um mán- aðamótin, og margir Búlgarar – sem eiga flestir enn í mesta basli með að láta enda ná saman – eru vonsviknir og bitrir. Stuðningur almennings hrapar „800 lygar. 800 dagar. Nóg kom- ið!“ er ritað stórum stöfum á vegg- spjöld með mynd af hinum mjó- slegna, hálfskeggjaða og sköllótta leiðtoga, með áteiknuð horn og hala. „Ekkert hefur batnað á þessum 800 dögum. Ástandið hefur meira að segja versnað,“ sagði Monica Orssova, átján ára háskólanemi. Skoðanakannanir sýna að for- sætisráðherrann konungborni hef- ur hrapað í áliti hjá þjóð sinni; stuðningur við hann mældist 70% fyrir tveimur árum en nú ekki meiri en 30%, samkvæmt nið- urstöðum viðhorfskannanastofn- unarinnar NCPOR. Umskiptin í stemmningunni eru gríðarleg frá því Saxcoburggotski sneri aftur úr hinni hálfrar aldar löngu útlegð, sem hann varði að mestu á Spáni. Búlgarar bundu miklar vonir við „konunginn“ – eins og þeir kalla hann gjarnan – er hann tók við stjórnartaumunum sumarið 2001, eftir að nýstofnaður stjórnmálaflokkur, Þjóðarhreyf- ingin Simeon II, vann mikinn sigur í þingkosningum. Jafnvel kom til tals að taka upp þingbundna konungs- stjórn á ný, en konungdæmið var afnumið af kommúnistum árið 1946. Þess má geta að hinn kon- ungborni forsætisráðherra er af að- alsætt, kennd við Hannover, sem brezka konungsfjölskyldan er einn- ig af. Saxcoburggotski, sem nú er 66 ára að aldri, gaf hins vegar lítið fyr- ir slíkar hugmyndir og einhenti sér í að vinna að því að uppfylla kosn- ingaloforð sitt um að snarbæta lífs- kjör Búlgara. Hann fékk ungt, hæft, fagfólk með góða menntun úr vestrænum háskólum til að setjast í ráðherrastóla og fól því að búa landið undir að ganga í Evrópusam- bandið ekki síðar en árið 2007 og breyta efnahagslífinu þannig til betri vegar að stöðva mætti atgerv- isflótta frá landinu. En liðsmenn konungsins hafa átt í ströggli með að ná hinum metn- aðarfullu markmiðum. „Hann lofaði kraftaverki, en hvar er það? Maður hefur nánast á til- finningunni að þessi síðustu tvö ár hafi aldrei átt sér stað,“ segir Ivan Krastev, sem rekur hugveituna Center for Liberal Strategies í búlgörsku höfuðborginni Sofiu. En aðstoðarfjármálaráðherrann Krassimir Katev furðar sig á þess- ari bölmóðsstemmningu. Ferða- þjónustan sé að blómstra, útflutn- ingur sé að stóraukast, verðbólga sé lág, framleiðni stefni í að tvö- faldast fyrir árið 2005 og Búlgaría sé á öruggri siglingu niður heims- listann yfir spillingu. Landið hefur stutt Bandaríkin með ráðum og dáð, þar á meðal með því að senda hermenn bæði til Afganistans og Íraks, og fær inngöngu í Atlants- hafsbandalagið á komandi vori. „Það eru stórstígar framfarir í gangi núna,“ segir Katev. „For- sætisráðherrann hefur skýra sýn á betri lífskjör [þjóðarinnar]. Ég trúi því sem hann segir.“ Að sögn Ka- tevs sé hins vegar því miður ekki hægt að dreifa velmeguninni út um þjóðfélagið eins hratt og óskandi væri, en stjórnin sé á réttri braut. „Fólk þykist ekki taka eftir því [að nokkuð miði í umbótaátt]. Það kvartar of mikið og les of mörg lé- leg dagblöð,“ segir hann. En atvinnuleysi, sem samkvæmt opinberum tölum er um 13%, er óopinberlega nær 20 prósentunum. Meðalmánaðartekjur eru aðeins sem svarar um 12.500 ísl. krónum. Jafnvel þótt Saxcoburggotski sé talið til tekna að hann skuli vera tilbúinn að vinna fram á eftirlauna- aldur eins vel og honum er unnt að því að koma morknu efnahagslífi landsins aftur á réttan kjöl eftir áratuga hrakfarir kommúnistatím- ans, er það honum mikill fjötur um fót að launaþróunin skuli standa svona í stað. Ekki hefur það heldur bætt ímynd hans í augum venjulegs vinn- andi (eða atvinnulauss) fólks, að ný- lega ákváðu þar til bær stjórnvöld að konunginum fyrrverandi og systur hans skyldi skilað fast- eignum að verðmæti um 14 millj- arða króna, sem voru þjóðnýtt á kommúnistatímanum. „Fólk trúði því að hann væri lausnin [á vanda þjóðarinnar]. Núna, að 800 dögunum liðnum, lít- ur það á hann sem hluta vandans,“ segir hugveiturekandinn Krastev. „Gjáin milli væntinga og gerða er að gera úr honum harmleiksfíg- úru.“ Konunglegt loforð rennur út í Búlgaríu Fyrrverandi kon- ungur Búlgaríu hét þegnum sínum að koma á betri tíð með blómum í haga á 800 dögum er hann var kjörinn forsætisráð- herra landsins í júní 2001. Nú eru 800 dag- arnir liðnir og lítið ból- ar á áþreifanlegum umbótum. Þegnunum finnst þeir sviknir. Sofiu. Associated Press. AP Búlgarskir eftirlaunaþegar á baráttufundi í Sofiu sl. miðvikudag, er 800 daga frestur stjórnarinnar til að bæta lífskjör Búlgara rann út. ’ Fólk trúði því aðSaxcoburggotski væri lausnin á vanda þjóðarinnar. Núna, að 800 dögunum liðnum, lítur það á hann sem hluta vandans. ‘ Simeon af Sachsen- Coburg-Gotha JÓHANNES Páll páfi II fór í gær til borgarinnar fornu Pompei á Suður-Ítalíu til að biðja fyrir friði í heim- inum. Páfi, sem er 83 ára, er far- inn að heilsu og hafa kardínálar í Páfagarði að undanförnu gefið til kynna að hann sé við dauðans dyr. Páfi flaug með þyrlu frá Róm til að biðjast fyrir í kirkju heilagrar Maríu í Pompei. Hann hefur einu sinni heimsótt þessa kirkju áður, árið 1979 þegar hann hafði verið eitt ár í embætti. Um 30.000 manns sóttu mess- una. Að undanförnu hafa að- stoðarmenn páfa þurft að flytja boðskap hans en honum tókst að ljúka máli sínu í gær þótt rödd hans væri óskýr. „Biðjið fyrir mér í dag og alltaf,“ voru loka- orð páfa. Fjórir falla í Írak ÞRÍR bandarískir hermenn og íraskur túlkur létu lífið í sprengjutilræðum í Írak í gær. Tveir hermenn og túlkur þeirra féllu í sprengjuárás vestur af Bagdad en fyrr um daginn hafði félagi þeirra verið felldur um 110 kílómetra vestur af borg- inni. 92 bandarískir hermenn hafa fallið í Írak frá 1. maí en þá lýsti George W. Bush forseti yf- ir því að meiriháttar hernaðar- aðgerðum væri lokið í landinu. Niðurstaða DNA-rann- sóknar ljós NIÐURSTAÐA DNA-rann- sóknar á lífssýni sem fannst á hnífnum sem var notaður til að myrða Önnu Lindh, utanríkis- ráðherra Svíþjóðar, þykir styrkja grun manna um að 24 ára gamall maður, Mijailo Mij- alovich, sem nú situr í varðhaldi, sé sekur um morðið. Maðurinn neitar hins vegar enn allri sök í málinu. Graham hættir BOB Graham öldungadeildar- þingmaður hefur skýrt frá því að hann sækist ekki lengur eftir að verða frambjóðandi banda- ríska Demó- krataflokks- ins í forsetakosn- ingum næsta haust. Grah- am hafði dregist aft- ur úr öðrum frambjóð- endum Demókrataflokksins í skoðana- könnunum að undanförnu. Þá hefur honum gengið illa að afla fjár til kosningabaráttunnar. Graham skýrði frá ákvörðun sinni í viðtalsþætti Larry King á sjónvarpsstöðinni CNN. Sagði hann að ýmsir þættir hefðu lagst á eitt, en m.a. gerðu skyldustörf hans á Bandaríkja- þingi honum erfitt fyrir að ein- beita sér að framboðinu. STUTT Páfi í Pompei Jóhannes Páll Bob Graham

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.