Tíminn - 01.11.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.11.1972, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 1. nóvember 1972 TÍMINN 7 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-:|:|: arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson,:::: Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Tímáns) Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislasoni. Ritstjórnarskrif-:;:; stofur í Edduhúsinu við Lindargötu, sfmar 18300-18:106.:; Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðsluslmi 12323 — auglýs :::; ingasimi 19523. Aðrar skrifstofur:simi 18300. Askriftargjaltf;; _2?5 krónur á mánuði innan iands, i lausasölu 15 krónur ein';; takið. Blaðaprent h.f. Áfall þjóðarbúsins Ef leysa á efnahagsvandann á grundvelli áframhaldandi verðstöðvunar þarf 800 milljón króna fjáröflun rikissjóðs bara til að halda áfram núgildandi niðurgreiðslum. Þær verðlagshækkanir, sem óhjákvæmileg- ar kynnu að verða á næsta ári svo sem vegna verðhækkana erlendis á innfluttum vörum, yrði svo að greiða niður til viðbótar, ef halda ætti visitölunni fastri i 117 stigum. Til þeirra þyrfti einnig að sjálfsögðu fjáröflum. En slik fjáröflun með óbeinum sköttum til áframhaldandi niðurgreiðslna er ekki til neins, ef fjáröflunin sjálf fer beint inn i visitöluna. Það var aðeins fyrir þessari hlið málsins, sem Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra, gerði grein fyrir, er hann sagði, að persónulega vildi hann mæta efnahagsvandanum á grund- velli áframhaldandi verðstöðvunar út næsta ár. Rætur efnahagsvandans liggja i stórfelldum aflabresti og tilkostnaðarhækkunum við fram- leiðsluna m.a. vegna gengisbreytinga erlendis. Forsætisráðherra sagði i stefnuræðu sinni á Alþingi, að hann teldi samt of snemmt að gera upp þann vanda i heild og taka lokaákvarðanir um það, hvernig honum skuli mætt. Myndin þyrfti að skýrast og menn að gera sér fulla grein fyrir stærð vandamálsins. En ef leysa á vandann á grundvelli áfram- haldandi verðstöðvunar verða menn að gera sér ljóst, að ef ekki á að sleppa öllu lausu og halda áfram þeim niðurgreiðslum sem nú eru i gildi skv. bráðabirgðalögunum frá i sumar, þarf viðbótarfjáröflun fyrir rikissjóð upp á 800 milljónir. önnur vandamál, sem til úrlausnar koma, þegar menn hafa gert sér fullkomlega grein fyrir þvi hver vandi atvinnulifsins er, hafa ekki enn verið gerð upp og þvi ekki vitað nú, hve mikils fjár þarf að afla til lausnar þeim. Afla vonir geta glæðzt og miklar vonir eru bundnar við þau nýju skip, sem brátt munu koma i gagnið. Þegar valkostanefndin skilar áliti sinu eftir nokkra daga mun þessi mynd væntanlega skýrast nokkuð og þá verður einnig ljósar, um hvaða kosti og leiðir er að velja. Ástæðan til þess að forsætisráðherra gerði á Alþingi i fyrri viku grein fyrir persónulegu áliti sinu á því að hann teldi skynsamlegast að mæta efnahagsvandanum á grundvelli áfram- haldandi verðstöðvunar er sú, að ekki er unnt að fara þá leið nema um hana náist samkomu- lag við verkalýðshreyfinguna og þá er rétt að menn geri sér ljóst i tima, að aðeins til að halda áfram núgildandi niðurgreiðslum þarf 800 milljóna króna viðbótarfjáröflun til rikissjóðs. Hver fjáröflun til lausnar öðrum þáttum heildarvandans þarf að vera er ekki vitað enn, en allir verða að gera sér grein fyrir þvi, að þegar þjóðartekjur fara minnkandi hlýtur að verða minna til skiptanna en ella og við afla- brest og gengisbreytingar erlendis fær enginn rikisstjórn á íslandi ráðið. — TK. DAVID L0SHAK, Daily Telegraph: Kenya bar af grann- ríkjunum í Afríku Snilli Kenyatta forseta veldur þar mestu, en margt getur farið úr skorðum þegar hans missir við Jomo Kcnyatta forseti. Nairobi, 19. okt. 1972. HÁTIÐ er i undirbúningi hér i Nairobi og fánar blakta með- fram öllum götum borgarinn- ar. Myndir af Jomo Kenyatta landsföður og óumdeilanleg- um leiðtoga hins sjálfstæða Kenyarikis blasa hvarvetna við. Hið svipmikla, alvarlega og virðulega andlit forsetans horfir beint við augum, hvort sem litið er inn í skrifstofur, gistihús, verzlanir eða banka. Kenyamenn hafa meiri ástæðu til að fagna en aðrar þjóðir i Austur-Afriku-banda- laginu. Stöðugleikinn er dýr- legur saman borið við grann- rikið Uganda og velmegun rikjandi í samanburði við ör- birgðina i Tanzaniu. Hátiðin er haldin i tilefni af Kenyatta- deginum á morgun, en þá eru tuttugu ár liðin sfðan Bretar hnepptu Kenyatta i fangelsi, sem meintan forustumann Mau Mau. Drottnandi nær- vera Kenyatta sjálfs sýnist þjóðinni samgrónari og meira ómissandi en nokkru sinni fyrr. Kenyamönnum virðist nálega óhugsandi að komast af án hans, likt og Frökkum fannst um de Gaulle áður en hann féll frá. ILL nauðsyn rekur þó stjórnmálamennina til að brjóta heilann meira um hið „óhugsandi” en nokkuð ann- að. Sá orðrómur er nú á kreiki, að hinn virti leiðtogi muni loks viðurkenna opinberlega i hátiðaræðu sinni á morgun, að hann sé ekki ódauðlegur, og gefa jafnframt til kynna, hvaða hugmyndir hann geri sér um eftirkomendur sina. En slikur orðrómur hefir af og til verið á sveimi á undan- gengnum árum. Sennilega er hann úr lausu lofti gripinn i þetta sinn, eins og jafnan áður. Kenyatta forseti er kominn fast að áttræðu, en fátt bendir þó til, að honum sé farið að förlast, hvort heldur er and- lega eða likamlega. Enn hefir hann ærnu hlutverki að gegna. Tom Mboya, færasti sam- starfsmaður forsetans, var myrtur fyrir þremur árum og þá skall hurð nærri hælum, að óviðráðanlegar ættbálkadeil- ur blossuðu upp. Forsetanum tókst að firra þjóðina þeim vandræðum og sýndi sérstaka snilli við að leiða hana úr háskanum. Enn hefir hann ær- ið verk að vinna við að treysta grunninn og efla eininguna. UMRÆÐUR um arftaka Kenyatta eru að sumu leyti innantómar, þar sem augljóst er, að enginn getur i raun og sannleika fetað i fótspor hans. I framtiðinni hlýtur forseta- embættið að verða annars eðlis en það er nú. I stjórnar- skránni er gert ráð fyrir kosn- ingu nýs leiðtoga, en hver svo sem hann verður, þá hlýtur hann að neyðast til að biðja og sannfæra, en getur ekki skipað fyrir eins og Kenyatta hefir gert. Hann verður fremur að semja en að valdbjóða, beita áhrifum og miðla málum, en getur ekki treyst á myndug leika meðskapaðra persónu- töfra. Þarna er einmitt komið að þvi, sem veldur að likindum verulegum erfiðleikum i Kenya i framtiðinni. Vald Kenyatta hefir verið það við- tækt og mikið, að það hefir ósjálfrátt orðið til þess að geyma erfið viðfangsefni i eins konar frysti. Ráðherrar hans og embættismenn hafa virt vald hans mikils og reynt að forðast, að svo liti út sem þeir væru að bera brigður á það. Af þessum sökum hafa ýmsar umbætur i félags- og stjórnmálum oft verið van- ræktar eða látnar dragast óhæfilega lengi. HÉR við bætist, að rikis- stjórnin hefir bælt niður þá gagnrýni, sem fram hefir komið. Búið er að visu að láta Oginga Odinga lausan, en hann var leiðtogi andstöðu- flokks Kenyatta og hafði verið i fangelsi i 18 mánuði. En flokkur Oginga Odinga er bannaður og i Kenya er i raun og veru ekki nema einn flokk- ur leyfður. Sem betur fer er flokkur Kenyatta enginn eintrjáping- ur. Umræður i þinginu eru fjörugar og ráðherrar geta siður en svo treyst á fyrir- hafnarlitið samþykki sinna mála. Telja verður rikjandi einsflokks kerfi til gildis, að kyrrð og festa rikir i þjóð- málunum. Hinu ber þó ekki að neita, að þúsundir kjósenda er meinað að fylgja sinum raunverulegu skoðunum eftir við kjörborðið. ÞETTA getur aldrei verið alls kostar heilbrigt og ef til vill enn siður þegar þess er gætt, að samtök i stjórnmálum og byggðarlög- um eiga að verulegu leyti ræt- ur að rekja til ættbálkaskipt- ingar. Ættbálkarigs gætir i rikum mæli i Kenya, enda þótt þeir landsmenn sem aðhyllast nútima hugsunarhátt, tregðist við að viðurkenna það. Kikuyu-ættbálurinn er yfir- gnæfandi i stjórn landsins. Annar stærsti ættbálkurinn heitir Luo, og þeim, sem hon- um tilheyra, finst þeir beittir verulegu misrétti. Efalaust er oft gert meira úr þessu en efni standa til, en vafalitið hefir sá orðrómur nokkuð til sins mál, að æðstu stöður og metorð falli annað hvort i skaut gæðingum rikisstjórnarinnar vegna spillingar, sem er allútbreidd, eða mönnum af Kikuyu-ætt- bálkinum blátt áfram vegna ættartengsla. LANGVARANDI efnahags- vandi virðist ala á gremjunni, sem mismununin veldur. Sósialismi er rikjandi I Tanzaniu undir forustu Nyer- ere forseta. Kenyamenn viðurkenna hinsvegar kapital- isma kinnroðalaust, en játa þó, að rikinu beri skylda til að draga úr ójafnræði og beita samræmdri stefnu. Nairobi er geðþekk nútima- borg en flestir skýjakljúfarnir þar eru reistir fyrir erlent fjármagn, en það ber aftur vott um, að rikið nýtur trausts erlendis. Bretar hafa mikilla hagsmuna að gæta i Kenya og koma mörg stórfyrirtæki þar við sögu allt ofan frá ICI og Unilever. Kaffið er hætt aðvera aðal gjaldeyrislindin og ferða- mannastraumurinn er tekinn við þvi hlutverki. Árið sem leið komu 100 þúsund ferða- menn frá Bretlandi einu til þess að skoða dýralifið i þjóð- görðunum, sem hvergi eiga sinn lika. Þessi velgengni hefir aftur á móti valdið þvi, að borgir hafa stækkað örar en góðu hófi gegnir. Þetta kemur einna skýrast i ljós i Nairobi, rétt ut- an við hinar troðnu ferða- mannaslóðir. Ibúar borgar- innar eru um 200 þúsund og fast að þriðjungur þeirra býr i ömurlegum fátækrahverfum og atvinnuleysið er komið upp i 20 af hundraði. Opinber og yfirlýst andúð Kenyatta hefir ekki einu sinni hrokkið til að fjarlægja betlarana eða vænd- iskonurnar af götunum. Þetta gefur til kynna, að myndugleiki og persónutöfrar geti verið til góðs svo langt sem þeir ná, en fái þó ekki ráðið bót á raunverulegum grundvallarvanda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.