Vísir - 15.01.1981, Blaðsíða 9

Vísir - 15.01.1981, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 15. janúar 1981 vtsm 9 Uppstokkun og endurnýjun á forystuliði Kommúnistaflokks Kina (KFK) heldur enn áfram nú rúmum fjórum árum eftir lát formanns Maós. Þegar Hua Guofeng (frb. Hva Gvoföng) lét handtaka hina svo- kölluðu fjórmenninga í krafti embættis sins sem eftirmaður Maós og yfirmaður leynilög- reglunnar, kom hann af stað pólitiskum breytingum sem leiddu til algjörrar afneitunar á menningarbyltingunni og aftur- hvarfs til fyrir menningarbylt- ingartima að mörgu leyti. Póli- tiskir leiðtogar, sem þá voru sviptir embættum sinum fyrir „,borgaralegt” þetta og „borg- aralegt” hitt, eru nú aftur komnir i ábyrgðarstöður eftir þvi sem heilsa og aldur hefur leyft. Hua Guofeng sfðasti formaður- inn? t swW Zhao Ziyang forsætisráðherra Hu Yaobang, aðalritari öörum sviðum, e.o. hann gerði t.d. á tiltölulega nýafstöönu Al- þýðuþingi. Er pólitísk valdabar- átta framundan? Þó svo að Hua Guofeng sé nú að hverfa i skuggann fyrir nýj- um leiðtogum, þá er ekki þar meö sagt að hann sé endanlega horfinn úr kinverskum stjórn- málum. Þvert á móti er Hua enn töluvert vinsæll meðal alþýðu, ekki bara fyrir að hafa sparkað 4-menningunum úr valdastöð- um og rutt brautina þannig fyrir núverandi andrúmslofti fram- sóknar og frjálsræðis, heldur er hann einnig vinsæll fy'rir hina óvenjulegu eiginleika sina sem stjórnmálamanns að reyna ekki aö halda i völdin valdanna vegna fram i rauðann dauðann. Valdaharðlla I kfnverska kommúnlstallokknum Eftir þvi sem þessar breyt- ingar gengu lengra fóru völd og áhrif Hua sjálfs minnkandi. Æ meira var fariðað tala um Deng Xiaoping (frb. Döng Sjáping) sem áhrifamesta mann Kina. Þrátt fyrir það fór Huao enn með æðstu embætti hers, rikis og flokks. Hua vikur úr valda- stöðum. Þetta breyttist siðastliðið sumar þegar Hua Guofeng fór einnig að missa formleg völd sin. Það byrjaði með þvi að hann sagði af sér forsætisráð- herraembættinu og lét Zhao Ziyang (frb. Dsá Dsujang), sem mikla áherslu hefur lagt á sjálf- stjórnun fyrirtækja og einka- framtak, taka við. Við það tæki- færi sagði Hua m.a. að þetta væri til þess að hann fengi betra næði til að beina kröftum sinum að starfi sinu sem formaður KFK. Þá þegar var formannsem- bættið þó i raun og veru ekki lengur áhrifamesta embættið innan flokksins, heldur höfðu áhrif aðalritarans farið sivax- andi eftir að það var tekið upp að nýju. Er nú svo komið að jafnvel er verið að tala alvar- lega umaöieggja formannsem- bættið alveg niður og gera þann- ig Hu Yaobang (frb. Hú Jábang), aðalritara flokksins, formlega að æðsta manni hans. Viröist svo sem það sé búið að ákveða að láta þessa breytingu ganga i gildi einhverntima i upphafi ársins, hugsanlega strax nú i janúar. Hua: Siðasti formaður- inn? Þar meö virðist ferli Hua Guofeng sem útvalins eftir- manns Maós lokið. Kannski hans verði siðar meir minnst sem siðasta formannsins i Kina. Annar möguleiki. mun óliklegri þó, væri að Hua tæki aö sér formannsembættið auk ritara- starfanna.en þarsem þaöværii raun og veru það sama og gefa einu embætti tvö nöfn er það hæpið. Hua mun þó ekkihverfa alveg úr sviðsljósinu þvi að liklega mun hann sitia áfram, a.m.k. enn um hrið, i fastanefnd miö- stjórnarinnar. Verði formanns embættið þannig lagt niður, þá mun Deng Xiaoping og fleiri einnig um leið missa embætti sin sem varafor- m»nn flokksis. Deng mun þó greinilega ætla sér að halda áfram að beita áhrifum sinum innan flokks og rikis sem með- limur i nýstofnaöri ráðgjafa- nefnd. Deng hefur samtekki i hyggju að efla formleg völd sin á neinn hátt á kostnað Huas. Gefur hann þá skýringu aö það hafi að visu verið lagt til að hann tæki aö sér forsætisráðherra embættið, en hann hafi ekki viljað það vegna Ragnar Baldursson fréttaritari Vísis í Tokió, sendir okkur fróö- lega grein um átökin i kinverska kommúnistaflokknum i ljósi siöustu atburða. Sérstaklega er forvitnilegt að lesa um hlut Hua Guofeng formann flokksins. andstöðu sinnar viö hvers konar persónudýrkun óg hann teldi einnig yngri menn hæfari til slikra ábyrgðastarfa. Hua og réttarhöldin gegn fjórmenningun- um. Þessa áframhaldandi valda- rýmun Hua Guofengs einmitt núna er ekki hægt að slita úr tengslum við réttarhöldin gegn 4menningunum. Eini núverandi valdamaður i Kina sem ekki er nefndur á nafn sem fórnarlamb athafna 4 menninganna er nefnilega Hua Guofeng. Ekki nóg með þaö heldur hefur til dæmis Jiang Qing (frb. Djang Tsing) ekkja Maós, bent á þá staðreynd, sem reyndar allir vissu að Hua var yfirmaður leynilögreglunnar 1976, og bar þannig a.m.k. að hluta til ábyrgö á þvi að mótmælaað- gerðir i minningu Zhou Enlais (Sjú Enlæs) og til stuðnings Deng voru brotnar a bak aftur og Deng vikið frá. Nú er þessum mótmælaaö- geröum lýst sem byltingarsinn- uðum aögerðum fjöldans og 4- menningarnir meðal annars sakaðir I yfirstandandi réttar- höldum fyrir að hafa bælt þær niður. Þannig mætti jafnvel láta sér detta þaö i hug að Hua yrði aö minnsta kosti að bera vitni i rettarhöldunum, en til aö forö- ast það hafi hann samþykkt að láta af formennsku. Þvi má heldur ekki gleyma að Hua hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa tafið fyrir þvi aö Deng kæmist aftur i leiðtoga tölu eftir aö 4-menningamir höfðu veriö hreinsaðir út. f fyrstu opinberu ræðu sinni á þeim tima tengdi Hua baráttuna gegn 4-menningunum gagnrýn- isherferðinni á hendur „hægri tilhneigingum,, þ.e. Deng (ath. i siðari útgáfum þessarar ræðu er viðkomandi hluta kippt úr). Þetta á m.a. aö hafa seinkað fyrir þvi að Deng kæmi aftur fram opinberlega, en það gerö- ist ekki fyrr en einu ári seinna. Hitt þykir mér þó liklegra að Hua hafi ekki treyst sér til að A málverkasýningu 1977, sýnir þá áherslu sem þá var lögð á að byggja upp Hua Guofeng sem leiðtoga. Blaðiö sem þau eru að lesa er Dagblað alþýðunnar. t árslok 1976 eftir að hafa tekiö að sér æðstu völd I rlki og flokk og rekið fjórmenningana frá völdum voru vinsældir Hua Guofeng I há- marki. Myndin er frá útifundi til stuðnings honum. ganga svo langt í einu að gera bæði upp viö 4-menningana og endurreisa Deng samtimis. Hann hafi þess i stað kostiö að „deila og drottna”, þ.e. sundra menningarbyltingarsinnum um leið og hann tryggöi sér fylgi stuðningsmanna Dengs. Allt bendir til þess aö með þessari* baráttuaðferöhafi Hua tekist að koma i veg fyrir meiri háttar innanlandsstrið. Hua, laus við valda- græðgi Ég heldað það sé ekki hægt aö segja annað en að Hua Guofeng sé alveg einstakur i kinverskri seinni tima stjórnmálasögu. Hann varð svo til einvaldur um tima eftir að hafa látið taka 4- menningana höndum. Út um allt land var tekið til að skapa persónudýrkun i kringum hann. En i stað þess að efla enn völd sin og reyna að gerast ein- ræðisherra þá gerðist hann brautryðjandi fyrir ýmsum pólitiskum breytingum og nýj- ungum i kinverskri stjórnsýslu, eins og til dæmis minnkuð völd einstakra leiðtoga og aukin samvinna þeirra i milli við stefnumyndun. Sem óhjákvæmileg afleiðing þessara breytinga hefur Hua, sem komst til mannvirðinga i menningarbyltingunni, orðið að láta að mestu af fyrri völdum sinum, encfa hlutverki hans sem brautryðjanda framangreindra breytinga að mestu lokið. Ef til vill má deila um það að hversu miklu leyti Hua gerði sér greinfyrirhvert þær breytingar sem hann kom af stað myndu leiða. Flestir „Kína sérfræöing- ar” virðast álita aö Hua hafi ekki gert sér grein fyrir að per- sónuleg völd sin myndu minnka svo skjótt og álita hann grund- vallarlega andstæðan Deng i ýmsum stefnumálum. Persónu- lega finnst mér þó óliklegt ann- aö en Hua hafi veriö sér meðvit- aður um hvert stefndi. Vist er svo að gjaman i ræð- um og annars staöar leggur Hua meiri áherslu á pólitiska með- vitunden á launamisjöfnuö sem þátt i efnahags- og þjóðfélags- uppbyggingu i Kina. En væri hann ósammála Deng i ein- hverjum grundvallaratriðum þá heföi hann örugglega ekki lagt biessun sina yfir núverandi stefnu I efnahagsmálum og á Þess I stað hefur hann viður- kennt galla sina og annmarka fúslega og hógværlega og ávalt verið tilbúinn aö leita ráða hjá öörum. Komi einhvern timann til stórátaka á næstu árum, t.d. eftir fráfall Deng Xiaopings sem nú er 76 ára, eða sem af- leiöing af mistökum i efnahags (nú eða hernaðar-) málum, þá gæti hugsast að Hua yrði enn á ný að láta til sin taka til að miðla málum. Hu - Zhao, nýir pólar i kinverskum stjórnmál- um Ekki er hægt að neita þvi að allt frá þvi fyrirstofnun Alþýðu- lýðveldisins Kina, hefur linu- barátta verið nær stöðug og oft hörð innan flokksins. Þó svo að stórorrustur á þeim vettvangi á borð við baráttuna gegn 4- menningunum séu kannski ekki alveg á næsta leiti, þá er engin ástæða til að ætla annaö en aö tveggja lina barátta haldi áfram innan KFK. Komið hefur fram að „kenn- ingar Maós” (Hugsun Mao Ze- dongs, eða maóismi öðru nafni) eru ekki lengur taldar i gildi, þær hafi átt við tfmabilið fyrir byltingu. Samt sem áður fer ekki hjá þvi að mannikomii' hug kenning Maós um að tveggja lina barátta innan flokksins sé óhjákvæmilegt lögmál og hluti af eiginleikum flokksins. Þessi kenning var ein af höfuödeilu- atriðum i millum Kinverja og Albana fyrirekki svo löngu sið- an. Þaö er þvi eðlilegt að menn fara að velta þvi fyrir sér hver þessi tveggja linu barátta veröi nú þegar virðist búiö að af- greiða menningarbyltingar- sinna. Ég held að þaö sé þá alls ekki óviðeigandi að fylgjast með þeim Hu Yaobang, ritara flokksins og þekktum harðlinu kommúnista, og Zhao Ziyang, forsætisráðherra og kerfis- manni, sem ekki viröist mikiö skipta sér af kommúniskum hugsjónum komist hann hjá þvi. Satt er það aö báðir eru þeir ein- dregnir andstæðingar menning- arbyltingarinnar og forsvarar nútimavæðingui Kina, en annar er helsti fulltrúi flokksins og kommúnismans þar meö á með- an hinn persónugerir rikið og hagsmuni þess. Það er grund- vallaratriöi i sósialisku riki að flokkurinn stjórni og leiði rikis- báknið, en á sama tima er ákveöin streita milli þessara tveggja afla óhjákvæmileg. Við þetta bætist að undanfarið hafa verið gerðar miklar breytingar á stjómskipulagi i Kina sem hafa aukið sjálfstæði rikisins gagnvart flokknum. Þetta gæti mjög liklega leitt til skiptra skoöana og deilna um aöferðir og markmið, Tokfo 1980.12.21. Ragnar Baldursson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.