Vikublaðið


Vikublaðið - 17.12.1993, Blaðsíða 6

Vikublaðið - 17.12.1993, Blaðsíða 6
6 Aff erlendiim yettvaiigl VIKUBLAÐIÐ 17. DESEMBER 1993 „Lýðræðislegt“ valdarán Jeltsíns Vludinnr Sjirinovski, leiðtogi Frjálslynda lý&rœðisflokksins, sem var eini flokkur þjóðemissinna sent Jeltsín leyfði að bjóða fram, hafði greiðan aðgang að ríkissjónvarpinu. Fréttaskýrendur, sem og vest- rænir leiðtogar, hafa átt í dá- litlum erfiðleikum með að túlka niðurstöður kosninganna í Rússlandi síðast liðinn sunnudag. Flestir hallast þó að því að þar hafi verið um hálfsigur Jeltsíns að ræða, því stjórnarskrá hans var naumlega samþykkt þó rnikið fylgi þjóðernis- sinnans Vladimirs Sjirinovski og kommúnista hafi aðeins ruglað myndina. En ef litið er aðeins til baka þá er í raun fátt sem ætti að korna á óvart í þessari niðurstöðu. Ofúgt við þá goðsögn sem vest- rænir fjölmiðlar hafa skapað þá var ekki mikil! ágreiningur á milli Jeltsín og þingsins (Æðsta ráðsins) sem kosið var í almennum kosn- ingum í Rússlandi 1990 og endur- speglaði þáverandi kraftahlutföll innan Nomenklatúrunnar. Auk þess hlóð þingið undir Jeltsín og veitti honum ótvírætt leiðtogahlut- verk með því að gera hann að tals- manni sínum og samþykkja aukið framkvæmdavald honum til handa. Agreiningurinn varð ckki alvarleg- ur fyrr en Rússland undir forystu JeJtsíns sveigði einhliða undir sig allar stolnanir Sovétríkjanna vetur- inn 1991 til 1992. Þar með lagði hann inn á braut frjálshyggjunnar, ruddi brautina að endalokum Sov- étríkjanna og tók upp „bráðaað- gerðir“ í efnahagsmálum eftir upp- skriff Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hyer er á móti um- bótum? Þessi barátta hefur staðið ládaust yfir frá þessum tíma. Nokkrum sinnum hefúr soðið upp úr svo sem í apríl 1992 þegar ríkisstjórnin hót- aði að segja af sér, í desember 1992 þegar Gaidar var setmr af sem for- sætisráðherra og í mars-apríl s.l. þegar Jeltsín lenti í hörðum átök- um við þingið. A milli þessara sprenginga hafa fylkingarnar gert með sér ótal málamiðlanir því þingið vildi ekki hætta umbótum og snúa aftur til gamla kerfisins eins og vestrænir fjölmiðlar hafa látið í veðri vaka. Það vildi einung- is hægja á þeim og breyta áhersl- urn. Meðan á þessum deilum þings og forscta hefrir staðið hefur allt samfélagið verið í hraðri upplausn, jafnt félagslega sem efnahagslega. Sá vísir sem til varð að flokkum í kosningunum 1990 hefur ekki orð- ið að stjórnmálaafli, fylkingarnar hafa ekki reynt að skipuleggja flokka í kringum stefnumál sín og almenningur hefur orðið afhuga þeim stjórnmálum sem birst hafa í þessum deilum. Atburðirnir sem gerðust á haust- döguin í Moskvu þegar Jeltsín sendi þingið heim með tilskipun og lagði síðan til atlögu við það nteð aðstoð hersins þegar það óhlýðn- aðist tilskipun hans, voru eins kon- ar forleikur kosninganna s.l. sunnudag. A þessum tíma var Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn orðinn óþolinmóður vegna þess hve hægt gekk að koma á nauðsynlegum strúktúrbreytingum. Sumarmán- uðina hafði þingið notað til að setja lög er hægðu á einkavæðingu í iðn- aði, setja hömlur á starfsemi er- lendra banka og þrengja möguleika stjórnarinnar til að draga úr niður- greiðslum og félagslegum útgjöld- um. Því var ljóst að þingið varð að víkja svo hægt yrði að koma í gegn þeim umbómm sem erlendir lána- drotmar kröfðust. Engar áhyggjur af lýorceðinu Tilskipun sinni um að leysa upp þingið, sem Jeltsín gaf út með sam- þykki iðnríkjanna sjö, fylgdi hann eftir með fjölda ráðstafana sem átm að tryggja hraðari umhæmr í anda bráðaaðgerða alþjóðlegra lána- stofnana undir forysm Gaidar. Þessi nýi áfangi efnahagsumbót- anna felur það meðal annars í sér að afnema það sem eftir er af verð- lagseftirliti, hraða einkavæðing- unni og hætta smðningi við iðnað- inn sem mun leiða til fjöldagjald- þrota og þar með auka verulega á atvinnuleysið. Atburðirnir í október liefðu átt að vekja ugg um örlög réttarríkis- ins og lýðræðisins. En svo mjög var búið að tala um baráttu lýðræðis- sinna við afturhaldsöflin, hamra á því að Jeltsín væri eini lýðræðislega kjörni valdhafinn og því væri hann æðsta tjáning lýðræðisins og helsti varðmaður þess, að horft var fram hjá því að allt benti til þess að fylgi við hann væri að hrynja og allar lýðræðisreglur fómintroðnar í bar- áttu hans við þingið. En kannski lýsa orð Helmut Kohl best afstöðu vestrænna ráðamanna. Ilann sagði: „Þegar við límm til Rússlands megum við ekki vera of uppteknir af lýðræðinu". Með öðrum orðurn; ef lýðræðið skilar ekki þeirri niður- stöðu sem vænst er, þá megum við ekki vera of uppteknir af nýjum þrengingum þess. Eftir að þingið var úr sögunni átti Jeltsín aðeins eftir að setja endapunkt- inn á „)ýðræðislegt“ valda- rán sitt, fá samþykkta stjórnarskrá sem færði alla þræði í hans eigin hendi og þing sem léti fara lítið fyrir sér. Fyrst í stað voru flokkar og blöð andstöð- unnar bönnuð og sovétin, sem flest höfðu verið kjör- in í lýðræðislegum kosn- ingum, vom leyst upp. Síðan hófst undirbúning- ur kosninganna og þá vom sumir andstöðuflokkar leyfðir aftur eftir reglum sem forsetinn setti. Blöð fengu að koma út að nýju undir nýjum nöfnum og með nýjar ritstjórnir. Jeltsín stýrði effir sem áður ljósvakamiðlunum og hótaði að loka sjónvarpinu fyrir þeim sem gagnrýndu stjórnarskrá hans og stefnu. Kosningabaráttan ‘var því öll í skötulíki. Ábyrgð Jeltsíns á sigri þjoðemis- sinna Helsta niðurstaða kostninganna er að Jeltsín og stefnu þeirri sem hann hefur staðið fyrir síðast liðin tvö var hafnað. Tæp- lega helmingur kosninga- bærra manna kaus að sitja 6V -c, & JOLAGJÖFIN sjálfsagða fyrir alla 13-16 ára er rafeinda skólaritvélin BROTHER AX-210. Hentar einnig heimilum, og smærri og miðlungsfyrirtækjum enda hefur hún flesta kosti fullkomnustu skrifstofuvéla. Fæst hjá okkur og helstu ritfangaverslunum. BORGARFELL Skólavörðustíg 23, sími 11372 heima, fann sér engan valkost í þeim lismm sem Jeltsín hafði leyft að bjóða ffarn og meirihluti þeirra sem kusu greiddi atkvæði gegn þessari stefnu. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn á mikið fylgi sitt að þakka velskipu- lagðri kosningabaráttu, gagnrýni á spillingu og félagslegt óréttlæti sein þrífst í skjóli valdhafanna (svipaður málflutningur og Jeltsín var með þegar hann var að brjótast til valda á tímum Gorbatjoff) og ekki síst þeim tækifærum sem ríkis- fjölmiðlarnir veittu honum. Það er í raun margt sem vekur spurningar ræmi við kraftahlutföllin á ný- kjörnu þingi. Hann gemr því hald- ið áffam að standa undir vonum Vesmrlanda, hrint í framkvæind bráðaaðgerðum Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins og unnið með þeim á al- þjóðavettvangi. Og hann þarf ekki að efna til forsetakosninga fyrr en í júní 1996, þó svo að eðli embættis- ins hafi tekið gagngerum breyting- um frá því hann var kosinn og þrátt fyrir skuldbindingu sína um að láta kjósa til forseta í júní komandi. Nýf valdstjóm í sjón- máli Stórsigur hægriöfgamannsins cr í sjálfu sér ekkert slærnur kosmr fyrir Jeltsín. Ilann gemr eflaust snúið honum sér í hag og talið Vesmrlöndurn trú um að hann sé enn hin styrka stoð lýðræðis og umbóta. Nýja stjórnarskráin gerir honum mögulegt að laga sig að næsmm hvaða þingsamsetningu sem upp kemur. Hann á auðvelt Margir áttu erfitt með að botna í kjörseðlinum, einkum eldra fólk eins og þessi kona hér. varðandi framgang hans síðustu inánuðina. í október stóð hann með Jeltsín þegar hann lagði til at- lögu við þingið og því var hann éini flokkur þjóðernissinna sem fékk að bjóða ffain. Einnig sást til Sjir- inovsld við hlið Jeltsíns á fundi sem hafði það hlutverk að smíða stjórn- arskrána, enda hefur hann lýst yfir fullum smðningi við hana. Einnig vekur það spurningar að í byrjun nóvember, áður en kosningabar- áttan hófst opinberlega, hafði Sjir- inovski greiðan aðgang að ríkis- sjónvarpinu á meðan lokað var á ýmsa „lýðræðissinna“ í andstöðu við Jeltsín, en eftir að þingið var úr sögunni tóku ýmsir fyrrum smðn- ingsmenn Jeltsín upp hugmyndir þess um að tímabært væri að hægja á umbótunum. Og í ríkissjónvarp- inu naut Sjirinovski þess að geta keypt sér næsmm jafn mikinn tíma og flokkur Gaidars, „Valkosmr Rússlands11. En Jeltsín fékk það sem hann stefndi að. Stjómarskáin sem hann samdi með aðstoð ráðgjafa sinna fékk þann nauma meirihluta sem hann ákvað að væri nægilegur. Skilyrðin voru að þátttaka í at- kvæðagreiðslunni um stjórnar- skrána yrði 50% og helmingur þeirra yrði að greiða atkvæði með henni. Rússland býr því við stjórn- arskrá sem tryggir forsetanum of- urvald. Og hann þarf ekki, að minnsta kosti fyrst í stað, að breyta samsetningu á stjórn sinni í sam- með að senda þingið heim og efna til nýrra kosninga, stjórnin þarf ekki að standa þinginu skil á gerð- um sínum, í stuttu ináli þá hefur þingið lítið að segja um landstjórn- ina. Eðlilegasta niðurstaða kosning- anna væri að Jeltsín sneri baki við kredduin ffjálshyggjunnar og tæki upp umbótastefnu sem væri meira í takt við raunverulegar þarfir at- vinnulífsins og almennings þar sem ríldð léki stórt hlutverk. En slík niðurstaða er ólíkleg, ekki síst vegna þess að alþjóðlegar fjármála- stofnanir myndu ekki samþykkja hana og allur smðningur Vestur- landa, sem að mestu er í formi Iána og skuldbreytinga, fer í gegnurn hendur þeirra. Því er líklegast að tímabil einhvers konar valdstjórnar taki við. Atburðirnir í október sýndu að helst getur Jeltsín sótt stuðning við áffamhaldandi völd til hers og lögreglu. Lýðræðið verður látið víkja fyrir þörfum mark- aðsvæðingarinnar, því eins og margir „lýðræðissinnar“ hafa lýst opinberlega yfir þá fela slíkar um- bætur í sér slíkan niðurskurð á lífs- kjörum að almenningur gæti ekki fært slíkar fórnir ótilneyddur í langan tíma vegna tálvona um bjarta framtíð. Þróunarbanki Evr- ópu hefur til dæmis spáð því að það rnuni taka 35 ár fyrir íbúa Austur- evrópu að verða hálfdrættingar í launum á við það sem gerist á Vest- urlöndum.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.