Tíminn - 17.01.1971, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.01.1971, Blaðsíða 9
SUNNXJDAGUR 17. janúar 1971 TÍMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framlcvæmdasitjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þónarinsson (áb), Jón Helgason, Indriði G. Þorsteinsson og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Rit- sitjómarskrifstofur í Edduhúsinu, símar 18300 — 18306. Skrif- stofur Bamkastraeti 7. — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasimi: 19523. Aðnar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 195,00 á mánuði. innanlands. í lausasölu kr. 12,00 eint. — Prentsm. Edda hf. r Ritstjórnargrein úr The New York Times: Móöir Teresa - stofnandi nunnu- reglu, sem hjálpar fátækEingum Fjármálastjórn Sjálfstæðisflokksins Grundvallaratriði þess, hvort hægt sé að treysta mönn- um eða flokkum er það, hvernig þeir standa við orð sín og yfirlýsingar. Þess vegna hljóta kjósendur að dæma flokkana eftir orðum þeirra og efndum. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur talið sig þann flokk, sem bæri hag skatt- borgaranna mest fyrir brjósti. Enginn flokkur hefur lýst því oftar yfir eða með stærri orðum, að hann vildi hóf- legan ríkisrekstur og því hóflegar skattaálögur. Enginn flokkur hefur deilt meira á fjármálastjóm annarra og ásakað þá harðlegar fyrir eyðslusemi, lélega stjórn og skattpíningu. Um nokkurra ára skeið var þetta kjaminn 1 stjómmálaskrifum Mbl. og Vísis. Þessi hafa verið orð og yfirlýsingar Sjálfstæðisflokks- ins og forastumanna hans í fjármálum og skattamál- um. Nú geta kjósendur farið að bera þau saman við efndimar. Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að fara sam- fleytt með fjármálastjóm ríkisins í ellefu ár. Hann hefur valið til fjármálaráðherrastarfa þá tvo menn, sem fomsta <n< hans hefur treyst bezt, þá Gunnar Thoroddsen og Magnús Jónsson. Hann hefur haft öll skilyrði til að' syna J|tetnua u“' sína í verki. Hverjar em efndimar? Efndirnar eru í stuttu máli þær, að aldrei hefur ríkt meira aðhaldsleysi í fjárstjórn ríkisins. Margar hinna gömlu stofnana, sem fyrir voru, hafa þanizt út. Nýjar ríkisstofnanir hafa sprottið upp eins og gorkúl- ur á haug. Ríkisútgjöldin hafa vaxið hraðara en nokk- uð annað á íslandi. Jafnvel verðbólgan, sem þó hefur vaxið hraðara en nokkru sinni fyrr, nær því hvergi nærri að vera hálfdrættingur í samanburði við vöxt ríkisútgjaldanna. Henni verður því ekki kennt um hann, nema að takmörkuðu leyti. Vitanlega hefur iíka viss aukning á ýmsum sviðum verið eðlileg vegna breyttra aðstæðna og nýrra tíma. En þetta afsakar ekki nema að litlu leyti þann gífurlega ofvöxt, sem hefur hlaupið í ríkisbáknið síðustu ellefu árin. Þar er aðhalds leysi og léleg stjórn veigamesta ástæðan. Hvaða áhrif hefur þetta svo haft á skattana? í stuttu máli þau, að skattpíning hefur aldrei verið þvílík á íslandi og nú. Álögurnar, sem ríkið leggur á borgarana, hafa alltaf 13—14 faldazt síðan Sjálfstæðisflokkurinn tók við fj ármálastj órninni fyrir ellefu ámm. Á sama tíma hafa launataxtar ekki nema þrefaldazt eða fjórfaldazt í krónu- tölu. Af því má bezt ráða, hve gífurlega skattabyrðin hef- ur aukizt. Til þess að geta fengið sjálfdæmi um skattana og losnað við íhlutun Alþingis, hefur skattvísitalan verið slitin úr samhengi við framfærsluvísitöluna ,og fjármála- ráðherra verið gefið vald til að ákveða hana hverju sinni. Niðurstaðan er sú, að hún er nú orðin langt á eftir fram- færsluvísitölunni og skattarnir hafa hækkað samkvæmt því. Svo er líka komið, að lágtekjumenn greiða orðið skatta, sem áður voru aðeins ætlaðir hátekjumönnum. í kosningunum í vor eiga kjósendur að dæma flokk- rna samkvæmt yfirlýsingum þeirra og efndum. Það er skiljanlegt að Mbl. kveinki sér, þegar minnzt er á fjár- málastjórn Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn fengi þungan dóm, ef kjósendur dæmdu hann rétt af orðum hans og efndum í skattamálum og fjármálastjórn ríkisins. Þ.Þ. Starfsemi hennar í Indlandi hefur unnið henni heimsfrægð MÓÐIR TERESA Þegar Páll páfi VI ákvað fyr ir þremur árum að stofna heimili fyrir fátæklingana í Rómarborg seildist hann um hálfan hnöttinn og bag minnu eina í Kalkútta að taka að sér framkvæmdina. Þegar páfinn tók þessa ákvörðun voru um 20 þúsund nunnur í Róm. og margar þeirra höfðu hefgað sig hjálp- arstarfi meðal fátæklinganna. En þær og móðir Teresa voru sitt hvað, en hún var stofn- andi og æðsti stjórnandi „Tmi- boða góðgerðastarfseminnar“, en um daginn veitti páfi þeim fyrstum verðlaun þau, og kennd skulu vig Jóhannes páfa XXIII. MÓÐIR Teresa er litið kunn almennt á Vesiurlöndum en hún er eins konar þjóðsagnar persóna í Indlandi, þar sem hún settist að fyrir tuttugu og tveimur árum. Hún hvarf þá frá kennslustörfuim og lagði nunnubúninginn á hilluna til þess að þjóna fátæklingunum, sem tæpast verður tölu á kom- ið. - 'Páll "páfi fór til Indiands ár- ið 1964 og sannfærðist þá um frægð móður Teresu þar i landi. Eitt síðasta verk hans, áður en hann snéri heim, var að gefa móður Teresu hvíta Lincolninn sinn, „til þess að verða henni að liði við algilt trúboð elskunnar“. STARFRÆKSLA fimmtíu og ndu hjálparstöðva fyrir fátæ!:l. í Kalkútta er liður í .elskutrú boði“ móður Teresu. Auk þess eru ireknar sjötíu slíkar hjálp- arstöðvar í öðrum borgum á Indlandi. Ennfremur rekur hún, og nunnur úr reglu hennar, fátæk.’ingaheimili á Ceylcn, í Tanzaníu, Joirdaníu, Venezu- ela, á Bretlandi og í Ástralíu. Síðast ber svo að telja hjálp- arstöðina eða heimilið í Róma- borg. Trúboðar góðgerðarstarf seminnar hafa marga leik- menn í þjónustu sinni. Aðstoð þeinra kemur að notum við kennslu sex þúsund barna í fimmtíu skólum, meðferíi millj- ón sjúklinga á ári í 125 hjálp- arstöðvum og rekstur 12 hjúkr unarheimila fyrir fátæklinga, sem bíða dauða síns. MóÐIR Teresa hét áður Agnes Gonxha Bojaxhiu og fæddist 17. ágúst 1910 í borg- inni Skoplie, sem nú telst til Jugoslavíu. Faðir hennar var matvörukaupmaður frá Al- baníu. Agnes Bogaxhiu var ekki nema tólf ára þegar hún var orðin staðráðin í að verða nunna. Prestur einn sagði henni tveimur árum síðar frá störfum Loretto-systranna, en það er írsk regla, sem starfar á Indlandi. Þá vair Agnesi hinni ungu ljóst, hvar hún vildj eyða ævi sinni. Reglan veitti henni viðtöku og hún lagði af stað til Ind- lands þegar hún var seytján ára gömul. 24. maí 1928 vann hún fyrsta heit sitt, en hið síðasta níu árum síðar. AÐ KVÖLDI 10. september 1946, þegar hún var þrjátíu og sex ára gömul, var móðiir Teresa á leið með járnbraut- arlest frá Kalkútta til Darjeel- ing, en þar ætlaði hún að leita sér andlegrar hvíldar. Hún segist sjálf hafa fengið köllun allt í einu þairna í lestinni „Boðskapurinn var ákaflega ljós og einfaldur“. á hún að hafa sagt. ,Ég átti að hverfa frá klaustrinu taka mér ból festu meðal hinna fátæku og hjálpa þeim“. Þegar móðir Teresa var kom- in aftur tii Kalkútta leitaði hún aðstoðar forustumanna kirkjunnar, en var vísag frá. Hún beið í eitt ár. en skrif- aði þá forustukonu reglunnar. móður Gertrude í Rathfar- ham í írlandi, Móðir Gertnide féllst á beiðni hennar er hún hafði fengiö samþykki kirkju- feðranna í Rómaborg. Móðir Teresa lagði fyrri nunnubún- ing sinn þegar á billuna og klæddist hvítum búningi, sem ber keim af sari, búningi beim sem konur klæðast hjá Hindú- um. MÖÐIR Teresa fékk til af- nota herbergi á heimili eins af starfsmönnum ríkistjórnar- innar og þar hóf hún að skipu- leggja hina nýju nunnureglu sína. Innan skamms settist að hjá henni nítján ára gömul stúlka frá Bengal. Shubashini Das. sem gerðist fyrsti áhang andi reglunnar. Shubashini tók sér skirnarnafn Teresu og nefndist systir Agnes. MÓÐIR Teresa fær fjárstyrk víða að til starfsemi sinnar, en fjárþörfin er ótæmandi. Ár- ið 1962 fékk hún 20 þúsund dollara styrk fra Magsaysay Award Foundation og því fé öllu varði hún til byggingar barnaheimilis. Fátæktin er hlutskiptj hess fólks, sem móðir Teresa starf- ar fyrir, en fátæktin er einnig hlutskiptí systranna í regl- unni. Þær nevta sömu fæðu og fátæklingarnir. fara á fætur klukkan tuttugu minútum fyr ir fimm á morgnanna, vinna til klukkan niu á kvöldin og fá ekki nema hálfrar stundar hvíld á þeim tima Mjög sjald- gæft er, að systurnar breyti út af þessarri reglu. Sögð er sú saga sem dæmj um fádækt nunnanna. að syst- urnar í Venezuela hafi sent gjafir til Indlands. tutlugu sælgættspakka einn pakka á hvert fylki í landinu. Móðir Teresa sagði við blaða mann, sem ræddi við hana: ..Fátækt okkat svstranna er jafn nauðsynleg og starfið sjálft“. s

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.