Sunnudagsblaðið - 27.04.1958, Blaðsíða 10

Sunnudagsblaðið - 27.04.1958, Blaðsíða 10
230 SUNNUDAGSBLAÐIÐ FeriII Nikita Krústsjov. Krijsfsjov hreinsar fil CITARKOV 1924. Reykmettað- ur samkomusalur. Prófessorar og stúdentar í hörðum deilum. Umræðuefnið er eitt af höfuð- málefnum kommúnismanns: Verð ur komúnisminn nauðsynlega að gera heimsbyltingu, eða er mögu- legt að framkvæma stefnu hans í einstöku landi fyrir sig? Bak við þessa spurningu dylst ósættanleg valdabarátta. Jósef Stalín lætur sífellt meira að sér kveða sem til- litslaus, valdasjúkur baráttumað- ur, og beinir nú skeytum og áróðri gegn forystumanni Rauða hers- ins, Leo Trotskv. Hvor þeirra á að taka við völdum í flokknum, eftir dauða Lenins? Fylgismenn Trotskys álitu að það væri grundvallar skyssa, að láta sér til hugar koma, að unnt væri að framkvæma byltingar- stefnuna í einstöku landi. Marx og Engels höfðu einmitt haldið fram því gagnstæða. í Charkov voru flestir skoðana- bræður Trotskys. En einmitt á þessari stundu biður lágvaxinn maður um orðið. Það er Nikita Krústjov. Hann byrjar ræðu sína með sömu slagorðunum og hann er vanur: — Ég er öreigi af Dónárbökk- um....... Og svo heldur hann áfram: — Ég er með öðrum orðum enginn lærður prófessor, eins og ræðu- maðurinn hér á undan — en ég verð að biðia félaga. Krassner að lesa hvað Friedrieh Engels skrif- aði sjálfur í stefnuskrá Þýzku sósialdemokratanna. Krústjov dregur upp úr vasa sínum glósubók og les langa til- vitnun, þar sem áheyrendur geta séð það svart á hvítu, að Engels áleit það framkvæmanlegt að koma á sósialisma í einstöku landi fyrir sig. — Þetta er föísun, sem Stalin hefur gert; greip þá Krassner fram í. En Krústjov Iætur sér hvergi bregða, og dregur hann nú bók upp úr Öðrum vasa. Hún er út- gefin í Moskva 1921 og greinir frá verkalýðshreyfingunni í Þýzka- landi, og þar stendur orði til orðs hið sama og Krústjov hafði lesið upp. Formálinn er ritaður af Leo Trotsky. Hinn hyggni Ukrainumaður hafði nefnilega reiknað með þeim möguleika, að.hann yrði rengdur og honum brugðið um staðreynda- fölsun. En nú notfærði hann sér sigurhrifninguna til þess að láta kné fylgja kviði, og bókin gekk frá manni til manns í salnum. Stúdentarnir sátu þarna eins og fallnir af himnum ofan. Trotsky var átrúnaðargoð þeirra, en Marx, Engels og Lenin guðir. í fyrsta skipti samþykkti stúd- entafundur í Charkov fordæm- ingu á Trotsky. Krústjov stóð sig vel sem áróð- ursmaður. Yfirmaður hans, Lazar Kaganovitsj — sem hafði ráðið hann eftir annað stúdentamót þar sem hann varði Stalín í líf og og blóð — hafði fulla ástæðu til þess að vera ánægður með frammi stöðu hans. „Öreiginn af bökkum Dónár“ var á hraðri leið upp á við. II. grein : í Ukrainu NIKITA ER LANGMINNUGUR. Brátt varð Nikita Krústjov næst æðsti í áróðursdeild flokksins. Hann komst hjá því að tak-a þátt í fundarhöldum, en sendí aftur á móti hóp af undirmönnum sínum til þeirra starfa. Sjálfur sat hann í vinnuherbergi sínu frá morgni til kvölds og langt fram á nætur. Og skyndilega var allt orðið piörbreytt. Trotsky hafði tapað. Kaganovitsj var nú meiri þörf í Moskvu en í Ukrainu og fór þang- að. í hans stað kom Skrypnik, gamall rauðliði og ukrainsk þjóð- ernishetja, og nú urðu allir fram- ámenn flokksins að tala og skrifa hreina og klára úkranisku. Krústjov talaði ómengaða rúss- nesku, en úkrainskan hans var hið mesta hrognamál, þótt undarlegt megi virðast. í Kursk þar sem hann var fæddur, var nefnilega ekkj töluð ukraniska, heldur uhd- arlegt sambland af málýzkum, sem erfitt var að skilja. Honum veitt- ist það mjög erfitt að læra úkra- insku. Dag nokkurn þegar hann hafði flutt ræðu á kommúnista- fundi, stóð einn af forystumönn- unum uDp og sagði: — Áður en lengra er haldið verð ég að þýða ræðu félaga Krústjov fyrir ykkur. . . . f annað skipti kom Skrypnig sjálfur í heimsókn og tók þá framí fyrir Krústjov með þessum orð- um: — Það er til háborinnar skamm- ar að starfsmaður flokksins skull tala annað eins bölvað hrognamál og þetta, sem líkist hreint engri úkrainsku; einkennilega, þegar til- lit er tekið til þess, að hann skuli

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.