NT - 19.05.1985, Blaðsíða 14

NT - 19.05.1985, Blaðsíða 14
■ Margir Bandaríkjamenn töldu Dwight D. Eisen- hower besta forseta eftirstríðsáranna. Sunnudagur 19. maí 1985 14 ■ Heimsstyrjöldin gerði Bandaríkjunum kleift að ná fram fullri hagnýtingu framleiðslukerfisins, en það hafði hvorki Franklin Roosevelt né New Deal tekist. Bandaríkin framlciddu 60% af heildariönuðarframleiðslu jarðar í stríðslokin (og það þrátt fyrir að þar byggju aðeins 6% jarðarbúa). Heildarframleiðsla jókst í Bandaríkjunum á stríðsárunum, einnig framleiðsla til almenningsþarfa, þrátt fyrir að 12 milljónir manna væru undir vopnum 1945. Atvinnuleysi var horfið, og trúin á framtíð Bandaríkjanna hafði styrkst að mun. ■ Kosningarnar 1948 voru taldar unnar fyrirfrain. Blaðið Chicago Daily Tribune sem studdi repúblikanann Dewey gekk jafnvel sV'o langt að forsíðufyrirsögnin Dewey sigrar Truman var prentuð á öllu upplaginu 4. nóvember og það þrátt fyrir að úrslit væru ekki ráðin. Truman sigraði þö gegn öllum líkum og spádóinum. Bandaríkin eftir 1945 Kafli úr ritröð AB,- „Saga mannkyns“ sem senn kemur út í 15 bindum Bandaríkin höfðu losnað við þá eyöileggingu á landi og atvinnuvegum scm orðið hafði hlutskipti annarra styrjaldarþjóöa. Engin sprengja hafði falliö á New York, Detroit eða Pittsburgh. Bandaríkin höfðu misst um 300.()()() manns í stríöinu. Þetta var tilfinnanlegt, cn þó smáræði í samanburöi við e.t.v. 20 milljónir manna sem fallið höfðu í Sovétríkun- um. Stríðið hafði styrkt ríkið og staða þess þá var einstæð í heiminum. Efnahagslegur styrkleiki Bandaríkj- anna 1945 var slíkur að landið hefur hvorki fyrr né síðar náð því stigi. Á 6. áratugnum tóku Vestur-Evr- ópulönd og Japan auk Sovétríkjanna smám saman að vinna upp forskot Bandaríkjanna. Hagvöxtur var reyndar álitlegur í Bandaríkjunum eftir 1945, en hann var meiri í öðrum löndunt og þá einkum í Japan og Vestur-Þýskalandi. Áhrif þessa urðu þau að staða Bandaríkjanna sem efnahagslegs heimsveldis varð smám saman lítt sannfærandi. Bandaríkin áttu óbeinan þátt í þessari þróun með Marshallaðstoðinni og fjármagns- tlutningi til Evrópu, en afleiðingarnar tóku fyrst að koma í Ijós fyrir alvöru eftir 1965. Búið var í haginn fyrir atvinnulíf á friðartímum með sérstakri af- vopnunarlöggjöf (Servicemen's Re- adjustment Áct 1944, nefnd „G1 Bill of Rights", réltindi hinna hér- skyldu). Auðvelda átti hermönnun- um að aðhæfa sig hinum nýju aðstæð- um er þeir komu heini af vígvellin- um, með auknu framböði á tækifær- um til að afla sér menntunar og endurþjálfunar og hættri heilsugæslu. Á árunum 1945-1952 var varið yfir 13 milljörðum dollara til menntunarinn- ar einnar saman. 1‘essi áætlun ein- kenndist af framsýni og átti sinn þátt í aö styrkja stöðu Bandaríkjanna á sviði menntunar og rannsókna. Fjár til stríðsrekstursins var að hluta til aflað með skyldusparnaði í Bandaríkjunum. Afleiðing þessa var sú aö í stríðslokin kom fram mikil neysluþörf og kaupgeta sem átti að auðvelda breytinguna yfir í efnahags- líf á friðartímum. Breyting á frarn-' leiðsluháttum var hafin og það m.a. í bifreiðavcrksmiöjunum í Dctroit áður en styrjöldinni lauk. Er ákveðin mettun tók að gera vart við sig árið 1948 var öðru áformi sem vitnaði unt framsýni hrundið í framkvæmd, stuðningnum við Evrópuþjóðir skv. Marshalláætluninni. Þessi aðstoðsem átti að þjóna langtímamarkmiðum Bandaríkjanna varð einnig til að auka framleiðslu í landinu. Ný víta- mínsprauta kom meö Kórcustríðinu, vígbúnaður einmitt þegar efnahagslíf landsins hafði aðhæft sig friðartím- um. Efnahagsþróunin mótaðist einnig af aðgerðum ríkisvaldsins skv. kenn- ingum um hið blandaða hagkerfi. Afstaða hinna ýmsu stjórnarstofnana var reyndar mjög breytileg, og hin fornu Bandaríki frjálshyggjunnar sem fólk hélt aö hefðu farið í gröfina í kreppunni héldu áfram að gefa út yfirlýsingar um hið eina og sanna hagkerfi, frjálsan markað og frjáls- hyggju (laissez faire). Umbótastefna í andbyr: frjálslyndir gegn íhaldsmönnum Friðurinn blés nýju lífi í íhaldssam- ar hugmyndir. Hreyfanleikinn sent einkenndi þátttöku Bandaríkjanna í alþjóðamálum á síðari hluta 5. ára- tugarins átti sér ekki hliðstæðu á sviði innanríkismála. Truman forseti sem lagði fram metnaðargjarnt frumvarp um endurbætur á því sviði taldi sig vera að leiða stefnumál Roosevelts- tímabilsins til lykta, en mátti horfa upp á það stranda á þinginu. Þetta varð eitt af helstu einkennum á innan- ríkismálum í Bandaríkjunum eftir lok stríðsins. Þar voru átök milli framkvæmdavaldsins sem barðist fyr- ir umbótum og breytingum og íhalds- sams þings sem barðist við að halda ríkisútgjöldum niðri og að takmarka valdsvið alríkisstjórnarinnar. Taka ber fram að þau skil sem skiptu mönnum í frjálslynda og íhaldsmenn voru þverpólitísk og skiptu bæði demókrötum og repúblik- önunt. Bandarísk frjálslyndisstefna fclur í sér hugntyndir um athafnasama alríkisstjórn, félagslegar umbætur og afskipti af efnahagslífi landsins. Hug- ntyndir um viðhaldsstefnu fela í sér takmarkað hlutverk alríkisstjórnar- innar í Washington, verulegt sjálf- stæði einstakra fylkja og varfærni að því er varðar umbætur og afskipti af efnahagsmálum. Frjálslyndir telja það hlutverk samfélagsins að móta þær aðstæður sem geri borgurununt kleift að notfæra sér möguleika sína. íhaldsmenn telja frelsi fyrst og fremst nterkja lausn frá hættunni á íhlutun stjórnvalda (og þá einkum alríkis- stjórnarinnar) í málefnum einstakl- inganna. Frjálslyndir líta á sterkt ríkisvald („big government") sem hjálparhönd, en íhaldsmönnum er það ógnun við frelsi einstaklingsins. íhaldsmenn höfðu nauöugir viljug- ir játast undir íhlutun alríkisstjórnar- innar í kreppunni og heimsstyrjöld- inni, en litu á þetta senr undantekn- ingartilvik. Að stríði loknu var sett fram krafa um að eðlilegu ástandi yrði aftur komið á. íhaldsmenn áttu sér mest fylgi innan repúblikanaflokksins sem hafði verið í andstöðu við Roosevelt og hina nýju „gjöf" (New Deal). Þeir áttu sér einnig talsmenn meðal demó- krata. Klofningurinn milli íhalds- ntanna og frjálslyndra innan demó- krataflokksins kom betur í Ijós er kynþáttavandamál og málefni verka- lýðsfélaga tóku að setja svip á umræð- ur eftir 1945. Repúblikanar og hinir íhaldssömu demókratar í Suðurríkj- unum höfðu tekið höndum saman af og til undir lok 4. áratugarins. Þessi saga endurtók sig eftir 1945. Ókyrrðin á vinnumarkaði og kosningar 1946 Andstaðan gegn Truman grund- vallaðist ekki eingöngu á þessum hugmyndafræðilega ágreiningi. Óró- leiki á vinnumarkaði styrkti endur- reisn íhaldsafla í sessi. Verkalýðsfélögunum var það hin mcsta nauðsyn að notfæra sér hina sterku samningsaðstöðu sem breyt- ingin yfir í framleiðslu á friðartímum (jafnframt væntingum neytenda) færði verkamönnum umfram rekst- ursaðila. Krafist var mikilla launa- hækkana, og á tímabilinu frá því í nóvember I945 til september 1946 varö bíla- og stáliðnaðurinn og síðar námugröftur, járnbrautir og siglingar fyrir barðinu á verkföllunt, sem millj- ónir verkamanna tóku þátt í (tæplega 5 milljónir tóku þátt í verkföllum 1946). Verkföllin voru í raun og veru ópólitísk. Takmarkið var að tryggja verkamönnum stærri hlut af kökunni, en ekki að fá eitthvað annað í stað Itans. Verkamannafélögin í Banda- ríkjunum höfðu eflst svo frá 4. ára- tugnum að þau treystu sér til að hefja baráttu gegn mestu risafyrirtækjum í iðnaðinum, U.S. Steel og General Motors. Ríkisstjórn Trumans lét til sín taka og tókst að hvetja til tilhliðrana, einkum frá vinnuveitendum, en ókyrrðin hafði varanleg áhrif. Rep- úblikanar lögðu fram frumvarp til hinna svonefndu Taft-Hartleylaga, sem voru að lokum samþykkt árið 1947 þrátt fyrir andstöðu Trumans. Lögin kváðu á um takmarkanir á pólitísku starfi verkalýðsfélaga og 60 daga frest til samningaumleitana (forsetinn gat fyrirskipað 80 daga frest til viðbótar ef „hagsmunum þjóðfélagsins" var ógnað) frá því að verkfall var boðað og þar til það gat hafist. Óróinn á vinnumarkaðinum hafði bein áhrif á þingkosningarnar 1946. Repúblikanar náðu meirihluta í báð- um þingdeildum, öldungadeild og fulltrúadeild. Forsetakosningarnar 1948 og „The Fair Deal“ Staða Trumans veiktist 1946 og vandamálin jukust. Hinn írjálslynd- asti armur demókrataflokksins undir forustu Henry Wallace, fyrrverandi varaforseta og verslunarráðherra Trumans, sagöi skilið við flokkinn ásamt fleiri hópum fyrir forsetakosn- ingarnar 1948. Suðurríkjademókrat- ar undir forustu Strom Thurmonds ríkisstjóra í South Carolina, brugðu á sama ráð og börðust fyrir „réttindum fylkjanna". Kynþáttavandamálið hafði úrslitaáhrif í síðara tilvikinu. Tilraunir frjálslyndra demókrata til að auka réttindi hinna hörundsdökku með löggjöf voru óvinsælar í suðri. Truman virtist eiga litla möguleika við kosningarnar. Repúblikanarsam- einuðust um Thomas Dewey, ríkis- stjóra í New York, og allir spámenn spáðu honum sigri. Truman gafst þó ekki upp. Hann tók baráttuna upp með ferðalagi um Bandaríkin, hélt 356 ræður og ferðaðist því nær 50.000 km. Segja má að hann hafi unnið sigur einn síns liðs. Truman fékk 24 milljónir atkvæða, Dewey 22 milljón- ir og klofningsframbjóðendurnir Wallace og Thurmond um 1 milljón hvor. Truman höfðaði með árangri til óánægju fólks með skemmdarverk þingsins á umbótaáætlun hans og varaði við verðbólgu þeirri sem varð er verðlagseftirlit stríðsáranna var afnumið að frumkvæði repúblikana. Mótleikur forsetans var að leggja fram viðamikla og heildstæða áætlun sem hlotið hefur nafnið „The Fair Deal" (hin réttláta gjöf). Teknar voru upp kröfurnar frá 1945 um löggjöf gegn kynþáttamisrétti, kveðið á um löggjöf um þjóðfélagsmál, verð- lagseftirlit, stefnu alríkisins varðandi jarðnæði, opinber störf og byggingu íbúðarhúsnæðis og auk alls þessa var afnám Taft-Hartleylagánna boðað. ■ Verkalýðsfélög höfðu átt erfitt uppdráttar í Bandaríkjunum fvrir 1945. Walter Reuther (1907-1970) vann mikið starf í þágu verkalýðs- hreyfingarinnar, en hann var formað- ur sambands verkamanna í hifrciöa- iðnaðinum og síðar einnig CIO sam- takanna. Áriö 1955 tókst Reuther ásamt George Meany (1894-1980), forinanni AFL, að sameina verka- lýðsfélögin innan landssamtaka. Reuther barðist gegn veldi yfirmanna og glæpamanna innan verkalýðs- hreyfmgarinnar. Mynd Elia Kazans Við höfnina (On the Waterfront 1954) bar vitni um að spiliing þekktist í þessum samtökum, en þar leikur Marlon Brando ungan mann sem gerir uppreisn gegn burgeisum í verkalýðsfélögunum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.