Tíminn - 28.02.1974, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.02.1974, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 28. febrúar. 1974. TÍMINN 7 r V Otgefandi Framsóknarfiokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur I Aöaistræti 7, simi 26500 — afgreiðslusími 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Askriftagjald 360 kr. á mánuöi innan lands, i lausasölu 22 kr. eintakið. Blaöaprent h.f. J Slæmt sálarástand Það sérkennir það Alþingi, sem nú situr, i þing- sögunni, að beðið hefur verið oftar um orðið utan dagskrár en nokkurt dæmi er til um áður. Lang- oftast hafa Sjálfstæðismenn verið að verki og til- gangurinn verið sá að munnhöggvast við rikis- stjórnina. Einkum hafa þó Sjálfstæðismenn keppzt við þessa iðju, eftir að þingið kom saman að nýju eftir áramótin. Þetta óvenjulega fram- ferði hefur ótvirætt borið vitni um mjög slæmt sálarástand. Framar öðru stafar þetta sálarástand Sjálf- stæðismanna af þvi, að þeir þykjast nú sjá fram á, að stjórnin muni ekki falla, eins og þeir gerðu sér vonir um, fyrst eftir að Bjarni Guðnason snerist gegn henni. Bjarni Guðnason var um skeið eins konar dýrlingur hjá Sjálfstæðis- mönnum á AlþingL I hvert sinn sem Bjarni bað um orðið, þutu þeir um i þingsalnum, og úr eftir- væntingarfullum andlitum þeirra mátti lesa: Nú geristþað! Nú fellir Bjarni stjórnina! En stjórnin féll ekki, og nú eru Sjálfstæðismenn lika hættir að hlusta á Bjarna, og hann lætur miklu sjaldnar til sin heyra en áður. Næst treystu Sjálfstæðismenn á það, að stjórnin myndi falla vegna varnarmál- anna. Nú eru þeir einnig að missa trúna á það, enda fullar horfur á, að samkomulag náist innan rikisstjórnarinnar á grundvelli þeirra tillagna, sem Einar Ágústsson utanrikisráðherra hefur borið fram. Þegar þessi von þótti ekki lengur lik- leg til að rætast, var traustið sett á kjaramálin. Þá var vonazt til þess, að stjórnin myndi hrekjast frá vegna verkfalla. Nú er augljóst, að þessi von hefur einnig brugðizt, þar sem samkomulag hefur náðst i stærstu kjaradeilunni. Forkólfum Sjálfstæðisflokksins er lika bersýnilega þungt i skapi þessa dagana,og þarf ekki annað en að lesa forustugreinar Mbl. og Visis til að sannfærast um það. önnur ástæðan, sem veldur þvi, að illa liggur nú á Sjálfstæðismönnum, er mikill uggur vegna væntanlegra borgarstjórnarkosninga i Reykja- vik. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei verið jafn óviss um, hvort hann heldur meirihlutanum i borgarstjórninni. Af þessu stafar að miklu leyti æsingur þeirra á Alþingi, stóru fyrirsagnirnar i Morgunblaðinu og hvers konar gauragangur á öðrum vettvangi. Almenningur á eftir að verða vitni að þvi, að Sjálfstæðismenn eiga eftir að þyrla upp miklu moldviðri á þeim þremur mánuðum, sem eftir eru til borgarstjórnar- kosninganna. Þvi verður vafalaust ekki sizt hampað, að rikisstjórnin sé beint og óbeint að leggja landið undir Rússa, þvi að heppilegt mun þykja að leiða umræðurnar að öðrum efnum en verkum borgarstjórnarmeirihlutans i Reykjavik. Menn skulu þvi vera viðbúnir margvislegum furðufréttum i Morgunblaðinu næstu vikur. Skiljanlegar ástæður valda þannig þvi, að pólitiskt sálarástand er ekki gott hjá Sjálfstæðis- mönnum um þessar mundir. Við þvi er ekki neitt að gera annað en að gefa þeim það heilræði að reyna að taka þvi, sem að höndum ber, með meiri rósemi en upphlaupin á Alþingi og forustgreinar Mbl. og Visis bera merki um. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Þjóðverji verður forseti Brazilíu Geisel þykir líklegur til að bæta stjórnarhættina Ernesto Geisel Ýmsirblaðamenn, sem hafa fylgzt með stjórnmálaþróun- inni i Braziliu, láta i ljósi von um frjálsari stjórnarhætti, þegar nýr forseti kemur þar til valda 15. marz næstkomandi. Sitthvað bendir til, að hann | verði bæði stjórnsamari og frjálslyndari en fyrirrennarar hans i embættum siðasta ára- tuginn, eða siðan 1964, þegar herinn steypti lýðræðislega kjörnum forseta, Joao Goul- art, úr stóli og tók völdin i sin- ar hendur. Hershöfðingjarnir hafa gætt þess á umræddum tima að láta engan gegna forsetaemb- ættinu lengur en eitt kjörtima- bil i senn. Þannig vilja þeir koma i veg fyrir, að einhver þeirra gerist einræðisherra. Þrir hershöfðingjar hafa gegnt forsetaembættinu, siðan Goulart var vikið frá völdum 1964. Einn þeirra gegndi emb- ættinu skamma hrið sökum veikinda, en kjörtimabilið er fimm ár. Forsetakjör fer þannig fram, að kosnir eru kjörmenn, sem siðan velja forsetann, og er framboð hans tilkynnt,áður en kjörmennirn- ir eru kosnir. Þetta er svipað fyrirkomulag og i Bandarikj- unum, að öðru leyti en þvi, að kosningarnar eru frjálsar i Bandarikjunum, en i Braziliu haga hershöfðingjarnir fram- kvæmd kosninga á þann veg, að flokkur þeirra er jafnan öruggur um sigur. Þannig fékk hann rúmlega 400 kjör- menn kosna af 503 alls, en kjör þeirra fór fram á siðastliðnu ári. Formlega gengu kjörmennirnir frá kjöri hins nýja forseta um miðjan siðastl. mánuð, en framboð hans hafði verið tilkynnt i júnimánuði siðastl. ERNESTO GEISEL, hinn nýkjörni forseti Braziliu, fæddist 3. ágúst 1908 og er þýzkur i báðar ættir. Faðir hans, sem var kennari, og föðurafi hans, sem var prestur, höfðu flutt frá Stutt- gart til Braziliu. Þar giftist faðir hans konu af þýzkum ættum og eignuðust þau fimm börn. Ernesto var yngstur þeirra. Þrir bræðranna fóru inn á hernaðarbrautina og mun þar hafa ráðið nokkru um, að þeir höfðu ekki efni á að ganga menntaveginn. Allir náðu þeir þvi marki að verða hershöfðingjar. Einn þeirra er kominn á eftirlaun, annar er nú hermálaráðherra Braziliu, Orlando Geizel að nafni, og sá þriðji og yngsti tekur við for- setaembættinu 15. marz nk., eins og áður segir. Ernesto Geisel var mikill námsmaður i skóla, og þykir það nokkur sönnun um það, að hann er sagður jafnvigur á fimm tungumál. En hann reyndist lika skyldurækinn við námið, og hefur sá kostur þótt fylgja honum jafnan siðan. Hann hefur sem herforingi og hershöfðingi unnið sér mikið álit fyrir stjórnsemi og reglu- semi. Hann hefur starfað mest i kyrrþey og þótt hlédrægur i framgöngu. Sagt er, að skák hafi verið helzta tóm- stundaiðja hans. Heita mátti, að hann væri óþekktur almenningi i Braziliu, þegar framboð hans var tilkynnt á siöastliðnu sumri. Siðan hefur hann ferðazt fram og aftur um landið og rætt við forustumenn i öllum landshlutum, en haldið litið af opinberum fundum, enda þurfti hann þess ekki með. Talið er, að hann hafi aflað sér mjög aukinnar þekk- ingar á landi og þjóð i þessum ferðalögum. Það vakti at- hygli, að hann lagði sérstaka áherzlu á að ræða við menn, sem gegndu borgaralegum störfum, og við forustumenn i flokki hershöfðingjanna. Fyrir fimm árum lagði Geisel niður störf sin i hernurr\ eftir að hafa verið i honum i samfleytt 44 ár. Hann gerðist þá forstjóri oliueinkasölu rik- isins, Petrobras. Hann þótti sýna mikla framtakssemi og stjórnsemi i forstjórastarfinu, og draga menn ekki sizt þá ályktun af þvi, að hann muni reynast stjórnsamur og athafnasamur forseti. Hann lagði forstjórastarfið á hilluna, eftir að hann var útnefndur forsetaefni á siðastl. sumri. Sagt er, að Geisel hafi komið i veg fyrir það 1962, að hers- höfðingjarnir steyptu Goulart úr stóli, en hins vegar hafi hann verið einn af helztu leiðtogum byltingarinnar 1964. Eftir byltinguna varð hann sérstakur ráðunautur Castelos Branco, sem var aðalleiðtogi byltingarinnar og fyrsti for- seti rikisins eftir hana. Siðar varð hann forseti herdóm- stólsins. Þvi starfi gegndi hann, þangað til að hann varð forstjóri Petrobras. Geisel hefur jafnan lifað fábreyttu lifi og borizt litið á. Hann bjó i litilli ibúð, meðan hann var forstjóri Petrobras, sem er eitt stærsta fyrirtæki Braziliu. Kona hans er eins og hánn þýzk i báðar ættir. Þau eignuðust son og dóttur. Son- urinn lézt fyrir nokkru i um- ferðarslysi, en dóttirin, sem býr enn hjá foreldrum sinum, er barnakennari. Það er nefnt sem dæmi um reglusemi Geisels, að meðan hann var forstjóri Petrobras, fór hann að heiman nákvæmlega klukkan sjö að morgni hvern vinnudag. Hann var þvi mætt- ur til vinnu á undan flestum. ÞÓTT Geisel hafi ekki flikað skoðunum sinum, komst sá orðrómur bráðlega á kreik eftir að hann var útnefndur forsetaefni hershöfðingja- flokksins, að vænta mætti verulegra breytinga eftir valdatöku hans. Meðal annars myndihann veita þinginu, þar sem flokkur hershöfðingjanna hefur traustan meirihluta, aukin völd. Þá myndi hann einnig hafa hug á að draga úr ritskoðun. Hann myndi einnig leyfa öllu rýmri félagafrelsi en áður. Vart væri þó að vænta þess, að hann gerði þetta öðruvisi en i áföngum, þvi að hann væri liklegur til þess að gæta þess, að ekki drægi úr röð og reglu. Það hefur styrkt talsvert aðstöðu hans, að kaþólska kirkjan, sem hefur verið gagnrýnin á hers- höfðingjastjórnina, hefur tek- ið útnefningu hans vel, en Geisel verður þó fyrsti forseti Braziliu, sem er mótmælenda- trúar. Allir fyrirrennarar hans hafa verið kaþólskir. Annars er það ekki sizt á efnahagssviðinu. sem menn vænta breytinga, eftir að Framhald á bls. 10

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.