Tíminn - 29.08.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.08.1973, Blaðsíða 9
Miðvikudagmro29. .ágú&t 197at TÍMKVN v*/' \' 9 Útgefandi: Framsóknarflokkurínn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Askriftagjald 300 kr. á mánuði innan lands,- i lausasölu 18 kr. eintakið. Blaðaprent h.f ■ ' ■ - Hafréttarmálin Hafsbotnsnefnd Sameinuðu þjóðanna, sem hefur unnið að þvi þrjú undanfarin ár að undir- búa ný hafréttarlög, hélt lokafund sinn i Genf siðastl. laugardag, og verður nefndarálit henn- ar eitt aðalmálið á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, sem hefst 19. þ.m. Það má telja nokkuð öruggt, að þingið muni ákveða, að haf- réttarráðstefnan komi saman i Santiagó i Chile á næsta ári, en svo getur hins vegar farið, að ráðstefnan hefjist þar ekki fyrr en i júli, en gert hafði verið ráð fyrir, að hún hæfist þar i april. Um þetta rikti nokkur meiningarmunur, þegar fundum hafsbotnsnefndarinnar lauk. Yfirleitt er það álitið, að hafréttarráðstefnan muni ekki ljúka störfum i Santiagó, heldur geti þurft 1 - 2 fundi til viðbótar, sem yrðu þá haldnir á árunum 1975 og 1976. Það væri ekki óeðlilegt miðað við fyrri reynslu, þott ráð- stefnan stæði i 2-3 ár, þegar tillit er tekið til þess, hve margþætt og flókin mál hennar eru, og hve marga ólika hagsmuni þarf að sætta, ef samkomulag á að nást. Vegna þess, að ekki er búizt við endanlegri niðurstöðu i Santiagó, hefur komið til orða, að ráðstefnan samþykki þar eins konar stefnu- yfirlýsingu, sem yrðu mótandi fyrir siðari störf hennar. Ef til kæmi, myndi það verða eitt aðal- efni slíkrar yfirlýsingar, að lýsa fylgi við 200 milna efnahagslögsögu. Þótt störfum hafbotnsnefndarinnar hafi miðað hægt, hefur það einkennt þau, að fylgið við 200 milna efnahagslögsögu hefur sifellt aukizt. Frá fundi nefndarinnar sem haldinn var i Genf i fyrra, hafði t.d. orðið sú breyting, að riki eins og Noregur, Kanada, Nýja-Sjáland og Ástralia hafa bætzt i hóp 200 milna rikja, en segja má, að þau hafi verið að færast i þessa átt i fyrra. Nú er vitað um nokkur riki, sem virðast örugglega á þessari leið. Þess vegna bendir allt til, að 200 mílurnar sigri á ráðstefn- unni, en það getur hins vegar tekið sinn tima. Þar stendur m.a. i veginum, að 200 milna rikin eru sjálf ekki nægilega sammála. Sum þeirra vilja fá meira en 200 milur, eða landgrunnið, sem er utan við 200 milurnar. Fyrir ráðstefn- una i Santiago verður reynt að samræma þessi sjónarmið. Ef nægileg samstaða næst með rikjunum, sem vilja 200 milna efnahagslögsögu, verður sókn þeirra ekki stöðvuð. Þau þurfa ekki annað en að segja, að þau muni taka sér 200 milna efnahagslögsögu, ef ráðstefnan fer út um þúfur vegna andstöðu vissra stórvelda og fylgifiska þeirra. Þá verða 200 milurnar alþjóðalög, hvort eð er. 1 þessu sambandi er það mjög athugandi, hvort Island á ekki að setja fljótlega lög um 200 milna efnahagslögsögu, enda þott þau kæmu ekki strax til framkvæmda. Slikt gæti haft jákvæð áhrif á þróunina. Augljóst er, að ut- færsla islenzku fiskeiðilögsögunnar i 50 mil- ur, hefur viða haft mikil áhrif, t.d. i Noregi og Kanada. Hún hefur lika orðið þróunarrikjunum i Afriku og Asiu tvimælalaus hvatning. En 50 milurnar eru aðeins áfangi, en ekki sjálft loka- markið. T. D. Allman, The Guardian: Bourguiba forseti vill einn öllu ráða íTúnis Ungir menn líta á hann sem tákn löngu liðins tíma og margir kvíða framvindu stjórnmálanna BOURGUIBA hefir verið rikisleiðtogi lengur en dæmi finnast um i Arabalöndum og hefir á margan hátt unnið til þess lofs, sem á hann er borið. Tunis fékk sjálfstæði 1956 og Tunis Bouguiba — eins og for- setinn vill sjálfur segja — hefir lagt niður arfgengan konungdóm og breytt eignar- aðild að landi og tekju- skiptingu í verulegum atriðum. Fjöíkvæni hefir einnig verið lagt niður, koniir eru hættar að ganga með blæju og Frakkar hafa verið hraktir úr herstöðvum sinum. Takmarkaðar auðlindir lands- ins hafa verið nýttar skipulega og með góðum árangri, og i landinu hefir rikt meiri kyrrð en dæmi finnast um annars staðar við sunnan- og austan- verðar strendur Miðjarðar- hafs. Bourguiba gerist nú gamlaður og dáðir þær, sem hann hefir drýgt, eru ekki eins mikilvægar í augum margra landsmanna og hitt, hver ör- lög þjóðarinnar verði eftir að valdaskeiði hans lýkur. Sjálfur hefir Bourguiba brugðizt við þessum áhyggjum landsmanna um framtiðina á þann veg, sem þeir eiga bágt með að láta sér lynda. Hann hefir einfaldlega ákveðið að framlengja valda- skeið sitt um óákveðinn tíma. , l FORSETINN likir sér við Tito, de Gaulle, Franco og Kemal Ataturk. Hann hefir látið uppi, að hann muni á næsta ári óska eftir að honum verði leyft að gegna forseta- störfum fjórða fimmára kjör- timabilið i röð, en vafasamt er, hvort það samræmist stjórnarskrá landsins. For- setinn hefir einnig skipt um skoðun á öðru efni og segist vilja fá útnefningu sem forseti til lifstiðar, „sem virðingar- vott þakklátrar þjóðar”. Bæði erlendir og innlendir menn láta i ljós i einkaviðtölum harm sinn yfir „auknum ein- kennum mikilmennsku- brjálæðis” hjá Bourguiba. Hvort sem um er að ræða mikilmennskubr jálæði eða ómengaða eigingirni ástundar rikisstjórnin persónudýrkun, sem forsetinn er þakklátur fyrir, en mörgum lands- mönnum leiðist. Aðalgata sér- hverrar borgar er nefnd Habib Bouguiba-stræti. Stóra nýja moskan i Monastir, fæðingar- stað forsetans, hefir verið skirð i höfuðið á honum og eins ein af stærstu borgunum i Tunis. STJÓRNIN ræður yfir blöðum, útvarpi og sjónvarpi og þar er nákvæmlega lýst öll- um daglegum athöfnum for- setans, þar á meðal heilsu- bótargöngum hans um út- borgir Túnis. Húsnæðisskortur er i land- inu en Bourguiba hefir til um- ráða fimm bústaði. Myndir af honum hanga samkvæmt opinberum skipunum i stjórnarskrifstofum, for- stofum gistihúsa og jafnvel i tyrknesku böðunum, sem hafa verið miðstöðvar hollustu- hátta og félagslifs i Túnis siðan á dögum Rómaveldis. Bourguiba beitir valdi sinu með afar sérstæðum hætti og það ræður mjög miklu um áhrifavald og töku allra ákvarðana i Túnis. Þeir tveir einstaklingar, sem næst ganga forsetanum að valdi, eru Bourguiba forseti Túnis Wasilla Bouguiba kona hans og Hedi Nouira forsætisráð- herra. Samkvæmt skráðum heimildum i sumum sendi- ráðum i Túnis iðkar forseta- frúin fjármálastarfsemi sem „ylli þjóðarhneyksli, ef upp- vist yrði um hana opinber- lega”. Hún hefir að undan- förnu átt i harðri keppni við stjúpson sinn um hylli for- setans, en forsætisráðherrann er sagður hæfur stjórnandi en alger ónytjungur i stjórn- málum, og eiga frama sinn einungis undir náð forsetans. FLESTIR telja það megin- vandann að Bourguiba sé búinn að vera svo lengi leið- togi Túnis, að hann hefi blátt áfram gleymt þvi, að valdið spillir að lokum jafnvel beztu mönnum. Hann hefir náð heilsu að nýju, horfir von- glöðum augum til væntan- legra forsetakosninga og boðar ýmis skynsamleg stefnuatriði, sem til framfara horfa, allt frá ákvæðum gegn braski með jarðeignir yfir i takmörkun á fjáraustri i trúarhátiðir. En forsetinn virðist hafa gleymt að aukin einræðishneigð hans hefir drepið frumkvæði heima- manna i hverri byggð i dróma og hindrað eflingu nýrrar for- ustu. Flestir Túnisbúar virðast enn vilja lofa Bourguiba að renna sitt skeið á enda. Ætt- flokkar eru áhrifamiklir, klikudráttar eftir byggðar- lögum gætir i rikum mæli og nauðsyn á sterkri forustu er þvi almennt viðurkennd. Rikisstjórnin hefir séð svo um, að flestir telja hag sinum bezt borgið með óbreyttu ástandi og vilja þvi helzt ekki eiga neitt á hættu. Herinn hefir minni stjórnmálaáhuga en gerist i Arabarikjum, stjórnarandstaðan er óskipu- lögð og ekkert virðist geta orðið Bourguiba hættulegt nema alvarleg efnahags- kreppa. TVtSÝNNA er um horfurnar þegar lengra er litið. Flestir innlendir áhuga- menn um stjórnmál lita svo á, að gjáin milli hinnar opinberu tignunar og hins almenna veruleika geti valdið óvið- ráðanlegum vandræðum ef Bourguiba lætur útnefna sig forseta til æviloka og lifir i fimm til tiu ár. önnur hætta, sem litið lætur yfir sér, virðist þó enn alvarlegri. Þrir fimmtu þjóðarinnar eru 25 ára eða yngri og i augum þess fólks er hinn sjötugi forseti ekki annað en tákn löngu liðins tima, eða sjálfstæðisbaráttunnar. Þegar forsetinn framlengir þessa fortið um óákveðinn tima er hann að grafa undan þeirri virðingu og viður- kenningu á stjórnarskrá og jafnrétti, sem hann barðist forðum fyrir að skapa. Jafn- framt er hann að minnka möguleikana á þvi, að þjóðin minnist hans i framtiðinni sem mikilmennis, en það er honum kærara en allt annað. AUGNAÞJÓNUSTA og undirgefni aukast mjög i öllu opinberu lifi i Túnis. Dug- miklum og vinsælum leið- togum hefir verið rutt úr vegi eins og Bahi Ladgham fyrr- verandi forsætisráðherra og Ahmed Mestiri, sem einnig hefir gegnt ráðherraembætti, en þótti nokkuð sjálfstæður i skoðunum. Forsetinn kvað Ladgham fyrrverandi for- sætisráðherra hafa reynt „að setja sig I minn sess”. Em- bættismaður einn i Túnis sagði fyrir skömmu i þessu sam- bandi: „Hér i landi er aðeins einn glæpur ófyrirgefanlegur, en það er að vera óháður for- setanum i stjórnmálum”. Bourguiba forseti var lengi vel dyggur fylgjandi stjórnar- skrár, en upp úr 1969 virtist hann varla telja aðra en sjálfan sig færa um að fara með völd. Hann átti þá við heilsubrest að striða og Ahmed Ben Salah áætlunar- og fjármálaráðherra lagði fram róttæka stefnu, sem margir dreifbýlismenn voru andstæðir. Þegar óánægjan magnaðist, afneitaði forsetinn allri ábyrgð á hinni mis- heppnuðu stefnu og rak ráð- herrann, sem siðar var hnepptur i fangelsi. ÞETTA kom þó ekki i veg fyrir, að flokksþing Stjórnar- skrársósialistaflokksins, — flokks íorsetans — gerði árið 1971 ýmsár ályktanir, sem for- setinn var mótfallinn. Flokks- þingið kaus einnig miðstjórn, sem laut forustu manna, sem ekki áttu allt sitt undir ibúum forsetahallarinnar. Forsetinn hefir siðan snúizt kerfisbundið gegn hinum dhlýðnu. Hann hefir neitað að kalla mið- stjórnina saman til fundar, en henni er ætlað að fara með æðsta vald i rikinu, enda ekki leyfður nema einn flokkur. Forsetinn hefir enn hert valdatök sin á þessu ári. Lög- legum leiðum til ágreinings hefir verið lokað og þeim þing- mönnum sem hafa gagnrýnt forsetann, hefir verið vikið af þingi. Bourguiba hefir einnig lagt fram tillögur um breyt- ingar á stjórnarskránni, en samkvæmt þeim getur hann sjálfur tilnefnt eftirmann sinn sem forseta og rofið þjóð- þingið, ef það gagnrýnir stjórnarathafnir hans. ANDSTAÐAN gegn for- setanum i þessum málum er svo almenn — þótt hljóðlát og Framhald á bls. 19 Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.