Heimilistíminn - 19.10.1978, Blaðsíða 15

Heimilistíminn - 19.10.1978, Blaðsíða 15
Blómin okkar Stofugrenið þarf að vera á köldum stað Araucaria eða stofugreni er ættað frá Norfolk-eyjunum, og þaðan barst plantan árið 1793. úti í náttúrunni er sagt að stofugrenið sem við köllum svo, geti orðið 60 til 70 metra hátt. Inni i stofum er plantan fallegust þegar hún hefur myndað fjóra eða fimm greinakransa. Eftir það fer hún að fella barrið að neðan og verður þá ekki eins mikið stofustáss og ella. Stofugreniö vex mjög hægt. A sumrin þolir þaö vel aö standa úti á svölum eöa úti i garði en ekki má það standa þar sem sterk sól nær til þess. Þaö á jafnt viö hvort sem plantan er úti eöa inni. Hún þarf góða birtu en ekki sterka sól. Á veturna er heldur er- fitt aö finna staö i hlýjum húsum okkar sem hentar stofugreninu. Fræðimenn segja aö hitastigið megi alls ekki fara yfir lOstig og helzt á það aö vera frá 3- 8stigum. Stofugrenið kann vel að meta ferskt loft og þolir meira aö segja dragsúg. Og mikill hiti og of litil birta valda því aö barriö tekur aö falla af stofugreninu. Ekki þolir stofugreniö mikinn þurrk. A sumrin þarf aö vökva þaö vel og þaö má aldrei þorna en á veturna getur of mikil vökvun valdiö rótaskemmdum. Bezt er að hafa stofugreniö i nokkuö litlum potti. Ekki þarf aö skipta um pott nema á þriggja til fjögurra ára fresti og mjög áriöandi er að setja plöntuna þá ekki i miklu stærri pott en hún var i áöur. Það nægir aö skipta yfir i næsta númer fyrir ofan. Einnig veröur aö gæta þess að moldin nái ekki lengra upp á legginn i nýja pottinum, en hún geröi á þeim eldri. Ef stofugreniö er oröið hátt og fariö aö fella barr á neöstu greinunum, er ef til vill mögulegt að taka af þvi toppinn með einum eöa tveimur greinakröns- um, sem ekki eru orönir fullstórir. Stingiö toppinum niöur i sendna mold og setjið plastpoka yfir allt saman og komið potti og græðlingi fyrir á köld- um staö. Eftir ca. þrjá mánuði getur komið til greina aö rætur hafi myndazt. Græölingur sem þessi,ef ykkur tekst að koma honum til,er mjög duglegur að skjóta öngum út frá rót- inni og getur stofugrenið þvi oröið mun þéttara og skemmtilegra en ella strax frá byrjun. Þiö megiö ekki vera allt of bjartsýn- ar á aö þessi tilraun ykkar heppnisti þar sem þetta er tæpast taliö á færi nema duglegustu garöyrkjumanna en sumar blómakonur og karlar reyndar lika eru sizt óduglegri en lærðir garðyrkjumenn. fb 15

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.